Morgunblaðið - 04.02.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.02.2003, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 25 M ÉR rann til rifja aðlesa pistil SigurlínarMargrétar Sigurðar-dóttur hér í blaðinu á laugardag. Þar fjallar hún um rétt heyrnarlausra til táknmálstúlkunar eftir að námsferli í skólakerfinu lýkur, segir hann minnka eftir því sem slíkir eldast. Alveg borðleggjandi að Sigurlín hefur rétt fyrir sér í meginatriðum, engir búa við jafnmikla fordóma og misskilning eða að jafnmikið sé brotið á rétti þeirra sem virkra þjóðfélagsþegna. Heyrnarlausir/ heyrnarskertir eru enn um margt afgangsstærð í þjóðfélaginu, á það bæði við þá sem eru heyrnarlausir frá fæðingu eða frumbernsku og þá sem verða það vegna slysa eða veikinda. Hér skilur þó mikið á milli því af þeim um 15.000 sem munu heyrnarskertir eða alveg heyrnarlausir, eru um 200 í síðari flokknum og hefur farið fækkandi á undanförnum áratugum. Þó mun enn um sinn verða til þröngur hóp- ur sem þjóðfélaginu ber skylda til að hlúa sérstaklega að, þó ekki fyr- ir annað en að það hefur meiri ávinning en að gera það ekki. Og enginn veit nema að nýr og óþekkt- ur faraldur verði til að fjölga slík- um í framtíðinni. Hins vegar stækkar hinn hópurinn ískyggilega fyrir þá miklu hávaðamengun sem hrjáir heiminn er svo er komið og margur sækir ekki síður í en vímu- efni og spilakassa. Einnig veikindi einhvern tímann á lífsleiðinni, áföll og slys af mörgu tagi. Það er hinn afmarkaði minni- hlutahópur og hliðstæðir í útland- inu, sem þurfa á táknmáli að halda og vilja gera að móðurmáli sínu. Er hið eðlilegasta mál með hliðsjón af jafnsréttindabaráttu þeirra að þeir séu ekki settir til hliðar sem örvitar eins og lengstum áður. Í langflest- um tilfellum er það einungis hæfi- leikinn til að nema hljóð sem annað tveggja er skertur eða óvirkur, allt annað sem snýr að líkamlegu og andlegt atgervi fullkomlega heil- brigt og kringum það er falin stærsta hindrunin. Eðlilega geta þolendur mun síður hinum heyr- andi nýtt sér og þroskað meðfædda hæfileika hjálparlaust, sitja auð- veldlega eftir. Visindamenn eru alltaf að upp- götva eitthvað nýtt um eðli skiln- ingarvitanna, þannig var áður vitað að jóðið fæðist með fullþroska heyrn, og á síðari árum að heyrnin mun fullþroskuð nokkru fyrir eðli- legan fæðingartíma. Náttúran hef- ur þannig búið svo um hnútana að einnig fyrirburinn fæðist með full- þroskað skilningarvit, útvörð allra hinna, sem er eitt af hennar maka- lausu sigurverkum! Hins vegar tekur það sjónina níu ár að verða fullþroska, og hér er líka munurinn að heyrnina sefur aldrei, menn geta ekki lokað eyrunum á sama hátt og augunum. Öll skilningarvit mannsins bera svo í sér möguleika til áframhaldandi þroska sem er enn einn tónn í sigurverkinu. Skrifari er fyrir skikkan örlag- anna í alveg sérstakri aðstöðu til að greina frá skilsmuninum á heyrn- arlausum/heyrnarskertum frá fæð- ingu og eftir að nokkrum mál- þroska var náð. Ári eftir að hann missti heyrnina fylgdi hann Brandi Jónssyni, kennara sínum í vara- lestri og nýskipuðum skólastjóra Málleysingjaskólas, inn í stofn- unina. Fengum við þrír drengir á sama reki og líkt var ástatt um eft- ir inflúensu/heilabólgufaraldur að hluta til sérkennslu en vorum einn- ig mikið með hinum nemendunum í tímum. Ég er einn til frásagnar um þetta er svo er komið, því annar hinna lést í meinlegu slysi í blóma lífsins en hinn náði aldrei jafnvægi í lífinu. Man ljóslifandi hvílík gjá var á milli okkar, sem höfðum haft heyrn fyrsta áratug lífsins og ann- arra nemenda skólans. Ekki til samanburðar hve við vorum betur í stakk búnir til að mæta örlögum okkar, þótt heyrnarmissirinn væri jafnmikill og í sumum tilvikum meiri en hinna. Og þótt samskiptin við hina væru lærdómur sem ég hefði ekki viljað missa af er ljóst að við þrír hefðum þurft enn meiri sérkennslu og umfram allt lengri námstíma, einkum hinn síðasttaldi, misjafnt hvernig mönnum lánast að lifa með þessum nýju aðstæðum. Það er líka allt annar handleggur að lifa við heyrnarmissi frá fæð- ingu, áður en nokkrum málþroska er náð, en að missa heyrn í bernsku, en á öllu lífsskeiðinu lík- ast til erfiðast á miðju gelgjuskeiði ef miða skal við tölu þeirra sem leggja höld á sig. Þessi skilgreining reifuð hér til glöggvunar, að ekki sé hægt að alhæfa heyrnarleysi, koma undir einn hatt. Táknmál minnihlutahópsins getur þannig eðlilega ekki orðið móðurmál allra heyrnarskertra/heyrnarlausra, ein- ungis þeirra sem fæðast heyrnar- lausir eða missa heyrn í frum- bernsku. Skiljanlega þarf að bregðast á ólíkan hátt við þessum tveim af- mörkuðu hópum, sá fyrri þarf mun sértækari og umfangsmeiri aðstoð jafnt í skóla sem utan, en forða þarf miklum fjölda hinna frá að missa málið, verða af menntun og einangrast. Mönnum vill fullkom- lega sjást yfir að slíkir missa ekki einungis heyrnina heldur einnig heyrnarminnið sem hver og einn hafði þroskað með sér eftir aðstæð- um, er alvarleg mál sem lítill gaum- ur hefur verið gefinn. Sjónminnið öðlast þá stórum meira vægi í lífi þeirra, nú skiptir sköpum að hlusta með augunum og slíkt má þjálfa. Dregið saman í hnotskurn, er kannski neyðarlegast hve lítið þarf til að beina ótal tilfellum í farsælan farveg, hins vegar einnig hve lítið þarf til að einföldustu mál verði hinum heyrnarskerta/heyrnarlausa nær óyfirstíganleg hindrun og sál- arkvöl. Rannsóknum í þá veru hvernig farsælast sé að koma á móts við og yfirstíga aðskiljanlegustu hindranir hefur lítið verið sinnt á Íslandi, né á hinum mörgu ólíku stigum heyrn- arleysis, hvernig bregðast skuli við hverju einu. Engan veginn full- nægjandi að stinga heyrnartólum við styrkleikahæfi í eyru heyrnar- skertra né vísa heyrnarlausum á táknmálsþjálfun. Kastljósinu hefur verið beint að minnihlutahópnum, sem alls ekki skal lastað, en hér mikið svið ókannað. Til að mynda viðhald mál- þroska þeirra sem missa heyrn og svigrúm til að auka hann, einnig beitingu hans og talþjálfun, en hér eru möguleikarnir ótakmarkaðir. Heyrnarlausir geta einnig lært er- lend tungumál, ekki einungis lesa þau, heldur einnig tala og gera sig vel skiljanlega, það er margsannað en þó minni gaumur gefinn en skyldi. Hér virðist stefnan vera að ýta þessum málum frá sér, leggja niður skóla heyrnarlausra, sem mikið átak var að fá þjóðina til að reisa, sigrast á fordómum og nær óyf- irstíganlegum hindrunum. Að stórum hluta verk Brands Jónsson- ar, og fylgdist ég grannt með þró- uninni. Komin er upp ný staða, nú þegar heyrnarskertir/ heyrnarlausair eru að áliti skólayfirvalda best komnir í almennum skólum. Vandamálið blessunarlega leyst að þeirra mati einkum með tilkomu táknmáls- túlka, en öllu hinu ýtt út af borðinu. En þá er spurn hvað gera eigi við þá heyrnarlausu/ heyrnarskertu sem ekki hafa numið táknmál. Auð- vitað skaðar ekki að læra það, þótt vitað sé að of mikil beiting þess geti skaðað hæfni talhæfileika slíkra, einkum á mótunarskeiði. Spursmálið er hvort þeir þurfi al- farið á því að halda og skal fyrrum móðurmál þeirra og um leið vara- lestur út úr myndinni? Nauðsyn- legt er að fram komi að í minni- hlutahópnum eru sumir mjög slyngir í varalestri þótt síður hafi hann verið kennslugrein í skóla þeirra hin síðari ár, lært 90 % fyrir náttúrulega gáfu. Opnar þeim að sálfsögðu nýtt svið til hliðar, að mestu vannýtt. Þetta er einungis reifað hér enda mikið mál, en á brennur öðru frem- ur að réttur skilningur og mat sé lagt á þarfir allra heyrnarskertra/ heyrnarlausra, svo þeir nái að rjúfa einangrun sína sem mest, nálgast meðfædda hæfileika og þroska þá. Hér gætu byggingar Vesturhlíðar- skóla þjónað sem mikilvæg rann- sóknarstöð líkt og hús Blindra- félagsins og miðlað gagnlegri þekkingu til heyrnarlausra, jafn- framt verið í viðbragðstöðu um við- kvæm mál er upp rísa og varða réttindi þeirra sem fullgildra þjóð- félagsþegna. Að mínu mati hefur aldrei verið meiri þörf á því en nú á tækniöld að húsnæði Vesturhlíðaskóla nýtist helst báðum hópunum, bæði sem skóli og rannsóknarstöð. Tæknileg- ar framfarir sem auðveldað hafa þessum minnihlutahópum lífið hafa verið með ólíkindum hin síðari ár og aldrei meiri möguleikar til að opna þeim umheiminn og virkja hæfileika þeirra. Hins vegar skort- ir vægast sagt nokkuð á að viðkom- andi fái kennslu við hæfi til að nýta þessa tækni. Menn fá til að mynda fullkomna tölvu en einungis tak- markaðar leiðbeiningar og þá helst á táknmáli, almenn námskeið geta þeir ekki sótt nema í fylgd tákn- málstúlks. Ekki má gleyma að heyrnarlaus- ir eru varnarlausir gagnvart illu tali um persónu þeirra að þeim nærstöddum, viðurkennt er að enga er jafnauðvelt að blekkja, blindir ekki undanskildir, og hvert eiga þeir að leita um fylginauta á fundi eða mannamót sem ekki hafa numið táknmál? Þá er komið að miklu máli sem er textun sjónvarpsefnis, ekki hluta þess samkvæmt séróskum minni- hlutahópsins, heldur þörfum allra heyrnarskertra/heyrnarlausra. Sjónvarpið er vel að merkja eini fjölmiðillinn sem slíkir hafa aðgang að fyrir utan dagblöðin. En þá reynir á lestrakunnáttuna, hún er yfirleitt fyrir hendi hjá meirihlut- anum, sem reiðir sig á textun efnis- ins, illu heilli ekki minnihlutanum og þá er mikilvægi táknmálsins ótvírætt. Á hvorutveggja hafa sjón- varpsstöðvar víða í Evrópu löngu áttað sig, sumar texta nær allt efni jafnvel fréttir (BBC), textana geta þurfandi kallað upp í gegnum textavarpið. Þá gleyma menn ei heldur táknmálinu og víða er hægt að kalla upp táknmálstúlkun í öðru efra horni skjásins. Nú veit ég sannast sagna ekki hvort lesandi átti sig á hve víðtækt svið þessi þjónusta opnar hinum heyrnarskerta/ heyrnarlausa. Ef ekki væri ráð að hann setti á sig eyrnatappa/ skjól og horfði svo á skjáinn dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Skyldi hann ekki verða svolitlu nær, skynja að hér er um hróplegt misrétti að ræða? Eftir Braga Ásgeirsson „Tækni- legar fram- farir sem auðveldað hafa þess- um minnihlutahópum lífið hafa verið með ólíkindum hin síðari ár og aldrei meiri mögu- leikar til að opna þeim umheiminn og virkja hæfileika þeirra.“ Höfundur er listmálari og listrýnir. Táknmálið býr yfir miklum tjámöguleikum og yndisþokka eins og fram kom þá hin franska Sandrine Herman túlkaði ljóðið Eternité, Eilífð, og birtist á forsíðu Le Nouvel Osservateur, París 1998. Tákn- mál og textun ðs Lands- þess sem rfsreglum ó núgild- andi mið- ður setti ugmyndir á innri tingarnar skýrleika gjörð um a og fé- nkann og áðsmanna ptamenn. málaeftir- m banka- n hátt að gagjöf til ins fram í arfsmönn- ta banka- r um við- s, að áði verði gagjöf til eiðslu til tækari og ga og fyr- slum við pplýsing- reglulegri nana til ði sjónar- ndsbanka eindra til- hefur því tilbúið að ri reglum em settur aeftirlits- anka Ís- r fyrir sitt nar tillög- m bankans sér fyrir við fram- ur einnig að ætla, á upplýs- sækjenda dsbankan- gið hefur krafti at- kvæðisréttar síns beita sér fyrir að styrkja starfsreglur bankans í því skyni að takmarka hættu á hags- munaárekstrum. Fjallar Fjármálaeftirlitið einnig um ásakanir Ingimars H. Ingimars- sonar á hendur eigendum Samson vegna deilna er varða viðskipti og meðferð hlutafjár í Baltic Bottling Plant. Að mati Fjármálaeftirlitsins gefa fyrirliggjandi gögn til kynna að um einkaréttarlegan ágreining sé að ræða sem ekki geti haft áhrif á umfjöllun Fjármálaeftirlitsins. Í niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins segir að til grundvallar ákvörðun- inni um að félagið sé hæft til að fara með eignarhlutinn í Landsbankan- um liggi ennfremur aðgerðir eig- enda Samson og yfirlýsingar um að- gerðir í því skyni að tryggja enn frekar hæfi Samson til þess að fara með eignarhlutinn. „Þær eru þess- ar helstar:  Samþykktum Samson hefur ver- ið breytt með þeim hætti að tilgang- ur félagsins er nú takmarkaður við eignarhald á hlutabréfum í Lands- banka Íslands hf.  Samson hefur skuldbundið sig til að viðhalda tilteknu eiginfjárhlut- falli og veita Fjármálaeftirlitinu reglulega upplýsingar um fjárhags- stöðu félagsins.  Samson hefur lýst því yfir að fé- lagið muni beita sér fyrir að fag- aðilar, sem ekki eru eigendur að Samson, muni taka sæti í bankaráði Landsbanka Íslands hf. og að í fyrstu muni einungis einn af eig- endum Samson sækjast eftir kjöri í bankaráð.  Samson hefur lýst yfir að félagið sé tilbúið að vinna að breytingum á innri reglum og umgjörð bankans í samræmi við tillögur Fjármálaeft- irlitsins. Fjármálaeftirlitið telur í ljósi framkominna upplýsinga og fram- angreindra aðgerða og yfirlýsinga Samson að félagið sé hæft til að fara með eignarhlutinn, með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs Landsbanka Íslands hf.“ segir í nið- urstöðukafla um ákvörðun Fjár- málaeftirlitsins. ð Samson eignarhalds- banka Íslands hf. að efast sonar Morgunblaðið/Kristinn milljarða kr. til Samsonar ehf. á gamlársdag. hor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.