Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 33. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 mbl.is 20 hæða stórhýsi Mikil skrifstofubygging við Smáratorg Fasteignir B26 Algjör óskabyrjun Dagur Kári kominn heim eftir skrautlega viku Fólk 42 Guðmundur og gullið Landsliðsþjálfarinn í handknattleik lætur sig dreyma Íþróttir 36 GERHARD Schröder, kanzlari Þýzka- lands, lýsti því yfir í gær að hann og rík- isstjórn hans bæru „meginábyrgðina“ á miklum ósigrum Jafnaðarmannaflokksins, SPD, í kosningum í tveimur sambandslönd- um á sunnudag. „Þetta er einn bitrasti ósigur sem ég hef upplifað... Meginábyrgðin hvílir á ríkis- stjórn minni og sjálfum mér,“ sagði Schröd- er í fyrstu opinberu ummælum sínum um úrslit kosninganna í Hessen og heimahéraði hans, Neðra-Saxlandi. Hann tók skýrt fram að þetta þýddi ekki að hann væri á þeim buxunum að segja af sér og að í flokki hans væri heldur enginn sem legði það til. Oskar Lafontaine, fyrirrennari Schröd- ers á flokksleiðtogastóli SPD, sendi honum þó tóninn í grein í dagblaðinu Bild í gær og skrifar ófarirnar á sunnudaginn á „nýfrjáls- hyggjulega“ stefnu stjórnarinnar. Hvetur Lafontaine, sem sagði sig skyndilega úr rík- isstjórn Schröders þegar hálft ár var liðið af fyrra kjörtímabili hennar, til róttækrar stefnubreytingar í vinstriátt. Kanzlarinn hét því að slá hvergi slöku við því að hrinda í framkvæmd efnahagsum- bótaáætlun stjórnarinnar, aðallega að því er varðar velferðarkerfið og reglur á vinnu- markaði. Sagði hann stjórnina reiðubúna til samráðs og samstarfs við stjórnarandstöðu kristilegra demókrata til að vinna að frekari umbótaáformum. Hann vísaði hins vegar á bug vangavelt- um um að hann kynni að skoða þann kost að taka upp stjórnarsamstarf með kristilegum demókrötum. Reuters Gerhard Schröder kanzlari brúnaþungur á blaðamannafundi í Berlín í gær. Schröder axlar ábyrgð á ósigrum Berlín. AFP.  Þýzkir jafnaðarmenn/13 INDVERSK börn á bæn á götu í Kalkútta fyrir framan mynd af geimfaranum Kalpana Chawla sem lét lífið þegar geimferjan Kólumbía fórst. Chawla, sem var 41 árs, fæddist á Indlandi og varð þjóðhetja í landinu í nóvember 1997 er hún varð fyrst indverskra kvenna til að fara í geimferð. Hún fluttist til Bandaríkjanna á níunda áratugnum og bjó í Texas eftir að hafa numið geimferðaverkfræði. Hún var álitin reyndust geimfar- anna sjö sem fórust í Kólumbíu. Reuters Indverski geimfarinn syrgður  Náttúran finnur/14 FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Samson eignarhaldsfélag ehf. sé hæft til að fara með virkan eign- arhlut í Landsbanka Íslands hf. og veitt samþykki sitt fyrir því að fé- lagið eignist 45,8% hlutafjár í bankanum. Í umfjöllun Fjármálaeftirlitsins kemur m.a. fram að Samson hefur lýst yfir að félagið sé tilbúið að vinna að breytingum á innri reglum og umgjörð bankans í sam- ræmi við tillögur Fjármálaeftirlits- ins. Fór Fjármálaeftirlitið yfir starfsreglur bankaráðsins og segir í umfjöllun þess að þó þær teljist fullnægjandi miðað við núverandi aðstæður hafi Fjármálaeftirlitið sett fram hugmyndir um tilteknar breytingar sem miða að auknum skýrleika ásamt því að styrkja um- gjörð um viðskipti bankaráðs- manna og félaga þeim tengdum við bankann og takmarka aðgang bankaráðsmanna að upplýsingum um viðskiptamenn. „Meðal atriða sem Fjármálaeft- irlitið lagði til er að reglum banka- ráðs verði breytt á þann hátt að tryggt verði að upplýsingagjöf til bankaráðsmanna fari aðeins fram í gegnum bankaráð, að starfsmönn- um verði óheimilt að veita banka- ráðsmönnum upplýsingar um við- skiptamenn bankans, að vanhæfis- reglur í bankaráði verði styrktar og að upplýsingagjöf til bankaráðs um fyrirgreiðslu til venslaðra aðila verði víðtækari og taki ótvírætt til einstaklinga og fyrirtækja í nánum tengslum við bankaráðsmenn,“ segir m.a. í umfjöllun Fjármálaeft- irlitsins. Þá hefur Samson skuldbundið sig til að viðhalda tilteknu eigin- fjárhlutfalli og lýst yfir að félagið muni beita sér fyrir að fagaðilar, sem ekki eru eigendur að Samson, taki sæti í bankaráði. Í fyrstu muni einungis einn eigenda Samsonar sækjast eftir kjöri í bankaráð. Samson fær samþykki Fjármálaeftirlitsins  Ekki/24 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sendi í gær þinginu nýtt fjár- lagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir auknum útgjöldum til varnar- mála, skattalækkunum og metfjár- lagahalla. Í frumvarpinu er því spáð að fjár- lagahallinn verði 304 milljarðar dollara á fjárhagsárinu 2003, sem hófst 1. október sl., og 307 milljarð- ar á fjárhagsárinu 2004. Yrði það mesti fjárlagahalli í sögu Bandaríkj- anna í dollurum en þó ekki sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Samkvæmt frumvarpinu verður hallinn 2,8% og 2,7% af vergri þjóð- arframleiðslu á árunum 2003 og 2004 en hæst var þetta hlutfall um 6% árið 1992, í forsetatíð George Bush eldri, en þá var hallinn 290 milljarðar dollara. Herútgjöld aukin um 4,2% Bush vill auka útgjöldin til varn- armála um 15 milljarða dollara í 380 milljarða á árinu 2004, eða um 4,2%, en í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir kostnaðinum af hugsanlegu stríði í Írak. Herútgjöldin voru auk- in um 11% á yfirstandandi fjárhags- ári og Bush vill að þau verði aukin í nær 500 milljarða dollara fyrir lok áratugarins. Gert er ráð fyrir því að efnahags- ráðstafanir, sem miðast að því að hleypa nýjum þrótti í efnahagslíf Bandaríkjanna, einkum með afnámi skatta á arð af hlutabréfum, kosti 114 milljarða dollara árið 2004. Bush gerir ráð fyr- ir metfjárlagahalla Washington. AFP, AP. „VIÐ erum mjög ánægðir. Þetta er staðfesting á hæfni okkar og getu. Fjármálaeftirlitið hefur far- ið í gegnum ítarlega úttekt og við höfum hitt þá nokkrum sinnum. Þetta er góð niðurstaða fyrir okk- ur og við fögnum henni,“ segir Björgólfur Thor Björgólfsson, einn eigenda Samsonar. Hann segir eigendur Samsonar mjög sátta við þær aðgerðir sem lýst er í umfjöllun Fjármálaeftirlitsins. Þeir hafi verið virkir í að koma til móts við þessar hugmyndir og það sé af hinu góða í hlutafélagi að hafa skýrar innri reglur. Góð niðurstaða HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Berg- en í Noregi hafa samið við tólf veit- ingahús um að starfsmenn sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva borgarinnar fái 30% afslátt af bjór, að sögn Bergens- avisen í gær. Áfengis- og vímuvarnaráð borgar- innar er þó lítt hrifið af samningnum og ætlar að láta lögfræðinga sína kanna hvort hægt sé að ógilda hann. Bandalag norskra hjúkrunarfræðinga hefur einnig mótmælt samningnum og segir að þótt markmiðið sé að bæta starfsandann á vinnustöðunum sé ekki rétt að hvetja starfsfólkið til að drekka meira áfengi. Umdeildur bjórafsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.