Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 21
Hjá Lárusi lék Rúrik á þessum fyrstu árum sínum m.a. Jón Proctor í Í deiglunni eftir Arthur Miller en hjá Indriða drykkfellda lögmanninn Ed Dewery í Fædd í gær og Dr. Knock í samnefndu leikriti Jules Romains svo eitt- hvað sé nefnt. Yngri leikstjórar sem tóku við af þeim Indriða og Lárusi báru ekki minna traust til Rúriks, og hér eru auðvitað engin tök að telja öll þau hlutverk sem Rúrik skilaði með sæmd og ekki hafa gleymst þeirri kynslóð sem naut. Þó verður að stikla á mjög stóru til að gefa hugmynd um vænghaf leikarans. Hann var pró- fessor Higgins í söngleiknum My Fair Lady 1963 og áratug síðar Billy Jack í Táningaást eftir Ernst Bruun Olsen, og geislaði af fjörleik. Hann var kostulegur Malvólió í Þrettándakvöldi og hafði trúi ég mestar mætur á Shakespeare allra höfunda. Það fór því vel á að einn frægasti sig- ur hans á öllum þeim hinum langa listferli var sem Lér konungur í rómaðri en umdeildri sýningu 1976. Hann lék rithöfundinn í sviðsetningu Arthurs Millers á samlífi sínu með Marlyn Monroe í Eftir syndafallið, Sólnes bygging- armeistara, Stokkmann bæjarfóg- eta og Rank lækni hjá Ibsen, föð- urinn í snilldarverki Eugene O’Neills Löng dagleið inn í nótt og sýndi þar naktari og dýpri leik en maður á nú að venjast á ís- lensku leiksviði. Nokkur hlutverk í íslenskum leikritum ber að nefna Feilan Ó. Feilan í Silfurtúngli Laxness, Jón biskup Arason í frumflutningi á leik Matthíasar Jochumssonar, og síðar m.a. Al- bjart í Syni skóarans og dóttur bakarans eftir Jökul Jakobsson og Einar í Snjó eftir Kjartan Ragn- arsson. Þannig mætti lengi telja og myndi ekki endast blaðsíðan. Allt það sem hér hefur verið tí- undað eru erfið burðarhlutverk, en Rúrik brá einnig upp skörpum og eftirminnilegum mannlýsingum í smáum hlutverkum og sannaðist þar hið fornkveðna að stærð leik- ara og hlutverka þarf ekki að fara saman. Sem dæmi má nefna Álfa- kónginn í Sögu úr Vínarskógi eftir Horváth, meistaralega meitluð túlkun. Eitt frægasta hlutverk Rúriks var Victor í Gjaldinu eftir Arthur Miller 1970, en fyrir þá hógværu en hnitmiðuðu frammi- stöðu fékk Rúrik Silfurlampann, verðlaun leikrýna. Við starf Rúriks í leikhúsinu bættist að hann var í öll þessi ár einn eftirsóttasti leikari landsins í útvarpsleikhúsinu. Þar geymast býsna mörg góð dæmi um list hans. Sama má segja um kvik- myndir og sjónvarp, eftir að kveða fór að því hér á landi; þar kom Rú- rik einnig nokkrum sinnum við með ógleymalegum hætti. Síðasta hlutverk hans var einmitt í kvik- mynd, Stella í framboði, nokkrum mánuðum áður en hann lést. Ég starfaði með Rúrik Haralds- syni áratugum saman sem leik- stjóri og leikhússtjóri. Þar taldi ég mig hafa verið þiggjanda. Rúrik var einstaklega hlýr og elskulegur samstarfsmaður, óáreitinn og ekki afskiptasamur um það sem ekki lá á hans borði. Það orð liggur á okk- ur leikhúsfólki að við séum ekki nógu umtalsfróm í garð hvers ann- ars. Ekki á það við um alla að minnsta kosti, og aldrei heyrði ég Rúrik hallmæla nokkrum manni. Þó að mikið hvíldi jafnan á herðum hans, lét hann streitu aldrei taka völdin, en vann sín störf með ör- látu jafnaðargeði. En skaplaus var hann auðvitað ekki og sýndi það náttúrulega á leiksviðinu. Viðfangsefni hans voru jafnt göfugmenni sem skúrkar, fá- bjánar sem greindarmenn, og hann var einn af fáum íslenskum leik- urum sem lét vel að túlka vits- munaverur eða þá manngerð sem kölluð er intellektúel. Hann hafði létta og ísmeygilega kímnigáfu, en gat líka gefið í á gamansviðinu með groddahúmor eins og í Ítalska stráhattinum eftir Labice. Minn- isstæðastur er hann mér þó þegar hann lýsti mönnum í sálarnauð, oft flóknum persónuleikum sem stóðu berskjaldaðar gegn öldum lífsins og gerðu sér ljóst að hvergi var fleka að finna. Þær nístingstúlk- anir færðu menn nær því að skilja mannskepnuna í öllum sínum fjöl- breytileika, tign og umkomuleysi. Hin glæsilega eiginkona Rúriks, Anna Sæbjörnsdóttir, lést fyrir nokkrum árum. Nú er hann sjálfur allur, þessi mikilhæfi listamaður og góði drengur. Honum fylgir blessun og þökk. Sveinn Einarsson. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 21 SKÁKÞINGI Reykjavíkur lauk um helgina og urðu sex skákmenn efstir og jafnir og þurfa að tefla aukakeppni um tit- ilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2003. Það má e. t. v. segja að þetta hafi verið viðeigandi endir á óvenju spennandi móti. Líklegt er að teflt verði til úrslita í mars. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1.–6. Jón Viktor Gunnarsson, Stefán Kristjánsson, Sigurbjörn Björnsson, Bragi Þorfinnsson, Björn Þorfinnsson, Bergsteinn Einarsson 8 v. 7. Magnús Örn Úlfarsson 7½ v. 8.–12. Sævar Bjarnason, Sig- urður Páll Steindórsson, Guðni Stefán Pétursson, Dagur Arn- grímsson, Eiríkur Björnsson 7 v. 13.–18. Þorvarður Fannar Ólafsson, Björn Þorsteinsson, Ingvar Þór Jóhannesson, Guð- mundur Kjartansson, Ögmundur Kristinsson, Skúli Haukur Sig- urðarson 6½ v. 19.–26. Haraldur Baldursson, Helgi E. Jónatansson, Atli Ant- onsson, Sverrir Örn Björnsson, Sigurjón Friðþjófsson, Guðjón Heiðar Valgarðsson, Hilmar Þor- steinsson, Ólafur Kjartansson 6 v. 27.–32. Jónas Jónasson, Hall- dór Pálsson, Gísli Gunnlaugsson, Anna Björg Þorgrímsdóttir, Ósk- ar Haraldsson, Jón Einar Karls- son 5½ v. o.s.frv. Stjórn Taflfélags Reykjavíkur, sem hefur með höndum fram- kvæmd þessa móts, ákvað fyrir mótið að félagar í reykvískum taflfélögum gætu orðið Reykja- víkurmeistarar, óháð búsetu. Þetta kemur Sigurbirni Björns- syni til góða, en hann er nú í efsta sæti á Skákþingi Reykja- víkur í þriðja sinn. Í fyrri skiptin kom búseta hans í Hafnarfirði í veg fyrir að hann ætti möguleika á titlinum. Hann er nú félagi í Taflfélaginu Helli og fær þar með að keppa um titilinn. Framkvæmd mótsins tókst vel, þótt nokkrar deilur yrðu um röð- un í síðustu umferð. Þær leiddu til þess, að alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason sagði sig úr Taflfélagi Reykjavíkur. Beinar lýsingar frá mótinu, sem voru í umsjón Snorra Bergssonar og Benedikts Jónassonar, voru nýj- ung sem féll í góðan jarðveg og vonandi verður framhald á slíku í komandi mótum. Alls voru keppendur á mótinu 58. Skákstjóri var Ólafur H. Ólafsson. Glæsileg skák með sorglegan endi Eftirfarandi skák vakti mikla athygli á Skákþingi Reykjavíkur. Hvítur teflir glæsilega og fórnar drottningunni fyrir frumkvæði. En þegar ekkert er eftir nema setja punktinn yfir i-ið á meist- araverkinu misstígur hvítur sig og tapar. Hvítt: Sigurbjörn J. Björnsson Svart: Bergsteinn Einarsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be7 8. f3 Be6 9. Dd2 Dc7 10. g4 b5 Nýr leikur. Þekkt er 10 … Rbd7 11. Rd5 Bxd5 12. exd5 Rb6 13. Bxb6 Dxb6 14. h4 Rd7 15. 0– 0–0 0–0–0 16. Kb1 Kb8 17. Ra5 Hhf8 18. Rc4 Dc7 19. Re3 g6, með góðri stöðu fyrir svart Turczynowicz-Smiechowska, Konin 1990. 11. 0–0–0 Rfd7 12. Rd5 Bxd5 13. exd5 Rb6 14. f4 R8d7 15. fxe5 Rxe5 16. Rd4 0–0 Betra virðist að leika 16 … Rbc4 17. Bxc4 Dxc418. Rf5 Dxa2 19. Db4 g6 20. Rg7+ (20. Rxe7 Rc4 21. c3 Kxe7 22. Bg5+ Kd7 23. Hhe1 Hhe8) 20 … Kd7 21. Bh6 Hhg8 22. Hhf1 Hxg7 23. Da3 Dxa3 24. bxa3 Hgg8 o.s.frv. 17. Rf5 Bf6 Eftir 17 … Rbc4 18. Bxc4 Rxc4 19. Dc3 Bf6 20. Bd4 b4!? 21. Dxb4 (21. Dd3 Be5 22. Hhe1 Hac8, jafnt) 21. -- Bg5+ 22. Kb1 Hab8 23. Dc3 Hxb2+ 24. Ka1 Hb7 25. Hhe1 Re5 26. Rxd6 vinnur hvítur peð. 18. g5 Rbc4 19. Bxc4 Rxc4 20. gxf6!! -- Glæsilega teflt! 20. -- Rxd2 21. fxg7 Hfe8 Hvítur vinnur, eftir 21 … Rb3+ 22. axb3 Hfc8 (22 … Hfe8 23. Rh6+ Kxg7 24. Hhg1+ Kf8 25. Hdf1) 23. Hd2 Da5 24. Rh6+ Kxg7 25. Hg1+ Kf8 26. Hf2 Da1+ 27. Kd2 Dxg1 28. Hxf7+ Ke8 29. Bxg1 o.s.frv. Önnur leið er 21 … Hfc8 22. Hxd2 h5 23. Hg1 Dc4 24. Bd4 Dxa2 25. Hdg2 Dc4 26. b3 Dc7 27. Rh6+ Kh7 28. g8D+ Hxg8 29. Rxg8 Da5 30. Rf6+ Kh8 (30 … Kh6 31. Be3+ mát) 31. Hg8+ Hxg8 32. Hxg8+ mát. Ef 21. -- Rf3 22. Hhg1 Rxg1 23. Hxg1 h5 24. gxf8D+ Kxf8 25. Bh6+ Ke8 26. He1+ (26. Hg8+ Kd7 27. Hxa8 Db7 28. Hg8 Dxd5 ekki alveg ljóst) 26. -- Kd8 27. Bg5+ Kc8 28. He8+ Kb7 29. He7 o.s.frv. 22. Bd4! h6 Ekki 22. -- Rf3 23. Rh6+ mát. 23. Hxd2 Kh7 24. Hg1 Da5 25. Rxd6 -- Einfaldast virðist að leika 25. c3!, t.d. 25. -- Dxa2 26. Hdg2 Hg8 27. Hg3 Dxd5 28. Rxh6 Dh5 29. Rg4 Dg5+ 30. Be3 Hxg7 31. Hh3+ Kg6 (31 … Kg8 32. Bxg5 Hxg5 33. Rh6+ Kf8 34. Hxg5) 32. Bxg5 Kxg5 33. Rh6+ Kf6 34. Hf3+, ásamt 35. Hxg7 o.s.frv. 25 … He7 Eða 25 … Dxa2 26. Hdg2 Hg8 (26 … Kg8 27. Rxf7 Kxf7 28. g8D+ Hxg8 29. Hf2+ Ke7 30. Bc5+ Kd7 31. Hf7+ Ke8 32. He7+ Kf8 (32 … Kd8 33. Hxg8+ mát) 33. Hf1+ mát) 27. Re4, ásamt 28. Rf6+. 26. Rf5 Hee8?! Svartur er í mjög erfirði stöðu og ekki bætir tímahrakið aðstöðu hans. Eftir 26 … He4 átti hann varla mikla von um að lifa æv- intýrið af, t. d. 27. a3 Hg8 28. c3 b4 29. axb4 Da1+ 30. Kc2 He1 31. Hxe1 Dxe1 32. Rg3 De7 33. He2, ásamt 34. Re4 og Rf6+ síð- ar. 27. d6 Dxa2 28. b3 Had8 29. Bb2 Da5 30. d7 Hg8 Eða 30 … He6 31. g8D+ Hxg8 32. Hxg8 He1+ 33. Hd1 Hxd1+ 34. Kxd1 Kxg8 35. Bf6 Kh7 36. d8D og hvítur vinnur. 31. Re7?? -- Grátlegur afleikur, í fyrsta leik, eftir að tímamörkunum er náð. Eftir 31. Hd6! er engin vörn við hótuninni 32. Hxh6+, sem leiðir til máts. Nú snýr svartur taflinu við og vinnur örugglega. 31 … Dxd2+! 32. Kxd2 Hxd7+–+ 33. Ke3 Hxe7+ 34. Kf3 f6 35. Kf4 Hgxg7 36. Hd1 Hg2 37. Hd6 Hxc2 38. Bxf6 Hf7 39. Kg3 a5 40. h4 Hcc7 41. Be5 Hcd7 42. Ha6 Hd5 43. Ba1 b4 44. Ha8 Kg6 45. Ha6+ Kh5 46. Bf6 Hd3+ 47. Kg2 Kg4 og hvítur gafst upp. Jafntefli í fjórðu skák Kasp- arovs gegn Deep Junior Kasparov náði jafntefli í fjórðu einvígisskákinni gegn Deep Juni- or í New York. Hann beitti upp- stillingu, sem þótti vænleg til ár- angurs gegn skákforritum fyrir svo sem 20 árum. Breski skák- meistarinn David Levy beitti á sínum tíma svipuðum byrjunum með góðum árangri í frægum veðmálum um það hvort skák- forrit gæti sigrað hann. And- stæðingar hans voru Chess 4 og Cray Blitz. Frá þeim tíma hafa forritarar hins vegar fundið leið- ir til að láta forritin tefla af meiri skynsemi í slíkum stöðum og því eru þær ekki lengur eins væn- legar til árangurs gegn þeim. Ólíklegt verður að teljast að Kasparov beiti sömu byrjun í lokaskákinni, en tvær skákir eru eftir í einvíginu. Hraðskákmót Reykjavíkur Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram miðvikudaginn 5. febrúar. Mótið hefst kl. 20. Teflt verður í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Allir velkomnir! Sex efstir og jafnir á Skákþingi Reykjavíkur SKÁK Taflfélag Reykjavíkur 12. jan. – 2. feb. 2003 SKÁKÞING REYKJAVÍKUR Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Stefán Kristjánsson varð efstur á Skákþingi Reykjavíkur ásamt fimm öðrum A VERY Present Help in Trouble er titill enskrar útgáfu á sjálfs- ævisögu Jóns Steingrímssonar eld- klerks sem Peter Lang-forlagið í Bandaríkjun- um hefur gefið út í þýðingu Michaels Fells. Káp- una prýðir mynd af mál- verki Jó- hannesar Geirs frá 1993 af Heklueldum. Sjálfsævisaga Jóns Steingrímssonar er fyrsta ís- lenska sjálfsævisagan og síra Jón ritaði hana síðustu ár ævi sinnar en hann lést 1791, 63 ára að aldri. Fyrsta útgáfa hennar kom út 1916 og hefur síðan reynst merk heim- ild um trúarlíf og íslenskt sam- félag á 18. öld, en er jafnframt ein- staklega opinská og einlæg lýsing merks kennimanns á lífshlaupi sínu á einu erfiðasta skeiði sem ís- lenska þjóðin gekk í gegnum fyrr á öldum; Skaftáreldum og Móðu- harðindunum sem fylgdu í kjölfar- ið, með skepnufelli og hungurs- neyð. Jón Steingrímsson, sóknarprestur á Kirkjubæjar- klaustri, hlaut viðurnefnið eld- klerkur er hann hélt sína frægu eldmessu 20. júlí 1783 og segir sagan að hraunið hafi stöðvast meðan á messunni stóð. Þýðandinn Michael Fell var pró- fessor í stærðfræði við Háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Auk greina og fræðibóka um hreina stærðfræði hefur hann gef- ið út tvær bækur í enskri þýðingu um kristni á Íslandi; Whom Wind and Waves obey (Peter Lang 1998) er þýðing á predikunum séra Jóns Vídalíns og And some fell into goood Soil: A History of Christianity in Iceland er saga kristni á Íslandi (Peter Lang 1999). Bókina prýðir fjöldi ljósmynda og teikninga auk málverks Jó- hannesar Geirs af Skagafirði, fæð- ingarstað síra Jóns Steingrímsson- ar. Bókin er 401 bls. með inngangi þýðanda, formála síra Jóns og nafnaskrá. Ævisaga Jóns Stein- grímssonar á ensku Listasafn Íslands Rakel Péturs- dóttir, deildarstjóri fræðsludeildar, leiðir gesti um sýninguna Á mörkum málverksins kl. 12.10–12.40. Lóuhreiður, Kjörgarði Agatha Kristjánsdóttir opnar málverkasýn- ingu kl. 9. Sýningin stendur fram að mánaðamótum. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.