Morgunblaðið - 13.02.2003, Side 4

Morgunblaðið - 13.02.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐUR hefur verið Styrkt- arsjóður Stofnunar Vigdísar Finn- borgadóttur í erlendum tungu- málum við Háskóla Íslands. Sjóðnum er ætlað að styrkja, m.a. með fjár- framlögum, rannsóknir á erlendum tungumálum, útgáfu ritverka á fræðasviðum sem tengjast stofn- uninni og þróa kennslugögn í tungu- málakennslu, auk annarra verka. Frumstofnendur eru Háskóli Ís- lands og Kaupþing banki hf. sem leggja til 300 þúsund krónur hvor í sjóðinn. Þá teljast þeir sem gerast sérstakir styrktaraðilar sjóðsins fram til 15. apríl 2005 einnig til stofnenda hans. Ráðgert er að veita í fyrsta sinn fé úr sjóðnum að rúmum tveimur árum liðnum. Alls eiga níu sæti í stjórn og er formaður hans Vigdís Finnbogadóttir. Vigdís nefndi í gær, þegar sjóð- urinn var kynntur, að á tímum al- þjóðavæðingar væri gríðarlega mik- ilvægt að huga að tungumálum og tungumálakennslu. Það væri rótgró- inn misskilningur á Íslandi að nóg væri að kunna ensku. „Það er bara hreint ekki nóg. Fyrir sunnan París tala fáir ensku, að ég tali ekki um Austur-Evrópu og Austurlönd,“ sagði Vigdís. Hún sagði fólk marginnis hafa kynnst því í viðskiptum hversu gott væri að kunna eitthvað fyrir sér í þjóðtungu viðkomandi ríkis og þekkja menningarsvæði þess. „Það sem við þurfum að skilja og höfum kannski ekki skilið enn er að tungumál eru peningar, tungumál eru viðskipti,“ sagði Vigdís. Auður Hauksdóttir, for- stöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungu- málum, sagði að stefnt yrði að því að kynna stofnunina erlendis í nánustu framtíð, m.a. í Þýskalandi í vor og Danmörku í nóvember. Stofna nýjan styrktarsjóð Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórn Styrktarsjóðsins. Frá vinstri: Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, Páll Skúlason, rektor HÍ, Matthías Johannessen skáld, Vigdís Finnbogadóttir, Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Kaupþings, Ólafur B. Thors lögmaður, Hörður Sigurgestsson rekstrarhagfræðingur og Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálskips ehf. Hrönn Greipsdóttur, hótelstjóra á Hótel Sögu, vantar á myndina. ÍSLENSK erfðagreining og banda- rísk samtök fjölskyldna með vöðva- rýrnun hafa gert samning um þró- un lyfs við sjúkdómnum. Samtök fjölskyldna með vöðvarýrnun voru stofnuð til að efla rannsóknir sem kynnu að leiða til meðferðar á þessum illvíga og oft banvæna sjúkdómi. Samningurinn er til þriggja ára og gæti skilað ÍE 5,2 milljónum Bandaríkjadala, m.a. í áfanga- greiðslum, ef tekst að þróa lyf sem samþykkt verður að taka í klín- ískar rannsóknir. Eru það kringum 400 milljónir króna. Lyfjaefnafræðideild ÍE í Chic- ago í Bandaríkjunum mun vinna áfram með efnasambönd sem hafa gefið vænlegar niðurstöður í rann- sóknum sem fjármagnaðar voru af samtökunum. Hlutverk Íslenskrar erfðagreiningar verður að skil- greina þau efnasambönd sem lík- legast er að hægt verði að þróa í lyf, sjá um áframhaldandi rann- sóknir og þróun á þeim, þróa að- ferðir til að framleiða þau í miklu magni og smíða úr þeim lyf fyrir klínískar lyfjaprófanir. Munu samtökin eiga öll réttindi á nýjum lyfjum gegn sjúkdómnum sem rannsóknirnar kunna að leiða af sér og eiga rétt á hlutdeild í sölutekjum af sölu slíkra lyfja til annarra nota. Vöðvarýrnun greinist í einum af hverjum 6.000 nýburum Vöðvarýrnun, sem kallast á ensku Spinal Muscular Atrophy, er erfðasjúkdómur sem orsakast af því að ákveðinn erfðavísi vantar eða hann er stökkbreyttur á öðrum eða báðum eintökum litnings 5. Þetta veldur stöðugum skorti á próteini, sem kallast SMN, sem erfðavísirinn geymir uppskriftina að. Próteinið er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi hreyfitaugunga í mænunni og fyrir stjórn vöðva í út- limum, hálsi og brjósti. Í Banda- ríkjunum er talið að yfir 6 milljón einstaklingar séu arfberar sjúk- dómsins, sem kemur fram í einum af hverjum 6.000 fæddum nýbur- um. Sjúkdómurinn greinist yfirleitt áður en börn ná 18 mánaða aldri, þótt vissar gerðir sjúkdómsins komi ekki fram fyrr en síðar á æv- inni. Samtök fjölskyldna með vöðva- rýrnun hafa fjármagnað rannsókn- ir sem hafa leitt til einangrunar á erfðavísinum sem um ræðir, sem og öðrum nálægum erfðavísi. Hlutverk ÍE að finna efni og þróa Hafa fyrri rannsóknir samtak- anna leitt í ljós að ákveðin efna- sambönd geti aukið virkni annars erfðavísisins og þannig leitt til þess að hann myndi meira af virku SMN-próteini. Segir í fréttatil- kynningu frá ÍE að ef tækist að finna efnasamband sem gerði þetta á öruggan og skilvirkan hátt gæti verið mögulegt að nota slíkt efni til að koma magni SMN-próteinsins aftur í eðlilegt hlutverk í líkama sjúklinga og hægja á eða jafnvel lækna sjúkdóminn. Hlutverk ÍE verði að finna og þróa slík efni. ÍE gerir samning um þró- un lyfs gegn vöðvarýrnun Gæti fært fyrirtækinu kringum 5,2 milljónir Bandaríkjadala KÁRI Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, seg- ir einkenni vöðvarýrnunar þau að vöðvar myndast ekki fylli- lega eða að vöðvarnir rýrna og hverfa. „Mjög gjarnan leiðir þetta smám saman til þess að fólk glatar hæfileikanum til að hreyfa sig og að endingu hæfi- leikanum til að anda.“ Kári segir að einstaka ein- staklingur fái sjúkdóminn til- tölulega seint og geti lifað með hann lengi. Hann segir að ÍE vinni að þróun lyfs í samvinnu við samtök skyldmenna þeirra sem hafa fengið sjúkdóminn. „Til að unnið sé að lyfjaþró- un hefur þetta hugrakka fólk tekið sig til, aflað fjár og ýtt þessum rannsóknum af stað sjálft. Þetta er tilraun til þess að gera eitthvað í málunum. Fólk lendir í því að börn þess fá þennan sjúkdóm og það aflar fjár til að koma í veg fyrir að annarra manna börn deyi úr sjúkdómnum. Mér finnst þetta rosalega flott hjá þeim og það er gaman að taka þátt í þessu.“ Vöðvar rýrna VIÐBÚNAÐUR í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli hefur nýlega ver- ið aukinn og verður fólk meðal ann- ars vart við það með auknu eftirliti í hliðum vallarins. „Í viðbúnaðarstig- inu felst að við erum meira vakandi fyrir umhverfinu en ella,“ segir Frið- þór Eydal, upplýsingafulltrúi Varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli. Vegna spennu af völdum hugsan- legrar herfarar gegn Írak hefur við- búnaðarstig verið hækkað bæði í Bandaríkjunum og í bandarískum herstöðvum um heim allan. Vegna hins aukna viðbúnaðar á Keflavíkur- flugvelli og aukins eftirlits í hliðum hafa tafir orðið á umferð um varn- arstöðina. Viðbúnaður í varnarstöðinni LANDSVIRKJUN gerir ráð fyrir alls 39 útboðum á næstu þremur ár- um vegna Kárahnjúkavirkjunar og flutningsvirkja vegna álvers Alcoa í Reyðarfirði. Af þessum 39 útboðum hafa sex þegar farið fram. Samningar hafa sem kunnugt er tekist um stærstu verkþættina, stíflu og aðrennslisgöng, við ítalska verk- takafyrirtækið Impregilo en í ár verður vél- og rafbúnaður virkjunar- innar boðinn út í nokkrum áföngum, þ.e. núna í febrúar, mars, júní og júlí. Flutningsvirki vegna álversins verða aðallega boðin út á 2004 og 2005. Í þessum mánuði verða auglýst fimm útboð, hið stærsta er vegna stöðvarhúss virkjunarinnar. Önnur útboð eru vegna slitlags á Kára- hnjúkaveg, vatnsvéla og rafala, stál- fóðringar og tengivirkja á fram- kvæmdasvæðum. Í ágúst nk. verða auglýst útboð vegna Desjarárstíflu og Sauðárdalsstíflu. Á nýlegu útboðsþingi Samtaka iðnaðarins og Félags vinnuvélaeig- enda kom fram í máli Agnars Olsen hjá Landsvirkjun að í ár yrðu boðin út verk fyrir alls um 22–24 milljarða króna. Landsvirkjun ráðgerir 39 útboð EIGENDUR veitingastaðarins L.A. Café við Laugaveg 45 í Reykjavík hafa farið fram á viðræður við borg- ina um að hún kaupi skemmtistaðinn og húsnæðið sem hann er rekinn í. Segjast eigendurnir búa við skert samkeppnisumhverfi þar sem þeim hefur ekki verið heimilað að hafa af- greiðslutíma veitingastaðarins til kl. 5:30 um helgar, líkt og margir aðrir veitingastaðir í miðborginni. Í bréfi lögmanns eigendanna til borgarráðs er það rakið að sam- kvæmt þróunaráætlun miðborgar- innar sé heimilað að veita áfengi til kl. 5:30 um helgar á veitingastöðu á svæðinu frá Aðalstræti til Klappar- stígs. L.A. Café sé hins vegar utan þess svæðis, nokkru ofar við Lauga- veginn. Umsóknum eigendanna um rýmri opnunartíma hafi verið hafnað og því sé þeim óheimilt að veita áfengi á staðnum eftir kl. 3 að nóttu um helg- ar. Segir lögmaðurinn að þetta feli í sér aðstöðumun og hamli sam- keppni. Ekki verði séð að málefna- legar ástæður réttlæti þessa mis- munun. Til að mynda sé íbúðabyggð á öllu miðborgarsvæðinu og L.A. Café því ekki í meiri nálægð við íbúðabyggð en aðrir veitingastaðir í miðborginni. Ljóst sé að Reykjavíkurborg hyggist ekki breyta ákvörðun sinni og við þær aðstæður sé rekstur veit- ingastaðarins afar erfiður. Er því óskað eftir viðræðum um kaup borg- arinnar á veitingastaðnum og fast- eigninni Laugavegi 45. Erindið var til umfjöllunar á fundi borgarráðs á þriðjudag þar sem því var vísað til umsagnar borgarlög- manns. Vilja að borgin kaupi L.A. Café Eigendur staðarins segjast búa við skert samkeppnisumhverfi FORNLEIFAVERND ríkisins hefur gefið út friðlýsingarskjal þar sem flak Northrop-sjóflugvélarinnar sem fannst í Skerjafirði 27. ágúst 2002 er friðlýst. Friðlýsingin er að frum- kvæði Landhelgisgæslunnar sem óskaði eftir henni á grundvelli þjóð- minjalaga, en í lögunum er heimild til að friðlýsa minjar yngri en 100 ára „Við erum ánægð með friðlýs- inguna, því hún felur í sér köf- unarbann og við leggjum áherslu á að ekki verði hreyft við flakinu þar til annað verður ákveðið,“ segir Dagmar Sigurðardóttir upplýsinga- fulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Það er hægt að aflétta friðlýsingunni í samráði við Landhelgisgæsluna og dómsmálaráðuneytið ef ástæða þyk- ir til. Það hafa borist ýmsar fyr- irspurnir m.a. frá innlendu fyrirtæki sem hefur áhuga á að lyfta upp flak- inu,“ segir hún og tekur fram að gera þurfi sérstakar ráðstafanir ef fara eigi út í slíkar framkvæmdir. Sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar hafa haft yfirumsjón með köfun við flakið og rannsókn á því og aflað sér margvíslegra heim- ilda um það m.a. frá Northrop Grumman verksmiðjunum, flugsafn- inu í Kaliforníu og breska og norska sendiráðinu. Flakið fannst með fjölgeislamæli sem bandaríski sjóherinn lánaði Landhelgisgæslunni síðasta sumar. Einu merkingarnar sem hafa fundist á vélinni eru norskir einkennislitir undir vængjum og númer á olíukæli. Flugvélin var í notkun á stríðstímum og því má reikna með sprengjum í eða við flakið. Ekki hefur verið stað- fest hvort áhöfn vélarinnar fórst er hún sökk og hvort líkamsleifar eru í vélinni. Að sögn Gylfa Geirssonar yf- irmanns sprengjudeildar Gæslunnar hefur reynst erfitt að staðfesta hvort líkamsleifar séu í flakinu vegna sands í stjórnklefa og kringum vél- ina, auk þess sem hún liggi á hvolfi á 12 metra dýpi. Þó hefur verið stað- fest að skotfæri eru í flakinu og vit- að er um óþekkta smáhluti að auki. Flak Northrop-flugvél- arinnar friðlýst Tölvugerð mynd af flaki Northrop-vélarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.