Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐveitti í gær samþykki sittfyrir að Samson eignar-haldsfélag ehf. eignist virkan eignarhlut, eða 45,8% hluta- fjár, í Landsbanka Íslands hf. Fjár- málaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Samson til að fara með virkan eign- arhlut í Landsbankanum í sam- ræmi við ákvæði laga um fjármála- fyrirtæki. Viðhalda tilteknu eiginfjárhlutfalli Fram kemur í umfjöllun Fjár- málaeftirlitsins að það tók m.a. til athugunar ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða fjármögnun fjár- festingarinnar og fjárhagsstöðu Samson og aðila sem það er í nánum tengslum við. „Með vísan til fram- kominna upplýsinga hefur Fjár- málaeftirlitið ekki ástæðu til að efast um hæfi Samson til þess að eiga umræddan eignarhlut í Lands- banka Íslands hf. Það mat Fjár- málaeftirlitsins byggist m.a. á eft- irfarandi:  Fyrir liggja upplýsingar um eig- infjárframlag vegna kaupanna, áform um frekari fjármögnun og tryggingar. Ennfremur liggur fyrir að Landsbankinn sjálfur eða tengd- ir aðilar munu ekki koma að fjár- mögnun kaupanna.  Í því skyni að tryggja viðunandi fjárhagsstöðu félagsins til framtíð- ar mæltist Fjármálaeftirlitið til þess að skilgreind yrðu fyrirfram fjárhagsleg viðmið í starfsemi fé- lagsins. Benti Fjármálaeftirlitið í því efni á að unnt væri að miða við þær reglur sem gilda um eignar- haldsfélög á fjármálasviði sam- kvæmt lögum nr. 161/2002 um fjár- málafyrirtæki, þó félagið teldist nú ekki til slíkra félaga. Af hálfu Sam- son hefur því verið lýst yfir að gert sé ráð fyrir að eiginfjárhlutfall þess verði 30%, þó sveiflur geti orðið á hlutfallinu. Lækki hlutfallið og ekki líklegt að hlutfallið hækki aftur inn- an fárra mánaða muni eigið fé Sam- son verða aukið.  Samson hefur ennfremur lýst því yfir að það muni senda Fjár- málaeftirlitinu árs- og hálfsársupp- gjör félagsins innan tiltekinna tíma- fresta.  Þá hefur Samson breytt sam- þykktum sínum með þeim hætti að tilgangur félagsins er nú takmark- aður við eignarhald á hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. Ekkiverður því um annars konar rekstur í fé- laginu að ræða,“ segir í umfjöllun Fjármálaeftirlitsins. Fram kemur að Fjármálaeftirlit- ið telur ekki ástæðu til að gera at- hugasemd við hæfi félagsins til að fara með eignarhlutinn í bankanum. „Í þessu efni hefur Fjármálaeftirlit- ið leitað upplýsinga um hvernig staðið verði að vali á fulltrúum fé- lagsins til kjörs í bankaráði. Í því efni hefur því verið lýst yfir af hálfu Samson að fyrir hönd félagsins muni taka sæti í bankaráði Lands- banka Íslands hf. aðilar með fag- þekkingu og að í fyrstu muni ein- ungis einn af eigendum Samson sækjast eftir kjöri í bankaráð.“ Takmarka aðgang að upplýs- ingum um viðskiptamenn Einnig kemur fram að Fjármála- eftirlitið telur ekki ástæðu á grund- velli framkominna upplýsinga til að ætla að breyting á eignarhaldi muni leiða til hagsmunaárekstra á fjár- málamarkaði. Er það m.a. rökstutt á eftirfarandi hátt: „Í bréfum Fjármálaeftirlitsins til Samson og viðræðum við forsvars- menn þess hefur verið lögð á það rík áhersla að tryggt verði að eign- arhlutur þeirra í bankanum, ef af verður, skapi þeim ekki stöðu eða ávinning annan en þann sem felst í ávinningi almennra hluthafa af heil- brigðum og arðsömum rekstri bankans. Þannig muni félagið, eig- endur þess, tengdir aðilar eða kjörnir fulltrúar í bankaráði ekki njóta aðstöðu í bankanum, s.s. við- skiptakjara, íhlutunar í viðskipta- legar ákvarðanir er varða þá sjálfa, tengd félög eða samkeppnisaðila eða upplýsinga um viðskipti núver- andi eða tilvonandi samkeppnisfyr- irtækja. Í þessu sambandi hefur Fjár- málaeftirlitið m.a. yfirfarið núgild- andi starfsreglur bankaráð banka Íslands hf., auk þ hugað hefur verið að star starfsmanna bankans. Þó andi reglur teljist fullnægj að við núverandi aðstæð Fjármálaeftirlitið fram hu um tilteknar breytingar reglum bankans, en breyt myndu miða að auknum ásamt því að styrkja umg viðskipti bankaráðsmann laga þeim tengdum við ba takmarka aðgang bankará að upplýsingum um viðskip Meðal atriða sem Fjárm litið lagði til er að reglum ráðs verði breytt á þann tryggt verði að upplýsing bankaráðsmanna fari aðei gegnum bankaráð, að sta um verði óheimilt að veit ráðsmönnum upplýsingar skiptamenn bankans vanhæfisreglur í bankará styrktar og að upplýsing bankaráðs um fyrirgre venslaðra aðila verði víðt taki ótvírætt til einstakling irtækja í nánum tengs bankaráðsmenn. Þessar u ar eru ennfremur liður í r upplýsingagjöf lánastofn Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið óskað miða frá Samson og Lan Íslands hf. vegna fyrrgre lagna. Af hálfu Samson h verið lýst yfir að félagið sé vinna að breytingum á innr bankans á þeim grunni se var fram af hálfu Fjármál ins. Bankastjóri Landba lands hf. hefur ennfremur leyti staðfest að framkomn ur falli vel að hugmyndum og að hann muni beita breytingum í samræmi v komnar tillögur.“ Fjármálaeftirlitið teku fram að ekki sé tilefni til a grundvelli fyrirliggjandi inga, að eignarhald ums torveldi eftirlit með Land um. Fram kemur að félag lýst yfir að það muni í k Fjármálaeftirlitið hefur veitt samþykki sitt fyrir að félag ehf. fari með virkan eignarhlut í Landsb Ekki ástæða til a um hæfi Sams Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri nið- urstöðu að Samson eignarhaldsfélag ehf. sé hæft til að fara með 45,8% eignarhlut í Landsbanka Íslands. Félagið ætlar m.a. að beita sér fyrir að fag- aðilar, sem ekki eru eigendur að Samson, taki sæti í bankaráði. Einnig verður innri reglum bankans breytt að tillögu Fjármálaeft- irlitsins m.a. um upp- lýsingagjöf til banka- ráðsmanna. Gengið var frá sölu á 45,8% hlut í Landsbanka Íslands fyrir 12,3 m Eigendur Samsonar eru f.v. Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Th ’ Deilur um BalticBottling Plant hafa ekki áhrif. ‘ ÁFALL FYRIR SCHRÖDER Úrslit kosninga í tveimur sam-bandslöndum Þýskalands umhelgina eru mikið áfall fyrir Gerhard Schröder, kanslara Þýska- lands. Flokkur kristilegra demókrata (CDU) vann stórsigur í Hessen og Neðra-Saxlandi en Jafnaðarmanna- flokkur Schröders missti mikið fylgi. Í Hessen bættu kristilegir demókratar við sig rúmlega fimm prósentustigum en jafnaðarmenn misstu rúmlega tíu prósentustiga fylgi. Í Neðra-Saxlandi bættu kristilegir demókratar við sig rúmlega tólf prósentustiga fylgi en jafnaðarmenn misstu rúmlega fjórtán prósentustiga fylgi. Ekki síst eru úr- slitin í Neðra-Saxlandi álitshnekkir fyrir Schröder. Hann var sjálfur for- sætisráðherra þar um árabil og hafði veruleg afskipti af kosningabaráttunni fyrir kosningarnar um helgina. Einungis fjórir mánuðir eru liðnir frá því ríkisstjórn Schröders var end- urkjörin í þingkosningum. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur ekki verið tekið af festu á hinu erfiða ástandi í efnahagsmálum. Atvinnu- leysi heldur áfram að aukast og hag- vöxtur er lítill sem enginn. Helstu að- gerðir stjórnarinnar gætu jafnvel orðið til að gera ástandið enn verra. Skattar hafa verið hækkaðir og í síð- asta mánuði lét ríkisstjórnin undan verkfallshótunum opinberra starfs- manna og hækkaði laun töluvert um- fram verðbólgu. Það vekur athygli að Græningjar, samstarfsflokkur jafnaðarmanna í rík- isstjórninni, halda fylgi sínu í kosning- unum. Í Hessen bættu þeir við sig tæpum þremur prósentum. Kosningarnar hafa engin áhrif á stöðu ríkisstjórnar Schröders í Sam- bandsþinginu. Aftur á móti hefur stjórnarandstaðan nú öruggan meiri- hluta í efri deild þingsins, Sam- bandsráðinu, sem getur beitt neitun- arvaldi gegn frumvörpum stjórnarinnar. Það virðist því ljóst að Schröder verður í framtíðinni að treysta á samstarf við stjórnarand- stöðuna í auknum mæli til að knýja mál í gegn. Í þýskum fjölmiðlum er nú þegar farið að ræða þann möguleika að núverandi stjórnarsamstarfi verði slit- ið og þess í stað mynduð samsteypu- stjórn jafnaðarmanna og kristilegra demókrata. Það virðist þó ólíklegt sem stendur og Schröder hefur sjálfur vís- að vangaveltum um slíkt á bug. Hins vegar verður framhaldið erfitt fyrir ríkisstjórnina ef CDU kýs að hleypa einungis þeim frumvörpum í gegn, sem flokkurinn sættir sig við. Schröder yrði þá að gera málamiðlanir jafnt til hægri sem vinstri. Við græn- ingja í ríkisstjórninni og kristilega demókrata í Sambandsráðinu. Andstaða Schröders við stríð gegn Írak, með eða án samþykkis Samein- uðu þjóðanna, er talin hafa ráðið úr- slitum um kosningasigur hans í sept- ember í fyrra. Hann hefur undanfarið sætt harðri gagnrýni frá CDU vegna þessarar afstöðu og Angela Merkel, formaður kristilegra demókrata, sagði í gær að úrslitin sýndu að kjósendur hefðu hafnað afstöðu kanslarans í Íraksdeilunni. Þýskaland ætti ekki að einangra sig heldur eiga náið samstarf við bandamenn sína í Evrópu og Bandaríkjunum um mikilvæg mál. Kannanir sýna að mikill meirihluti Þjóðverja er andvígur hvers kyns stríðsaðgerðum gegn Írak. Hin ein- arða afstaða Schröders í málinu dugði hins vegar ekki til að tryggja flokkn- um sigur í kosningum á ný. ÁRANGUR HANDBOLTALANDSLIÐSINS Árangur íslenska karlalandsliðsinsí handknattleik á heimsmeistara- mótinu í Portúgal er ánægjulegur. Guðmundur Guðmundsson þjálfari lýsti því yfir fyrir mótið að mark- miðið væri að ná sæti, sem tryggði liðinu þátttöku á næstu Ólympíuleik- um, sem haldnir verða í Aþenu á næsta ári. Því markmiði náði lands- liðið á sunnudag þegar það bar sig- urorð af Júgóslövum með sannfær- andi hætti og tryggði sér þar með 7. sæti í mótinu, en sjö efstu sætin tryggðu þátttökurétt á Ólympíuleik- unum. Með þessum árangri er tryggt að íslenska handboltalandsliðið tekur þátt í fimm helstu stórmótum, sem haldin eru í íþróttinni, í röð, en frammistaða liðsins í Evrópumeist- aramótinu í Svíþjóð á liðnu ári þegar liðið hafnaði í 4. sæti tryggði því jafn- framt þátttöku í næsta Evrópumeist- aramóti. Þá lék liðið á heimsmeist- aramótinu í Frakklandi 2001. Leikarnir í Aþenu verða fjórðu Ól- ympíuleikarnir, sem landsliðið tekur þátt í, af síðustu sex. Landsliðið komst reyndar fyrst á Ólympíuleika árið 1972 þegar þeir voru haldnir í München. Næst lék liðið á Ólympíu- leikunum í Los Angeles árið 1984, þá í Seoul 1988 og Barcelona 1992. Landsliðið lék hvorki á leikunum í Atlanta 1996 né Sydney 2000, en tek- ur nú upp þráðinn að nýju. Íslenska landsliðið í handbolta vek- ur miklar tilfinningar með þjóðinni og þegar það tekur þátt í stórmóti verð- ur annar hver Íslendingur skyndilega alvís um íþróttina. Þótt íþróttamönn- um í öðrum greinum hafi í áranna rás vegnað betur á Ólympíuleikum en handknattleiksliðinu hefur þjóðin fylgst með af mun meiri innlifun þeg- ar liðið hefur verið meðal keppenda. Oft er haft á orði að margar íþrótt- ir njóti meiri hylli en handbolti og vinsældir hans séu einangraðar við takmörkuð svæði. Þetta kom berlega í ljós í þeim getumuni sem var á landsliðum þeim, sem tóku þátt í heimsmeistarakeppninni í Portúgal. En því er heldur ekki hægt að neita að handbolti er erfið íþrótt, sem krefst mikils af leikmönnum, og fátt er jafn spennandi og að fylgjast með jöfnum handboltaleik. Á þessu heimsmeistaramóti veitti íslenska landsliðið okkur í nokkrum leikjum slíka spennu. Þessir leikir unnust ekki allir, en sýndu um leið að bestu handboltaþjóðir heims þurfa að hafa verulega fyrir því að leika við Ís- lendinga og geta ekkert bókað fyr- irfram. Iðulega eru miklar kröfur gerðar til landsliðsins og oft óhóflega miklar og þrýstingurinn getur verið mikill. Í Portúgal sýndi liðið hins vegar bæði styrk og stöðugleika þótt ekki sé það án veikleika og sannaði að það hefur tryggt sér verðskuldaðan sess í hand- bolta. Það er því ástæða til að óska liðinu til hamingju með árangurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.