Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 37
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 37 SÖREN Hermansen, danskur knatt- spyrnumaður, er genginn til liðs við Þróttara í Reykjavík og leikur með þeim í úrvalsdeildinni í sumar. Her- mansen er 32 ára sóknarmaður sem hefur leikið í hálft þriðja tímabil með Mechelen í Belgíu en hætti þar um áramótin þar sem félagið er gjaldþrota. „Okkur líst mjög vel á þennan leikmann og teljum að hann muni styrkja okkur verulega. Hann er mjög reyndur og hefur alls staðar skorað mikið af mörkum,“ sagði Kristinn Einarsson, formaður knatt- spyrnudeildar Þróttar, við Morg- unblaðið í gær. Hermansen kom til Mechelen síðla árs 2000 og hefur síðan leikið með liðinu í tveimur efstu deild- unum í Belgíu. Þar gerði hann 7 mörk í 26 deildaleikjum. Síðasti leikur hans með Mechelen var gegn Gent í 1. deildinni 9. desember en nokkrum dögum áður skoraði hann 4 mörk í varaliðsleik sömu félaga. Ferill Hermansens í Danmörku er glæsilegur. Upphaflega vildi Ár- ósaliðið AGF ekki bjóða honum samning en í staðinn fór hann til grannliðsins Århus Fremad og tók þátt í mikilli velgengni þess á ár- unum 1995–98. Liðið fór þá úr 2. deild í úrvalsdeild á tveimur árum, og hélt sér þar. Hermansen var markakóngur, bæði 2. og 1. deildar, með samtals 48 mörk á tveimur ár- um, og tímabilið 1997–98 varð hann næstmarkahæsti leikmaður úrvals- deildarinnar með 19 mörk, næstur á eftir Ebbe Sand, danska landsliðs- manninum hjá Bröndby. Mörk Her- mansens héldu Århus Fremad í deildinni það árið. Hermansen fór til Lyngby sum- arið 1998 og lék þar í tvö ár, og varð markahæsti leikmaður liðsins bæði árin, skoraði samtals 27 mörk í 53 úrvalsdeildarleikjum fyrir félagið. Fyrra árið var hann fjórði marka- hæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar. ÓLAFUR Stefánsson hefur skorað flest mörk Íslands í heimsmeistara- keppni. Hann skoraði nú 58 mörk í níu leikjum og varð þriðji marka- hæsti leikmaður HM. Hann skoraði að meðaltali 6,44 mörk í leik. Valdimar Grímsson varð þriðji markahæsti leikmaðurinn á HM í Japan 1997, skoraði 52 mörk í níu leikjum, eða að meðaltali 5,78 í leik. Ólafur skoraði flest mörk á HM í Frakklandi 2001, eða 33 mörk í sex leikjum, að meðaltali 5,50 í leik. Valdimar Grímsson skoraði 34 mörk í sex leikjum á HM á Íslandi 1995 eða að meðaltali 5,67 í leik. Sigurður Valur Sveinsson var sjötti markahæsti leikmaðurinn í HM í Svíþjóð 1993 með 37 mörk, eða að meðaltali 5,29 mörk í leik. Alfreð Gíslason skoraði 32 mörk í sjö leikjum á HM í Tékkóslóvakíu, eða að meðaltali 4,57 mörk í leik. Kristján Arason var fimmti markahæsti leikmaðurinn á HM 1986 í Sviss með 41 mark í sex leikj- um, meðaltal 6,83 mörk í leik. Axel Axelsson skoraði 14 mörk í þremur leikjum á HM í Danmörku 1978, meðaltal 4,66 mörk, og hann skoraði 18 í þremur leikjum á HM í A-Þýska- landi 1974, meðaltal 6 í leik. Geir Hallsteinsson skoraði 19 mörk í sex leikjum á HM í Frakk- landi 1970 eða 3,16 að meðaltali í leik. Gunnlaugur Hjálmarsson skoraði 11 mörk í þremur leikjum á HM 1964 í Tékkóslóvakíu eða að meðaltali 3,67 mörk í leik og meðaltalið var það sama hjá honum á HM í V-Þýska- landi 1961 er hann skoraði 22 mörk í sex leikjum og varð fjórði marka- hæsti leikmaður keppninnar. Gunnlaugur skoraði 16 mörk í þremur leikjum á HM í A-Þýska- landi 1958 eða að meðaltali 5,33 í leik. Þess má geta til gamans að Julian Róbert Duranona var markakóngur á HM í Tékkóslóvakíu 1990 er hann skoraði 55/20 mörk fyrir Kúbu og hann var annar markahæstur á HM í Sviss 1986 með 50/14 mörk. ÍSLENSKA landsliðið hafnaði í sjö- unda sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem lauk í Lissabon í Portúgal í fyrradag. Árangur sem verður að teljast mjög viðunandi og uppfyllir þau markmið sem liðið setti sér fyrir mótið en þau voru að tryggja Íslandi sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Íslendingar státa af betri árangri í keppninni en Evrópumeistarar Svía, Danir, sem margir höfðu spáð heimsmeistaratitlinum og Júgóslav- ar, þjóð með mikla handboltahefð sem oft hefur náð langt á stórmót- um svo þegar öllu á botninn er hvolft getur íslenska þjóðin verið tiltölulega sátt með strákana sína þó svo að væntingar hafi verið miklar til liðsins eftir gott gengi þess á EM í Svíþjóð fyrir ári. Leiðin í 16-liða úrslitin var greið enda átti enginn von á öðru þegar lá fyrir hverjir mótherjar Íslendinga yrðu í riðlakeppninni. Íslenski riðill- inn þótti sá langléttasti og sigur á Portúgölum tryggði að Íslendingar fóru með tvö stig með sér í milliriðil. Leikirnir við Portúgala og Þjóðverja voru einu leikirnir í riðlakeppninni sem reyndu á styrk og getu liðsins. Sigurinn á Portúgölum var sætur en íslenska liðið þó ekki sannfærandi en það sýndi betri leik á móti Þjóð- verjum og stóð virkilega uppi í hárinu á silfurliðinu í þeim slag. Mikilvægum áfanga var náð eftir torsóttan sigur á Pólverjum í milliriðlinum. Íslenska liðið var lengi í gang en það náði að hrista hrollinn úr sér með góðum leik- kafla í síðari hálfleik og sigra. Þar næst var komið að orrustunni við Spánverja. Gríðarlega mikilvægum leik enda sjálf undanúrslitin í húfi. Líkt og í leikjunum við Portúgala, Pólverja og að hluta til í leiknum við Þjóðverja, gerðu íslensku leikmenn- irnir sig seka um mörg tæknileg mis- tök. Færin voru illa nýtt, varnarvinn- an slök á köflum og sóknarleikurinn mikið til á herðum Ólafs Stefánsson- ar. Þrátt fyrir aragrúa mistaka áttu Íslendingar möguleika á að leggja Spánverjana en óðagot og óagaður leikur á ögurstundu gerði það að verkum að þeir urðu að játa sig sigr- aða. Vonbrigði og aftur vonbrigði voru orð landsliðsmanna eftir leikinn og það mátti vel merkja í leiknum við Rússa þar sem sigur hefði tryggt Ól- ympíusæti að leikurinn við Spánverja sat í leikmönnum. Frábær byrjun í upphafi gegn Rússum gaf falskar vonir. Íslenska liðið var ekki í stakk búið að glíma við rússneska björninn þegar á hólminn var komið. Orrustan við Júgóslava var því barátta upp á líf eða dauða og þar sýndu íslensku leikmennirnir að þeir eru ennþá „strákarnir okkar“. Margir ólu þá von í brjósti eftir Evrópumótið í Svíþjóð fyrir ári, þar sem Ísland kom allra liða mest á óvart og lenti í fjórða sæti, að liðið ynni til verðlauna á HM í Portúgal. Vissulega var möguleiki á því en þar sem nokkr- ir menn í lykilstöðum léku talsvert undir getu og skiluðu mun lakari leikjum en á EM var óraunhæft að ætla að íslenska gæti lent ofar. Dagur náði sér ekki á strik Það kom í ljós það sem sumir ótt- uðust með fyrirliðann Dag Sigurðs- son. Leikmaður sem spilar í japönsku deildinni, ekki nema 14 leiki í deilda- keppni sem ekki telst í háum gæða- flokki getur ekki verið í ýkja góðu formi. Það kom á daginn. Dagur náði sér ekki á strik nema í einum leik og náði alls ekki að valda hlutverki sínu sem skytta fyrir utan. Eins og málin horfa í dag er þetta staða á vellinum sem Guðmundur landsliðsþjálfari við- urkennir að sé áhyggjuefni. Sigfús Sigurðsson olli vonbrigðum og var á köflum ekki nema skugginn af sjálf- um sér ef mið er tekið af frammistöðu hans á EM. Töluvert skorti upp á lík- amlegt form hans sem kom greinilega niður á varnarleik liðsins og andlega hliðin virtist veik. Patrekur Jóhann- esson, sem eins og Sigfús skilaði topp- frammistöðu á EM, átti í basli í mörg- um leikjum og þar settu meiðsli strik í reikninginn. Fyrir mótið glímdi hann við meiðsli og ofan á þau bættust ný, og því var hann bara hálfur maður. Hornamennirnir Einar Örn og Guðjón Valur áttu ágætar rispur en ljóður á leik þeirra beggja nánast allt mótið var nýtingin á dauðafærum. Þeir fóru af- ar illa að ráði sínu og verða að taka sig taki í þessum efnum. Líkt og á EM lék Einar Örn lungann af mótinu en fyrir næsta stórmót held ég að það væri skynsamlegt að Einar fengi mann til að bakka sig upp. Rúnar Sig- tryggsson og Sigfús, sem mynduðu íslenskan varnarmúr í Svíþjóð sem mörgum liðum reyndist ókleifur, áttu erfitt með að slá taktinn saman og þar af leiðandi var markvarslan ekki eins öflug. Guðmundur og Roland áttu góða leiki inn á milli og markvarsla Guðmundar í leiknum við Júgóslava og Rolands við Portúgal vó þungt á metunum. Í upptalningunni hér að of- an er alls ekki verið að kasta rýrð á umrædda leikmenn. Allt eru þetta góðir handknattleiksmenn sem hafa skilað miklu til landsliðsins og gera það vonandi áfram. Styrkur Ólafs er ómetanlegur Það kom glöggt í ljós að Ólafur Stefánsson er leiðtoginn í íslenska landsliðinu. Styrkur hans innan sem utan vallar er liðinu ómetanlegur. Ólafur sýndi heimsklassa takta í mörgum leikjum og var sá leikmaður sem skaraði fram úr í flestum leikjum liðsins. Í raun má segja að leikirnir hafi verið á herðum Ólafs. Aron Kristjánsson skilaði í heildina mjög góðu móti og fyllti skarð Pat- reks í sókninni með sóma. Róbert Sig- hvatsson gerði það líka þegar hann leysti Sigfús af og lék í mörgum leikj- um betur á línunni en Sigfús. Sigurð- ur Bjarnason átti góðar innkomur og kannski má segja að hann hafi komið mörgum skemmtilega á óvart. Sig- urður smitaði vel út frá sér og var óspar að hvetja samherja sína áfram á jákvæðan hátt. Þegar litið er til baka sést vel hversu litlu það munaði að Ísland kæmist í undanúrslit á HM, og næði þar með besta árangri Íslendinga á HM frá upphafi. Í stöðunni 25:25 seint í síðari hálfleik á móti Spánverj- um og Íslendingar manni fleiri töpuðu þeir boltanum á klaufalegan hátt sem reyndist þegar var upp var staðið vendipunktur leiksins. Ég er hins vegar sannfærður um að ef vel verður haldið á spilunum á komandi misser- um og landsliðið fái næg verkefni á þessu ári hafi það alla burði til að láta ljós sitt skína í stórmótunum tveimur á næsta ári. Nýta þarf tímann fram að þeim til að styrkja stoðir liðsins, fara yfir þá hluti sem aflaga fóru á HM og huga í tæka tíð að endurnýjun sem óhjákvæmilega þarf að eiga sér stað. Guðmundur Guðmundsson landsliðs- þjálfari hefur í mörg horn að líta. Spennandi tímar eru fram undan hjá lærisveinum hans og vonandi nær hann að halda áfram á sömu braut, byggja upp gott lið sem getur staðist þeim bestu snúninginn. Guðmundur Hilmarsson verjum gekk okkur ekki vel að skora úr hraðaupphlaupum og þar með léku þeir til verðlauna á þessu móti en ekki við. Slíkt leiðir af sér að það er mun erfiðara að skora gegn sterkri vörn og frábærum markvörð- um. Það er ekkert nýtt í þessum efn- um. Vörnin verður að vera í lagi, það hjálpar markvörðunum og skilar af sér hraðaupphlaupum.“ Guðmundur sagðist myndu setjast niður þegar heim til Íslands kæmi og kryfja þessa keppni. Fara yfir þá hluti sem betur mættu fara og hvað væri styrkleiki hópsins sem þyrfti að rækta áfram. „Við brydduðum upp á ýmsu nýju hér í Portúgal. Tókum hraðari miðju og vorum með nýjar leikaðferðir í handraðanum og vor- um búnir að undirbúa okkur fyrir ýmsar stöður sem komu upp. Þetta þróunarstarf mun halda áfram í varnarleiknum einnig. Við eigum 6/0- vörnina en notuðum einnig 5/1-vörn af og til í keppninni og við getum nýtt okkur þann möguleika betur,“ sagði Guðmundur og bætti því við að sig- urinn gegn Portúgal í riðlakeppninni hefði verið sá sigur sem skipti mestu máli þegar upp var staðið. „Ef við hefðum ekki tekið með okkur tvö stig úr riðlakeppninni hefðum við ekki náð því markmiði sem við settum okkur í fyrstu, að komast á Ólympíuleikana árið 2004 í Aþenu. Sá sigur var gríðarlega mik- ilvægur fyrir okkur sem lið.“ Vendipunktur gegn Spánverjum Það færðist bros yfir andlit þjálf- arans þegar hann var spurður að því hvort hann leyfði sér að dreyma um að taka þátt í að lyfta gullstyttunni hátt á loft á slíku móti, líkt og lið Krótaíu gerði að þessu sinni og kom flestum á óvart. „Að sjálfsögðu. Í sjálfu sér finnst mér við hafa verið ótrúlega nálægt því að leika til und- anúrslita, staðan var 25:25 þegar skammt var til leiksloka gegn Spán- verjum og við einum fleiri á vellinum. Það má spyrja sig að því hvað hefði gerst ef við hefðum nýtt þá stöðu betur. Það er því lítið sem skilur á milli í þessari íþrótt og ég tel okkur geta leikið um verðlaun á hvaða stór- móti sem er,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik. Danskur markaskorari búinn að semja við Þrótt Ólafur ekki nóg Portúgalsbréf seth@mbl.is Morgunblaðið /RAX Ólafur Stefá nsson sten dur fyrir fra man Andre i Lawrov, fyrirliða og m arkvörð Rús sa. Þeir hafa skorað mest fyrir Ísland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.