Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is • Pantanir og uppl. í síma 587 3800 og 899 2959 Þorramaturinn eins og þú vilt hafa hann Meira af þessu og minna af hinu Hafðu samband eins oft og þú vilt! Þorrablótið í sal Ferðafélagsins í Mörkinni SÉRFRÆÐINGAR NASA, banda- rísku geimvísindastofnunarinnar, segja að vísbendingar séu um að vandamál í sambandi við keramik- hlífðarflísar utan á geimferjunni Kól- umbíu hafi valdið slysinu á laugar- dagsmorgun. Geysimikill hiti, allt að 1400 gráður á Celsíus, myndast vegna núnings við andrúmsloftið neð- an á geimferju þegar hún kemur inn í gufuhvolfið og eiga flísarnar að koma í veg fyrir skemmdir á henni. Tals- menn NASA segja hins vegar að ekki sé enn hægt að fullyrða neitt um or- sökina. Stofnunin mun gera eigin rannsókn á slysinu og orsökum þess en einnig hefur verið skipuð óháð, op- inber nefnd til að rannsaka málið. Sjö geimfarar, þar af einn Ísraeli, fórust er ferjan sundraðist í rúmlega 60 kílómetra hæð yfir Texas. Hundr- uð leitarmanna leituðu í gær með að- stoð liðsmanna Alríkislögreglunnar, FBI, að braki úr ferjunni sem dreifð- ist um stórt svæði í sambandsríkjun- um Texas og Louisiana. Líkamsleifar hafa fundist á nokkrum stöðum og einn af hlífðarhjálmum hinna látnu geimfara. Kafarar könnuðu Toledo Bend- lónið á landamærum ríkjanna tveggja en stórt stykki úr ferjunni sást falla í vatnið. Sums staðar voru leitarmenn á jeppum og jafnvel hest- baki vegna þess að um torfærur, fjall- lendi og skóga er að ræða. Þar sem brak fannst var gerð nákvæm stað- arákvörðun með GPS-tæki en ekki hreyft við hlutnum fyrst um sinn. Öllum fyrirhuguðum skotum þeirra þriggja geimferja sem enn eru til verður frestað um óákveðinn tíma og er talið að biðin geti orðið löng, jafnvel nokkur ár. Rússar skutu að sögn The New York Times í gær upp Progress-eldflaug sem flytja mun nauðsynlegar birgðir til þriggja geimfara, tveggja Bandaríkjamanna og Rússa, sem nú eru í alþjóðlegu geimstöðinni á braut umhverfis jörðu. Rússar óttast hins vegar að slysið á laugardag geti stöðvað geim- ferðaáætlun þeirra vegna þess að ekki er hægt að flytja neinn umtals- verðan búnað til geimstöðvarinnar með eldflaugum. Til þess þarf stærri flutningatæki eins og geimferju. Öflug vörn Vitað var að um 50 sentímetra langur bútur úr einangrunarefni við eldsneytisgeyma ferjunnar, hörð kvoða eða jafnvel ísköggull, lenti á vinstri vængnum rúmlega mínútu eftir flugtak Kólumbíu fyrir rúmum tveim vikum. Fulltrúar NASA segja að slík atvik hafi gerst oft áður en aldrei valdið neinum vanda. Þeir segja að geimförunum hafi ekki verið sagt frá málinu enda hefðu þeir ekki getað lagfært skemmdir á flísunum. Um 24.000 keramikflísar verja geimferjuna og því gerir lítið til þótt nokkrar skemmist eða losni af. Á myndum eftir geimferð sést oft að hlífðarflísarnar hafa orðið fyrir miklu hnjaski. Hins vegar er hætta á ferð- um ef margar losna á sama svæði. Kólumbía hóf sig á loft 16. janúar. Er sérfræðingar NASA skoðuðu myndir af geimskotinu daginn eftir tóku þeir eftir því að umrædd ein- angrunarkvoða hafði lent á vængn- um. Að sögn Ron Dittemore, yfir- manns geimferjudeildar NASA, var kannað ákaft meðan ferjan var enn í ferð sinni hvort kvoðan hefði haft ein- hver áhrif á flísarnar. En niðurstaðan varð sú að áhrifin væru svo lítil að þau skiptu engu máli. Aðspurður sagði hann einnig að ekki hefði verið hægt að gera við flísar úti í geimnum og brautin sem mörkuð væri fyrir ferjurnar inn í gufuhvolfið væri hönn- uð með það í huga að hitamyndun neðan á þeim yrði sem minnst. Ekki væri hægt að minnka hana enn frek- ar. The New York Times segir á vef- síðu sinni að Dittemore hafi síðar við- urkennt að sérfræðingar NASA hafi komist að því að „veruleg vandamál“ hefðu komið upp í sambandi við vinstri hluta ferjunnar og kvoðubút- urinn gæti verið frumorsökin. En sjálfur gæti hann ekki fallist á þá skýringu enn sem komið væri. Gögn sýna að hiti hækkaði í hjóla- búnaði ferjunnar og vinstri hluta ferjubúksins nokkrum mínútum áður en hún sundraðist. Dittemore sagði í gær að starfsmenn hans myndu fara á ný vandlega yfir 32 sekúndna lang- ar upptökur í tölvubúnaði sem áður höfðu verið taldar gagnslausar. Gögnin bárust rétt áður en ferjan sprakk. Dittemore sagði að menn hefðu velt fyrir sér að reyna að taka myndir af ferjunni með stjörnusjónauka eða úr gervihnetti en hætt við vegna þess að ljóst þætti að slíkar myndir myndu ekki geta sýnt hvort flísarnar væru alvarlega skemmdar. Á sínum tíma hefði verið hætt við að þjálfa menn til að gera við flísarnar utan frá með því að fara í geimgöngu. Slík aðgerð væri þó mjög flókin og hefði niðurstaðan orðið að hún gæti fremur aukið skemmdir en dregið úr þeim. Á fréttavef CNN-sjónvarpsstöðv- arinnar er haft eftir ónefndum, fyrr- verandi liðsmanni NASA að dyr á búnaði utan um lendingarhjólin séu viðkvæmasti hluti geimferjunnar. „Náttúran finnur alltaf Akkilesar- hælinn og Akkilesarhæll geimferj- unnar er þar,“ sagði maðurinn. Kvoðubúturinn gæti hafa lent á sam- skeytum dyranna, höggið hafa valdið sprungu í einangrun sem ver lend- ingarhjólið og viðkvæman tengibún- að sem er í sama hluta ferjunnar. NASA mun einnig vera að kanna hvað hafi valdið því að kvoðan datt af eldsneytisgeyminum. Umræddur geymir er sagður hafa verið nokkru þyngri en þeir sem yfirleitt eru nú notaðir á geimferjunum. Er rannsak- að hvort mistök hafi verið gerð þegar sett var einangrunarkvoða á tankinn. Myndir blaðsins Maariv Herskáir múslímar hafa sums staðar fagnað því að Ísraelinn Ilan Ramon, sem var orrustuflugmaður, skyldi farast en talsmenn Palestínu- stjórnar Yassers Arafats sendu á hinn bóginn jafnt ísraelskum sem bandarískum aðstandendum samúð- arkveðjur vegna slyssins. Ráðamenn í Írak sögðu Guð hafa verið að refsa „Náttúran finnur allt- af Akkiles- arhælinn“ AP Mac Powell skoðar brak úr geimferjunni Kólumbíu. Brakið lenti rétt við heimili hans nálægt Nacodoches í Texas. Talið að bútur af harðri kvoðu hafi valdið tjóni á Kólumbíu í flugtakinu Canaveral-höfða í Flórída, Houston, Jerúsalem. AP, AFP. ALLT fjarskiptasamband rofnaði við Kólumbíu u.þ.b. eina mínútu fyr- ir níu að staðartíma á laugardags- morgun, að sögn vefsíðu BBC. Að- stæður fyrir lendingu voru mjög góðar, ekkert að veðri og því fátt sem virtist geta komið í veg fyrir að geimferjan lenti á tilsettum tíma, sextán mínútur yfir níu (sextán mín- utur yfir tvö, að ísl. tíma), við Kennedy-geimferðamiðstöðina í Flórída. En um stundarfjórðungi fyrir lendingu fór eitthvað úrskeiðis, geimferjan sundraðist og allir geim- fararnir sjö fórust. Sextán daga langri ferð Kólumb- íu var að ljúka, tugir verkefna höfðu verið leyst af hendi, m.a. höfðu verið gerðar tilraunir með vöxt kristalla og áhrif þyngdarleysis á kóngulær. Fimmtán mínútur yfir átta var byrj- að að snúa ferjunni af braut um- hverfis jörðu með það í huga að fara inn í gufuhvolfið og lenda. Fyrstu merkin um að eitthvað sé að birtast sjö mínútur fyrir níu. Hitanemar í vökvadælubúnaði á vinstrivæng hætta að senda merki. Nemar í vinstra lendingarhjóli sýna að hitastig hækkar um 20–30 gráður á fimm mínútum. Ferjan er nú yfir Kaliforníu. Fjórum mínútum fyrir níu sýna hitanemar á álbúk ferjunn- ar yfir vinstri væng að hiti hækkar um 60 gráður. Tveim mínútum síðar sýna nemar við aðallendingarhjólið vinstra megin hækkandi hita. Leitaði til vinstri Tveim mínútum fyrir níu er geim- ferjan yfir Nýju-Mexíkó í rösklega 60 km hæð yfir sjávarmáli. Hraðinn er um 20.000 km. Þrír hitanemar á vinstri síðu ferjunnar virka ekki. Geimferjan hallar til vinstri, hallinn er um 57 gráður. En hún leitar einn- ig til vinstri. Stýribúnaðurinn í geimferjunni reynir stöðugt að rétta af stefnuna og halda ferjunni í jafn- vægi. Eina mínútu fyrir níu, þegar ferj- an er yfir vestanverðu Texas, gefa sjálfvirkir nemar um borð til kynna að ferjan leiti æ meira til vinstri. Aðrir nemar sem eiga að gefa upp- lýsingar um hita og þrýsting í hjól- börðum lendingarbúnaðarins senda ekkert frá sér. Starfsmenn Johnson- geimferðamiðstöðvarinnar í Hou- ston í Texas: „Kólumbía, Houston. Síðustu mínúturnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.