Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00. SKRIFSTOFUVÖRUR Vandaður 80 gr fjölnotapappír 500 blöð í búnti 298.- Geisladiskar CD-R 25 stk 720Mb / 80 mín / 1x - 32x 1.458.- Bréfabindi A4 7 cm kjölur Ýmsir litir 138.- stk Á tilboði núna VÉDÍSI Vöku Kristjánsdóttur, fimm ára fuglabónda í Hvassaleiti í Reykjavík, brá heldur betur í brún á sunnudag þegar smyrill gerði sig heimakominn í garðinum hjá henni og fangaði einn spörfuglanna, vina hennar. Ekki nóg með það heldur var hinn óboðni gestur svo óskamm- feilinn að éta bráðina á þakinu á nýja dúkkuhúsinu sem faðir hennar smíðaði handa henni síðastliðið sumar. Védís og pabbi hennar, Kristján Þór Hallbjörnsson, hafa af og til gef- ið smáfuglunum í vetur og þá sér- staklega þegar harðnar á dalnum hjá þeim. Í kuldakastinu á sunnudag höfðu þau hugsað sér að leggja hópi skógarþrasta til svolítinn matarbita þegar þau urðu vitni að atburðinum. Alveg óð út í kettina „Það slútir tré yfir dúkkuhúsinu og það var krökkt af fuglum í því rétt áður en við löbbuðum frá svöl- unum og fram í eldhús til að ná í brauð,“ segir Kristján. „Svo þegar við komum til baka var allt horfið og smyrillinn að éta einn kostgang- arann okkar.“ Hann segir þá stuttu hafa alger- lega orðið forviða við þessa sjón. „Það datt alveg yfir hana þegar hún sá að það var smyrill að gæða sér á einum fuglinum uppi á dúkkuhúsinu hennar. Við höfum stundum verið í hálfgerðum vandræðum með fugla- hús, sem við smíðuðum nýlega, því kettirnir í hverfinu hafa verið að ráðast í það. Þegar kettirnir koma verður Védís alveg óð og beitir öll- um brögðum til að reka þá burtu. En þarna varð hún alveg orðlaus enda kannski ekkert hægt að gera því skaðinn var skeður.“ Smyrillinn gæddi sér á fuglinum í ró og næði og var að sögn Kristjáns sallarólegur þegar hann gekk að dúkkuhúsinu og smellti af honum mynd. „Ég stóð bara um einum metra frá honum þegar ég tók myndina en svo flaug hann í burtu þegar hann var búinn að éta fugl- inn.“ Hann segir Védísi ekki hafa tekið atvikið mjög nærri sér enda hafi verið útskýrt fyrir henni að svona gengi lífsbaráttan fyrir sig hjá sum- um dýrum. Engu að síður er óhætt að segja að ungi fuglabóndinn í Hvassaleitinu hafi orðið fyrir nokkr- um búskaparraunum þennan dag. Smyrillinn reyndist hin besta fyrirsæta og horfði beint í myndavélina á meðan Kristján smellti af þar sem hann stóð aðeins um metra frá honum. Eftir að hafa hesthúsað skógarþröstinn flaug smyrillinn á brott. Ungur fuglabóndi í Hvassaleitinu verður fyrir búsifjum Smyrill át skógar- þröst á þaki garðhúss JÓHANNES Gunnarsson, lækninga- forstjóri Landspítala, segir að vissrar ónákvæmni hafi gætt í orðum hans þegar hann sagði í samtali við Morg- unblaðið, að verð á lyfjum til spítalans hafi hækkað um 28% á síðasta ári. Þetta hafi verið kostnaðarhækkun en ekki verðhækkun á lyfjum ein og sér. Inni í þessari hækkun sé aukin notk- un lyfja, notkun á nýjum og dýrari lyfjum auk verðbreytinga. Hann seg- ir þetta atriðið það eina í málflutningi forsvarsmanna Landspítalans þar sem gætt hefði ónákvæmni. Lyfjaheildsalar innan Samtaka verslunarinnar hafa gagnrýnt orð Jó- hannesar um hækkun lyfjaverðs. Í bréfi sem samtökin sendu forstjóra LSH fyrir síðustu helgi segir að lyfja- verð hafi lækkað um 6% á síðasta ári og því sé fullyrðing Jóhannesar um 28% hækkun mjög alvarleg þar sem hún sé röng. Einnig segir í bréfinu að ósambæri- legt verð hafi verið notað í saman- burði spítalans á lyfjaverði. Alvarleg- asta dæmið er að mati Samtaka verslunarinnar samanburður á verði lyfsins Glivec, sem birtur var í Morg- unblaðinu 25. janúar sl., þar sem not- að var verð hér á landi áður en lyfið var skráð og heildsöluverð án virð- isaukaskatts í Noregi og Svíþjóð. Jóhannes segir þennan samanburð réttan því svona hafi þetta verið til skamms tíma. Aðspurður segir hann rétt að Glivec sé nú skráð lyf og í kjöl- farið hafi það lækkað í verði. „Við er- um með mörg önnur dæmi um dýr lyf þar sem verðmunurinn er álíka mik- ill,“ segir Jóhannes og vísar þá að- allega til óskráðra lyfja sem seld eru til Landspítalans – háskólasjúkra- húss. Þau lyf lúti engu verðlagseft- irliti og séu að mati forsvarsmanna LSH miklu dýrari hér á landi og ekki sé eingöngu hægt að vísa til flutnings- kostnaðar og fámenns markaðar til að skýra þann verðmun. Verðmunurinn sé því óútskýrður og ekki sé fallist á að þessi samanburður sé alrangur. Jóhannes segir margt villandi í málflutningi Samtaka verslunarinn- ar. Ekki sé hægt að munnhöggvast í fjölmiðlum um verð á einstökum lyfj- um heldur verði að skoða heildar- myndina. Að því sé unnið innan LSH. Ónákvæmni gætti í orðum lækningaforstjóra LSH 28% kostnaðarhækkun en ekki verðhækkun Mikill verðmunur á óskráðum lyfj- um er óútskýrður MILLI fimm og sex hundruð manns sóttu lækning- arsamkomu í Vetrargarðinum í Smáralind í gærkvöld til að sjá og hlusta á lækningarprédikarann Charles Nidi- fon. Að sögn Högna Valssonar, forstöðumanns Vegarins, töldu nokkrir gestanna sig fá bót meina sinna með að- stoð prédikarans. „Fólk talar um að það finni hita í lík- amanum þar sem það er aumt,“ segir Högni. „En prédik- arinn talar um að það þurfi trú til að taka við lækningu.“ Það eru trúfélögin Krossinn, Vegurinn og Hvíta- sunnusöfnuðurinn sem standa að heimsókn Nidifon. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leita eftir lækningu meina sinna BENSÍNLÍTRINN hjá Olíufélag- inu ehf. og Skeljungi hf. hækkaði um 1,70 kr. í gær og fór í 99,90 kr. fyrir 95 oktana bensín á þjónustustöðvun- um en samkvæmt upplýsingum frá olíufélögunum er hækkunin tilkomin vegna hækkana á heimsmarkaðs- verði á olíu að undanförnu. Olíuversl- un Íslands hf. hafði ekki tekið ákvörðun um hækkun í gærkvöldi. Olíufélagið varð fyrst til að til- kynna hækkunina að þessu sinni en fram kom að hagstæð gengisþróun að undanförnu vægi á móti hækk- unum á heimsmarkaðsverði. Fyrir utan bensínhækkunina hækkar dísil- olía um 60 aura á lítrann og flotaolía og svartolía um 90 aura á lítra. Verð í sjálfsafgreiðslu á þjónustu- stöðvum ESSO á höfuðborgarsvæð- inu fyrir 95 oktana bensín er 95,90 kr. á lítrann og á ESSO Express stöðvum 94,70 kr. en 99,90 kr. með fullri þjónustu. Sama verð er á 95 oktana bensíni á Shellstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu. Bensínlítrinn hækkar um 1,70 kr. MAÐUR, sem um helgina braust inn í söluturn í Hafnarfirði, hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann braut upp bílalúgu og teygði sig í peninga- kassa og ætlaði að kippa honum út. Hann áttaði sig ekki á því að kassinn var allt of stór fyrir lúguna. Þjófavarnarkerfi söluturnsins fór af stað og sendi innbrotsboð til Ör- yggismiðstöðvar Íslands. Í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu segir, að skarp- ar og fínar myndir frá öryggis- myndavélum staðarins sýni manninn gera ítrekaðar tilraunir til að ná kassanum út, þótt ljóst sé að það muni aldrei ganga. Eftir að þjófurinn hvarf af vettvangi leið ekki nema hálftími þar til Öryggismiðstöðinni barst annað innbrotsboð frá öðrum söluturni í Hafnarfirði, þar sem sami þjófur virðist hafa verið að verki. Svo virðist sem þjófurinn, sem ekki kom kassanum gegnum lúguna, hafi ekki áttað sig á því af hverju það tókst ekki því myndavélar sýna hann reyna það sama á seinni staðnum, brjóta bílalúgu og reyna að koma allt of stórum kassa út um lúguna. Þjóf- urinn hafði ekkert upp úr krafsinu annað en skrámur og skurði. Of stórir peninga- kassar í Hafnarfirði TVEIR ítalskir fjallagarpar á reiðhjólum afþökkuðu aðstoð lögreglu og þaulreynds fjalla- leiðsögumanns í gær en þeir voru þá á Breiðamerkursandi í norðanstormi og skafrenningi. Flutningabílstjóri hafði til- kynnt lögreglu að tveir hjól- reiðamenn væru í vandræðum á sandinum en þeir reyndust fullkomlega sjálfbjarga og í stað þess að þiggja far af sand- inum tjölduðu þeir í vegarkant- inum og hugðust bíða eftir betra veðri. Einar Rúnar Sigurðsson, fjallaleiðsögumaður frá Hofs- nesi, kom að mönnunum um kaffileytið í gær en vindurinn hafði þá feykt hluta af búnaði þeirra af kerrum sem þeir drógu á eftir hjólunum. Einar bauð aðstoð sína sem þeir af- þökkuðu. Um sama leyti bar að Sigurð Guðnason, varðstjóra lögreglunnar á Höfn, en flutn- ingabílstjóri hafði tilkynnt um hjólreiðamenn í vanda og þótti Sigurði rétt að kanna málið. Ítalirnir töluðu ekki góða ensku þótt flest kæmist að lokum til skila. Mennirnir vildu enga hjálp og tjölduði í snjóskafli við veginn. Fjalla- garpar á reiðhjóli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.