Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það er eins gott að liðinu sé rétt stillt upp fyrir orustuna miklu. Stuðningur við lungnasjúka Árangur endist oft mjög illa ÍSLENDINGAR semeiga eða átt hafa viðlungnasjúkdóma af ýmsum toga að etja eru stærri hópur en margan grunar og margir eru eða hafa verið þungt haldnir. Fyrir skemmstu voru haldnar tvær ráðstefnur í Noregi um málefni lungnasjúkra og var tveimur Íslendingum boð- ið utan til að halda fyrir- lestra, Hans Beck lækni á Reykjalundi og Kolbrúnu Ragnarsdóttur meðferðar- fræðingi. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Kolbrúnu. – Segðu okkur aðeins frá ráðstefnunni, um hvað hún fjallaði o.s.frv. „Um var að ræða tvær ráðstefnur, annars vegar fyrstu norrænu ráðstefnuna um lungna- endurhæfingu og hins vegar norska ráðstefnu um sama mál- efni. Þarna voru 500 þátttakendur og fjölmörg áhugaverð erindi um hvaðeina sem snýr að lungnasjúk- dómum og lungnaendurhæfingu og er greinilegt að þarna er mikil gróska. Það var AstraZeneca á Ís- landi sem fjármagnaði þátttöku okkar Íslendinganna.“ – Um hvað fjölluðu erindi þín og kollega þíns sem þarna var ennfremur? „Okkur Hans Beck lækni á Reykjalundi var boðið á þessar ráðstefnur til þess að kynna til- raunaverkefni sem við höfum unnið að í u.þ.b. eitt ár í samstarfi við Samtök lungnasjúklinga og SÍBS. Það er margreynt að end- urhæfing skilar góðum árangri, en því miður er staðreyndin sú, bæði hér og erlendis, að árang- urinn endist ekki vel og er í mörg- um tilfellum horfinn eftir nokkra mánuði. Vafalaust liggja margar ástæður þar að baki, en markmið okkar verkefnis er að stuðla að því að árangur endurhæfingarinnar verði varanlegur og lungnasjúk- lingurinn fái þar með notið þeirra lífsgæða sem möguleg eru. Við höfum boðið sjúklingum sem lokið hafa sex vikna endurhæfingu á Reykjalundi og fjölskyldum þeirra viðtöl og þátttöku í stuðn- ingshópi, þar sem leitast er við að fræða, styðja og styrkja fjölskyld- urnar í því að aðlagast á upp- byggilegan hátt því að lifa við var- anlegan sjúkdóm. Áhugi Norðmanna beindist sér- staklega að því að fjölskyldan skuli tekin með á virkan hátt inn í breytingarferli endurhæfingar- innar og að eftirfylgdin sé aukin.“ – Hvaða fólk fyllir þennan hóp og hvað er hann stór á Íslandi? „Mjög góð lungnaendurhæfing býðst á Reykjalundi, sem sinnir 200 sjúklingum á ári og þar er alltaf langur biðlisti. Þangað sækja einkum sjúklingar með langvinna lungnasjúkdóma sem hafa mikil hamlandi áhrif á dag- legt líf þeirra. Áætlaður fjöldi þeirra hér á landi er 15.000 til 20.000. Stór hluti þessa hóps er reykingafólk, en reikna má með að 15 til 20% reykingafólks fái lang- vinnan lungnasjúkdóm.“ – Þitt fag er fjölskylduráðgjöf, hvernig tengist það endurhæf- ingu lungnasjúkra? „Heilsumissir hefur mikil áhrif bæði tilfinningaleg og líkamleg, fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans og saman þurfa þau að að- lagast nýjum aðstæðum. Þar eiga fjölskyldufræðingar því oft erindi, því það getur skipt sköpum fyrir lífsgæði fjölskyldunnar hvort þessi aðlögun er góð og uppbyggi- leg eða neikvæð og niðurbrjót- andi. Reynsla mín er sú að oft þurfi ekki mikið til að vekja og efla styrkleika fjölskyldunnar og ég tel að fjölskylduvinna í tengslum við hvers konar veikindi sé vannýtt afl í heilbrigðiskerfinu. Dæmi um lífsstílsbreytingar sem lungnasjúklingar þurfa að takast á við eru að hætta að reykja, megra sig og stunda reglubundna hreyfingu. Ég held að kannist margir við hversu erfitt það getur verið og enn erfiðara ef fjölskyld- an er ekki á sömu nótum. Ég tel að fræðsla og stuðningur við fjöl- skylduna í tengslum við endur- hæfingu lungnasjúklingsins gefi þeim betri forsendur til að setja sér uppbyggilegt markmið og samhæfa krafta sína í því að skapa sér gott líf. Spyrja má hvort stuðningur við fjölskylduna sé eitt af því sem getur stuðlað að var- anlegri langtímaáhrifum endur- hæfingar.“ – Hversu stórt átak þarf hér á landi til að koma málefnum þessa fólks í betra lag? „Verkefni til framtíðar eru mörg. Margir ganga allt of lengi með ógreindan sjúkdóm og það væri stór ávinningur að til þeirra næðist fyrr. Margir afneita veik- indum sínum og missa þar með af tækifærum til að grípa fyrr inn í þróun sjúkdómsins. Enn einn hópurinn sem gagnlegt væri að ná til eru þeir mörgu lungnasjúkling- ar sem einangra sig í veikindum og vanlíðan. Í nýlegri úttekt á alvar- legum sjúkdómum í heiminum eru langvinnir lungnasjúkdómar í 12. sæti og spáin er sú að árið 2020 verði þeir í 5. sæti. Aukningin tengist fyrst og fremst afleiðing- um reykinga þannig að forvarnir gegn þeim eru mikilvægar. Þetta er því vaxandi vandi og sjúkling- um á eftir að fjölga verulega á næstu árum. Við erum hér að tala um stórt heilbrigðisvandamál.“ Kolbrún Ragnarsdóttir  Kolbrún Ragnarsdóttir er fædd á Akureyri 1954. Stúdent frá MA 1974. Lærði iðjuþjálfun í Danmörku og er menntuð í fjöl- skyldufræðum og dáleiðslu- meðferð. Hefur lokið námi í handleiðslu frá EHÍ. Vann um árabil á dönsku geðsjúkrahúsi, KAS Stolpegaard, við meðferð- arstörf. Hefur starfað á Reykja- lundi og hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, en rekur nú eigin meðferðarstofu með ein- staklings-, fjölskyldu- og hjóna- viðtöl og handleiðslu. Maki er Páll Jónsson eðlis- og stærðfræð- ingur og eiga þau þrjú börn. Stórt heilbrigðis- vandamál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.