Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN 22 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ TALIÐ er að lágur en stöðugur flúorstyrkur í munnholi sé nauðsyn- legur til viðhalds heilbrigði tanna. Tannburstun með flúortannkremi að styrkleika 0.1% F-, tvisvar sinnum á dag, viðheldur lágmarksflúorstyrk í munnholi og er því afar áhrifamikill þáttur í daglegri vörn gegn tann- skemmdum, hjá öllum aldurshópum. Flúor tekur þátt í því viðgerðarferli sem stöðugt er í gangi við tannyfir- borð auk þess að hafa truflandi áhrif á starfsemi þeirra baktería sem valda tannátu. Verkunin er staðbundin á yfirborði tanna og varnandi áhrif þau sömu hjá öllum aldurshópum. Mikilvægt er að byrja að bursta tennur barna með hæfilegu magni flúortannkrems, um leið og fyrsta tönnin er sýnileg. Hæfilegt magn af flúortannkremi við hverja burstun er sem svarar ¼ af litlafingursnögl barnsins á aldrinum sex mánaða til tveggja ára. Eftir þann aldur er mið- að við að magnið sé svipað og litla- fingursnögl viðkomandi. Hafa ber í huga að börn kyngja stórum hluta tannkremsins sem upp í þau fer og því er mikilvægt að þau skammti sér það ekki sjálf og öruggast að geyma tannkremið þar sem þau ná ekki í það. Börn geta ekki burstað tennurn- ar sjálf fyrr en þau hafa náð átta til tíu ára aldri. Fyrr hafa þau ekki náð fullkomnu valdi á þeim fínhreyfing- um sem þarf til að geta burstað eins vel og nauðsynlegt er. Þó ekki sé lengur mælt með al- mennri notkun flúortaflna til varnar tannskemmdum hjá aldurshópnum 6 mánaða til 6 ára er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ákveðnir ein- staklingar/hópar sem hætt er við tannskemmdum þarfnast meiri flúor- verndar en flúortannburstun tvisvar á dag veitir. Hjá áhættubörnum und- ir 6 ára sem þarfnast flúorauka á töfluformi – er mjög mikilvægt að fylgja fyrirmælum tannlæknis um rétta notkun. Börn á aldrinum 6–15 ára eru að fá upp nýjar fullorðin- stennur þarfnast flúorauka í formi flúorlökkunar eða skolunar auk þess sem slæmar neysluvenjur kalla á aukna flúorvernd. Þeir sem eru í tannréttingameðferð þarfnast tíma- bundið stóraukinnar flúorverndar og þeir einstaklingar sem þjást af munn- þurrki sem oft fylgir hækkandi aldri og/eða í kjölfar sjúkdóma og lyfja- töku þarfnast sérstakrar flúorvernd- ar – á formi flúorlökkunar, flúorsog- taflna, flúormunnskols eða jafnvel flúortyggigúmmís – þar sem flúor- styrkur eykst við tygginguna – og munnvatnsframleiðslan að sama skapi. Að síðustu skal á það bent að einstaklingar sem eiga erfitt með munnhirðu um lengri eða skemmri tíma s.s. fatlaðaðir, sjúkir og aldraðir þarfnast flúorauka að staðaldri. Um flúor gildir það sama og um önnur efni og efnasambönd sem mannslíkamanum eru nauðsynleg, magnið þarf að vera hæfilegt. Gler- ungsmyndun fullorðinsframtanna er lokið þriggja til fjögurra ára en gler- ungsmyndun annarra fullorðin- stanna lýkur um sex til níu ára aldur. Á myndunarskeiði stafar glerungi fullorðinstanna ákveðin hætta af of mikilli daglegri flúorinntöku barna, sem fram getur komið sem útlits- breyting væntanlegra fullorðin- stanna sk. flúorflekkir. Vægasta form flúorflekkja lýsir sér sem hvítar/ mattar skellur eða línur í glerungs- yfirborði. Hverfandi líkur eru á áð- urnefndum aukaverkunum ef þess er gætt að börn innbyrði ekki meira en sem svarar 0,1 mg flúor /kg líkams- þunga á dag þ.a. 10 kg barni er mun hættara við ofskömmtun en 20 kg barni. Til glöggvunar skal þess getið að u.þ.b. 1 gr tannkrems (jafngildir 1,0 mgF-) þekur haus meðaltann- bursta. Flúor fyrir alla – unga eða aldna Eftir Hólmfríði Guðmundsdóttur „Gagnsemi flúors er ekki í réttu hlutfalli við magnið.“ Höfundur er tannlæknir og yfir- maður Miðstöðvar tannverndar. Í fyrri grein var fjallað um ágalla á þorskveiðiráðgjöf Hafró. Ýsan er svo saga út af fyrir sig. Í fyrra mældist ýsa, sem skv. mati Hafró dugði til 30 þús. tonna veiða. Öll mið reyndust yfirfull af ýsu svo að fiskimenn voru á sí- felldum flótta undan henni. Það fréttist af Grímseyingi, sem veiddi árskvótann sinn af ýsu í fyrsta róðri. Gamansamur maður setti þá saman ferskeytlu: Enginn kann víst á því skil, hvað eflir þennan draugafans. Ýsan, sem var ekki til finnst afturgengin norðanlands. Skv. fréttum mældist ýsan í ár tvöföld á við fyrra ár. Ýmsum þótti þetta yndislegur spádómur um það, sem þegar var orðið. Þetta hefði átt að duga til 60 þús. tonna afla. Úr leyndardómum Hafró kom hins vegar tillaga um 55 þús. tonn. Leikmanni, sem fylgist með álengdar, sýnist einboðið, að þessi staða gefi færi á að taka ýsuna út úr kvótasetningu, því að ólíklegt má telja, að þessi ýsa veiðist, eink- um eftir að búið er að njörva krók- aflamarksbátana í kvóta. Sama máli gegnir kannski um ufsann og steinbítinn, ef ekki flestar aðrar tegundir en þorsk, karfa og grá- lúðu. Frjálsar veiðar á þessum tegundum samhliða hæfilegum lokunum fyrir togveiðum og drag- nót mundi ekki ofgera þessum stofnum, en gerbreyta aðstöðu smærri einyrkja á smærri bátun- um. Þá næst kannski að veiða ýs- una eins og lagt er til. Leikmanninum er jafnljóst, að þetta verður ekki gert. Tilgang- urinn með þessum aukna ýsukvóta er ekki endilega að veiða meiri ýsu. Úthlutunin gefur stórútgerð- unum færi á að kreista leigu fyrir veiðiheimildir út úr smábátakörl- um, eða breyta ýsunni í grálúðu eða karfa með galdraformúlum fiskveiðistjórnarlaganna, þótt það sé allt umfram tillögur Hafró og ákvarðanir ráðherra. Er heil brú í því, sem verið er að gera? Hér hafa verið raktir nokkr- ir augljósir ágallar á fiskveiðiráð- gjöf Hafró og framkvæmd hennar. Það alvarlegasta er þó, að árang- urinn af öllu þessu brölti, sem í orði kveðnu á að vera til að byggja upp fiskistofnana er minni en eng- inn. Ætli vanti ekki 2–300 þús. tonn upp á árlegan botnfiskafla, sem fékkst af okkar miðum lengst af. Og það er kannski ljótt að rifja upp, að á áttunda áratugnum spáðu fiskifræðingar 500 þús. tonna jafnstöðuafla af þorski á ári, ef farið yrði að þeirra ráðum. Nú hefur nánast verið farið eftir þeirra ráðum í 11 eða 12 ár og þá telja þeir vera rösk 500 þús. tonn af þorski samtals á Íslandsmiðum. Það sem gert hefur verið hlýtur í einhverjum grundvallaratriðum að vera rangt. Útgerðin, fisk- vinnslan og útflutningsaðilar eru ár hvert að missa af einhvers stað- ar á bilinu tvö og fjögur hundruð þúsunda tonna af botnfiski, að heilmiklu leyti þorski, að verðmæti sem telur í tugum milljarða króna árlega. Af þessari fiskþurrð er allt fiskveiðistjórnarruglið sprottið og á henni þrífst það. Hvernig treyst- ist nokkur stjórnmálamaður til að bera ábyrgð á þessu? Enn um fisk- veiðiráðgjöfina Eftir Jón Sigurðsson Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. „Það sem gert hefur verið hlýtur í einhverjum grundvall- aratriðum að vera rangt.“ BARÁTTAN gegn eyðileggingu á stórfenglegri náttúru hálendis Ís- lands hefur aldrei verið öflugri og nú streyma til okkar stuðningsyfir- lýsingar frá náttúruverndarsamtök- um víða um heim. Samtök með millj- ónir félaga í yfir 100 löndum, sem skora á íslensk stjórnvöld að þyrma ósnortnum víðernum landsins. Það virðist hafa komið ráðamönn- um á óvart að troðfullt var út úr dyr- um á „Baráttufundi gegn Kára- hnjúkavirkjun“ í Borgarleikhúsinu þar sem minnst 1.600 manns, ungir sem aldnir, fylltu sal og anddyri og margir urðu frá að hverfa. Þeir urðu enn meira hissa þegar 1.100 manns mættu daginn eftir fyrir utan Ráð- hús Reykjavíkur til að mótmæla þátttöku Reykjavíkurborgar í þeirri glæfrafjárfestingu sem virkjunin er. Ungt fólk í hundraðatali hand- langaði um daginn vatn úr Tjörninni inn í Alþingisgarðinn í táknrænum mótmælum. Og þegar Kárahnjúka- virkjun kom aftur inn á borð hjá Al- þingi lét mikill mannfjöldi í sér heyra. Daginn þar á eftir efndu ung- menni svo til setuverkfalls í iðnaðar- ráðuneytinu. Fjölmiðlar tala um að fólk vakni seint. Hver ætli sé ástæðan fyrir því? Guðmundur Páll Ólafsson benti á í viðtali á Stöð 2 að upplýsingar um verðmæti og fegurð þess lands sem stendur til að fórna hafi borist seint og illa út í samfélagið. Hann átaldi fjölmiðla, ekki síst sjónvarps- stöðvarnar, fyrir að hafa brugðist upplýsingaskyldu sinni gagnvart al- menningi. Landsvirkjun hefur á síðustu ár- um eytt um 200 milljónum af al- mannafé í að reka áróður fyrir starf- semi sinni og hvert drottningarviðtalið rekur annað. Það væri gaman að vita hversu margir eru í fullri vinnu og á fullu kaupi hjá okkur landsmönnum við að selja okkur þessa vondu hug- mynd. Á sama tíma hafa náttúruvernd- arar með handafli og eigin fé lagt á sig ómælda vinnu við að koma á framfæri mikilvægum upplýsingum um þessi ískyggilegu áform. Lands- virkjun virðist á góðri leið með að verða sjálfstætt ríki með allt Ísland sem sinn einkakvóta. Þeir eru hissa á því að settur umhverfisráðherra skuli ekki leyfa þeim að búa til uppi- stöðulón í Þjórsárverum. Fyrirtækið hrósar sér af að geta útvegað kaup- endur að Íslandi. Eins og það sé ein- hver vandi? Það er enga stund gert að selja þetta land eins og það legg- ur sig og ég efast ekki um að við gætum fengið miklu meira fyrir það en það útsöluverð sem Alcoa er boð- ið. En svo úrræðalausa og örvænt- ingarfulla stjórn höfum við aldrei haft í landinu fyrr að hér hafi þurft að efna til útsölu. Okkur hefur oft boðist auðveldara líf, einhvern tíma bauðst þjóðinni í heild að flytjast til Danmerkur og gylliboð bárust á sín- um tíma frá Ameríku. En hér viljum við vera – ekki af því það er svo hlýtt, notalegt, ódýrt og auðvelt heldur af því að Ísland með sinni stórfenglegu náttúru gefur okkur sterka tilfinningu fyrir okkur sjálf- um. Og við getum ekki skaðað landið án þess að skaða um leið sjálfsmynd okkar. Þetta er spurning um lífsgildi en ekki krónur og aura. Við erum gæslumenn lands fyrir komandi kynslóðir og eigum ekki Ís- land ein. Náttúruverndarfólk alls staðar að úr heiminum er að fá þess- ar fréttir og sendir okkur ákall. World Wide Fund, sem telur á fimmtu milljón félaga í 100 löndum, Konunglega breska fuglaverndar- félagið í Skotlandi sendi hingað tals- mann með mótmæli 125.000 félaga sinna, Hollenska fuglaverndarfélag- ið sem telur 124.000 manns og Þýsku náttúruverndarsamtökin sem í eru um 400.000 félagar mótmæla harðlega. Þetta fólk furðar sig á skammsýni og fávisku íslenskra stjórnvalda. Þýsku náttúruverndar- samtökin benda á að þegar sé farið að kvisast út að hin græna ímynd Ís- lands eigi sér annan og grimman veruleika. Þetta stóriðjubrjálæði muni afmá okkur af óskalista ört vaxandi grænnar ferðamennsku ef svo fer fram sem horfir. Það er víst ekki hægt að eyðileggja landið með jarðýtum og sökkva náttúrugersem- um þess og selja um leið töfra þess undir slagorðinu „Hreint land – fag- urt land“. Umheimurinn er að vakna. Út- varpsstöðvar eins og BBC, hol- lenska útvarpið, sænskar og þýskar útvarpsstöðvar og tímarit og dag- blöð á borð við New York Times segja frá brambolti íslenskra stjórn- valda. Þá hefur heimsþekkt listafólk lagt lóð á vogarskálarnar. Alla leið frá Indlandi sendi rithöfundurinn Arundhati Roy stuðningsyfirlýsingu til baráttufólks á Íslandi. Roy hlaut Booker-verðlaun fyrir bók sína „Guð hins smáa“ og er jafnframt einn öfl- ugasti baráttumaður gegn risastífl- um á borð við Kárahnjúkavirkjun í heimalandi sínu. Tónlistarkonan þýska Nina Hagen sendi sömuleiðis beiðni um að þyrma hálendi Íslands. „Hvað get ég gert til að stöðva þessi fyrirhuguðu stórslys við Kára- hnjúka og í Þjórsárverum?“ spyrja margir. Svarið er einfalt: Sýndu hug þinn í verki. Á nýrri vefsíðu, www.halendid.is, er til dæmis hægt að skrifa undir áskorun til sjórn- valda. Orustan er alls ekki töpuð. Stöndum vörð, látum í okkur heyra. Munum að þögn er sama og sam- þykki. Áfram Ísland! Áfram Ísland Eftir Maríu Ellingsen „En svo úr- ræðalausa og örvænt- ingarfulla stjórn höfum við aldrei haft í landinu fyrr að hér hafi þurft að efna til útsölu.“ Höfundur er leikkona. Í FRÉTT Morgunblaðsins í dag um frumvarp dómsmálaráðherra um embættispróf í lögfræði er það haft eftir frumvarpinu, væntanlega athugasemdum með því, að sam- kvæmt núgildandi lögum [um lög- menn] sé það skilyrði sett, að sá sem sækir um réttindi til að vera héraðsdómslögmaður skuli hafa lokið embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands. Nú hafi fleiri há- skólar byrjað kennslu í lögfræði og þessvegna sé ástæða til þess að breyta þessu. Sé rétt eftir frumvarpinu haft, sem ég efa ekki, er frásögn frum- varpsins ónákvæm. Í 6. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998 er eitt skilyrða þess að fá réttindi til þess að vera héraðsdómslögmaður, að hafa „…lokið embættisprófi í lög- fræði við Háskóla Íslands“. Gæta verður að því, að í sömu lagagrein er sérstakt ákvæði, sem heimilar að leggja „…að jöfnu við próf það, sem um getur í 4. tölul. 1. mgr., sambærilegt próf frá öðrum há- skóla“. Þessi undanþága er háð því, að prófnefnd sem annast próf- raun þeirra lögfræðinga, sem óska þess að verða héraðsdómslög- menn, telji að umsækjandi hafi næga þekkingu á íslenzkum lög- um. Of langt mál yrði að rekja hér, hvaða kröfur er nauðsynlegt að gera til embættisprófs í lögfræði, en sé fyrirætlan dómsmálaráð- herra ekki sú að draga verulega úr þeim kröfum, sem lögmenn og dómarar þurfa að uppfylla, er frumvarp ráðherrans ónauðsyn- legt. Ónauðsynlegt frumvarp Eftir Jakob R. Möller Höfundur er hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. „…sé fyr- irætlan dómsmála- ráðherra ekki sú að draga verulega úr þeim kröfum, sem lögmenn og dómarar þurfa að uppfylla, er frumvarp ráðherrans ónauðsyn- legt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.