Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                      BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MIKIÐ er nú gott að heilbrigðiskerf- ið er að átta sig á að það tengist mikið, mjög mikið velferð barna sem hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi, barna sem nú eru orðin fullorðið fólk og fólk í uppvexti. Lífshamingja þessa fólks sést ekki nema í litlum, vel þekktum hópum, brennivíni og dópi, sem hefur eins og allir vita sínar af- leiðingar á mannamótum, svo er þetta svo vel falið. Við höfum ekki viljað, bara ekki þorað, að segja nokkrum frá, af ótta við aðallega okkar eigin til- finningar og höfnun fyrir utan allt annað sem þessu fylgir. Þetta er ekk- ert smáálag sem þessi börn og þetta fólk þarf að bera, bæði í skóla, vinnu og í samfélaginu. Hafi barn verið beitt kynferðislegu ofbeldi af föður, er það gjörningur sem er eiginlega ófyrir- gefanlegur, það eru mestu svik lífsins, slík svik fylla börn og fólk beiskju, reiði og jafnvel hatri, þau missa ekki bara trúna og kærleikann á föður sinn, heldur hinn himneska líka. Eina leiðin til heilbrigðis og endurnýjaðs trausts er trúin á kærleika og fórn Jesú Krists á krossinum. Við verðum að ná að fyrirgefa kvölurum okkar að fullu, þetta er nauðsynlegt, jafnframt erfiðasta skrefið af öllu á leið til lækn- ingar. Viðtekt og von, opnun og snert- ing, fyrirgefning, traust á kærleika Guðs. Guð hjálpar okkur að gera hið ógerlega. Guð skilur fyrirgefninguna því hann þurfti svo oft að fyrirgefa. Ég er búin að lesa bókina Ekki segja frá, frásögn ísl. stúlku sem var beitt kynferðislegu ofbeldi af bróður sínum, ég botnaði ekkert í því til að byrja með, mér varð alltaf kaldara og kaldara svo tók ég mér hvíld frá bók- inni í nokkra daga og hélt mér við mitt bænahald eins og venjulega en öll mín fortíð er búin að koma í hausinn á mér sem er nú ekki svo lítil. Ég er búin með bókina og hún er góð til lestrar fyrir þá sem eru búnir að vinna sig út úr fortíðinni og sætta sig við hana að öllu leyti og fyrirgefa öllum og sjá rétt og rangt í lífinu og gefa sér tíma til þess. Ég er búin að kynnast Guði mín- um, ég er laus við áfengi og töflur af ýmsu tagi fyrir töluverðu og mér líður vel, hef öðlast innri ró. Það kostaði góðan tíma með fólki með sömu vandamál og alls konar fortíðar- drauga að frelsast frá þessu sem dýr- legt er að sjá, afgreiða fortíðina, búa sér til nýja fortíð og lifa hamingju- sama framtíð án allra vímugjafa og leiðinda og hjálpa hinum sem eru í nauðum staddir. Lífið getur verið og er bæði hlátur og grátur, sem er mikil lækning á miklum erfiðleikum alls konar sem við erum ekki tilbúin að treysta hverjum sem er fyrir. Ef einhver vill tala við mig þá er ég til viðtals í síma 478-8286 milli 10 og 12 á morgnana virka daga. Með þökk fyrir birtingu. RÓSA GUÐMUNDSDÓTTIR, Djúpavogi. Heilbrigðiskerfið áttar sig Frá Rósu Guðmundsdóttur: ALLIR geta fallist á að skyldleiki er ekki einkamál eins eða tveggja. Allir eiga, eðlilega, rétt á að vita hvaða stofnar standa að þeim sjálfum. Allir eiga foreldra, eðlilega, sbr. „Heiðra skaltu föður þinn og móður“, m.a. með því að bera sig eftir því að vita upp á hár nöfn þeirra, fæðingardag og ár, hvenær þeir lifðu og dóu, hvaðan þeir komu og „hverra manna“ þeir voru og eru. Hvað er vígt vatn? Til hvers að vígja vatnið ef vanhelg- un helgar meðalið? Smápæling... en allir hljóta að vera sammála um að skyldleiki eins við annan á ekki að vera söluvara þess þriðja heldur ættu þeir tveir fyrrnefndu að eiga „for- kaupsrétt“ á upplýsingum um vensl sín en ekki óviðkomandi þriðji aðili eða fyrirtæki úti í bæ eins og Íslensk erfðagreining eða Genealogia Islan- dorum eða IBM þrátt fyrir þeirra frómu ósk að spreða okkur gallalaus- um út um allar jarðir... má ég þá biðja um aðeins... örlítið meiri diskant. Í útlöndum starfa iðin samtök sem róa að því öllum árum að sundra þjóð- um heims. Engir fánar mega blakta. Kristni má ekki dafna og lita sam- félög. Þjóðtunga fær ekki að vera óá- reitt. Góðir siðir og kristileg breytni er fótum troðin og hrakyrt. Líf fólks er gert ómerkilegt, aumkunarvert og hlægilegt í viðtalsþáttum sem fá frægt og fallegt fólk til að smækka sig frammi fyrir alþjóð þar sem fim- maurabröndurum er kastað framan í gesti á áheyrendapöllum eins og fið- urfénað. Allt til að ræna fólk mann- legri reisn og virðingu. Gera allt og alla að fíflum og hafa af fólki fé og virðingu. Þetta er meðvituð stefna sem hefur náð alla leið hingað til Ís- lands. Það talar um fjölþjóðamenn- ingu og alþjóðahyggju en í rauninni er það að ræna smærri þjóðir heims öllu sem þær hafa. Heimsyfirráð eða dauði er slagorð sem þeir hafa látið sér um munn fara og það er full ástæða til að taka þá alvarlega eða lít- ið á Bretland, Danmörku, Frakkland, Noreg og fleiri þjóðir sem nú eiga bara einhverja asnalega álmynt sem heitir evra, þvílíkt skrípi. Ætterni, það er málið Íslendingabók samanstendur af genum okkar sem Íslensk erfðagrein- ing (greina hvað fyrir hvern?) hefur krækt sér í sýnishorn af, einhvern veginn. Genealogia Islandorum varð að lúta í lægra haldi fyrir ÍE sem söls- aði ættfræðisafnið undir sig í Íslend- ingabók: Ættfræði um íslensku þjóð- ina frá upphafi vega í bland við genin okkar. Henni ber að standa undir nafni þannig að allir verði réttfeðraðir DNA lega séð eins og í lífsins bók eins og þar stendur: Þá mun allt sem hulið er hrópað á strætum og á þökum uppi... skyldi sá tími vera kominn hér á jörðu... sýnt og flóðlýst eins og fót- boltavöllur, Heimaklettur á gosdegi. Von er til að Íslensk erfðagreining & co skili ætterni fólks óbrengluðu inn í Íslendingabók þótt fyrirtækið ráði aldrei niðurlögum sjúkdóma. INGIBJÖRG ELÍN SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Laugavegi 49, 101 Reykjavík. Ættgöfgi Frá Ingibjörgu Elínu Sigurbjörnsdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.