Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. TÍMI vetraríþrótta er sannarlega runninn upp eftir mikil hlýindi fyrri hluta vetrar. Skíðamenn hafa tekið fram búnað sinn og stunda norrænar greinar á flatlendi og alpagreinarnar í þeim skíðabrekkum sem nothæfar eru. Þessi gönguskíðakappi skellti sér á ísi lagt Rauðavatnið í 6 stiga frosti og skafrenningi. Vatnið er vinsælt til vetraríþrótta, þar sem saman koma hestamenn á skaflajárn- uðum klárum sínum, skautafólk, vélsleðamenn og svo auðvitað skíða- fólkið. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á gönguskíðum á Rauðavatni ÞAÐ bar til annan jóladag í hittifyrra að hrútur hvarf úr litlum ærhópi sem látinn er liggja við opið á eyðibýlinu Innri-Bug, skammt innan við Ólafsvík. Hrútsins var leitað dyrum og dyngjum í þrjá daga án árangurs. Snjóföl var á jörðu og var því leitað vandlega að för- um eftir hann en engin fundust. Á fjórða degi stóð hann svo við fjárhúsdyr í Geirakoti sem er næsti byggði bær. Þangað er ekki auðratað því hindranir eru á þeirri leið nema farið sé eftir þjóðveginum. Þetta þótti sæta nokkurri furðu, en ekki var meira um það rætt. Um síðustu jól var það svo annar hrútur sem embættaði ærnar í Bug. Var sami háttur á hafður og féð látið liggja við opið innan lokaðrar túngirðingar. Annan jóladag hvarf þessi hrútur líka sporlaust, var þá nýlokið fyrra gang- máli ánna rétt eins og árið áður. Sú síð- asta var varla hætt að beiða. Nú var minna leitað, en á fjórða degi var svo þessi hrútur kominn aftur í ærnar og var hinn brattasti. Nágrannar sem ekki sjást? Óskar Þorgilsson í Ólafsvík, eigandi kindanna, veit ekki hvað halda skal um hvarf hrútanna og er ekki margmáll þar um. Hinu þykist hann hafa vissu fyrir, að hann eigi fleiri nágranna en séðir verði hvern dag og séu hrútarnir þeim ekki ofgóðir til nota. Rétt er að geta þess að í Bug er fag- urmagnað umhverfi. Upp frá túninu er vel gróin hlíð upp að hamraveggjum en fram af þeim skerast tvö lækjargil. Eru þarna fallegar brekkur og klettar, stap- ar og steinar. Neðanvert við túnið er svo Bugsvatn og neðst í túninu í Ytri-Bug er stór hóll sem heitir því fallega nafni Krosshóll. Hvað varð um hrútana á Innri-Bug? EIGENDUR olíufélagsins Atlantsolíu hyggjast opna bensínstöð eða -stöðvar á Stór-Reykjavíkursvæðinu í sumar en þeir gera ráð fyrir að hefja sölu olíu til skipa í næsta mánuði. Atlantsolía er í eigu sömu aðila og eiga Atlantsskip. Símon Kjærnested, fram- kvæmdastjóri Atlantsolíu, segir að vel hafi gengið að reisa olíutanka félagsins á suð- urbakka Hafnarfjarðar, tveir séu tilbúnir og sá þriðji og síðasti verði væntanlega tilbúinn í vikulok. „Ætli við byrjum svo ekki að dæla í næsta mánuði,“ segir hann. Til að byrja með ætla Atlantsskip fyrst og fremst að selja olíu til skipa, en einn tankurinn er útbúinn fyrir bensín og segir Símon að áhugi sé á því að opna bensínstöð eða -stöðvar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. „Við erum að vinna í því en eigum eftir að fá leyfi,“ segir hann. „Við tökum þetta skref fyrir skref og getum hugsanlega opnað bensínstöð um mitt árið.“ Sala Atlantsolíu að hefjast Ætlar að opna bens- ínstöðvar Morgunblaðið/Þorkell Framkvæmdum við olíutanka Atlantsolíu í Hafnarfjarðarhöfn er að ljúka. HÓPUR nemenda og eðlisfræði- prófessora frá tækniháskólanum í Eindhoven í Hollandi er vænt- anlegur í vísindaleiðangur til Ís- lands í haust til að rannsaka torfbæi og -kirkjur hér á landi hátt og lágt. Um er að ræða 10– 12 manna hóp sem hyggst m.a. kynna sér Byggðasafnið á Skóg- um, Árbæjarsafn, Núpsstaðar- kirkju og Hofskirkju í Öræfum. Einnig stendur til að gera mæl- ingar á Gullfossi, Geysi og Skóga- fossi og skoða gróðurhús á Suð- urlandi. Hópur úr sama skóla fór í leið- angur til Lapplands á síðasta ári þar sem eðlisfræðirannsóknir fóru fram á hóteli sem byggt er úr ís í bænum Jukkasjärvi. Vöktu niðurstöður þeirra rannsókna at- hygli og fengust m.a. birtar í hol- lenskum og belgískum vísindarit- um. Einn nemendanna, Joost van Hoof, sagði í samtali við Morg- unblaðið að mikill áhugi hefði verið fyrir því að fara í annan leiðangur í ár. Hann er á lokaári í námi sínu við skólann en er nokk- urs konar leiðangursstjóri þar sem hann er einnig farinn að kenna með námi. „Þema okkar á síðasta ári var snjór og ís og eðlisfræði bygginga í heimskautaloftslagi. Núna vild- um við skoða eitthvað heitt, þurrt og rakt. Að auki vildum við kanna byggingar sem teljast sér- stakar á heimsvísu. Í umræðum okkar á milli komu upp staðir eins og hellaíbúðir í Tyrklandi, bærinn Petra í Jórdaníu, sem höggvinn er inn í kletta, rómönsk leikhús á Kýpur og hellar í Slóv- eníu. Þá kom Ísland fljótlega til tals en ég hafði séð myndir af ís- lenskum torfbæjum í tískutíma- riti. Á endanum varð Ísland svo fyrir valinu hjá okkur,“ sagði van Hoof. Hann sagði torfbæi fyrirfinnast í norðurhluta Hollands en litlar upplýsingar lægju fyrir um eðl- isfræðina á bakvið byggingarlag þeirra. Tók hann sem dæmi mæl- ingar á bergmáli eða endurómun í torfbyggingum, lýsingu og raka- stigi. Notast hópurinn m.a. við búnað sem tekur innrauðar ljós- myndir. Þá hefur raftækjafram- leiðandinn Philips, sem er með höfuðstöðvar í Eindhoven, ákveð- ið að styrkja hópinn með full- komnum búnaði til ljósmælinga. „Það er margt sem hægt er að rannsaka nánar. Einn prófessor- anna okkar er að skoða sögu- frægar kirkjur í Hollandi og hef- ur mikinn áhuga á að skoða íslenskar torfkirkjur og hvernig innviðum þeirra er haldið við,“ sagði Joost van Hoof en von er á hópnum til Íslands um miðjan október nk. Athyglisvert og ánægjulegt val Páll Valdimarsson, prófessor í vélaverkfræði við Háskóla Ís- lands, sagði Hollendingana hafa haft samband við sig og lýst yfir áhuga á að fá fyrirlestra flutta innan verkfræðideildar skólans. Unnið væri að því í samráði við fleiri kennara. Páll sagði það at- hyglisvert að Ísland hefði orðið fyrir valinu hjá Hollendingunum og ánægjulegt að þeir ætluðu að kynna sér torfbyggingar nánar. Greinilega væri unnið að und- irbúningi Íslandsferðarinnar af miklum metnaði og áhuga. Vísindaleiðangur hollenskra prófessora og nemenda Rannsakar íslensk- ar torfbyggingar Morgunblaðið/Jónas Erlendssson Á Núpsstað við Lómagnúp er ein af örfáum torfkirkjum sem til eru á Íslandi. Myndin er af gömlu útihúsunum á Núpsstað. KJARANEFND Reykjavíkurborg- ar ákvað á fundi sínum í síðustu viku að hækka laun æðstu stjórnenda borgarinnar um 7% frá síðustu ára- mótum. Áður hafði nefndin ákveðið 3% hækkun frá þeim tíma en því hef- ur nú verið breytt, m.a. til samræmis við ákvörðun kjaranefndar ríkisins um laun æðstu embættismanna þjóðarinnnar sem hafði ákveðið 7% hækkun frá áramótum. Um er að ræða á fjórða tug stjórnenda ýmissa stofnana borgarinnar. Kjaranefnd borgarinnar ákvað í lok desember að hækka laun æðstu embættismanna hennar um 3% m.a. með vísan til þess að almenn laun borgarstarfsmanna myndu hækka um 3%. Þá lá fyrir ákvörðun kjara- nefndar ríkisins um að hækka laun æðstu stjórnenda um 7%. Birgir Björn Sigurjónsson, for- stöðumaður kjaraþróunardeildar Reykjavíkurborgar, er formaður kjaranefndar. Hann sagði við Morg- unblaðið í gær að æðstu stjórnendur borgarinnar hefðu fengið áfanga- hækkanir líkt og kveðið væri á um í almennum kjarasamningum, en ekk- ert annað. Því hefði verið ákveðið að leiðrétta kjör þeirra á ný og hefði síðasti úrskurður kjaranefndar rík- isins verið til viðmiðunar. Birgir Björn minnti á að í verklagsreglum kjaranefndar borgarinnar kæmi fram að taka ætti mið af ákvörðunum kjaranefndar ríkisins og tryggja stjórnendum sömu launaþróun. Laun borgarstjóra eru ekki ákvörðuð af kjaranefnd borgarinnar heldur fylgja þau kjörum forsætis- ráðherra hverju sinni. Reykjavíkurborg breytir fyrri ákvörðun 7% hækkun til æðstu stjórnenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.