Morgunblaðið - 13.02.2003, Page 20

Morgunblaðið - 13.02.2003, Page 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÓTEL BORGARNES Sími 437 1119 hotelbo@centrum.is  Árshátíðir Ráðstefnur Fundir H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.727.977 kr. 172.798 kr. 17.280 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.525.592 kr. 152.559 kr. 15.256 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 3.083.433 kr. 308.343 kr. 30.834 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.866.124 kr. 286.612 kr. 28.661 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 12.648.266 kr. 2.529.653 kr. 252.965 kr. 25.297 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 11.668.928 kr. 2.333.786 kr. 233.379 kr. 23.338 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.948.360 kr. 1.989.672 kr. 198.967 kr. 19.897 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.766.497 kr. 1.953.299 kr. 195.330 kr. 19.533 kr. Innlausnardagur 15. febrúar 2003. Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Húsbréf KRAKKARNIR úr 9. og 10. bekk Höfðaskóla stóðu fyrir íþróttamara- þoni um síðustu helgi. Voru krakk- arnir á fullu við íþróttaæfingar frá klukkan 6 á föstudagskvöld til klukkan 12 á hádegi á laugardag. Höfðu krakkarnir safnað áheitum áður en þessi 18 tíma törn byrjaði og söfnuðust í ferðasjóð um 400 þúsund krónur. Tveir elstu bekkir Höfðaskóla stefna á að fara í skólaferðalag til Danmerkur í vor. Hafa krakkarnir verið duglegir að afla fjár í ferðasjóð sinn með sölumennsku, vinnu og skemmtunum. Íþróttamaraþonið var því einn þáttur í fjáröflun þeirra fyrir ferðina. Maraþonið fór þannig fram að krakkarnir skiptu sér í þrjá hópa og síðan voru alltaf tveir hópar inni á vellinum í einu en einn hópur hvíldi sig. Hver íþróttagrein var stunduð í klukkutíma í senn en þá tók næsta grein við. Krakkarnir voru því á fullu í 40 mínútur en hvíldu síðan í 20. Endað með teygjuæfingum Greinarnar sem krakkarnir æfðu og kepptu í voru margs konar; fót- bolti, badminton, körfubolti, frjálsar íþróttir, blak, eróbikk og kántrý- dansar. Maraþonið endaði svo með rólegum teygjuæfingum undir stjórn skólahjúkrunarfræðingsins en síðan fóru krakkarnir hver til síns heima að sofa og hvíla sig enda margur orðinn framlágur eftir að hafa hamast á fullu í 18 klukkutíma. Foreldrar krakkanna skiptust á að vera með þeim í íþróttahúsinu all- an tímann og sáu um að krakkarnir hefðu nóg að bíta og brenna meðan á átakinu stóð. Var tekið til þess hve krakkarnir sýndu mikinn íþrótta- anda því ekki féll eitt styggðaryrði þeirra á milli þótt mörgum hlypi kapp í kinn í sumum keppnunum. Krakkarnir voru þreyttir þegar maraþoninu lauk á laugardag enda ferðasjóðurinn 400 þúsund krónum ríkari. Ferðasjóðurinn digrari eftir íþróttamaraþon Skagaströnd Í VETUR festi Skútustaðahreppur kaup á öflugum snjótroðara til að nota á skíðasvæðinu í Sandabotna- fjalli við Kröflu.Troðarinn er frá Kassbohrer í Austurríki með 240 ha vél og í mjög góðu ástandi. Nutu menn góðrar aðstoðar Ak- ureyringa þegar hann var keypt- ur. Fyrir tveimur vetrum var sett upp togbraut í fjallinu og þannig komið til móts við mikinn skíða- áhuga í sveitinni. Fljótt sýndi sig að ekki er boðlegt skíðasvæði nema því fylgi snjótroðari og því var ráðist í þessi kaup. Hrepp- urinn á troðarann en Íþrótta- félagið Mývetningur annast rekst- urinn. Á sama stað er einnig mjög gott gönguskíðaland. Nægur og góður snjór er nú í Mývatnssveit, þótt ekki sé hægt að tala um snjó- þyngsli. Morgunblaðið/BHF Snjótroðari Mývetninga í brekkunni. Mývetningar troða snjóinn Mývatnssveit FIMMTUDAGINN 6. febrúar þótti ásæða til að draga fána að húni við bæjarskrifstofurnar í Snæfellsbæ í Röst á Hellissandi. Tilefnið var að þá um daginn hafði mennta- málaráðherra, Tómas Ingi Olrich, samþykkt stofnun fram- haldsskóla á Snæfellsnesi. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa komið sér saman um að skólinn verði í Grundarfirði, miðsvæðis milli þéttbýlisstaðanna Hellissands, Ólafsvíkur og Stykkishólms. Þau hafa í sameiningu beitt sér fyrir framgangi þessa málefnis á undanförnum misserum. Skól- inn á að taka til starfa haustið 2004. Í ár verður ráðinn starfsmaður til að undirbúa starfsemina. Sú frétt birtist á sama tíma og ákvörðunin um skóla- stofnunina að Vegagerðin myndi bjóða út innan fárra daga framkvæmdir við brúar- og vegagerð yfir Kolgrafarfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Vinna við verkið hæfist á komandi hausti og yrði lokið 2005, þó með von um að að umferð gæti hafist um veginn á haustdögum 2004. Þessi vegagerð mun breyta miklu fyrir Snæfellinga. Auk þess að stytta vegalengd og losna við erfiða vegar- kafla vegna veðuraðstæðna verður eftir að brúin kemur á Kolgrafarfjörð allt samstarf íbúanna innan Snæfellsness auðveldara og sjálfsagðara. Kolgrafarfjörður brúaður Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Flaggað við bæjarskrifstofur Snæfellsbæjar í tilefni af samykkt um framhaldsskóla á Snæfellsnesi. Hellissandur VOLG mjólk beint úr kúnum þykir góður drykkur og þann drykk kunna margir vel að meta. Petrína Rós, sem er virðuleg fimm ára læða ættuð úr Laxárnesi í Aðaldal, er mikið fyrir mjólk. Best þykir henni að geta tekið svolítinn toll af spenvolgri, freyð- andi mjólk sem ætluð er kálfum í lok mjalta. Á myndinni má sjá hvar Petrína Rós hefur komið sér vel fyrir við kálfafatið og rennir ljúflega niður volgum sopanum sem fer vel í mag- ann. Að því loknu er gott að fá sér lúr í dúnmjúku kattarúminu og sofna sætum blundi því ekki er hægt að segja að naumt sé skammt- að í kálfafatið og læðan verður ágætlega södd af drykknum. Petrína Rós kann vel að meta það þegar hún kemst í að drekka glóðvolga kálfamólkina. Mjólk er mjög góð Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.