Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 9 Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Stórútsalan í fullum gangi Engjateigi 5, sími 581 2141. Matseðill www.graennkostur.is 04/02-10/02 frá GRÆNUM KOSTI, Skólavörðustíg 8. Opið mánudaga-laugardaga kl. 11.30-21.00, sunnudaga kl. 13.00-21.00. Pantanir í síma 552 2028, skrifstofa 552 2607, fax 552 2607. Þri 4/2: Indverskar samósur & réttur í stíl m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Mið 5/1: Spánskur pottréttur m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fim 6/2: Spelt pasta & ferskt basilpestó með fleiru, fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fös 7/2: Kartöfluboltar í góðum félagsskap m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Helgin 8/2 og 9/2: Indónesík helgi. Mán 10/2: Spínatla la al alala lasagna o.fl. gott. Bankastræti 14, sími 552 1555 Mikið úrval af nýjum buxum og peysum Ú T S A L A 15% aukaafsláttur af öllum útsöluvörum Stærðir 36–54 (S-3XL) Opið virka daga frá kl. 10-18, og laugardaga kl. 10-14 Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán.-fös. kl. 10-18. Laugardag 10-14 Léttar dragtir • Gott verð Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 sérverslun. Sérhönnun st. 42-56 Fataprýði Vorlínan komin Hör-, bómullarjersey og prjónafatnaður Útsala - útsala Síðustu dagar Viðbótarafsláttur Ertu eitthvað súr? Drekktu frekar vatn eða mjólk í stað súrra drykkja www.tannheilsa.is undirfataverslun Síðumúla 3-5, s. 553 7355 Opið virka daga kl. 11-18 • laugardag kl. 11-15 ÚTSÖLULOK 8. febrúar Lagersala á sumarfatnaði 3.-8. febrúar Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 ELDUR kom upp í húsi sem er áfast húsnæði Fiskiðjunnar Skagfirðings í Grundarfirði í gærmorgun. Vinnsla var í gangi þegar einn starfsmanna fann reykjarlykt er átti uptök sín í skúr sem geymir gufuketil frystihúss- ins. Slökkviliðið kom fljótt á vettvang og slökkti eldinn sem kraumaði í þaki skúrsins í kringum ketilstrompinn. Rjúfa varð þakið til að kæfa allan eld en aðrar skemmdir voru óverulegar. Skúrinn er alveg sjálfstæð eining þannig að engra áhrifa gætir við vinnsluna sem þarna fer fram. Vinnsla hefði hinsvegar stöðvast hefði ketillinn sjálfur skemmst, að sögn Árna Halldórssonar rekstrarstjóra.Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Eldur í ketilhúsi Fiskiðjunnar LANDSVIRKJUN hefur auglýst eftir kvikmyndagerðarfólki til að gera heimildarmynd um uppbygg- ingu Kárahnjúkavirkjunar. Áform- að er að myndin lýsi byggingarferl- inu frá upphafi eiginlegra framkvæmda og þar til verkinu er lokið. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, er hugmyndin að velja 5–7 kvik- myndargerðarmenn úr þeim hópi sem svarar auglýsingunni sem síðan yrðu fengnir til að koma með hug- myndir og kostnaðarramma. Einn aðili yrði síðan valinn til kvikmynda- gerðarinnar en verkefnið kemur til með að standa allan þann tíma sem uppbyggingin varir, eða um 4–5 ár. „Við erum að óska eftir skemmti- legri sýn á verkið og að það verði sett fram í víðu samhengi. Þannig verði samfélagið skoðað, bæði á Austfjörðum og eins samfélagið við að byggja virkjunina, samspilið við umhverfið og náttúruna og svo mætti lengi telja.“ Hann segir til- ganginn margþættan. „Við erum fyrst og fremst að gæta þess að menn hafi heimildir um þessa mestu framkvæmd Íslandssögunnar. Þar að auki er þetta leið til að gera fólki fært að sjá, skilja og fylgjast með framkvæmdinni meðan á henni stendur.“ Þannig sé hugsanlegt að úr yrði röð heimildamynda sem yrðu sýndar, t.d. í sjónvarpi, einu sinni til tvisvar á ári eftir því sem framkvæmdinni vindur fram. Þá yrði hægt að nýta efnið til kynn- ingar, t.d. á heimasíðu fyrirtækis- ins. Þetta ekki í fyrsta sinn sem ráðist er í gerð slíkrar myndar að sögn Þorsteins. „Þetta var t.d. gert þegar Búrfellsvirkjun var byggð og það hafa verið framleiddar kvikmyndir af og til. Við óskuðum t.d. eftir til- boðum í kvikmyndagerð vegna byggingar Sultartangavirkjunar sem lauk árið 2000 og það myndefni var sýnt m.a. í sjónvarpi.“ Heimildarmynd um byggingu Kára- hnjúkavirkjunar JEPPLINGUR eyðilagðist í hörð- um árekstri við flutningabíl á Norðurlandsvegi við Víðihlíð í Vestur-Húnavatnssýslu upp úr há- degi í gær. Eldri karlmaður og kona sem voru í bílnum voru flutt með sjúkrabifreið á Hvammstanga en þau reyndust ekki alvarlega slösuð, kenndu sér þó eymsla hér og þar. Að sögn lögreglunnar á Blöndu- ósi voru báðir bílarnir á suðurleið. Jeppanum var beygt til vinstri í átt að Víðihlíð í þann mund sem flutn- ingabílnum var ekið fram úr og var áreksturinn harður. Ökumaður jeppans segist hafa gefið stefnuljós í tíma en ökumaður flutningabílsins kveðst ekki hafa séð merkjagjöfina. Lögregla segir að sólin hafi skinið í augu ökumanna og það hafi hugs- anlega átt sinn þátt í slysinu. Harður árekst- ur jepplings og flutningabíls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.