Morgunblaðið - 13.02.2003, Side 19

Morgunblaðið - 13.02.2003, Side 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 19 Laugavegi, s. 511 1717 Kringlunni, s. 568 9017 FLAUELSKÁPUR 11.990 (LITIR: SVART, RAUTT, BEINHVÍTT) 2003 JAKKAFÖT 15.990 SKYRTA 2.990 BINDI 2.990 SKÓR FRÁ 6.990 Gott verð Nýtt kortatímabil JAKKAFÖT 15.990 SKYRTA 3.590 BINDI 2.990 SKÓR FRÁ 6.990 HLÍFAR á vinstri væng og hreyfli flugvélar Flugleiða skemmdust í óveðri sem gekk yfir Keflavíkurflug- völl um miðnætti í fyrrinótt. Vélin fauk til og lenti á landgangi sem hún stóð við. Vélin átti að fara til London í gær- morgun en að sögn Guðjóns Arn- grímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, var önnur vél tiltæk svo áætlun raskaðist lítið. Einhverjar tafir urðu þó á því að Kaupmanna- hafnarvél færi af stað um eða upp úr hádeginu. Vélin sem skemmdist var strax sett í viðgerð og telur Guðjón að hún verði tilbúin til notkunar aftur á föstudag. Er þetta nýjasta flugvélin í flota Flugleiða. Björn Ingi Knútsson flugvallar- stjóri sagði að vonskuveður hafi ver- ið á svæðinu um miðnætti, allt að því 40 metrar á sekúndu, en það hafi gengið niður þegar leið á nóttina. Þrjár vélar voru á svæðinu, en tvær urðu ekki fyrir neinum skemmdum. Björn Ingi sagði að engin truflun hefði orðið á starfsemi Keflavíkur- flugvallar af þessum sökum. Þá var slökkviliðið á Keflavíkur- flugvelli sent á vettvang í nótt til þess að forða þýskri herflugvél á at- hafnasvæði varnarliðsins frá skemmdum vegna veðurs. Sú var berskjölduð fyrir vindi og því var brugðið á það ráð að nota stóran slökkviliðsbíl til þess að taka mesta vindinn af vélinni. Slæmt veður var á Suðurnesjum í fyrrinótt og þurfti lögreglan í Kefla- vík að sinna nokkrum útköllum í Reykjanesbæ af þeim sökum. Þota Flugleiða fauk á landganginn Ljósmynd/Hilmar Bragi Keflavíkurflugvöllur GUÐFINNA S. Bjarnadóttir, rekt- or Háskólans í Reykjavík, fjallar um stöðu þjóðkirkjunnar á fundi í Kirkjulundi í Keflavík í dag, fimmtudag, klukkan 20.30. Þjóðkirkjan er að vinna að stefnumótun á vormisseri og Guð- finna mun fjalla um svokallaða SVÓT-könnun, þar sem komið er inn á styrkleika, veikleika, tækifæri og það sem ógnar þjóðkirkjunni. Guðfinna, sem er Keflvíkingur, hef- ur lokið námi frá Kennaraháskóla Íslands, BA-prófi í sálfræði frá Há- skóla Íslands og meistara- og dokt- orsprófi í sálsfræði frá West Virg- inia University. Allt áhugafólk um málefni þjóð- kirkjunnar er velkomið á fundinn, segir í fréttatilkynningu frá Kefla- víkurkirkju. Kaffiveitingar verða í boði sóknarnefndar. Rætt um stöðu og stefnu þjóðkirkjunnar Keflavík „MÉR varð litið út um gluggann á húsinu mínu síðastliðið vor í átt að kirkjunni og þá fannst mér turn- spíran svo ber. Á þeirri stundu ákvað ég að gefa kirkjunni kross til að setja efst á spíruna og efna þar með fornt heiti og þakka Drottni fyrir lífið, sem ég ætti samkvæmt úrskurðum hjúkrunarfólks að hafa misst fyrir löngu,“ sagði Jón B. Georgsson í samtali við Morg- unblaðið en fyrir skömmu færði hann Ytri-Njarðvíkurkirkju stál- kross að gjöf. Krossinn er jafn- framt til minningar um foreldra Jóns, Guðrúnu Magnúsdóttur og Georg E.P. Pétursson frá Brekku, eiginkonu Jóns, Sigríði Jónsdóttur frá Ólafsfirði, og systur, Guðríði Elínbjörgu (Ellu á Brekku). Sjúkrasaga Jóns hefur verið löng, en snemma árs 1944 sýktist hann af berklum og upp frá því hófst barátta Jóns við að halda lífi. Hann var þá 19 ára og strax frá upphafi sannfærður um að hann fengi lækningu að ofan. „Berkl- arnir voru lengi að spila í mér, réð- ust m.a. á innyflin og ég þurfti að líða miklar kvalir. Ég var lengi inni á spítala, allt upp í 18 mánuði í einu, og tveimur og hálfu ári eftir að ég veiktist fyrst var móður minni sagt að ég ætti ekki langt eft- ir, í mesta lagi þrjár vikur. Hjúkr- unarfólkið vildi ekki segja mér þetta, en ég fékk þetta upp úr henni. Ég fór með bænirnar mínar kvölds og morgna og bað Guð að gefa mér líf. Ég skyldi lifa,“ sagði Jón í samtali við blaðamann. Bjargræði að ofan Jón varð tvisvar fyrir sér- kennilegri reynslu þegar hann lá á Vífilsstaðaspítala og skilja má af orðum hans að það hafi verið bjarg- ræði hans að ofan. „Einn morg- uninn vakna ég upp við það að einn af herbergisfélögum mínum rýkur upp og fer að hringja bjöllunni. Það einkennilega var að það var niða- myrkur inni, en rúmið hans sá ég greinilega. Ég sá líka eins vel og ég sé þig torkennilega veru spranga um rúmið hans með andstyggilegt glott á vörunum. Hún kom síðan yf- ir til mín en varð sorgmædd um leið og hún kom að rúminu. Hún fór aftur að rúmi félaga míns og hélt áfram að djöflast þar og litlu síðar dó hann. Þessi vera hefur sennilega ætlað að sækja okkur báða þennan morgun, en ég fékk að halda lífi. Í annað sinn fannst mér hönd með króki koma út úr veggnum og leiðbeina mér hvernig ég átti að hreyfa mig. Ég gerði eins og hún benti og fann skerandi verk þar sem ég hafði alltaf verið verstur, í ristlinum, sem hvarf síðan. Eftir þetta fór ég fram úr í fyrsta sinn í langan tíma og sagðist vera orðinn alheilbrigður. Fólkið hélt að ég væri orðinn ruglaður, sem vonlegt var, það var búið að dæma mig til dauða.“ Jón sagðist í kjölfarið hafa ákveðið að halda veislu Drottni sín- um til heiðurs fyrir lífið, en af því hafi hins vegar aldrei orðið. Það var svo ekki fyrr en hann leit á turnspíru kirkjunnar að hann ákvað að efna fornt heit. „Auk þess að vera þakklæti mitt til Drottins vona ég að krossinn geti einnig ver- ið sáluhjálp þeim sem eru hjálpar þurfi,“ sagði Jón að lokum. Færir Ytri-Njarðvíkurkirkju kross á turnspíruna Ákvað að efna fornt heit Njarðvík Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Jón B. Georgsson hefur sterkar taugar til svæðisins sem Ytri-Njarðvíkur- kirkja stendur á. Þar skautaði hann sem ungur drengur, en græna báru- járnshúsið aftan við kirkjuna er æskuheimili Jóns, Brekka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.