Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnús Árnasonfæddist í Reykja- vík 16. ágúst 1932. Hann lést á Landspít- alanum í Landakoti 27. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún P. Magnúsdóttir frá Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd, f. 16. febrúar 1888, d. 17. júní 1984, og Árni Gíslason frá Miðdal í Mosfellssveit, f. 7. október 1888, d. 11. febrúar 1938. Systk- ini Magnúsar eru: Guðbjörn, f. 8. maí 1920, d. 25. mars 1961, Unnur, f. 28. ágúst 1923, d. 10. febrúar 1988, Gísli, f. 13. október 1928, d. 27. janúar 1998, og Þórunn, f. 24. maí 1936. Hinn 14. október 1958 kvæntist Magnús Ólínu H. Kristinsdóttur, f. í Reykjavík 18. nóvember 1932. Börn þeirra eru: 1) Kristinn, f. 24. júní 1952, d. 25. mars 1971. 2) Magnús, f. 17. nóvember 1956. Börn hans eru Ólína Halla, f. 6. október 1977, sambýlismaður hennar er Andri Freyr Hansson, f. 27. júní 1977, barn þeirra er Dag- björt Líf, f. 11. október 2000; Páll, f. 11. mars 1986. 3) Una, f. 17. nóv- ember 1956, gift Ómari Sigurðs- syni, f. 18. nóvember 1953. Börn þeirra eru Kristinn, f. 20. septeber 1977, sambýliskona Valdís H. Hauksdóttir, f. 31 júlí 1982; Magn- ús, f. 29. ágúst 1978, sambýliskona Kristín Svavarsdóttir, f. 18. mars 1978, barn þeirra er Una Margrét, f. 23. nóvember 1997; Ósk, f. 6. júní 1982. 4) Bolli, f. 17. nóvember 1961. Sambýliskona hans er Elsa Stefánsdóttir, f. 22. maí 1966, börn Bolla eru Ásta Björk, f. 25. febrúar 1992, Guðný Inga, f. 8. jan- úar 1996 og fóstur- dóttir Kristín Valdi- marsdóttir, f. 10. september 1988. 5) Árni, f. 24. desember 1962. Börn hans eru Berglind, f. 12. apríl 1985, og Árni Elvar, f. 18. nóvember 1996. 6) Guðlaugur, f. 29. mars 1966, kvæntur Jóhönnu M. Jóhannsdóttur, f. 10. apríl 1968. Börn þeirra eru Elmar, f. 1. mars 1993, Guðmar, f. 14. ágúst 2000, og Hreimur, f. 14. ágúst 2000. Magnús lauk sveinsprófi í mat- reiðslu í Kaupmannahöfn 1963 og hlaut meistararéttindi 1969. Hann starfaði hjá Eimskip 1946–1964, og í Hafnarhúsinu 1964–1970. Síðan hóf hann sjálfstæðan rekstur frá 1970–1971. Í september 1971 flutt- ist hann til Hafnar í Hornafirði og hóf störf á Hótel Höfn. Hann starf- aði þar 1972, hjá Kaupfélagi Aust- ur-Skaftfellinga 1972–1982. Hann rak Verslunina Kópavogur 1982– 1990, og Höfða Grill 1990–1996. Hann vann hjá Orkuveitu Reykja- víkur 1996–2002. Magnús sinnti ýmsum félagsstörfum, s.s. í Lions- hreyfingunni o.fl. Hestamennska var aðaláhugamál Magnúsar og var hann í Hestamannfélaginu Hornfirðingur, Andvara og Fák. Útför Magnúsar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi. Nú ert þú búinn að fá hvíldina. Þetta er búin að vera löng og erfið barátta við þennan sjúkdóm sem á endanum sigraði. Ég á eftir að sakna þín mikið. Þær heimsóknir sem ég átti til þín og mömmu vestur á Landakot, þar sem þið hafið dvalið síðasta ár tóku mikið á mig en voru jafnframt yndislegar. Ég hefði ekki viljað sleppa þeim fyrir neitt. Mér eru efstar í huga þær stundir sem við tvö áttum svo oft saman í vinnu. Ég man þegar þú varst með Madda kaffi. Þá fékk ég u.þ.b. tíu ára að fylgjast með þér við að elda og smyrja snittur og ýmislegt í þeim dúr. Síðan fór ég að fara með þér áfram í vinnu, t.d. Hafnarbúðir, Hellu, Þingvöll, og austur á Höfn, aft- ur í bæinn þegar við rákum „saman“ Höfðagrill þangað til þú hættir rekstri og fórst til Orkuveitunnar, fyrsta skipti í allt annað starf en þú varst vanur starfa við. Þér þótti gam- an að prófa þetta en síðan endar þú á Nesjavöllum í mötuneytinu hjá Orku- veitunni, þar til sjúkdómurinn fór að versna og að lokum sigraði hann, en, elsku besti pabbi minn, hafðu ekki áhyggjur af mömmu ég mun hugsa vel um hana fyrir mig og þig og, góð- ur guð, gefðu mömmu kraft og styrk í sorg sinni. Megi þér líða sem allra best á þínum nýja stað, pabbi minn. Þín dóttir Una. Pabbi minn og mikill vinur er fall- inn frá, aðeins 70 ára að aldri. Mig langar aðeins að rifja upp nokkur minningarbrot um stundir sem við áttum saman, en minningarnar um pabba mun ég varðveita alla tíð. Ekki gleymi ég því þegar við bjuggum á Hornafirði í tíu ár. Þá kom ég oft til að borða í mötuneytinu hjá þér þegar mamma þurfti að fara til Reykjavíkur vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Þá brölluðum við margt saman. Hestarnir voru okkur mikils virði á þessum tíma. Það var farið á hestbak á hverjum degi. Þegar komið var aft- ur til baka úr góðum reiðtúr var sest í kaffistofuna og drukkinn góður kaffi- sopi og eitthvað gott með því. Það er mér eftirminnilegt þegar við fórum á hestamannamótið á Vindheimamel- um 1982. Þið Sverrir, mágur þinn og vinur, höfðuð mikið gaman af því að fræða mig um ýmislegt og grínast. Þegar ég var aðeins fimm ára og þú varst nokkur sumur að leysa af sem kokkur á Þingvöllum, kom ég þangað og fékk alltaf ís hjá Lása kokk. Það var ekki amalegt að fara á báta o.fl. Pabbi, þú mikli öðlingur og heið- ursmaður, það var ánægjulegt nú á síðari árum að fá þig í kvöldspjall heim í nýja húsið okkar sem þú varst svo stoltur af og spjalla um heima og geima. Þarna var það sem við náðum vel hvor til annars. Þú sagðir mér frá þinni ætt og liðnum tíma. Ég sagði þér ýmislegt um okkar hagi. Þegar ég sagði þér að við Jóhanna ætluðum að gifta okkur ljómaðir þú af gleði. Ég vil þakka þér fyrir ógleymanlega stund sem við áttum á brúðkaupsdag- inn okkar Jóhönnu. Þú og tengdafað- ir minn sem voruð svona hressir þá eruð báðir fallnir frá núna. Pabbi, þú sem ætlaðir að fara að hafa það miklu betra nú á síðari árum og keyptir handa ykkur mömmu þennan fallega litla sumarbústað í Húsafelli. Ég gleymi því ekki þegar þið buðuð Elm- ari syni okkar að koma og vera í viku. Hann var svo spenntur að fara til afa og ömmu. Svo kom hann heim eftir viku og sagðist aldrei mundu gleyma þessum tíma. Pabbi, margir sögðu að við værum líkir. Mikið er ég stoltur af því. Mér fannst þú líka mjög laglegur maður og mikið krútt. Pabbi, þú kenndir mér mikið sem ég mun nota á hverj- um degi. Þú sagðir alltaf: „Vinnan skapar auðinn.“ Þessu er ekki hægt að gleyma, maður notar svona orða- tiltæki á hverjum degi, þökk sé þér, elsku pabbi. Pabbi, ég vil biðja þig, þar sem þú ert nú, að styrkja mömmu til að tak- ast á við sín veikindi og það tómarúm sem verður í kringum hana við fráfall þitt. Pabbi, ég var stoltur af þér og öllu sem þú gerðir og ég elska þig. Þinn Guðlaugur. Elsku tengdapabbi og vinur. Ég kveð þig með söknuði því margar góðar stundir áttum við saman. Ég man þegar ég kom fyrst austur á Höfn til ykkar og við fórum í útreiðar- túra sem voru mjög ánægjulegir fyrir mig. Þegar þið komuð aftur til Reykja- víkur var gaman því þá áttum við margar góðar stundir í eldhúsinu, sérstaklega um jól og páska. Man ég hvað þú naust þín í hjólhýsinu á Laugarvatni og Húsafelli þar sem þið voruð með lítinn notalegan sumarbú- stað og alltaf var nóg til af kjöti á grillið. Þegar þú veiktist varstu stað- ráðinn í að sigra. Algóði Guð, veittu tengdamóður minni, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum styrk á þessum sorgartímum. Þinn tengdasonur og vinur Ómar. Hárið líkist hvítum snjó, höndin stirð og fætur, ennþá leynist ylur þó innst við hjartarætur. Góða nótt, elsku afi minn. Megi guð og gæfa vera með þér á nýjum stað. Takk fyrir allt. Þín Berglind. Mágur minn Magnús Árnason var fæddur í ÍR-húsinu við Túngötu í Reykjavík, næstyngstur fimm systk- ina. Hann ólst upp í Reykjavík og lauk þaðan skyldunámi. Árið 1948, þá 16 ára, var hann í fyrstu áhöfn Trölla- foss sem sigldi honum til Íslands um Panamaskurðinn. Var það mikið æv- intýri ungum manni. Haustið 1948 fór hann til Danmerkur til að nema mat- reiðslu. Bjó hann þar hjá móðursyst- ur sinni Margréti sem var gift dönsk- um manni. Hélt hann eftir það góðu sambandi við frænku sína og einka- son hennar Preben. Skiptust þeir oft á heimsóknum í fríum, nú síðast þeg- ar Magnús varð 70 ára í ágúst síðast- liðnum. Magnús var kokkur á skipum Eim- skips á árunum 1950–1968 en eftir það var hann með sjálfstæðan rekst- ur til 1972 þegar fjölskyldan flutti til Hafnar í Hornafirði. Þar sá hann um mötuneyti frystihúss Kaupfélagsins næstu tíu árin. Síðustu árin starfaði hann hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur og svo Orkuveitu Reykjavíkur, nú síðast sá hann um mötuneyti starfs- manna á Nesjavöllum. Magnús átti reiðhesta frá 1968. Átti hann margan góðan gæðinginn og var vel virkur félagsmaður í fé- lögum hestamanna þar sem hann hafði hesta hverju sinni. Minnist ég sérstaklega hestadaga í Garðabæ í maí 1984 þar sem Andvari stóð fyrir góðri kynningu á brúkun hesta fyrr og síðar. Tók hann þátt í þessari sýn- ingu af miklum áhuga. Einnig átti hann hross á landsmóti í A-flokki gæðinga. Við mágarnir áttum samleið í gegnum hestamennskuna og fórum við saman á landsmót og fjórðungs- mót. Árið 1978 reið Magnús á lands- mót á Þingvöllum frá Hornafirði. Seinna reið ég með honum og fleiri Hornfirðingum á fjórðungsmót á Iða- völlum á Héraði. Var þetta ógleym- anleg ferð þar sem menn taglhnýttu hrossin í lest þar sem þröngt var meðfram vegum. Var mér sagt að Ingimar á Jaðri í Suðursveit ferðaðist þannig þegar hann fór einn langar leiðir svo hratt að enginn gat fylgt honum nema fuglinn fljúgandi. Í fyrrasumar fór Magnús sína síð- ustu hestaferð þegar hann fór með vinafólki sínu frá Húsafelli vestur á Löngufjörur til þess að ríða þar á sandinum en það hafði lengi verið draumur hans. Mikið heilsuleysi hrjáði Magnús og Ólínu konu hans síðustu tvö til þrjú árin. Höfðu þau fest sér sumarhús á Húsafelli en gátu því miður ekki notið þess eins og til stóð. Nú þegar ég kveð Magnús hinstu kveðju vil ég þakka honum samfylgd- ina í 50 ár. Magnús var mjög ósérhlíf- inn, greiðvikinn og góður verkmaður. Við Þórunn og börn okkar kveðjum kæran bróður, mág og frænda og biðjum honum guðs blessunar á nýj- um vegum. Við vonum að björtu minningarnar veiti Lólý og afkom- endum þeirra styrk í sorg þeirra. Hafðu þökk fyrir öll árin. Sverrir Hallgrímsson. MAGNÚS ÁRNASON  Fleiri minningargreinar um Magnús Árnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ó skaplega var nú gam- an að fá lykilinn að Íslendingabók loks í hendur, og vikan löng og erfið meðan beðið var eftir honum. Allir farnir að ræða um nýuppgötvaðar frænkur og frændur, og viðmótið á vinnustaðum allt annað og vin- samlegra. „Heyrðu, við erum víst náskyld eftir allt!“ „Hvers son var aftur hann pabbi þinn?“ Allt í þessum þægilega og vinalega tón sem afsannar alveg þá kenningu að frændur séu frændum verstir. Spennan og forvitnin hvað biði mín handan þess sem ég þegar vissi um forfeður mína og frænd- ur var að verða óbærileg, þegar lykillinn datt loks inn um bréfalúguna seint á mánu- degi. Leiðin var greið og bein í bókina góðu sem var lokið upp með mik- illi eftirvæntingu. Það var skuggalega afhjúpandi að finna bæði Sigurð „Íslands- tröll“ og Þorbjörgu „digru“ í for- feðratalinu; – varpar ljósi á ým- islegt. Þorbjörg var reyndar gift Vermundi „mjóva“ Þorgrímssyni og skýrir það jafn mikið um syst- ur mína. Það er líka rannsókn- arefni hvers vegna leiðtogar allra íslenskra stjórmálaflokka standa mér næst gegnum föðurættir mínar, en listamenn og menning- arspírur frekar í gegnum móð- urættirnar. Og spurningarnar vakna hver af annarri; – hvernig karakter var hann eiginlega þessi langafi minn sem átti tuttugu og eitt barn, með fjórum konum á þrjátíu og sex ára tímabili? Og hvað með langömmu mína sem missti manninn sinn og tvö börn með stuttu millibili; – hvernig hafði hún það? Það kitlar hégómagirndina að finna frændsemi við Björk og Melkorku Mýrkjartansdóttur; – það er kannski þess vegna sem allir virðast svo glaðir þessa dag- ana; – við þessi venjulegu „nó- boddí“ erum búin að finna okkur stað meðal stórmennanna. Og svo eru það furðurnar; eins og sú að við dóttir mín skulum vera fjór- menningar og hún því skyld sjálfri sér í fjórða og fimmta lið! Það voru því talsverð vonbrigði að finna í frændgarðinum þá Lyga-Mörð, Natan Ketilsson og Grím Ólafsson, margtugtaðan óþokka norðan frá Kvíabekk í Ólafsfirði, sem vann sér það helst til frægðar að verða fyrsti alvöru glæpamaður Reykjavíkur á of- anverðri átjándu öld. Ekki skán- aði líðanin við að finna sig komna af fyrsta alvöru raðmorðingja Ís- landssögunnar, Axlar-Birni. Því verður ekki neitað að grúskið í Íslendingabók er for- vitnilegt og fræðandi. Þar lifnar við löngu horfin fortíð sem getur verið óhemju skemmtilegt að grufla í. Vangavelturnar um mann sjálfan í ljósi þessarar for- tíðar verða ennþá meira knýjandi en nokkru sinni fyrr, og sé maður á annað borð forvitinn um það hvernig maður er saman settur á líkama og sál, verður forvitnin um forfeðurna enn meiri. Það má telja víst að með Íslend- ingabók muni Íslensk erfðagrein- ing skapa sér meiri vinsemd ís- lensku þjóðarinnar en nokkur auglýsing hefði getað keypt. Þetta var ekki bara þarft og skemmtilegt framtak, – heldur líka klókt bragð í að afla Íslenskri erfðagreiningu viðskiptavildar venjulegs fólks, sem kannski hef- ur haft uppi efasemdir um þau leyfi sem fyrirtækið hefur fengið til að sýsla með persónulegar upplýsingar um okkur. Með Íslendingabók verður gildi erfðarannsókna á Íslandi nefni- lega svo ótrúlega augljóst. Við er- um öll skyld hvert öðru. Frænd- semi okkar hvert við annað er ótrúlega auðrakin, og maður ímyndar sér að það sé nánast úti- lokað að aðrar þjóðir nái nokkurn tíma að skrásetja sig með jafn áhrifaríkum mætti. Þetta sagði Kári strax í upphafi; fyrir daufum eyrum sumra, – en hér er það borðliggjandi. Íslendingar stagl- ast stöðugt á því hve einstök þjóð við erum. Auðvitað erum við ekk- ert einstakari en aðrar þjóðir, nema kannski fyrir þetta eitt: skrásetningaráráttuna; að hafa tekist að skrá okkur svona vel, og haldið upplýsingunum til haga. Ættfræðingar ættu að gleðjast í stað þess að hrína yfir því að nú sé ekkert lengur fyrir þá að gera. Nú liggja grundvallarupplýsingarnar fyrir, tengslanet Íslendinga fyrr og síðar, og þá einmitt tækifærið fyrir þá að leggjast í raunveruleg fræðistörf um ættir landsins – ættfræði, – í stað þess að telja að ættfræðin felist í því að safna saman rannsóknargögnunum, – vita hver er skyldur hverjum. En Íslendingabók er ekki bara gaman, – hún er líka gagnlegt gagn. Við erum því miður ekki öll komin af Þorgerði „fögru“, Mar- gréti „högu“, Þóroddi „spaka“ og Oddi „sterka“. Ég geri mér grín- laust engar grillur um að hold- arfar mitt sé frá Þorbjörgu „digru“ komið. En allar ættir hafa enn einhver sérkenni, og það seg- ir sitt að talað er um að fólk sverji sig í ættina. Að hafa „Flekkudals- hollningu“ er mér vísbending um að í mér búi að líkindum ákveðnir erfðaþættir sem gætu reynst heilsu minni hættulegir. Það sama á við um þá sem eru komnir af Þorsteini „skjálga“, Birni „drumbi“, Bárði „stirfna“, Ingi- mundi „svera“, Bergi „ósvífna“, Grími „glömmuði“. Við erum sem betur fer hætt að uppnefna hvert annað, – en uppnefnin á þessum löngu dauðu forfeðrum eru full- vissa þess að í okkur leynast alls kyns erfðir sem geta gert okkur rangeyg, þögul, þrjósk, feit, ósvíf- in og ofvirk. Þar kemur að vísindunum. Við viljum nefnilega vita hvernig það gerist að við verðum álappaleg eða ofvirk, gigtveik eða grimm- lynd. Við viljum útrýma „göll- unum“ í erfðum okkar og verða heilbrigð. Með Íslendingabók er okkur berlega sýnt hve vel við er- um fallin til þeirra rannsókna sem leitt geta til framfara í þá átt. Íslend- ingabók Það kitlar hégómagirndina að finna frændsemi við Björk og Melkorku Mýrkjartansdóttur; – við þessi venju- legu „nóboddí“ erum búin að finna okk- ur stað meðal stórmennanna. VIÐHORF Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.