Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 43
dómurum frá Bandaríkjunum, Rúmeníu og Finnlandi) valdi milli þeirra átta mynda sem tilnefndar voru til norrænu kvikmyndaverð- launanna sem voru: Kopps eftir Josef Fares, Fálkar eftir Friðrik Þór Friðriksson, Fear X eftir Nicolas Winding Refn, Raid eftir Tapio Piirainen, Sprickorna i mur- en eftir Jimmy Karlsson, Himm- elfall eftir Gunnar Vikene, Lykke- vej eftir Morten Arnfred og Nói albínói Dags Kára Péturssonar. Stutt atriði var sýnt úr hverri mynd og úr Nóa albínóa var valið atriði í kirkugarði þar sem Nói prúttar við yfirmann sinn um hve djúpt þurfi að grafa í klakann. Hláturbylgja veislugesta andaði hlýju og Dagur Kári varð óumdeil- anleg stjarna kvöldsins, kallaður á svið með stuttu millibili. Fyrst til að taka á móti gagnrýnendaverð- laununum FIPRESCI Award „fyr- ir tilgerðarlausan frásagnarmáta, tilfinningu fyrir staðnum, tilfinn- ingalegan heiðarleika og sinn sér- staka húmor við örlagaríkar kringumstæður í myndinni Nói albínói,“ eins og umsögn dóm- nefndar hljóðaði. „Takk fyrir. Uppáhaldsmyndin mín er Mitt liv som hund.“ Þakkarræða hins unga Íslend- ings þótti stutt og laggóð. Nokkr- um mínútum síðar tók hann á móti Kvikmyndaverðlaunum sænsku kirkjunnar m.a. fyrir að þora að takast á við erfiða og alvarlega hluti. Þá kvað Dagur Kári það undarlega tilfinningu að fá verð- laun frá kirkjunni og „ég lofa að sækja messu … kannski bara á morgun“. Kvikmyndarefurinn veittur á íslensku Verðlaunin Kvikmyndarefurinn fyrir bestu norrænu myndina eru veglegustu norrænu verðlaunin. Þau eru auk styttunnar eftir Ernst Billgren peningaverðlaun, 200 þúsund sænskar krónur, 1,8 milljónir íslenskar, þar sem helm- ingur upphæðarinnar rennur beint til leikstjórans en hinn helming- urinn fyrir kostnaði vegna sýn- ingar myndarinnar á hátíðinni í Cannes sem fram fer í maí. Þegar framkvæmdastjórinn, Jannike Åhlund, flutti umsögn dómnefndar á skýrri og skemmti- legri íslensku kom frammistaða hans mörgum á óvart: „Kvik- myndahátíðin í Gautaborg veitir íslenska leikstjóranum Degi Kára Péturssyni norrænu kvikmynda- verðlaunin fyrir myndina Nóa alb- ínóa. Myndin segir frá ungum manni í ytra og innra íslandslagi og er sögð með hlýju, innsæi og af miklum myndrænum hæfileikum.“ Í norrænu dómnefndinni eru fulltrúar frá fimm Norðurlöndum, formaður hennar er sænski kvik- myndagagnrýnandinn Monika Tunbäck-Hanson og með henni vel þekktir listamenn; finnski leik- stjórinn Mika Kaurismäki sem vel að merkja er með nýja mynd í klippingu, Honey Baby, rithöfund- urinn P.O. Enquist sem sér fram á að frásögn hans Livläkarens besök verði kvikmynduð, Anna G. Magn- úsdóttir, kvikmyndaframleiðandi í Stokkhólmi og fulltrúi Íslendinga í dómnefnd, einnig norski leikstjór- inn Eva Dahr (Brennende bloms- ter) og danski leikstjórinn Cæcilia Holbek Trier sem nú vinnur að heimildarmynd um skáldkonuna Pia Tafdrup. Mynd um kynlífs- þrælkun best sænskra Fálkar, mynd Friðrik Þórs Friðrikssonar, sem sýnd var fyrri helgi hátíðarinnar hlaut Kodak verðlaunin fyrir bestu myndatöku Haralds Paalgaards og Himmelfall eftir Norðmanninn Gunnar Vikene hlaut verðlaun fyrir besta handrit. Í stuttmyndakeppninni sigraði Geir Henning Hopland með mynd- inni Forfall. Mynd Lukas Moodyssons, Lilja 4-ever, hlaut sænsku gagnrýn- endaverðlaunin á dögunum sem besta sænska myndin 2002 og einnig kvikmyndaverðlaun Gauta- borgar sem úthlutað var í hófinu. Moodysson mætti ekki í eigin per- sónu en fól leikmyndahönnuði sín- um að lesa kveðju þar sem hann tilkynnti að verðlaunaféð, 50 þús- und sænskar krónur, 450 þúsund íslenskar, myndi renna til bosn- ísku mannréttindasamtakanna Laura, sem vinna gegn þrælasölu og kynlífsverslun en myndin tekur einmitt á þeim vandamálum í Sví- þjóð nútímans. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 43 www.laugarasbio.is Náðu þeim í bíó í dag.  SV Mbl í mynd eftir Steven Spielberg. Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 4 og 8. B.i. 12.Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14. www.regnboginn. is Nýr og betri DV RadíóX Sýnd kl. 5.30 og 10. B.i 12 áraSýnd kl. 6, 8 og 10. B.i 14 ára Suma vini losnar þú ekki við...hvort sem þér líkar betur eða verr Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 12.  kvikmyndir.com Á bakvið rómantíkina, glæsileikann og ástríðurnar var átakanleg og ögrandi saga einstakrar konu. Ein allra besta myndin sem þú sérð í ár! Salma Hayek er stórkostleg sem listakonan Frida. Sýnd kl. 6, 8 og 10.30 GRÚPPÍURNAR Laugavegi 1 • sími 561 7760 Útsölulok 50-70% afsláttur TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa sam- þykkt að koma fram í bandarísku teiknimyndaþáttunum um Simp- son-fjölskylduna. Heimildarmenn sem tengjast þáttunum segja að Blair ætli að lesa línur sínar innan skamms en þátturinn fjallar um Bretlandsferð sem Bart Simpson vinnur í samkeppni og er Blair m.a. sem taka á móti fjölskyld- unni. Margt þekkt fólk hefur lán- að þáttunum raddir sínar, þar á meðal Mick Jagger, Elton John, Bill Clinton og Mel Gibson. Tals- menn breska forsætisráðuneyt- isins vildu ekki staðfesta þessar fréttir. Einn sagði að ekki hefði enn borist formlegt boð til Blairs um að koma fram í Simpsonþátt- unum og þangað til væri erfitt að tjá sig um málið. … Bandaríska kvikmyndafyrirtækið Paramount hefur ákveðið að fresta sýningu á sýnishorni kvik- myndarinnar The Core, sem fjallar um áhöfn geimskutlu í vanda, í kvikmyndahúsum þar í landi. Ákvörðun þess efnis var tekin eftir að sjö geimfarar létu lífið þegar geimskutlan Kólumbía fórst þegar hún kom til lendingar á Flórída um helgina. Kvikmyndin The Core fjallar um hóp geimfara á vegum NASA, sem halda í hættulega för. Þrátt fyrir að Para- mount hafi frestað sýningu á at- riðum úr kvikmyndinni gerir fyr- irtækið sér engu að síður vonir um að hún verði frumsýnd 28. mars. Fyrirtækið ætlar hins vegar að fara yfir kynningarmál vegna sýningar kvikmyndarinnar svo að ekki verði hægt að saka það um tillitsleysi vegna slyssins. Upp- haflega var ákveðið að hefja sýn- ingar á kvikmyndinni í nóvember 2002, en sýningum var frestað svo hægt yrði að vinna að tæknibrell- um. Fresta hefur þurft sýningum á fleiri kvikmyndum vegna at- burða í bandarísku þjóðlífi und- anfarna mánuði og ár. Til dæmis þurfti að fresta sýningu á kvik- myndinni Phone Booth í kjölfar árása á Washington-svæðinu í fyrra. Þá var sýningum á kvik- myndunum Bad Company og Coll- ateral Damage frestað í kjölfar hryðjuverkaárásanna hinn 11. september. … Karl Gústaf Svíakonungur hefur sæmt sænska dúettinn Roxette heiðursorðu fyrir framlag þeirra til sænskrar listsköpunar á inn- lendri og erlendri grundu. Per Gessen og Marie Fredriksson stofnuðu Roxette 1984 og hafa gert heimfræga smelli á borð við „The Look“, „Listen to Your Heart“ og „It Must Have Been Love“. Tvíeykið var í hópi 28 manns sem fengu orðu, en þar voru einnig garðyrkjumaður í einni konungshallanna og systir konungs, Kristín prinsessa. FÓLK Ífréttum AP Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.