Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
UMHVERFIS- og tæknisvið
Reykjavíkur og Vegagerðin héldu í
gær kynningarfund um niðurstöður
mats á umhverfisáhrifum í tengslum
við lagningu Arnarnesvegar sem
tengja á Breiðholtsbraut og Reykja-
nesbraut austan Seljahverfis í
Reykjavík og sunnan Salahverfis í
Kópavogi.
Verkefnið er nú í kynningu hjá
Skipulagsstofnun og geri stofnunin
engar athugasemdir við mats-
skýrslu framkvæmdaraðila verður
hún að öllum líkindum auglýst í
næstu viku. Þá hefst kynningarferli
sem stendur í sex vikur þar sem al-
menningi gefst kostur á að koma
með athugasemdir til Skipulags-
stofnunar. Að þeim tíma liðnum hef-
ur Skipulagsstofnun fjórar vikur til
að kveða upp úrskurð. Þá bætist við
kærufrestur en framkvæmdaraðili
ráðgerir að hefja framkvæmdir við
fyrsta áfanga með haustinu eða um
leið og leyfi til framkvæmda fæst.
Að sögn Jóns Valgeirs Sveinsson-
ar, deildarstjóra hjá Reykjanesum-
dæmi Vegagerðarinnar, verður
lagningu vegarins skipt í þrjá
áfanga. Í fyrsta áfanga er ráðgert að
leggja akbraut milli Fífuhvamms-
vegar og Salavegar inn á bráða-
birgðatengibraut um Hörðuvelli.
Vegarkaflinn sem um ræðir er rétt
rúmur kílómetri á lengd, þ.m.t. 700
m tengibraut milli Arnarnesvegar
og Elliðavatnsvegar. Að sögn Jóns
Valgeirs gæti vinna við lagningu
vegarins tekið 2–3 mánuði. Þá bæt-
ist við vinna við lýsingu, gerð gatna-
móta, hljóðmana og undirganga.
Annar áfangi verksins, sem jafn-
framt er sá langstærsti, er lagning
vegarins milli Reykjanesbrautar og
Breiðholtsbrautar með mislægum
gatnamótum, samtals 4,1 kílómetri.
Ekki liggur fyrir hvenær fram-
kvæmdir við þann hluta hefjast en
Jón Valgeir segir að við arðsemisút-
reikninga sé miðað við að hafist
verði handa árið 2015. Þriðji og síð-
asti áfanginn felur í sér fullnaðar-
byggingu vegarins. Heildarkostnað-
ur við lagningu vegarins er áætlaður
1,7 milljarðar króna, þar af kostar 2.
áfangi 1,3 milljarða.
Hægt verður að verja
12 af 13 minjastöðum
Í greinargerð Vegagerðarinnar
og VSÓ Ráðgjafar vegna umhverf-
ismats Arnarnesvegar segir að fyr-
irhugaðar vegaframkvæmdir muni
hafa talsverð jákvæð áhrif á sam-
göngur, m.a. draga úr umferð inn í
íbúðarhverfi og stytta vegalengdir
að meginumferðaræðum höfuðborg-
arsvæðisins. Áætlað er að byggja
hljóðmanir til að draga úr hávaða og
verður vegurinn niðurgrafinn ofan
Seljahverfis. Skýrsluhöfundar telja
að ekki verði um teljanlega loft- og
vatnsmengun að ræða frá veginum
að frátalinni aukningu á svifryki á
framkvæmdartíma. Hægt sé hins
vegar að draga úr slíkri mengun
með skilyrðum um vinnubrögð í út-
boðslýsingu. Arnarnesvegur mun
liggja nálægt grann- og fjarsvæði
vatnsbóls Garðbæinga og mun
tengibrautin um Hörðuvelli að hluta
liggja á fjarsvæðinu. „Þar ber að
sýna ýtrustu gætni við framkvæmd-
ir,“ segir í greinargerðinni. Mats-
vinnan bendir hins vegar til þess að
að framkvæmdir muni hafa lítil
áhrif á vatnafar og samráð verði
haft við heilbrigðiseftirlit Hafnar-
fjarðar- og Kópavogssvæðis um til-
högun framkvæmda.
Arnarnesvegur mun liggja um op-
ið svæði sem í dag er notað til úti-
vistar. Í greinargerðinni segir að
ljóst sé að ásýnd svæðisins muni
breytast og aðgengi að útivistar-
svæðum skerðast. Öruggt aðgengi
að opnu svæðunum verði á hinn bóg-
inn áfram tryggt með undirgöngum
auk þess sem nýir reið- og göngu-
stígar verði lagðir.
Fram kemur að ein planta sem
vex í vegstæði Arnarnesvegar sé á
válista Náttúrufræðistofnunar. Hún
vaxi hins vegar annars staðar líka
og sé ekki hætta búin. Þá eru þrett-
án minjastaðir skráðir á fram-
kvæmdasvæðinu. Hægt verður að
verja alla nema einn gegn skemmd-
um.
Stefnt að því að hefjast handa við 1. áfanga Arnarnesvegar með haustinu
Heildarkostnað-
ur áætlaður 1,7
milljarðar króna
'
!
" " #""
Garðabær/Kópavogur/Reykjavík
FRUMAFL hf. hefur lagt inn um-
sókn til borgarráðs um lóð við Sól-
tún 4 í Reykjavík, sótt er um leyfi til
að byggja samtals 5.200 fermetra
fjölnota byggingu á umræddri lóð,
sérhannaða með þarfir aldraðra í
huga.
Borgarráð hefur vísað umsókinni
til athugunar hjá skipulags- og
byggingarsviði og borgarverkfræð-
ingi.
Í umsókn til borgaryfirvalda
kemur fram að fyrirhugað er að í
byggingunni verði íbúðir fyrir eldri
borgara með hjúkrunartengdri
þjónustu. Hönnun íbúðanna miðast
við að fólk geti búið í þeim þó svo að
það þurfi hjúkrunarþjónustu sam-
bærilega þeirri sem veitt er á hjúkr-
unarheimilum.
„Vitað er að mikil þörf er fyrir
íbúðir af þessum toga, bæði vegna
þeirrar þjónustu sem þar má fá og
ekki síður vegna þess öryggis sem
íbúar búa við. Sú þjónusta sem íbú-
ar þessara íbúða geta átt kost á er
m.a. matarþjónusta, hjúkrunarþjón-
usta, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun,
hárgreiðsla, fótaaðgerðir o.m.fl.,“
segir í umsókninni.
Í byggingunni er ráðgert að verði
einnig leiguíbúðir sem t.d. makar
íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
gætu nýtt sér. Um leið gætu þeir
notið þeirrar þjónustu sem öðrum
íbúum hússins munu standa til boða.
Sjúkrahótel fyrir eldri borgara
Þá er ráðgert að í byggingunni
verði sjúkrahótel fyrir eldri borg-
ara og aðstandendur þeirra, ásamt
miðstöð fyrir heimaþjónustu.
„Sjúkrahótelið er aðlaðandi kost-
ur miðsvæðis í Reykjavík fyrir eldri
borgara sem eru að jafna sig eftir
sjúkrahúsdvöl, eru í meðferð á
göngudeild eða þurfa hjúkr-
unarþjónustu í fjarveru ættingja.“
Ráðgert er að á hótelinu verði
sérbýli, 30 m², með baðherbergi og
að ættingjar geti gist með sjúklingi.
Í sérbýlunum verða sjúkrarúm,
sjónvarp, sími og tölvutengill. Setu-
stofa og borðstofa verða á hótelinu
ásamt móttöku sem jafnframt verð-
ur miðstöð heimaþjónustu. Fram
kemur í umsókninni að stærð og
umfang þessarar þjónustu ráðist
m.a. af undirtektum heilbrigð-
isráðuneytisins og þeim samningum
sem kunni að nást við ráðuneytið.
Bent er á að þar sem byggingin
verði samtengd hjúkrunarheimilinu
Sóltúni verði auðvelt að samnýta
margvíslega þjónustu, s.s. eldhús,
húsumsjón, starfsmannaaðstöðu,
sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun, hár-
greiðslu, fótaaðgerðir og hjúkr-
unarvakt.
Í bréfi til borgaryfirvalda segir
að umsóknin byggist á þeirri grunn-
hugsun að boðið sé upp á meira af
hjúkrunartengdri heimaþjónustu
fyrir íbúa Reykjavíkur. Mögulegt sé
að þjónustan verði á einhvern hátt
tengd þeim aðilum sem í dag reka
hjúkrunarheimili og líklegt að byrj-
að verði að bjóða aukna þjónustu
fyrir þá sem búa í nágrenninu.
Það er Hannes Guðmundsson,
stjórnarformaður Frumafls, sem
sækir um lóð við Sóltún fyrir hönd
Frumafls hf. Frumafl er í eigu Jó-
hanns Óla Guðmundssonar en félag-
ið á 85% hlut í Öldungi hf. sem á og
rekur hjúkrunarheimilið við Sóltún.
Að sögn Hannesar ræðst það af
viðbrögðum borgaryfirvalda við
umsókninni hver fjöldi íbúða í nýju
byggingunni verður.
Hugsanlega tekið í
notkun á næsta ári
„Þegar við vitum bygging-
armagnið getum við farið að hólfa
þetta niður eftir okkar þörfum,“
segir hann.
Hannes segir að gangi af-
greiðslan fljótt og vel fyrir sig hjá
borgaryfirvöldum sjái hann fyrir
sér að hægt yrði að taka bygg-
inguna í notkun á næsta ári.
„Það er ljóst að við sjáum okkur
hag í því að vera þarna í nágrenn-
inu.
Við teljum að hjúkrunartengd
heimaþjónusta sé sú þróun sem
koma skal,“ segir Hannes. Hann
segist sannfærður um að sú tegund
þjónustu muni aukast á næstu ár-
um.
„Fólk vill vera heima hjá sér eins
lengi og það getur. Því meiri þjón-
ustu sem við getum veitt því heima
þeim mun betra.“
Frumafl sækir um lóð við Sóltún 4 undir 5.200
fermetra fjölnota byggingu fyrir aldraða
„Sjáum okkur hag í
að vera í nágrenninu“
Morgunblaðið/Golli
Á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sem opnað var í janúar í fyrra eru samtals 92
einstaklingsíbúðir í 12 sambýlum á þremur hæðum. Fyrirhugað er að sam-
nýta margvíslega þjónustu í nýju byggingunni.
Reykjavík
HÚSVERNDARSJÓÐUR Reykja-
víkurborgar hefur auglýst eftir
umsóknum um styrki sem sjóður-
inn veitir einu sinni á ári til end-
urgerðar eða viðgerða á gömlum
mannvirkjum, þ.m.t. girðingum og
öðrum minjum sem af listrænum
eða menningarsögulegum ástæðum
þykja hafa sérstakt varðveislugildi.
Sérstök áhersla er lögð á styrk-
veitingar til framkvæmda sem
miðast að því að færa ytra byrði
húsa til upprunalegs horfs, s.s.
glugga og klæðningu ytra borðs.
Samkvæmt upplýsingum frá
skipulags- og byggingarsviði er í
ár lögð áhersla á styrki til húsa á
því svæði í miðborg Reykjavíkur
sem afmarkast af Lækjartorgi til
vesturs og Hlemmi til austurs. Eru
húseigendur sem eiga hús á því
svæði og telja hús sín falla undir
ofangreindar skilgreiningar hvattir
til að sækja um styrki í sjóðinn.
Umsóknarfrestur er til 11. febrúar
nk.
Helmingur umsækjenda
hefur fengið styrk
Vinnuhópur sem skipaður er af
embættismönnum skipulags- og
byggingarsviðs og kjörnum fulltrú-
um mun fara yfir umsóknir og
ákveða hverjir fá styrk og hve
mikinn. Undanfarin ár hafa um-
sóknir verið í kringum eitt hundr-
að og að jafnaði hefur um helm-
ingur umsækjenda hlotið styrk.
Umsóknareyðublöð liggja
frammi í afgreiðslu skipulags- og
byggingarsviðs Reykjavíkurborgar
í Borgartúni 3 og á Árbæjarsafni.
Umsóknum skal skilað útfylltum
til skipulags- og byggingarsviðs.
Úthlutunarreglur og umsókn-
areyðublöð má jafnframt finna á
heimasíðu skipulags- og bygging-
arsviðs: www.skipbygg.is.
Ljósmynd/Morgunblaðið
Í ár verður áhersla lögð á að veita styrki til húsa á því svæði í miðborg
Reykjavíkur sem afmarkast af Lækjartorgi til vesturs og Hlemmi til aust-
urs. Myndin er tekin yfir Þingholtunum.
Húsverndarsjóður auglýsir eftir
styrkumsóknum
Styrkir til endur-
gerðar og viðgerða
á gömlum húsum
Reykjavík