Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Suma vini losnar þú ekki
við...hvort sem þér líkar betur
eða verr
GRÚPPÍURNAR
Sýnd kl. 8 og 10.
Frábær ævintýra og
spennumynd
fyrir alla fjölskylduna.
Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 6.
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
kl. 9.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i.16 áraSýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Hrikalega flottur
spennutryllir með
rapparanum
Ja Rule og
Steven Seagal
Frábær ævintýra og spennumynd
fyrir alla fjölskylduna
Sýnd kl. 5 og 8. B.i 12 ára
YFIR 86.000 GESTIR
Sýnd kl. 4 og 8. Bi. 12.
DEGI Kára Péturssyni var klapp-
að lof í lófa þegar mynd hans Nói
albínói hlaut þrenn verðlaun við
verðlaunaathöfn Gautaborg-
arhátíðarinnar á laugardags-
kvöldið. Myndin hlaut alþjóðlegu
gagnrýnendaverðlaunin FIPR-
ESCI Award; Kvikmyndaverðlaun
sænsku kirkjunnar og stærstu
norrænu kvikmyndaverðlaunin,
Kvikmyndarefinn.
Nói albinói, sem vann tvenn
verðlaun í Angers í Frakklandi og
ein í Rotterdam á dögunum, er
þar með búin að krækja í sex
verðlaun á þremur hátíðum og það
á tólfta degi eftir forsýninguna í
London! Fyrsta sýningin af fjór-
um í Gautaborg fór fram í full-
setnu kvikmyndahúsinu Drek-
anum (sem rúmar yfir 700) við
Olavs Palmes Plats á föstudags-
kvöld að leikstjóranum fjar-
stöddum. En þrír framleiðendur
voru mættir og kynntu myndina,
þeir Þór S. Sigurjónsson og Skúli
Malmquist ásamt dönskum með-
framleiðanda. Svartklædd ís-
lenskumælandi þrenning vakti for-
vitni með nærveru sinni og í ljós
kom að þar voru Memphismenn á
ferð, en bæði Þorgeir Guðmunds-
son (leikstjóri stuttmyndarinnar
Memphis) og Óttar Ólafur Proppé
fara með lítil hlutverk hjá Degi
Kára. Þegar Dagur Kári kom til
Gautaborgar seint á laugardag
byrjaði að snjóa. Ekki bara verð-
launum heldur einnig í bók-
staflegri merkingu. Og þegar Dag-
ur Kári var kallaður uppá svið í
þriðja sinn við verðlaunaafhend-
inguna í lokahófi hátíðarinnar
byrjaði framkvæmdastjóri Gauta-
borgarhátíðarinnar, Jannike
Åhlund, að tala íslensku!
Sérstakur höfundur
Degi Kára hefur verið lýst í
sænsku pressunni sem sérstökum
höfundi og leikstjóra, m.a. fyrir
hans eigin blöndu af djörfum, hár-
fínum húmor og melankólíu og
myrkri; „þannig að áhorfendur
sveiflast milli gjörólíkra tilfinn-
inga“ eins og einn blaðamaður
Gautaborgs-Posten lýsir því í við-
tali við Dag Kára á sunnudag.
Blaðamaður hefur það á orði
hversu Dagur Kári er léttklæddur
í snjónum. „Já, sumir spyrja af
hverju fólk sé svona léttklætt í
myndinni, en mér finnst það venj-
an á Íslandi að fólk sé alltof lítið
klætt,“ er haft eftir leikstjóranum
og það fylgir sögunni að meðan á
upptökum stóð fór frostið stund-
um niður í tuttugu stig.
Ungur maður í ytra
og innra íslandslagi
Skömmu fyrir miðnætti á laug-
ardag fór fram verðlaunaafhend-
ing og samkvæmt hefðinni:
Stærstu verðlaunin seinast. Nýj-
ung í ár var m.a. stuttmynda-
keppni þar sem þrettán norrænar
stuttmyndir kepptu til úrslita, þ. á
m. íslenska myndin Memphis, sem
seinast vann til verðlauna í Míl-
anó.
Dómnefnd alþjóðlegu gagnrýn-
endasamtakanna FIPRESCI (með
Léttklæddur í snjónum
Það er mál manna að Dagur Kári Pétursson hafi stolið senunni á
verðlaunaafhendingu kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg sem
fram fór á laugardag. Verðlaunum snjóaði yfir Dag Kára þetta
kvöld og Kristín Bjarnadóttir varð vitni að því er hann sagði Mit
liv som hund sína uppáhaldsmynd og lofaði svo að mæta í messu.
Tomas Lemarquis sem hinn ungi
maður í innra og ytra íslandslagi.
Harald Paalgaard var verðlaunaður
fyrir kvikmyndatöku á Fálkum.
Dagur Kári þakkar pent fyrir sig. Hinn íslenskumælandi fram-
kvæmdastjóri Gautaborgarhátíðarinnar, Jannike Åhlund, í baksýn.
Dagur Kári Pétursson stal senunni á Gautaborgarhátíðinni
„ÞETTA er algjör óskabyrjun. Viðtökurnar
hafa verið svo góðar bæði hjá áhorfendum og í
sambandi við verðlaunin á hátíðunum. Þetta
hefur verið skrautleg vika,“ segir Dagur Kári
Pétursson, leikstjóri Nóa albínóa, sem segist
ekki gera mikið upp á milli hátíðanna þriggja,
sem hafa verðlaunað hann að undanförnu.
Dagur Kári er kominn aftur til Danmerkur,
þar sem hann er búsettur, eftir að hafa farið á
kvikmyndahátíðir í Frakklandi, Hollandi og
nú síðast Svíþjóð.
Ótrúleg vika
„Það var mjög skemmtilegt,“ segir Dagur
Kári hæversklega, spurður um hvernig hafi
verið að taka á móti verðlaununum á Gauta-
borgarhátíðinni. „Þetta hefur verið ótrúleg
vika.“ Nói albínói hlaut 200 þúsund sænskar
krónur, eða um 1,8 milljónir króna, í verð-
launafé, sem skiptist jafnt til markaðs-
setningar á kvikmyndinni og til leikstjóra.
„Myndin fékk styrk til kynningar og svo fékk
ég líka einhvern pening, sem kemur sér mjög
vel.“
Dagur Kári hefur verið önnum kafinn í
kringum kvikmyndahátíðirnar og gefið mörg
viðtöl. Nói albínói heldur þvínæst á kvik-
myndamarkað í Berlín þar sem unnið verður
að frekari sölu myndarinnar.
Leikstjórinn hæfileikaríki vonast til þess að
fá að sitja heima í það sinnið og halda áfram
með núverandi verkefni. „Ég vona að ég fái að
vera heima. Það væri kærkomið að ná upp
daglegri rútínu aftur og halda áfram að vinna
í því sem ég er að vinna í,“ segir Dagur Kári en
hann er sem stendur að skrifa handrit fyrir
dogma-mynd sem verður gerð á vegum
danska fyrirtækisins Nimbus Film.
Dagur Kári tekur umstanginu öllu með jafn-
aðargeði en játar að viðbrögðin hafi verið önn-
ur en hann hafi búist við. „Þetta eru allt öðru
vísi viðbrögð en ég átti von á. Það er svo langt
um liðið síðan við kláruðum myndina. Ég var
ekki alveg með tilfinningu fyrir því hvernig
myndi takast til og svo fór þetta svona vel,“
segir hann.
Rétt tímasetning
„Á einhvern dularfullan hátt virðist tíma-
setningin vera rétt núna. Myndin er búin að
vera tilbúin í langan tíma en fólk virðist taka
við sér akkúrat núna,“ bætir Dagur Kári við.
Hann segir ekki síst hafa komið sér á óvart
hversu sterkt fólk bregðist við myndinni. „Við-
brögðin eru mjög afgerandi, segir hann og er
ánægður með að myndinni hafi verið jafn vel
tekið í þessum þremur ólíku Evrópulöndum.
„Ég hélt kannski að húmorinn myndi ekki
skila sér í Frakklandi og eitthvað annað ann-
ars staðar. Myndin virðist hafa höfðað mjög
sterkt til allra.“
„Algjör óskabyrjun“
Dagur Kári gæðir sér á verðlaunafénu.
ingarun@mbl.is
KVIKMYND Dags Kára Pét-
urssonar, Nói albínói, er bæði
alþjóðleg og sértæk allt í senn,
að því er segir í dómi Screen
International. Í dómnum, sem
birtur er á vef blaðsins, er and-
anum sem svífur yfir vötnum í
myndinni líkt við My Life As A
Dog eftir Lasse Hallström og
myndir Bill Forsyth.
Myndin fær góða dóma og
er Dagur Kári sagður bera
mikla virðingu fyrir söguper-
sónunum og hans eigin skálda-
heimi. Tekið er fram að það
komi ekki á óvart að leikstjór-
inn hafi tilgreint að Simpson-
fjölskyldan sé mikill áhrifa-
valdur.
Að lokum segir að þrátt fyr-
ir að myndin sé ekki alveg
nógu hnitmiðuð veki hún
áhuga á að fylgjast með frek-
ari verkum frá Degi Kára.
Leikstjórinn er sagður vera
hæfileikaríkur á fjölmörgum
sviðum og greint er frá því að
hljómsveit hans, Slowblow,
hafi samið tónlistina í mynd-
inni.
Segir að leikaraliðið, en þar
á meðal er einnig óvant fólk,
standi sannarlega undir vænt-
ingum. Segir enn fremur að
búast megi við miklu frá unga
fólkinu, Elínu Hansdóttur og
Tómasi Lemarquis. Er Tómas,
sem leikur aðalhluverkið, sér-
staklega lofaður og er hann
sagður búa yfir mikilli orku og
húmor.
Dómur um Nóa albínóa
í Screen International
Heimsborg-
arinn Nói
TENGLAR
............................................
www.screendaily.com