Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 11
MIÐSTÖÐ tannverndar, sem var
formlega tekin í notkun í gær, er
ætlað að skipuleggja og beita sér
fyrir tannvernd á landsvísu í sam-
vinnu við heilbrigðisyfirvöld. For-
vörnum verður sinnt með því að
vekja athygli og auka vitund for-
eldra, kennara og heilbrigð-
isstétta á málefnum sem snerta
tannheilsu og tannvernd.
Miðstöð tannverndar er til húsa
í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Það var Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra sem lýsti mið-
stöðina formlega tekna til starfa.
Tveir starfsmenn munu verða í
miðstöðinni.
Miðstöðin mun miðla fræðslu
um tannvernd í skólum landsins
auk þess að safna upplýsingum
um tannheilsu barna og unglinga.
Fræðsla fyrir aldraða, fatlaða og
langveika verður efld með til-
komu miðstöðvarinnar og vægi
tannverndar á sviði heilsuverndar
aukið. Miðstöðin mun fylgjast
með þróun tannheilbrigðismála í
landinu og vinna að reglubundn-
um könnunum og rannsóknum í
samvinnu við vísindastofnanir.
Morgunblaðið/Sverrir
Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, Hólmfríður
Guðmundsdóttir, yfirmaður Miðstöðvar tannverndar, Hrafnhildur Péturs-
dóttir, starfsmaður miðstöðvarinnar, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra
og Helga Ágústsdóttir, formaður Tannverndarráðs, við opnun Miðstöðvar
tannverndar. Henni er ætlað að bæta tannheilsu landsmanna.
Miðstöð
tannvernd-
ar opnuð
NOKKRAR verðbreytingar urðu á
um 60 áfengistegundum, sem eru
til sölu í ÁTVR, um mánaðamótin,
og ýmist hækkaði eða lækkaði
verðið.
Vegin meðaltalshækkun á öllum
tegundum, sem seldar voru hjá
ÁTVR á nýliðnum 12 mánuðum
nemur 0,18%, en samkvæmt reglu-
gerð hafa birgjar heimild til að
breyta vöruverði annan hvern
mánuð. Höskuldur Jónsson, for-
stjóri ÁTVR, segir að breyting-
arnar séu tilkomnar vegna þess að
innkaupsverð birgja lækki eða
hækki eftir sendingum en hvorki
sé um skattabreytingar né álagn-
ingarbreytingar að ræða.
Sem dæmi um hækkanir má
nefna að freyðivínið Fantero Mos-
cato hækkar mest eða um 18,75%,
en 750 mm flaska fer úr 480 kr. í
570 kr. Ítalska rauðvínið La Berta
Olmatello hækkar um 15,17% og
fer úr 1.450 kr. í 1.670 kr. Egill
sterkur bjór hækkar um 4,86%, fer
úr 247 kr. í 259 kr. Stolichnaya-
vodka hækkar um 1,43%, fer úr
2.790 kr. í 2.830 kr. Lítraflaska af
Absolut-vodka hækkar um 1,95%,
fer úr 4.110 kr. í 4.190 kr. Captain
Morgan-romm hækkar um 1,03%,
fer úr 2.920 kr. í 2.950 kr.
Tvær bjórtegundir lækka um-
talsvert. Giraf Gold lækkar um
31,45%, fer úr 159 kr. í 109 kr., og
Ceres Royal lækkar um 35,5%, fer
úr 169 kr. í 109 kr.
Verðbreytingar á áfengi
LÖGREGLAN í Kópavogi
hefur undanfarna daga kært
hátt í 20 ökumenn fyrir að
tala í farsíma án þess að nota
handfrjálsan búnað um leið
og þeir óku um bæinn. Sekt
við slíku er 5.000 krónur.
Um helgina stöðvaði lög-
reglan í Kópavogi fjóra ölv-
aða ökumenn og fimm voru
kærðir fyrir að nota ekki ör-
yggisbelti.
Sektaðir
fyrir að
tala í síma
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur staðfest úrskurð umhverfis-
ráðherra þar sem fallist var á lagn-
ingu Hallsvegar, tveggja akreina
vegar sem liggja á frá Fjallkonuvegi
til Víkurvegar. Þrír íbúar í Grafar-
vogi höfðu krafist þess að dómurinn
felldi úrskurð ráðherra úr gildi og að
stefndu, Vegagerðin og Reykjavík-
urborg, greiddu kostnað þeirra við
málareksturinn.
Skipulagsstofnun féllst á fram-
kvæmdina eins og henni var lýst af
hálfu framkvæmdaraðila í ágúst
2001. Úrskurður stofnunarinnar var
kærður til umhverfisráðherra sem
staðfesti hann í maí á síðasta ári.
Rök íbúanna eru að Skipulags-
stofnun hafi verið vanhæf til að úr-
skurða um mat á umhverfisáhrifum
framkvæmdarinnar þar sem hún
hafi áður haft afskipti af viðbótar-
matsskýrslu framkvæmdaraðilanna.
Vegna vanhæfi stofnunarinnar hafi
umhverfisráðuneytið ekki getað
kveðið upp lögmætan úrskurð.
Héraðsdómur fellst ekki á að
Skipulagsstofnun hafi farið út fyrir
verksvið sitt í tengslum við þær
matsskýrslur sem um ræðir. Þá
fellst dómurinn ekki á að ráðuneytið
hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu
sinni né að fullnægjandi rök vanti í
úrskurð ráðuneytisins.
Dómurinn fellst ekki á önnur rök
íbúanna í málinu og þykja þeir ekki
geta sýnt fram á að úrskurður um-
hverfisráðherra standist ekki efnis-
lega né að hann sé andstæður lögum.
Úrskurður
ráðherra
stendur
Lagning Hallsvegar