Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 17 Halldór Gunnarsson aðstoð- arskólastjóri í Glerárskóla verður framsögumaður á fræðslufundi Skólaþróunarsviðs kennaradeildar HA í dag, þriðjudaginn 4. febrúar en hann hefst kl. 16.15 í stofu 25 í Þing- vallastræti. Fjallar fyrirlesturinn um þróun innra mats í Glerárskóla og mun Halldór gera grein fyrir þróun innra mats í skólanum undanfarin þrjú ár. M.a. fjallar hann um gerð matsáætl- unar og framkvæmd hennar. Þá verður matstækið Glerverk kynnt og sýndir notkunarmöguleikar þess við sjálfsmat skóla. Í DAG TÖLUVERÐUR erill var hjá lög- reglu á Akureyri um helgina, eink- um vegna veðurs og ófærðar, en fjöl- margir þurftu aðstoðar við af þeim sökum. Ökumenn lentu í vandræð- um þar sem skilyrði til aksturs voru ekki upp á það besta í stórhríðinni og nutu margir aðstoðar lögreglu við að komast leiðar sinnar. Alls voru skráð níu óhöpp í umferðinni í vikunni og má rekja flest þeirra til hálku og erfiðra akstursskilyrða. Lögregla hafði afskipti af tveimur mönnum sem áttu í átökum í and- dyri veitingastaðar í bænum, en í ljós kom, þegar þeir höfðu verið skildir að, að óvissa ríkti um upptök átakanna. Einna helst datt mönn- unum í hug að þau ættu rætur að rekja til þess að þeir væru hvor úr sínu þorpinu fyrir vestan. Féllust þeir á að slíkt ætti engan veginn við að því er fram kemur í dagbók lög- reglunnar. Síðdegis á laugardag var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna slags- mála í tilteknu húsi í bænum, en hringt var um neyðarlínu og beiðnin ítrekuð í símtali til lögreglu skömmu síðar. Í ljós kom að um gabb var að ræða og voru viðkomandi kærðir fyrir tiltækið. Morgunblaðið/Kristján Vetur konungur minnti á sig á Akureyri á sunnudag og þar er nú mjög vetrarlegt um að litast. Erill vegna veðurs og ófærðar TIL stendur að rífa Sverrisbryggju á Akureyri á þessu ári og byggja aðra bryggju í staðinn á svipuðum stað. Sverrisbryggja er gömul tré- bryggja, sunnan við Tangabryggju, sem orðin er mjög lúin og varasöm. Hún hefur verið notuð í tengslum við starfsemi gömlu fóðurvöru- deildar KEA og nú Bústólpa. Tangabryggja var tekin í notkun síðla árs 1993 en hún er 70 metra löng og hefur verið notuð fyrir stærri skip. Tangabryggja og Sverrisbryggja liggja saman en Sverrisbryggja liggur neðar og skagar auk þess lengra út í sjó. Hörður Blöndal, hafnarstjóri Hafnasamlags Norð- urlands, sagði að í stað Sverris- bryggju væri hugmyndin að byggja styttri og léttari bryggju í línu við Tangabryggju en þó yrði bil á milli þeirra. „Við erum að tala þarna um 40 metra langa bryggju, sem kæmi um 20–30 metrum sunnan Tanga- bryggju.“ Saman væri m.a. hægt að nýta þessar tvær bryggjur fyrir skemmtiferðaskip. Hörður sagði að komum skemmtiferðaskipa væri að fjölga og að hér væru jafnvel tvö skip sama daginn. Ný löndunarbryggja í Krossanesi Þá er unnið að dýpkun í Krossa- nesi, þar sem byggð verður ný löndunarbryggja fyrir Krossanes- verksmiðjuna. Þar er nú gömul trébryggja en í stað hennar verður byggð ný 80 metra stálþilsbryggja með steyptri þekju. Nýja löndunar- bryggjan verður aðeins sunnar en sú gamla og slitin frá olíubryggj- unni sem þar er. Hörður sagði ráð- gert að dýpka niður á 10 metra við nýju bryggjuna og síðan yrði stál- þilið rekið niður næsta sumar og haust. Á næsta ári verður svo þekj- an steypt. Kostnaður við dýpk- unina og fráganginn á stálþilinu í Krossanesi er áætlaður um 80 milljónir króna. Einnig er stefnt að því í sumar að ljúka framkvæmdum við vest- urkant Fiskihafnarinnar en þar á eftir að steypa þekju að hluta. Morgunblaðið/Kristján Kristján Jónsson, starfsmaður Bústólpa, á Sverrisbryggju sem orðin er mjög lúin og varasamt er að fara með þung tæki um. Ný bryggja byggð í stað Sverrisbryggju NÝR sjónvarpssendir auk öflugs dreifikerfis á vegum Stöðvar 1 fyrir Akureyri og nágrenni hefur verið tekinn í notkun og standa tilraunaút- sendingar nú yfir. Hægt er að stilla inn á merki stöðvarinnar á mynd- lykla eða beint í viðtækið á uhf-tíðni, 21,471,25 mhz. Gerður hefur verið samningur við heimamenn um að annast dagskrár- gerð og verður dagskrá Stöðvar 1 því sniðin að þörfum íbúa á svæðinu, auk þess sem boðið verður upp á hefðbundna dagskrá sem send verð- ur út um svipað leyti á dreifikerfi stöðvarinnar við Faxaflóa. „Þetta er gert til að koma til móts við byggð- arlög á landsbyggðinni með dagskrá sem endurspeglar púlsinn í viðkom- andi bæjarfélagi,“ segir í frétt frá Stöð 1 og að sú fyrirmynd sé sótt til útlanda. Ráðgert er að sýna kvikmyndir öll kvöld, auk þess að starfrækja SMS- gagnvirkt sjónvarp fyrir yngri kyn- slóðina. Öflugur sjónvarps- sendir fyrir Stöð 1 tekinn í notkun Tilraunaút- sendingar hafnar MEIRIHLUTI bæjarráðs Akureyr- ar samþykkti á síðasta fundi sínum að gera ekki athugasemd við að leyfi til útleigu á einkasal í Verkmennta- skólanum á Akureyri verði veitt að uppfylltum lögboðnum skilyrðum. Einn bæjarfulltrúi, Oddur Helgi Halldórsson, L-lista, bókaði að hann væri andvígur umsögn bæjarráðs. Hjalti Jón Sveinsson, skólameist- ari VMA, sagði að síðastliðið haust hefði ný bygging verið tekin í notkun við skólann og í henni væri salur með góðri aðstöðu. „Við vildum að fleiri fengju að njóta þessarar aðstöðu,“ sagði Hjalti Jón. Hann sagði mikið um fundi og ráðstefnuhald við skól- ann og menn hefðu viljað hafa það svigrúm að geta boðið upp á veit- ingar í tengslum við það. Samtök ferðaþjónustunnar gagn- rýna í fréttabréfi sínu sem birt er á vefsíðu samtakanna að skólinn sé farinn að leigja út húsnæði án þess að hafa til þess leyfi og þannig hafi skólinn staðið fyrir ólöglegri veit- inga- og áfengissölu. Hjalti Jón sagði þetta misskilning. Öll tilskilin leyfi væru nú fyrir hendi. VMA leigir út sal undir samkomur Viljum að fleiri fái notið góðr- ar aðstöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.