Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 35 DAGBÓK Heimsferðir stórlækka verðið á ferðum til Ítalíu í sumar með beinu flugi sínu til Verona og Bologna og opna þér dyr að þessu mest heillandi landi Evrópu þar sem þú kynnist mörgu hinu fegursta í menningu, listum, matargerð, byggingarlist og náttúrufegurð sem heimurinn hefur að bjóða. Verona er í hjarta Ítalíu. Héðan eru stutt að ferðast í allar áttir og Veronaborg ein fegursta miðaldaborg heimsins. Rimini er ein fegursta ströndin við Adria-hafið og vinsælasti sumar- leyfisstaður Ítalíu. Glæsileg ströndin teygir sig kílómetrum saman eftir fallegri strandlengjunni og hér bjóða Heimsferðir glæsilegt úrval gististaða. Bókaðu strax og tryggðu þér fyrstu 300 sætin á ótrúlegu tilboðsverði Ítalía sumarið 2003 frá kr. 24.962 Við opnum þér leiðina til Ítalíu á ótrúlegu verði í sumar Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 24.962 Flugsæti m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, sjá verðskrá. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í stúdíóíbúð, Nautic, vika, 18. júní, með 8.000 kr. afslætti. Verona Ein fegursta borg Ítalíu og rómantískasta borg heimsins Aldrei meiri afsláttur 8.000 kr. afsláttur af ferðum í eftirtaldar brottfarir: 21. maí - 18. og 25. júní 2., 9. og 23. júlí 27. ágúst - 3. sept. Gildir af fyrstu 300 sætunum ef bókað er fyrir 15. mars. Verð kr. 49.950 Flug og gisting m.v. 2 í herbergi, Hotel Rosetta, 5 nætur. Garda Náttúrufegurð sem á ekki sinn líka. Hér bjóða Heimsferðir afbragðshótel í einum fegursta bænum við vatnið. Rimini Heimsferðir stórlækka verðið. Vinsælasti strandstaður Ítalíu. Hér bjóða Heimsferðir frábæra gistivalkosti og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða Verð kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 21. maí, Residence Nautic, vikuferð, með 8.000 kr. afslætti. Mundu Mastercard -ávísunina STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir mikilli orku og kímni en einnig heiðarleika. Þú hræðist ekki að láta skoðanir þínar í ljós. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Frá og með deginum í dag munu hæfileikar þínir til að vekja aðdáun annarra ná há- marki og endast í mánuð. Nýttu þér þetta til fullnustu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að ferðast þér til skemmtunar í dag eða í næsta mánuði. Hvaðeina sem viðkemur útgáfu, fjölmiðlum eða lögmálum mun batna til muna á þessum tíma. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Mikið ertu heppin(n)! Á næstu fjórum vikum munu streyma til þín gjafir og góðir hlutir. Þú gætir líka séð eitt- hvað af peningum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sambönd þín við nána vini og maka munu batna til muna frá og með deginum í dag. Þér reynist auðveldara að sýna þankagangi annarra umburðarlyndi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Starf þitt batnar til muna. Næsta mánuðinn munu sam- starfsfélagarnir sýna þér venju fremur mikinn stuðn- ing. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þrátt fyrir spennu eða ring- ulreið heima fyrir gæti ást- arlífið fengið byr undir báða vængi. Óvænt daður eða jafn- vel nýtt samband er innan seilingar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Næsta mánuðinn skaltu ígrunda á hvern hátt þú get- ur fegrað heimilið. Keyptu þér eitthvað alveg sérstakt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Við segjum þeim sem við um- göngumst daglega alltof sjaldan hversu vænt okkur þykir um þá. Leitaðu tæki- færi til að tjá væntumþykju þína til annarra á næstunni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur gaman af því að kaupa listmuni og fallega hluti. Á sama tíma eru góðar líkur á því að þú getir aukið tekjurnar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Næsta mánuðinn gefst þér tækifæri til að friðmælast við aðra. Þú gæti jafnvel gegnt hlutverki sáttasemjara í deil- um annarra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Núna finnst þér gott að vera í einrúmi á fögrum stað. Þar sem félagslífið er annasamt núna þarftu á því að halda að taka þér stund í næði til að hlaða batteríin. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú finnur til vingjarnlegheita gagnvart nánast hverjum sem er á næstunni. Að sjálf- sögðu mun fólk endurgjalda þér vinsemdina. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA KVÖLDVÍSA Hnígur hlýskjöldur, heimsljósið bjarta, seint á vesturvegu, hinztum lýstur heimingeisla yfir frjóvga fold. Döggvuð rís fyrir dásemd þinni rós af blómgum beð. Ljúf eru þau litaskipti hógvært heims um kvöld. Sit ég einn í ægisheimi og yfir löndin lít. Sofna taka nú sorgir mínar í eyglóar örmum. Benedikt Gröndal LJÓÐABROT FLEST af því sem heyrir undir litaríferð er þekkt og rannsakað, en þó koma allt- af annað slagið upp stöður sem leyna á sér. Bandaríski spilarinn Mark Feldman beitti til dæmis athygl- isverðu afbrigði af „milli- svíningu“ í laufslemmunni hér að neðan: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ Á4 ♥ G8 ♦ Á63 ♣DG10972 Vestur Austur ♠ G9876 ♠ KD1052 ♥ 932 ♥ D1064 ♦ KG7 ♦ D105 ♣54 ♣3 Suður ♠ 3 ♥ ÁK75 ♦ 9842 ♣ÁK86 Spilið kom upp á OK bridge á Netinu og Feld- man var í suður: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf Pass 2 lauf Dobl 2 hjörtu Pass 2 spaðar Dobl 3 tíglar Pass 4 tíglar Pass 5 lauf Pass 6 lauf Allir pass Sagnir eru svolítið skrítnar. Hækkun norðurs í tvö lauf var krafa og austur doblaði til úttektar með há- litina og síðan til útspils þegar norður sýndi styrk í spaða. Þessi áköfu afskipti af sögnum reyndust ekki vel í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi kom út spaði, sem var vont fyrir vörnina, og svo vissi Feldman af hjartalengd í austur, sem hafði afgerandi áhrif á íferðina í þann lit. En áður en lengra er haldið ætti les- andinn að reyna að finna leiðina að tólf slögum. Feldman tók á spaðaás og tvisvar tromp. Síðan spilaði hann smáu hjarta að G8 í borði og svínaði átt- unni. Austur drap með tíu og skipti yfir í tígul. Feld- man tók með ás og spilaði hjartagosa með því hug- arfari að láta hann rúlla yf- ir. Austur lagði drottn- inguna á gosann, en nía vesturs féll undir ÁK svo að sjöan varð tólfti slagurinn. Sannarlega óvenjuleg lit- aríferð. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be7 8. f3 Be6 9. Dd2 Dc7 10. g4 b5 11. O-O-O Rfd7 12. Rd5 Bxd5 13. exd5 Rb6 14. f4 R8d7 15. fxe5 Rxe5 16. Rd4 O-O 17. Rf5 Bf6 18. g5 Rbc4 19. Bxc4 Rxc4 20. gxf6 Rxd2 21. fxg7 Hfe8 22. Bd4 h6 23. Hxd2 Kh7 24. Hg1 Da5 25. Rxd6 He7 26. Rf5 Hee8 27. d6 Dxa2 28. b3 Had8 29. Bb2 Da5 30. d7 Hg8 Staðan kom upp á Skák- þingi Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu. Hafn- firðingurinn, Sigurbjörn Björnsson (2290), hefur tví- vegis unnið þetta mót ásamt öðr- um en aldrei get- að hampað titl- inum vegna búsetu sinnar. Að þessu sinni leiddi hann mótið framan af og í stöðunni gat hann með hvítu tryggt sér sigur gegn Bergsteini Einarssyni (2243). 31. Re7?? Hræðileg mistök þrátt fyrir að tímamörk- unum hafi verið náð. Hvít- ur gat mátað eftir 31. Hd6. 31...Dxd2+! lagleg drottn- ingarfórn sem snýr taflinu við. 32. Kxd2 Hxd7+ 33. Ke3 Hxe7+ 34. Kf3 f6 35. Kf4 Hgxg7 36. Hd1 Hg2 37. Hd6 Hxc2 38. Bxf6 Hf7 39. Kg3 a5 40. h4 Hcc7 41. Be5 Hcd7 42. Ha6 Hd5 43. Ba1 b4 44. Ha8 Kg6 45. Ha6+ Kh5 46. Bf6 Hd3+ 47. Kg2 Kg4 og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1.–6. Jón Viktor Gunnarsson, Stefán Krist- jánsson, Sigurbjörn Björnsson, Bragi Þorfinns- son, Björn Þorfinnsson, Bergsteinn Einarsson 8 v. 7. Magnús Örn Úlf- arsson 7½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ljósmynd/Sissa BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júní 2002 þau Lilja Kol- brún Bjarnadóttir og Hrafnkell Reynisson. SMÆLKI 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 4. febrúar, verður sextug Hulda Bryndís Hannibalds- dóttir, Flyðrugranda 20, Reykjavík. Af því tilefni taka hún og eiginmaður hennar, Ingvar Þórhallur Gunnarsson, á móti ætt- ingjum og vinum í sal Sjálfstæðisfélags Seltirn- inga, Austurströnd 3, Sel- tjarnarnesi, á afmælisdag- inn milli kl. 20 og 23. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík           Aðalsveitakeppni BR Þriðjudaginn 28. janúar byrjaði fyrsta kvöld af 5 í aðalsveitakeppni félagsins. 23 sveitir tóku þátt og spila 10 umferðir með Monrad fyrirkomu- lagi, tvo 16 spila leiki á kvöldi. Fyrstu 2 umferðirnar voru handahófsdregn- ar en síðan er raðað í 3. umferð eftir stöðunni í 1. og svo er raðað í 4. um- ferð eftir stöðuna í 2. umferð og svo kolli af kolli þangað til búið er að spila 10 umferðir. Staðan eftir 2 umferðir Tíminn og vatnið 49 Skeljungur 45 SUBARU-sveitin 44 Þrír frakkar 42 Orkuveita Reykjavíkur 41 Íslenskir aðalverktakar 38 Búnaðarbankinn 36 Guðmundur Sv. Hermannsson 36 Fyrir Tímann og vatnið spiluðu Guðjón Sigurjónsson, Þórður Björnsson, Kjartan Ásmundsson og Hlynur Garðarsson. Þeir fá sveitir ís- lenskra aðalverktaka og Skeljungs næsta þriðjudagskvöld og þá reynir á úr hverju þeir eru gerðir. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ mánud. 27. jan. 2003. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Eysteinn Einarsson – Magnús Oddsson 265 Jóhann M. Guðm. – Hjálmar Gíslason 238 Sigtryggur Erlendss. – Þórarinn Árnas. 235 Árangur A-V: Þórólfur Meyvantss. – Viggó Nordquist 281 Oddur Jónsson – Ægir Ferdinantsson 276 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 268 Tvímenningskeppni spiluð fimmtudaginn 30. janúar. Spilað á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Elín Jónsdóttir – Soffía Theódórsdóttir 247 Alda Hansen – Jón Lárusson 241 Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóf. 238 Árangur A-V: Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 295 Haukur Guðmundsson – Örn Sigfússon 234 Oddur Jónsson – Ægir Ferdinantsson 228 Gullsmárabrids Spilað var í Gullsmára 30. janúar og urðu úrslit þessi: NS Guðjón Ottóss. – Guðmundur Guðveigss. 249 Þórhildur Magnúsd. – Helga Helgad. 245 Jóna Kristinsdóttir – Sveinn Jensson 242 Sigryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 241 AV Björn Björnsson – Heiðar Þórðarson 258 Bragi Melax – Andrés Bertelsson 258 Haukur Bjarnas. – Sigurjón H. Sigurj. 242 Viðar Jónsson – Sigurþór Halldórsson 237 Aðalfundur Bridsdeildar FEBK í Gullsmára var haldinn sama dag. For- maður var kjörinn Guðmundur Páls- son. Aðrir í stjórn: Hannes Alfonsson, Viðar Jónsson, Þórdís Sólmundar- dóttir og Þorgerður Sigurgeirsdóttir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.