Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 19 UPPHAFSTÓNLEIKAR Myrkra músíkdaga voru haldnir í Listasafni Íslands sl. sunnudags- kvöld og hófust þeir á „antisinfóníu“ eftir Charles Ives, er hann samdi 1906 og er verkið tveir þættir, sá fyrri með yfirskriftina Umhugsun um alvarlegt mál eða ósvaraðri ei- lífðar spurningu en sá seinni ber yf- irskriftina Umhugsun um ekkert al- varlegt eða Central Park í dimmu á góðum og gömlum sumardegi. Tón- mál verkanna myndar sérstakar andstæður, þ.e.a.s. fyrsti kaflinn hef- ur tónalan bakgrunn en fronturinn er atónal og sá seinni er með atónal bakgrunn en lagbundinn front. Á tónleikunum var fyrri þátturinn leik- inn en í raun ætlaðist Ives til að tveir stjórnendur réðu ferðinni, óháðir hvor öðrum. Á þessu ári (1906) verð- ur Ives fyrir smáhjartaáfalli og er ráðlagt að taka sér hvíld frá störfum og má vera að það sé skýringin á þessari sérkennilegu „antisinfóníu“. Verkið var mjög vel flutt og er áhrifamikið í einfaldleika sínum en spurningin, sem ekkert svar er við, var leikin að tjaldabaki á trompet, af Eiríki Erni Pálssyni. Annað verkið á efnisskránni var Concordance (samhljóðan) eftir Sof- iu Gubaidulinu (1931) samið 1971 í hápunkti „experimentalismans“, skemmtilegt verk, sem var og mjög vel flutt, þar sem öll blæbrigðin voru svo ljós, svo sem sjá mætti hvernig þau voru hugsuð. Þriðja verkið á efnisskránni var kammerverk fyrir strengi, hörpu, pí- anó, selestu og slagverk, er nefnist Luce di Transizione (Ljós umbreyt- inganna), eftir Úlfar Inga Haralds- son, ungan tónsmið. Verkið er samið 1995 og frumflutt í Bandaríkjunum sama ár. Þetta er vel samið verk, nokkuð hefðbundið hvað snertir vinnuaðferðir og á köflum frekar ein- litt en þétt í tónskipan og í heild svo vel unnið, að ljóst er, að hér er á ferð- inni efnilegt og alvörugefið tónskáld, sem vænta má mikils af í framtíðinni. Lokaverk tónleikanna var ballett- tónlistin Næturgalinn eftir John Speight, tilþrifamikið verk um sam- nefnda sögu eftir H.C. Andersen. Söngur næturgalans (óbó) var einum of vafinn inn í tónmál verksins en hlutverk konungsins (selló) fékk sjálfstætt rými, eins konar kadens- ur, sem voru sérlega vel leiknar af Sigurði Bjarka Gunnarssyni. Hug- raun konungsins var og mjög fallega túlkuð í samleik lágraddahljóðfær- anna. Fuglasöngurinn var á köflum of vafinn inn í hljómsveitarleikinn, þótt víða mætti heyra einstaka fugla- söngslíkingar og þá helst í flautunni, frekar en í einleiksrödd óbósins, sem var í höndum Daða Kolbeinssonar. Í heild var flutningurinn mjög góður undir stjórn Bernharðs Wilk- inssonar en það sem best verður munað eru verk Ives og Gubaidulinu og einstaka augnablik, eins og kon- ungsharmurinn í Næturgalanum og þá ekki síst fyrir góðan leik Sigurðar Bjarka. Það sem best verður munað TÓNLIST Listasafn Íslands Kammersveit Reykjavíkur flutti verk eftir Ives, Gubaidulinu, Úlfar Inga Haraldsson og John Speight. Einleikarar: Sigurður Bjarki Gunnarsson og Daði Kolbeinsson. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Sunnudagurinn 2. febrúar. KAMMERTÓNLEIKAR Úlfar Ingi Haraldsson John Speight Jón Ásgeirsson NÝ tónleikaröð, Hádegisgestir, hef- ur göngu sína í Íslensku óperunni í dag kl. 12.15. Tvennir tónleikar verða nú á vormisseri með þessari yfirskrift. Tónleikarnir í dag bera yfirskriftina Bergmál tilfinninga – aríur frá Händel til Cilea. Flytj- endur eru þær Kristín R. Sigurð- ardóttir sópransöngkona og Ant- onía Hevesi píanóleikari. Á efnisskránni eru óperuaríur fyrir sópran sem spanna um tveggja og hálfrar aldar tímabil eða allt frá Händel (1685–1759) til Cilea (1866– 1950). Seinni tónleikarnir í hádeg- isgestaröðinni verða 15. apríl og bera þeir yfirskriftina Í ungversk- um anda – ungversk þjóðlög í út- setningum nútímatónskálda. Flytj- endur eru Ildikó Varga mezzósópr- ansöngkona og Antonía Hevesi píanóleikari. Tilgangurinn með hinni nýju tón- leikaröð er að koma til móts við söngvara sem vilja koma fram á fjölum Óperunnar, en Óperan mun einnig hafa frumkvæði að því að bjóða ungum söngvurum að koma fram í þessari tónleikaröð. Morgunblaðið/Þorkell Antonía Hevesi píanóleikari og Kristín R. Sigurðardóttir sópransöngkona. Hádegisgestir í Íslensku óperunni MUN ódýrara er fyrir Ólafsfirðinga að fara sund en Akureyringa, sam- kvæmt óformlegri verðkönnun Morgunblaðsins hjá nokkrum sund- stöðum í Eyjafirði. Þó er sundferð fyrir barn dýrust í Dalvíkurbyggð en ódýrust á Þelamörk. Á Akureyri er mun dýrara að stunda sund í Sundlaug Akureyrar en Glerárlaug, nema hvað árskort fullorðina kostar það sama. Glerárlaug býður upp á 30 miða afsláttarkort fullorðina en Sundlaug Akureyrar ekki. Hins vegar býður Sundlaug Akureyrar upp á þriggja mánaða kort á 7.000 krónur og sex mánaða kort er lang- ódýrast í Ólafsfirði, kostar 11.500 krónur. Í Sundlaug Dalvíkur er boð- ið upp á heilsárskort í líkamsrækt- ina og þá jafnframt í sund og kostar það 29.000 krónur. Elli- og örorku- lífeyrisþegar fá frítt í sund í Gler- árlaug og Sundlaug Ólafsfjarðar og einnig í Sundlaug Akureyrar og Sundlaug Dalvíkur, svo framarlega sem um heimamenn er að ræða. Ut- anbæjar elli- og örorkulífeyrisþegar greiða barnagjald í Sundlaug Ak- ureyrar og hálft gjald fullorðinna í Sundlaug Dalvíkur. Bæði í Sund- laug Akureyrar og Glerárlaug er boðið upp á afsláttarkort fyrir námsfólk en þó ekki sömu kortin. Einungis er um verðsamanburð að ræða í könnuninni en ekki lagt mat á gæði þjónustunnar. $ " " " "%"! " " "&  '  "!  % )"!   "* '  "+   ",            '  !-!. &/0       %             %              ' 12" "3     "  "              %  4                 &#" '  #  5 ()  * (   ()  ** ( *3 ) E )  0 -/&$**3 ) >   0 -"/     ' 62" "3     "          Ódýrast í sund fyrir börnin á Þelamörk Verðkönnun á sundstöðum í Eyjafirði Morgunblaðið/Kristján Sundferð kostar meira í Sundlaug Akureyrar en í Glerárlaug. VÍSINDAMENN við Cambridge- háskóla í Bretlandi hafa þróað cheddar-ost sem lækkar hlutfall LDL-kólesteróls í blóði, samkvæmt fréttavef BBC. Varan er kynnt undir formerkjunum „hollari valkostur en ostur“ og kemur í kjölfar jurtavið- bits og jógúrts með sömu eiginleika. Osturinn er gerður úr fitulausri kúa- mjólk og jurtaolíu. Hann lyktar og bragðast eins og hefðbundinn chedd- ar-ostur og lítur eins út, en inniheld- ur jurtasteról, sem varnar því að skaðlegt kólesteról safnist upp í lík- amanum. Fyrstu rannsóknir eru sagðar benda til þess að umræddur ostur geti lækkað kólesterólmagn í blóði um 20% á einungis þremur vikum. Nýi valkosturinn er framleiddur á sama hátt og hefðbundinn cheddar- ostur og er haft eftir ostasérfræðingi að hann sé nánast alveg eins og fyr- irmyndin. Nauðsynlegt fyrir líkamann en bara í hæfilegu magni Matvæli með háu hlutfalli mett- aðrar fitu, eins og til dæmis ostur, leiða til myndunar kólesteróls í lifur. „Kólesteról er nauðsynlegur þáttur í myndun hormóna, D-vítamíns, galls og frumuhimna. Mikið er um mett- aða fitu í nútímamatvælum og því framleiðir lifrin meira kólesteról en líkaminn þarf á að halda. Kólesteróli er skipt í tvo flokka; LDL, sem sest innan á æðaveggi, og HDL, sem ekki safnast fyrir í líkamanum. Æskilegt er fyrir heilsuna að halda magni LDL-kólesteróls í lágmarki og tryggja hærra hlutfall HDL, en þar hafa hollar matarvenjur mikið að segja,“ segir BBC. Hermt er að nægilegt sé að borða 65g af jurtafituostinum til þess að lækka kólesterólhlutfall í líkamanum um 10–13%. „Nýi valkosturinn er hugsaður fyrir þær tvær milljónir Breta sem hafa of hátt kólesteról í blóði. Þeir sem vilja huga að heils- unni geta nú valið um fituminna við- bit og trefjaríkt brauð og jógúrt sem lækkar kólesteról. Nú hafa ostaunn- endur sem þurfa að huga að heils- unni líka fengið eitthvað við sitt hæfi.“ Markaðshlutdeild hefðbundins cheddar-osts er 60% í Bretlandi. Ostur sem dregur úr kólesterólmynd- un framleiddur Cheddar-ostur kom á markað á Íslandi fyrir fáeinum árum. KOLSÝRÐ Fjallasúrmjólk, sem kynnt var á sýningunni Matur 2002 í Kópavogi í fyrravor og stóð til að færi í versl- anir, er enn á döfinni, að sögn Einars Matthías- sonar, markaðs- og þróun- arstjóra MS. Er mið- að við að súrmjólkin fari í verslanir á vormánuðum að hans sögn. Fjallasúrmjólkin er kol- sýrð, í ætt við súrmjólk sem var á boðstólum hérlendis fyrir talsvert löngu og marg- ir muna sjálfsagt. Hlaut hún góðar viðtökur á Mat 2002. „Nú er verið að leysa tæknileg vandamál sem komu upp við framleiðsluna,“ segir Einar, en súrmjólkin mun hafa skilið sig í umbúðunum og hlaupið í kekki þegar leið á geymsluþolið. „Við vorum ekki nógu ánægðir með þetta og vildum ná jafnari gæðum,“ segir hann. Einar kveðst telja að fyrr- greint vandamál við fram- leiðsluna sé nú leyst og því megi búast við að Fjallasúr- mjólk komi í verslanir með vorinu. Fyrst um sinn verður Fjallasúrmjólk sett á markað án bragðefna, það er hrein. Verður hún í fernum sem eru talsvert þéttari en aðrar mjólkurumbúðir. Fjallasúr- mjólk enn á döfinni DÖNSK landbúnaðaryfirvöld hafa varað við salmonellu í hundagotti, segir vefsíða DagensHandel. Salmonellubaktería mun hafa fundist í nagbeinum og svínseyrum sem seld voru sem hundasælgæti. Hermt er að framleiðendur og inn- flytjendur umræddrar vöru hafi tek- ið hana af markaði, en bakterían fannst í 10% þeirra sýnishorna sem tekin voru til athugunar. Salmonella í hundagotti ♦ ♦ ♦ LISTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.