Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FIMM ungmenni voru hætt komin þegar jeppi sem þau voru í fór nið- ur um vök á Hafravatni, um 40 metrum frá landi, rétt eftir mið- nætti í fyrrinótt. Stúlka náði ekki að losa öryggisbeltið áður en jepp- inn sökk og fór með honum til botns. Henni tókst að lokum að losa beltið og í sömu andrá kafaði kærasti hennar niður að jeppanum og togaði hana út. Ungmennin kröfluðu sig upp á ísinn og gengu og hlupu síðan rennblaut um 2–3 km leið að Bassastöðum þar sem þau fengu aðstoð. Norðankaldi, skafrenningur og um sex stiga frost var þegar þetta gerðist. Ungmennin eru á aldrinum 18– 19 ára, ein stúlka og fjórir piltar. Baldvin Vigfússon hafði fengið fjölskyldubílinn, rauðan Land Rover Discovery, árgerð 1998, lánaðan til að fara í bíó með vinum sínum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Baldur að á heimleiðinni hafi honum og fleirum í bílnum dottið í hug að aka út á ísilagt Hafravatn. Þau töldu ísinn traustan en annað kom á daginn. Eftir um 500 metra akstur segist Baldvin hafa séð vakir allt í kring. Hann hægði á bílnum og ætlaði að snúa við en þá brotnaði ísinn undan framhjólun- um og bíllinn byrjaði að sökkva. „Við urðum verulega skelkuð,“ segir Baldvin. Þegar hann áttaði sig á hvað var að gerast reyndi hann að opna hurðina en tókst ekki þar sem vatn og ís þrýstu á móti. Hann skrúfaði þá niður rúðuna og klifraði út, í þann mund sem vélarhlífin fór á kaf. „Þetta gerðist svo snöggt. Ég var bara allt í einu kominn út úr bílnum og ofan í vatnið. Þegar ég sá að allir voru komnir úr bílnum hugsaði ég bara um að halda mér á floti,“ seg- ir hann. Hann telur að piltur sem sat í framsæti hafi líka komist út með því að skrúfa niður rúðu. Tveir piltar í aftursæti stukku út um dyrnar en stúlkunni sem sat í miðjunni tókst ekki að losa bílbelti sitt í tæka tíð og sökk með jepp- anum. Baldur segir að kærasti hennar hafi þá kafað niður að bíln- um og í þann mund sem hún losaði beltið togaði hann í hana. Að- spurður segist Baldvin ekki hafa verið í bílbelti, hann hafi haft vit á því að losa það áður en hann ók út á vatnið. Fimmmenningunum tókst síðan að krafla sig upp úr vökinni og upp á ísinn með erf- iðismunum. Tveir piltanna og stúlkan voru blaut upp fyrir haus og hinir piltarnir rennvotir. Sjálf- ur missti Baldvin skóna ofan í vatnið og hljóp því á sokkaleist- unum. Eftir um tveggja kílómetra göngu og hlaup börðu þau upp á Bassastöðum, öll köld og blaut en stúlkan var einna verst haldin. Á Bassastöðum fengu þau aðstoð og þaðan var hringt eftir sjúkrabif- reiðum. Þau fengu að fara heim af slysadeild Landspítalans eftir að- hlynningu. Í gærmorgun var vökin sem bíllinn fór niður um ísilögð á ný. Ekkert sást til jeppans en hann er talinn vera á a.m.k. 3–4 metra dýpi. Hafravatn er dýpst 28 metr- ar. Að sögn Baldvins er ekki búið að ákveða hvenær reyna á að ná bílnum upp. Samkvæmt upplýs- ingum frá Vátryggingarfélagi Ís- lands bæta hvorki kaskó-trygging né svokölluð utanvegakaskó- trygging tjón af þessu tagi. Hægði á bílnum þegar hann sá vakir allt í kring Morgunblaðið/Þorkell Jeppinn hvarf í vök á Hafravatni, um 40 metra frá landi. Jeppinn er talinn liggja á a.m.k. 3–4 metra dýpi. Stúlku tókst ekki að losa bílbelti og sökk með jepp- anum í ískalt Hafravatn INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, afhenti eftirmanni sínum, Þórólfi Árnasyni, lyklavöldin að Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Hinn nýi borgarstjóri segir starfið leggjast vel í sig þótt útlit sé fyrir að það verði talsvert annasamt. Það var þétt dagskrá sem beið Þórólfs á fyrsta degi hans í embætti borgarstjóra en hún hófst kl. 9 á því að hann tók við lyklunum að Ráð- húsinu úr hendi Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur. Og honum leist vel á húsakynnin. „Þarna er mikið öryggiskerfi sem ég þarf að læra á. Ráðhúsið er opið almenningi og þess vegna þurfa að vera ákveðnar að- gangstakmarkanir í þessu mikla húsi og þetta virkar allt vel sýnist mér,“ segir hann. Eftir að vera kominn með lykla- völdin í hendur gekk Þórólfur um Ráðhúsið og heilsaði starfsfólkinu þar. „Það var rétt að maður náði að sjá framan í mannskapinn því það er ansi stíf fundadagskrá hjá borg- arstjóra fyrsta mánudag í hverjum mánuði þar sem þá er verið að und- irbúa borgarráðsfund daginn eftir. Í framhaldinu er svo fundað með embættismönnum og sömuleiðis borgarfulltrúum meirihlutans.“ Dagurinn skipulagður frá morgni til kvölds Fundahöldum var þó ekki lokið þegar borgarfulltrúunum sleppti því í gær sat nýr borgarstjóri jafnframt fund með Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem sendiherra Palestínu leit inn. „Mér heyrðist það á forvera mínum að þessi stífa dagskrá væri einkenni þessa starfs því það væri skipulagð- ur dagurinn frá morgni til kvölds,“ segir Þórólfur og býst ekki við því að sitja auðum höndum í embættinu framundan. Aðspurður hvort borgarbúar megi búast við því að verða varir við breytingar með nýjum borgarstjóra segir hann: „Ætli það sé ekki full- snemmt að segja það áður en maður er byrjaður. Ég held að það sé best að láta verkin tala. Það er mjög stíf dagskrá næstu tvær, þrjár vikurnar og náttúrulega búið að bóka mig að mér forspurðum en maður verður bara að treysta því fólki sem kann á þessa hluti.“ Þórólfur Árnason tók við embætti borgarstjórans í Reykjavík í gær Morgunblaðið/Þorkell Dagurinn hófst á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi borg- arstjóri, afhenti Þórólfi Árnasyni lyklavöldin að Ráðhúsinu. Morgunblaðið/Sverrir Þórólfur átti meðal annars fund með Helgu Jónsdóttur borgarritara og Önnu Kristínu Ólafsdóttur, aðstoðarkonu borgarstjóra, á skrifstofu sinni. „Best að láta verkin tala“ Morgunblaðið/Sverrir Það fór vel á með fólki á fundi Sambands sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu sem Þórólfur sótti á fyrsta starfsdegi sínum. Hér eru það Ragn- heiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Þórólfur og Guðmundur Malmquist, framkvæmdastjóri Sambandsins, sem eiga góða stund saman. GRUNNSKÓLAKENNARAR í námsleyfi eiga að fá greidd laun í samræmi við kjarasamning en ekki ákvörðun Námsleyfasjóðs grunn- skólakennara og þeir eiga líka að fá greiðslur úr svokölluðum launapotti. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands sem hefur dæmt Náms- leyfasjóð og Akraneskaupstað til að greiða grunnskólakennara tæplega 130.000 krónur auk dráttarvaxta vegna vangoldinna launa meðan á námsleyfi stóð, sem og málskostnað kennarans, 300.000 krónur. Þrír áþekkir dómar Á síðustu tveimur mánuðum hafa fallið þrír héraðsdómar þar sem sveitarfélögum er gert að greiða kennurum laun sem dómurinn taldi að þeir ættu rétt á. Kennarinn lauk kennaraprófi árið 1981 og hefur unnið sem sérkennari við Grundarskóla á Akranesi og auk þess sinnt störfum fagstjóra fimm tíma í viku. Hún sótti um námsleyfi skólaárið 2001–2002 og var skv. ákvæði í grunnskólalögum á launum meðan á því stóð. Launagreiðandi var Akraneskaupstaður en bærinn fékk greiðslurnar endurgreiddar frá Námsleyfasjóði. Á því tímabili fékk hún laun samkvæmt ákvörðun sjóðs- ins en ekki eftir kjarasamningi. Var miðað við launaflokk 232 sem gildir um umsjónarkennara. Þessu vildi konan ekki una og stefndi sjóðnum og Akraneskaupstað. Héraðsdómur Vesturlands féllst á sjónarmið hennar og taldi að hún hefði átt að fá greitt eftir kjarasamn- ingi sem bæði bæjarfélagið og kenn- arinn væru bundin af, einnig meðan á námsleyfinu stóð. Auk þess ætti hún rétt á greiðslum úr svokölluðum launapotti. Akraneskaupstaður var dæmdur til að greiða konunni tæp130 þús. í vangoldin laun, ásamt dráttarvöxtum, og Námleyfasjóði að endurgreiða bænum þá upphæð. Finnur T. Hjörleifsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Guðni Á. Haraldsson hrl. sótti málið f.h. kon- unnar. Tryggvi Bjarnason hdl. hélt uppi vörnum fyrir Akraneskaupstað og Óskar Norðmann hdl. fyrir Námsleyfasjóð. Námsleyfa- sjóður getur ekki ákveð- ið laun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.