Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 39  ENSKIR fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Eiður Smári Guðjohnsen hefði samþykkt nýjan fjögurra ára samning við Chelsea. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þetta ekki rétt. Chelsea, sem á í fjárhags- erfiðleikum, hefur tilkynnt að liðið geri ekki nýja samninga við leikmenn sína fyrr en í fyrsta lagi eftir yfir- standandi keppnistímabil – er ljóst verður hvort Chelsea tryggi sér sæti í Meistaradeild Evrópu, eða ekki.  ÁRNI Gautur Arason lék sinn fyrsta leik í marki Rosenborg á und- irbúningstímabilinu þegar norsku meistararnir í knattspyrnu unnu Bodö/Glimt, 3:1, í æfingaleik á laug- ardaginn. Árni Gautur gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í nóvember.  TERRY Venables, knattspyrnu- stjóri Leeds, hefur rætt við Peter Ridsdale, stjórnarformann félagsins, og tilkynnt að hann verði áfram á Ell- and Road, en hann hafði hótað að fara ef Jonathan Woodgate yrði seldur til Newcastle, sem var gert sl. föstudag.  MORTEN Wieghorst, landsliðs- maður Dana í knattspyrnu, sýndi mikið drenglyndi í leik gegn Íran á al- þjóðlegu móti í Hong Kong á laug- ardaginn. Dæmd var vítaspyrna á Ír- ani þegar einn leikmanna þeirra greip boltann en hann hafði ruglast í ríminu þar sem áhorfandi hafði blásið í flautu. Wieghorst tók vítaspyrnuna en skaut viljandi framhjá markinu og hlaut mikið lof fyrir. Íran vann, 1:0.  DAVID O’Leary hefur náð sam- komulagi við Leeds United í máli sem hann höfðaði eftir uppsögn hjá félag- inu í júní í fyrra. Leeds hefur sam- þykkt að greiða honum ótilgreinda upphæð auk lögfræðikostnaðar.  STEVEN Gerrard var í gær dæmdur í þriggja leikja keppnisbann af aganefnd enska knattspyrnusam- bandsins fyrir brot á Gary Naysmith í viðureign Liverpool og Everton skömmu fyrir jól. Hann missir þar með af leikjum Liverpool við Crystal Palace í bikarkeppninni og við Middl- esbrough og Birmingham í deildinni. Gerrard slapp við greiðslu sektar.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, var æfur yfir úr- skurðinum í gær. „Þetta var slys, eins og gerist í fótboltanum. Gerrard fór ekki í návígið með þeim ásetningi að meiða leikmanninn,“ sagði Houllier.  ALEN Boksic mun vera hættur að leika með Middlesbrough, en hann er með samning við félagið til vorsins. Boksic hefur fengið sig fullsaddan í herbúðum félagsins. Talsmaður Middlesbrough vildi ekki staðfesta þetta í gær.  ALAN Smith verður að öllum lík- indum áfram í herbúðum Leeds, en samningur hans við félagið rennur út í vor. Til stendur að Smith og for- ráðamenn Leeds hittist í vikunni og gangi í grundvallaratriðum frá nýjum samningi sem gæti fært honum 40.000 pund í vikulaun, eða u.þ.b. 5,2 milljónir króna.  GRAEME Souness, knattspyrnu- stjóri Blackburn, gæti átt yfir höfði sér refsingu vegna ummæla hans í garð norska varnarmannsins Ronny Johnsens hjá Aston Villa eftir leik liðanna á sunnudag. Souness var óður yfir því að Johnson skyldi hlaupa til dómarans og heimta rautt spjald á James McEveley, leikmann Black- burn, eftir að hann braut illa á Mark Delaney, leikmanni Villa, skömmu fyrir leikslok.  SOUNESS kvaðst hafa talið að Johnsen væri heiðvirður leikmaður. „Héðan í frá er hann bara einn „Johnny útlenski“ til viðbótar, og það eru margir slíkir í fótboltanum,“ sagði skoski harðjaxlinn, sem sjálfur hikaði ekki við að taka fast á mótherj- um sínum á árum áður.  ÍSLAND hefur tekið fimm sinnum þátt í handknattleikskeppni Ólympíu- leikanna, ekki fjórum sinnum eins og sagt var í blaðinu í gær. Þar láðist að geta þess að Ísland var með á leik- unum í München árið 1972. FÓLKHAGNAÐUR varð af heildar-rekstri Knattspyrnusambands Ís- lands árið 2002, 38,2 milljónir króna, og hefur þá verið tekið tillit til tæplega 10 milljóna króna greiðslu til aðildarfélaga. Regluleg starfsemi Knattspyrnusambands- ins, án Laugardalsvallar, var í sam- ræmi við áætlanir. Rekstrartekjur voru 11% meiri en áætlað hafði ver- ið og rekstrargjöld fóru 6% fram úr áætlun, en líta verður til þess að í því felst áðurnefnd greiðsla til að- ildarfélaga sem ekki hafði verið áætluð, svo og að gjaldaáætlun var aðeins um 1% umfram áætlun. Regluleg starfsemi Laugardals- vallar var í föstum skorðum, en miðað við áætlanir varð um 10% hækkun á rekstrartekjum og rekstrargjöldum. Tap varð af reglulegri starfsemi Laugardals- vallar tæpar 2,8 milljónir kr., en að teknu tilliti til fjármagnsliða varð 19,6 milljóna kr. hagnaður á rekstrinum. Fjármagnsliðir hafa mikil áhrif á heildarniðurstöðu KSÍ. Á árinu 2002 voru fjármunatekjur sam- bandsins kr. 50,9 milljónir en fjár- magnsgjöld voru 24,2 milljónir króna. Rekstur KSÍ hefur gengið vel undanfarin ár og var eigið fé sam- bandsins í árslok 2002 orðið 131 milljón króna. Verulegur hagnaður hjá KSÍ MICHAELA Dorfmeister frá Austurríkivann risasvig kvenna á heimsmeist- aramótinu í skíðaíþróttum sem fer fram þessa dagana í St. Moritz í Sviss. Í næstu sætum urðu Bandaríkjamennirnir Kirs- ten Clark og Jonna Mendes – munaði aðeins 0,02 sekúndum á Dorfmeist- er og Clark. Dagný Linda Kristjánsdóttir, Akureyri, tók þátt í keppninni og hafnaði í 27. sæti, 2,66 sekúndum á eftir Dorfmeister. 40 kepp- endur tóku þátt og komust 34 þeirra og í mark. Dagný Linda keppnir einnig í bruni, svigi og stórsvigi. Björgvin Björgvinsson frá Dalvík keppir einnig á HM, í svigi og stór- svigi. Dagný Linda Kristjáns- dóttir Dagný Linda í 27. sæti á HM Mikil spenna var fyrir viðureignÖnnu Soffíu og Gígju Guð- brandsdóttur í -70 kg flokki. Þær stöllur æfa saman og hafa marga hildi háð en Gígja alltaf haft betur og engin breyting varð á. Þær mættust síðan aftur í opna flokknum en nú hafði Anna Soffia betur eftir langan og strangan bar- daga. „Ég hef aldrei unnið Gígju áð- ur og er sjö árum yngri svo að það hlaut að koma að því,“ sagði Anna Soffía, sem er aðeins 18 ára, hefur æft júdó í fjögur ár, varð Norð- urlandameistari í fyrra og hyggur á frekari sigra. Heimir lagði alla mótherja sína í +100 kílóa flokki og síðan aftur í opnum flokki. „Ég hafði mestar áhyggj- ur af glímunni við Ingiberg Sigurðs- son sem er líka með svart belti,“ sagði Heimir, sem mun ekki slá slöku við á næstunni. „Ég hef hugs- að mér að fara á sterkt opið mót í Danmörku 22. febrúar. Ég hef farið þangað áður og gengið vel en ætla að gera enn betur í ár, náði fimmta sæti síðast en ætla að vinna það núna, stefni alltaf á að vinna því annað væri mistök. Síðan er Ís- landsmót í apríl, Norðurlandamótið í maí og svo hef ég stefnt á Smá- þjóðaleikana. Það er því nóg að gera svo að maður verður að halda sér við en það hvetur mann bara til að halda áfram að æfa og taka á því.“ Stórar yfirlýsingar um að núskyldi hreinsa upp gömul Ís- landsmet gáfu fögur fyrirheit. María hóf leikinn og í ann- arri lyftu sinni tók hún upp 73 kíló og bætti metið um hálft kíló en gerði enn bet- ur með 75 í næstu og 77,5 í auka- tilraun. „Ég ætlaði ekki að vera með á þessu móti en það gekk svo vel á æfingum að ég sló til með stuttum fyrirvara því ég vissi að ég ætti möguleika á að ná metinu,“ sagði María og það var því við hæfi að taka við verðlaununum úr hendi Jóhönnu Eiríksdóttur, sem hafði sjálf haldið metinu í þrjú ár. „Ég var búin að stefna að því að bæta við Íslands- metið og gerði það um hálft kíló með því að taka 73 í annarri tilraun en ég vissi að ég ætti möguleika á tveimur betur og náði því í þriðju. Hinsvegar alger bónus að bæta það enn betur og kom mér á óvart.“ María hefur aðeins æft lyftingar í rúmt ár. Í karlaflokki bar fyrst til tíðinda þegar Domenico Alex Gala reyndi að bæta 11 ára met Kára Elíssonar í 82,5 kg flokki en tókst ekki. Næst var komið að Hermanni Her- manssyni í 90 kg flokki þegar hann bætti met Jóns Gunnarssonar um hálft kíló í þriðju tilraun. Ingvar Jóel Ingvarsson hreif áhorfendur með sér í 110 kg flokki þegar hann bætti tíu ára gamalt met Baldvins Skúla- sonar um hálft kíló og tók upp 240,5 kíló. Hann hóf síðan upp 245 en lyft- an var ekki gild. Næsta met fauk þegar kom að +125 kílóa köppum. Magnús Ver tók auðveldlega upp fyrstu tvær lyftur sínar en í þriðju bætti hann Íslands- metið um kíló, lyfti 263,5 kílóum. Stemmningin var mikil í salnum og Magnús Ver lét þá setja 270 kíló á stöngina, sem hann hafði upp með dyggum stuðningi áhorfenda. „Ætl- unin var að lyfta mestu þyngd í bekkpressu sem tekin hefur verið á Íslandi – það tókst og ég sló Íslands- met í leiðinni en það var svolítið eftir og maður hefur möguleika að fá aukatilraun til að slá met og um að gera að nýta það,“ sagði Magnús Ver sem fór hamförum á bekknum. Í lok mótsins voru afhent stiga- verðlaun mótsins og komu þau í hlut Magnúsar Vers og Maríu. Einnig var kraftlyftingafólk ársins verð- launað en það voru María og Auðunn Jónsson, sem var að koma úr upp- skurði á öxl og gat ekki verið með. Heppni og hæfni fóru saman BROTIÐ var blað á 30 ára afmælismóti Júdósambandsins á laug- ardaginn í Hagaskóla þegar Anna Soffía Víkingsdóttir og Heimir Haraldsson sigruðu í opnu flokkunum í fyrsta sinn. Það var samt ekki fyrr en eftir mikil átök og snarpar glímur enda fóru þau ekki auðveldu leiðina. JÚDÓ Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Sverrir Hermann Hermannsson fagnar meti sínu í 90 kg flokki – 206 kg. Tilþrif og met féllu MAGNÚS VER Magnússon stal senunni af mörgum góðum senuþjófum á Íslandsmótinu í bekkpressu, sem fram fór í húsakynnum B&L á laugardaginn – þegar hann lyfti 270 kílóum en meiri þyngd hefur íslendingur ekki tekið í bekkpressu. María Guðsteinsdóttir þríbætti þriggja ára gamalt Íslandsmeti í 60 kg flokki. Ónefnt er áhorfendamet því tæp- lega 300 voru mættir og létu vel af sér vita. BEKKPRESSA Stefán Stefánsson skrifar ÍÞRÓTTIR HEIMSMET öldunga í bekk- pressu er í hættu því þegar Magnús Ver Magnússon lyfti 270 kílóum á laugardaginn tók hann upp tólf og hálfu kílói betur en gildandi heimsmet. Magnús Ver verður fertugur á árinu og því kominn í öldungaflokk. Metið fæst hins vegar ekki staðfest því á mótinu voru ekki nægilega margir alþjóðlegir dómarar. Hins vegar er lyftan Norð- urlandamet því alþjóðlegir dóm- arar voru nógu margir. Í dag eru nokkur alþjóðleg lyftinga- sambönd og er sitthvort metið fyrir Norðurlönd, Evrópu ásamt heimsmeti. Norðurlandametið er 257,5 kíló, Evrópumetið 245 kíló og heimsmetið 257,5 kíló. Magnús yfir heimsmeti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.