Morgunblaðið - 12.01.2003, Qupperneq 52
52 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
DV
Sýnd kl. 1.50, 3.50, 5.45, 8 og 10.20.
Sýnd kl. 5.50 og
10.05. B.i. 12.
FRUMSÝNING
Roger Ebert
Kvikmyndir.is
HL MBL
Sýnd kl. 2.
Enskt tal
H.TH útv. Saga.
HL MBL Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
Robert DeNiro, Billy Crystal og
Lisa Kudrow (Friends) eru
mætt aftur
í frábæru
framhaldi af
hinni geysi
vinsælu
gamanmynd
AnalyzeThis.
H.K. DV
GH. VikanSK RadíóX
SV. MBL
GH. Kvimyndir.com
Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 8.10.Sýnd kl. 5.45.
Yfir 55.000 áhorfendur
Sýnd kl. 1.45 og 3.45.
með íslensku tali.
Stórkostlegt ævintýri frá Disney byggt á hinu sígil-
da og geysivinsælu ævintýri um Gull Eyjuna eftir
Robert Louis Stevenson
Stórkostlegt vintýri frá isney byggt á hinu sígil-
da og geysivins lu vintýri u ul Eyjuna eftir
obert Louis Stevenson
Mbl
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
FORSÝNING
í kvöld kl.8 DV
ÁLFABAKKI AKUREYRI
/ / / / / /
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16.
/ / /
E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I
/ / /
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.15. / Sýnd kl. 6 og 8.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 4 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2. íslenskt tal.
ÞAÐ er hugarstríð/ ást oghatur alla tíð/ hér í heimiár og síð,“ segir í textalagsins „Ekki nema von“ af
plötunni Annar máni. Söngleikurinn
Sól & Máni, sem var frumsýndur í
Borgarleikhúsinu í gær, er einmitt
byggður á tveimur plötum Sálar-
innar hans Jóns míns, Öðrum mána
og Logandi ljósi. Hann fjallar um
baráttuna milli góðs og ills í fram-
andi heimi með ástarsögu í for-
grunni.
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir fer með
hlutverk döpru stúlkunnar Sólar,
sem brosir aldrei. Hún útskrifaðist
af leiklistarbraut Listaháskóla Ís-
lands síðasta vor. Hún hefur síðan
getið sér gott orð fyrir leik sinn í
Hamlet, þar sem hún fór með hlut-
verk Ófelíu.
Hlustaði á Sálina í allt sumar
Æfingar á söngleiknum hófust í
byrjun nóvember en Arnbjörg segist
hafa vitað af því síðan í vor að hún
fengi hlutverkið. „Ég er búin að vera
að hlusta á þessa músík í allt sumar.
Ég var orðin alveg gegnsýrð,“ segir
hún og bætir við að hún hafi spilað
Sálina oft fyrir samleikara sína á
Akureyri. „Það voru allir komnir í
góðan gír þarna fyrir norðan,“ segir
hún.
Arnbjörg og Bergur Þór Ingólfs-
son, sem fer með hlutverk engilsins
Mána, lofa bæði Sálina og finnst
greinilega gaman að vinna með lög-
in. „Þessar tvær plötur eru troð-
fullar af smellum, af lögum, sem
maður heldur að hafi verið til í þús-
und ár,“ segir Bergur, sem hefur
komið víða við frá því hann útskrif-
aðist úr Leiklistarskólanum árið
1995. Hann hefur starfað í bæði
Borgar- og Þjóðleikhúsi auk þess að
hafa fengist við leikstjórn en var að
koma úr árs leikfríi.
Þau segja að mikil vinna liggi að
baki sýningunni enda um nýtt verk
að ræða. „Það er alltaf gaman að
syngja,“ segir Arnbjörg og Bergur
tekur undir það. „Svo er maður bara
leikari og þarf að leika það að maður
kunni að syngja,“ segir hann meira í
gamni en alvöru því hann hefur tekið
þátt í uppfærslu fjölda söngleikja
hér á landi og „var í popphljómsveit
á unglingsárunum“.
Kemst langt á viljanum
„Maður kemst langt á viljanum,
segir Arnbjörg. „Þá getur maður
gert ótrúlegustu hluti, ef maður
bara trúir á þá. Þá trúa aðrir á þá
líka,“ segir hún en boðskapur verks-
ins endurspeglast að mörgu leyti í
þessum orðum hennar.
„Ljósið vekur vonina./ Og vonin
vekur bros./ Lífsins söguþráð/ Við
spinnum aldrei einsömul./ Öll við er-
um háð/ þeim öflum, sem við ráðum
ekki við...“ segir í texta „Logandi
ljóss“ af samnefndri plötu en textar
laganna segja mikið um framvindu
verksins.
Áhorfendur kynnast framandi
heimi í Sól & Mána. Bergur og Arn-
björg segja að smá tíma hafi tekið að
setja sig inn í þennan framandi heim
en nú lifi þau hreinlega í honum.
Barátta góðs og ills ræður ríkjum í
verkinu og hugleiðingar um trú og
tækni, sem þau segja eiga upp á pall-
borðið nú um stundir.
„Tækni og trú standa fólki til boða
og ýmsar lausnir. Þetta er sígildur
boðskapur. Manni býðst ýmislegt en
lausnina er að finna annarsstaðar,
inni í manni sjálfum,“ segir Bergur.
„Ástin sigrar allt,“ segir Arnbjörg
en ástarsaga Sólar og Mána er í for-
grunni í verkinu. „Þetta er einfaldur
og skýr boðskapur,“ segir hún.
Leitin að hamingjunni
Í verkinu leitar Sól að hamingj-
unni eftir ýmsum leiðum og margir
koma henni til hjálpar. Hún brosir
ekkert mestalla sýninguna. Skyldi
það ekki hafa verið erfitt að mega
ekki brosa?
„Jú, það var mjög erfitt. Sér-
staklega af því að Bergur er mjög
fyndinn, segir hún og hlær. „Leik-
ritið var alltaf búið fyrir hlé því Sól
fór alltaf að hlæja,“ grínast þau þeg-
ar þau minnast æfinganna.
Ástarsagan í Sól & Mána er drif-
krafturinn í sögunni. „Það er gaman
að því að Sálarstrákarnir þori að
vera viðkvæmir og ástfangnir. Við
eru öll að leita að þessu. Það skal
enginn neita því.“ segir Arnbjörg.
Hún segir að Sól hafi ekkert endi-
lega átt neitt erfitt líf heldur sé hún
einræn. „Foreldrarnir hafa alltaf
Morgunblaðið/Kristinn
„Sól, ég hef sögu að segja þér. / Sagan fór illa af stað, / en ég er viss um að
hún endar nokkuð vel,“ segir í texta Sálarinnar hans Jóns míns.
Morgunblaðið/Kristinn
„Sól, ég er ólgandi inni’ í mér. Erfitt að útskýra það,“ gæti Máni verið að
hugsa þarna, þar sem Arnbjörg Hlíf er Sól og Bergur Þór er Máni.
Nýr söngleikur Sálarinnar á Stóra sviði Borgarleikhússins
Ástin sigrar allt
Sól og Máni lifa í framandi heimi þar sem barátta góðs og ills ræð-
ur ríkjum. Inga Rún Sigurðardóttir reyndi að töfra fram bros á að-
alleikurunum, Arnbjörgu Hlíf Valsdóttur og Bergi Þór Ingólfssyni.