Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 41
KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 41 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Þorrablót Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna hefur notið mikilla vinsælda frá því farið var að framleiða hann. Færst hefur í vöxt að íslenskir karlmenn óski að klæðast búningnum á tyllidögum, svo sem við útskriftir, giftingar, á 17. júní, þorrablót, við opinberar athafnir hérlendis og erlendis og við öll önnur hátíðleg tækifæri. Herradeild Laugavegi, sími 511 1718. Herradeild Kringlunni, sími 568 9017. P ó st se n d u m Hátíðarföt með vesti 100% ull skyrta, klútur og næla kr. 36.900 Allar stærðir til 46— 64 98—114 25— 28 UNDANFARNAR vikur hafa mynd- ir ekki tórað lengur á toppnum en eina helgi og sama er uppi á teningn- um nú. Unglingatryllirinn Darkness Falls fellur af toppnum eftir eina viku og víkur fyrir njósnatryllinum The Recruit sem skartar í aðalhlutverkum toppleikurum tveggja kynslóða, gamla brýninu Al Pacino og ný- stirninu Colin Farrell. Síðarnefndi er heitasta heitt þessa dagana, þykir í senn hæfileikaríkur og forkunnarfag- ur. Hann hefur og haldið slúðurdálka- höfundum rækilega við efnið síðustu misseri enda ku þessi 26 ára gamli Íri, sem steig fram á sjónarsviðið í stríðs- dramanu Tigerland og fór með stórt hlutverk í Minority Report, glaum- gosi hinn mesti. The Recruit er fyrsta toppmynd Disney í 3 mánuði en í henni leikur Pacino gamlan hausa- veiðara hjá CIA sem tekur að sér að þjálfa grænjaxlinn Farrell. Leikstjóri myndarinnar er Roger Donaldson sem síðast gerði Kúbúdeilumyndina Thirteen Days. Gagnrýnendur hafa ekki verið neitt alltof hrifnir, hafa tal- að um tómlegt innihald í fallegum um- búðum en hæla þó þeim Pacino og Farrell fyrir þeirra innlegg. Tvær aðrar myndir koma nýjar inn á listann og enduðu sem önnur og þriðja tekjuhæstu myndir helgarinn- ar. Final Destination 2 er unglinga- hrollvekja sem herjar á sama mark- hóp og toppmynd síðustu viku. Skýrir það trúlega helst fall hennar niður í fimmta sæti. Munaði reyndar mjóu að Final Destination 2 næði toppsætinu en hún fer betur af stað en forverinn sem halaði inn 10 milljónir dala sína fyrstu sýningarhelgi árið 2000. Í framhaldinu er þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið og krakkarnir halda áfram í baráttu sinni við Dauð- ann og voru gagnrýnendur vestra bara þokkalega sáttir og segja hana yfir meðallagi góða af unglingahroll- vekju að vera. Þriðja nýja myndin á lista er síðan Byker Boyz sem snýst um vélhjóla- samtök svartra töffara í Los Angeles og endar með æsilegu lokauppgjöri keppinautanna sem leiknir eru af Laurence Fishburne og Derek Luke. Rokkarinn Kid Rock leikur líka í myndinni sem gagnrýnendur keyrðu í klessu. Önnur tíðindi helgarinnar eru þau að Tveggja turna tal bætti 5 milljónum dala í kassann, er komin í 315 milljónir á 45 dögum og hefur þar með slegið við Föruneyti hringsins sem náði inn 312 milljónum dala á 116 dögum. Toppmyndirnar vestanhafs Pacino temur Farrell                                                                                               !   ! "#  $ % &            '()* '() '+)' ,)+ -)* -)' *)+ .), .)/ .)- '()* '() '+)' .*), )0 *+)- 0'*), .,)/ '*'), ..). Tíminn verður að leiða í ljós hvort Farrell verði nokkurn tímann eins voldugur og Pacino.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.