Morgunblaðið - 13.02.2003, Síða 43

Morgunblaðið - 13.02.2003, Síða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 43 PATREKUR Jóhannesson, lands- liðsmaður í handknattleik, hefur tekið þá ákvörðun að yfirgefa þýska úrvalsdeildarliðið Essen í sumar. Samningur Patreks við fé- lagið rennur þá út en hann hefur leikið með því undanfarin sex ár. Patrekur var með tilboð frá Essen um að framlengja samninginn en hann tilkynnti forráðamönnum fé- lagsins í gær að hann ætlaði að fara frá liðinu í sumar og reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum. Patrekur er með tilboð frá þýska úrvalsdeildarliðinu Grosswallstadt, sama liði og Snorri Steinn Guð- jónsson gengur til liðs við á næstu leiktíð, og Bidasoa á Spáni, sem Heiðmar Felixson leikur með. Þá hafa annað spænskt lið, Portland San Antonio, og Göppingen í Þýskalandi sýnt íslenska landsliðs- manninum áhuga en Göppingen vantar leikstjórnanda eftir að Jörn Schläger ákvað að skrifa ekki undir nýjan samning við liðið.  HAUKUR Ingi Guðnason skrifaði í gær undir samning við Fylki og er samningurinn til þriggja ára.  MARCEL Desailly, varnarmaður og hjá Chelsea, lék sinn 103. lands- leik með Frökkum gegn Tékkum í París í gærkvöldi og jafnaði lands- leikjamet fyrrverandi félaga síns Didier Deschamps.  WALES setti nýtt met undir stjórn Marks Hughes í gærkvöldi – í leik gegn Bosníu. Velska landsliðið hefur leikið níu leiki í röð án þess að tapa og er það besti árangur liðsins í 127 ára sögu landsliðs Wales.  ÁSTRALAR gerðu sér lítið fyrir og lögðu Englendinga að velli, 3:1, í vináttulandsleik á Upton Park. Þetta er fyrsti sigur Ástrala í við- ureignum þjóðanna. Sven-Göran Er- iksson, landsliðsþjálfari Englands, tefldi fram mörgum nýliðum og þótti enskum fjölmiðlum nóg um tilrauna- starfsemi hans.  WAYNE Rooney frá Everton var einn nýliðanna, og varð yngsti lands- liðsmaður Englands frá upphafi, ný- orðinn 17 ára. Annar nýliði, Francis Jeffers frá Arsenal, skoraði mark Englands og minnkaði muninn í 1:2.  BRASILÍUMENN urðu að sætta sig við markalaust jafntefli á móti Kínverjum. Heimsmeistarararnir stilltu upp sínu sterkasta liði með stórstjörnurnar Ronaldo, Rivaldo, Ronaldinho og Roberto Carlos inn- anborðs en allt kom fyrir ekki. Ron- aldo varð fyrir meiðslum í fyrri hálf- leik og lék ekki í síðari hálfleik.  GUÐNI Bergsson og félagar hans í Bolton eru í æfingabúðum í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um þar sem þeir búa sig undir kom- andi átök. Næstkomandi helgi er bikarhelgi og þar sem Bolton er úr leik ákváðu forráðamenn liðsins að halda suður á bóginn og æfa við góð- ar aðstæður í sól og sumaryl.  TEITUR Þórðarson, þjálfari Lyn í Noregi, vill gjarnan fá einn af sínum gömlu lærisveinum frá Brann, Pett- er Furuseth-Olsen, til liðs við Lyn. Forráðamenn Brann eru ekki reiðu- búnir til að láta sóknarmanninn af hendi og hafa sett hátt verð á hann.  BODE Miller frá Bandaríkjunum varð í gær heimsmeistari í stórsvigi. Miller var með fjórða besta tímann eftir fyrri ferðina en náði frábærri síðari ferð og nældi sér þar með í önnur gullverðlaun sín á mótinu. Austurríkismaðurinn Hans Knauss, hafnaði í öðru sæti og Erik Schlopy, Bandaríkjunum, varð þriðji.  ÞÓRIR Jónsson úr FH var á dög- unum kjörinn formaður samtaka Símadeildarfélaga karla í knatt- spyrnu. Með honum í stjórn eru Vignir Þormóðsson úr KA, Ámundi Halldórsson úr Fylki og Finnur Thorlacius úr Fram. FÓLK SIGURÐUR Bjarnason, lands- liðsmaður í handknattleik, er meiddur í hné og hætt er við að hann verði frá keppni í nokkurn tíma. Ljóst er að hann spilar ekki með Wetzlar í þýsku 1. deildinni á næst- unni. „Já, meiðslin í hnénu líta ekki vel út. Læknarnir hérna vita þó ekki enn hvað þetta er en ég fer í aðgerð á morg- un (í dag) og þá kemur í ljós hve alvarlegt þetta er og hversu lengi ég verð frá,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið í gær. Sigurður sagði ennfremur að framhaldið hjá sér væri óljóst ennþá, hvort hann yrði áfram með Wetzlar eða myndi breyta til að þessu keppnistímabili loknu. Valsmenn komu til leiks 21 stigi og11 sætum fyrir ofan Aftureld- ingu í 1. deildinni og það mætti ætla að þeir hafi haldið að það eitt og sér myndi nægja þeim til sig- urs. Strákarnir úr Mosó, sem aðeins hafa fengið 10 stig í deildakeppninni í vetur og eiga litla von um frekari frama þar, voru í öðrum hugleiðing- um. Þeir mættu geysilega einbeittir til leiks, og þá ekki síður fjölmargir stuðningsmenn þeirra sem risu á fæt- ur og lásu dagblöð á meðan leikmenn Vals voru kynntir. Hvort það sló Hlíðarendapiltana út af laginu er ómögulegt að segja, en eftir fimm mínútur stóð 4:0 fyrir Aftureldingu. Bjarki Sigurðsson þjálfari hélt sig til hlés til að byrja með og horfði á læri- sveina sína útfæra varnarleik sinn á listilegan hátt. Þeir léku afbrigði af 5/1, komu vel út á móti Snorra Steini Guðjónssyni og Markúsi Mána Mich- aelssyni og brutu þannig sóknarleik Vals á bak aftur. Þegar þeir félagar fóru að finna leiðir í gegn og minnka muninn mætti Bjarki sjálfur til leiks og hjálpaði til við að breikka bilið á ný með glæsilegum mörkum. Staðan var 15:10 í hléi og um miðj- an síðari hálfleik benti fátt til þess að spennustigið ætti eftir að aukast. Aft- urelding náði mest sjö marka forskoti og brautin virtist bein. En þá loks fóru Valsmenn að sýna lífsmark í vörn og sókn, auk þess sem Roland Valur Eradze færðist allur í aukana í markinu. Hann var daufur í fyrri hálfleik, meiddist á hné í upphitun og komst ekki í gang, en þegar allt virt- ist tapað gaf hann sínum mönnum tóninn með því að verja tvö vítaköst. Sóknarleikur Aftureldingar hrundi gjörsamlega seinni hluta leiksins, lið- ið skoraði eitt mark á 15 mínútum og Valur jafnaði í fyrsta skipti, 22:22, úr vítakasti þegar hálf þriðja mínúta var eftir. Það gerðist rétt eftir að leik- klukkan bilaði og róaði um stund æsta leikmenn, þjálfara og áhorfend- ur sem voru að bugast af spennunni. Daði Hafþórsson kom Aftureld- ingu yfir tveimur mínútum fyrir leikslok, 23:22, og eftir það voru markverðirnir í aðalhlutverkum. Reynir Þór Reynisson, sem átti stór- góðan leik í marki Mosfellinga, kom í veg fyrir að Valur jafnaði. Roland hélt spennu í leiknum með því að verja tvívegis glæsilega í lokasókn Aftureldingar og gaf sínum mönnum eitt tækifæri í viðbót. En það var Reynir Þór sem sá endanlega um að koma Mosfellingum í Höllina með því að verja frá Markúsi Mána 8 sekúnd- um fyrir leikslok. Það voru varnarleikurinn og mark- varslan sem fleyttu leikmönnum Aft- ureldingar alla leið, ekki síst á loka- kaflanum þegar Valsmenn voru búnir að brjóta sóknarleik þeirra algjörlega niður. Sterk liðsheild, með Reyni Þór sem besta mann, sigurvilji og stemn- ing einkenndu leik liðsins. Miðað við þessa frammistöðu er með ólíkindum að liðið skuli sitja í 12. sæti 1. deildar. Reyndar má á sama hátt segja að það sé einkennilegt að Valsliðið skuli vera með fjögurra stiga forskot í deildinni og með svona áframhaldi er það ekki líklegt til afreka á Íslands- mótinu. Sóknarleikur þess var ein- hæfur og ráðleysislegur lengst af og byggðist nánast eingöngu á Snorra og Markúsi, sem skoruðu fyrstu níu mörkin. Horna- og línumennirnir fengu ekki boltann langtímum sam- an. En Valsmenn sýndu styrk sinn á lokakaflanum þegar þeir unnu upp sjö marka forskot og þrátt fyrir slak- an leik í 45 mínútur voru þeir merki- lega nálægt sigrinum. Patrekur á förum frá Essen Patrekur Jóhannesson Sigurður í aðgerð á hné Reynir kom Aftur- eldingu í úrslitin MOSFELLINGAR stigu sannkallaðan stríðsdans á Hlíðarenda í gær- kvöld þegar Afturelding vann óvæntan en sanngjarnan sigur á toppliði 1. deildar, Val, 23:22 og tryggði sér sæti í bikarúrslita- leiknum í Laugardalshöll. Afturelding leikur því til úrslita í annað skipti í sögu félagsins. Mosfellingar, sem urðu bikarmeistarar árið 1999, mæta þar liði HK og með þessum úrslitum hafa þeir heldur betur bjargað sínu tímabili fyrir horn. Víðir Sigurðsson skrifar   & :; < 9; 4 88- 8 4; & $  9% 2 ?   = =        $  9% 2 % . 78 = > = - "- % ) 8 75 >  =                        Morgunblaðið/Árni Sæberg Sverrir Björnsson, leikmaður Aftureldingar, fagnar ógurlega ásamt samherjum og stuðnings- mönnum liðsins eftir sigurinn á Val. Sverrir mætir sínum gömlu félögum í HK í úrslitaleiknum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.