Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 13 ÞÝZKIR jafnaðarmenn sleiktu sárin í gær eftir að flokkur þeirra beið mik- inn ósigur í héraðsþingkosningum í sambandslöndunum Neðra-Saxlandi og Hessen á sunnudag. Í Neðra-Saxlandi, heimahéraði Gerhards Schröders, kanzlara og leiðtoga jafnaðarmannaflokksins SPD, beið flokkurinn afhroð; missti hátt í 15 prósentustig frá síðustu kosningum, úr 47,9% í rétt um 33%. Og í Hessen hrundi fylgið úr 39% í um 29%. Flokkur kristilegra demókrata, CDU, hrósaði sigri í báðum héruð- um, náði 47,8% í Neðra-Saxlandi og munu fulltrúar hans nú – í samstarfi við frjálsa demókrata – leysa héraðs- stjórnina í Hannover af hólmi (sem SPD hefur farið fyrir síðan 1990, á tímabili með hreinum meirihluta og fyrstu átta árin undir forystu Schröders). Í Hessen fékk CDU 48,8% og náði með því hreinum meirihuta á héraðsþinginu í Wies- baden – frjálsir demókratar, sem sátu með CDU í stjórn sam- bandslandsins síðastliðið kjörtímabil, sögðust strax eftir að úrslitin urðu ljós ætla að setjast á stjórnarand- stöðubekkinn. Skellur fyrir Gabriel Ósigurinn var sérstaklega sár fyrir Sigmar Gabriel, sem tók við forsætis- ráðherraembættinu í Neðra-Sax- landi árið 1999 og hefur stundum ver- ið nefndur „litli Schröder“ í fjölmiðlum, enda lengi náinn sam- herji kanzlarans núverandi og þykir temja sér svipaðan stíl sem stjórn- málaleiðtogi. Gabriel reyndi á loka- spretti kosningabaráttunnar að fá kjósendur til að láta ástandið í lands- málunum ekki stýra því hvað þeir kysu í héraðsþingkosningunum og skirrðist í þessum tilgangi ekki held- ur við að gagnrýna Schröder og ákvarðanir hinnar óvinsælu ríkis- stjórnar hans. Skattahækkanir og meint úrræðaleysi stjórnarinnar í at- vinnu- og efnahagsmálum hefur rýrt hana trausti margra kjósenda á und- anförnum mánuðum. En allt kom fyrir ekki. Samkvæmt könnun kosningasérfræðinga sem vitnað er til í fréttaskýringu á frétta- vef tímaritsins Der Spiegel játuðu um 45% kjósenda í Neðra-Saxlandi að ástandið í landsmálunum hefði ráðið mestu um það hvað þeir kusu, ekki héraðsmálefnin sem slík. Á um- mælum Gabriels frá því úrslitin lágu fyrir er þó ekki annað að skilja en að hann hyggist sækjast áfram eftir því að vera í framlínusveit jafnaðar- manna, að minnsta kosti í sínu heimahéraði. Nafn hans hafði annars áður verið nefnt í tengslum við vangaveltur um hugsanlegan fram- tíðarflokksleiðtoga og kanzlaraefni. Í Hessen, þar sem SPD hefur aldr- ei í sögu sambandslýðveldisins fengið jafnlítið fylgi og nú, axlaði héraðs- flokksforinginn Gerhard Bökel ábyrgð á óförunum og lýsti því yfir að hann drægi sig í hlé frá stjórnmálum. Hann lét þó ekki vera að geta þess að kjósendur hefðu látið landsmálin hafa áhrif á val sitt og varpaði þar með hluta ábyrgðarinnar á herðar kanzlarans og ríkisstjórnarinnar í Berlín. Yfirburðastaða CDU Kristilegir demókratar munu eftir þessa sigra nú ráða yfir sex atkvæð- um til viðbótar í Sambandsráðinu (Bundesrat), efri deild þýzka þjóð- þingsins þar sem fulltrúar stjórna sambandslandanna 16 eiga sæti, en flokkarnir sem eru í stjórnarand- stöðu við hina „rauð-grænu“ ríkis- stjórn Schröders – samsteypustjórn jafnaðarmanna og græningja sem naumlega hélt velli í kosningum til Sambandsþingsins, neðri deildar þýzka þingsins í haust sem leið – réðu þar þegar yfir öruggum meirihluta. Þar með verður það ekki umflúið fyr- ir ríkisstjórnina að leita nánara sam- starfs við kristilega demókrata um mikilvæg lagafrumvörp sem báðar deildir þingsins þurfa að samþykkja. Er þess jafnvel vænzt að þetta þýði að meiri líkur verði á því en áður að í gegnum þingið komist lagafrum- vörp sem feli í sér nægilega róttækar umbætur á sviði efnahagsmála til að gangverk þessa stærsta þjóðhag- kerfis Evrópu nái sér upp úr þeim öldudal sem það hvílir nú í. „Svikin loforð kanzlarans færðu okkur aukið fylgi,“ sagði Angela Merkel, formaður CDU um úrslitin, eftir því sem AFP greinir frá. „Þau eru viðbrögð við skipbroti stefnu þessarar ríkisstjórnar,“ sagði hún. Olaf Scholz, framkvæmdastjóri SPD, játaði ósigurinn en sagði flokk- inn ekki myndu láta þetta setja sig út af laginu. „Skilaboðin eru skýr, en við munum halda umbótastefnu okkar til streitu,“ sagði hann. Þýzkir jafnaðar- menn sleikja sárin Með ósigrunum í hér- aðsþingkosningum í Neðra-Saxlandi og Hessen um helgina veikist, að sögn Auðuns Arnórssonar, staða jafnaðarmanna verulega í heildarkerfi þýzkra stjórnmála. AP Sigurvegarar kristilegra demókrata í kosningunum um helgina. F.v.: Roland Koch, forsætisráðherra Hessen, Angela Merkel, flokksleiðtogi CDU, og Christian Wulff, tilvonandi forsætisráðherra Neðra-Saxlands. auar@mbl.is BJÖRGUNARMENN í Lagos í Nígeríu hófu í gær að fjarlægja múrbrot og ann- að brak úr þremur húsum sem sprungu á sunnudag og kostaði sprengjan a.m.k. 25 lífið. Ekki voru gasleiðslur í hús- unum og ýmiss konar orðrómur var á sveimi í gær, meðal annars um að geymt hefði verið sprengiefni í einu húsinu. Raddir heyrðust um hryðjuverk en ekkert var vitað með vissu í gær um orsök sprengingarinnar. Hún varð í mikilli verslunargötu í miðborg Lagos, sem er fjölmennasta borg Afríku. Banki og tvær fjögurra hæða bygg- ingar með verslunum og íbúðum ger- eyðilögðust. Aðstæður voru erfiðar, þröngar götur gerðu torvelt að koma að þungum vinnuvélum en notaðir voru kranar til að lyfta þyngstu steyp- ustykkjunum. Óttast var að fjöldi fólks hefði lent undir brakinu. Einn af ná- grönnunum, Celestine Obijiafor kaup- maður, sagði að engin leið hefði verið að koma því til hjálpar. „Fyrst voru kveinstafir fólksins háværir en smám saman fækkaði röddunum,“ sagði Obijiafor.Reuters Mannskæð sprenging í Lagos

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.