Morgunblaðið - 26.02.2003, Side 1

Morgunblaðið - 26.02.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 55. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 mbl.is Var Stalín myrtur? Fullyrt að félagar Stalíns hafi byrlað honum eitur Erlent 17 Mjóddin og fótboltinn Róbert Douglas er með tvær myndir á prjónunum Fólk 49 Ómar og smábílarnir Draumabílar Ómars Ragnars- sonar eru litlir Bílar 4 HANS Blix, yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak, sagði í gær að stjórnvöld í Bagdad hefðu á síðustu dögum sýnt verulega bættan sam- starfsvilja með því að leggja fram mikilvæg gögn um vopnaáætlanir sínar. Engin skýr svör hefðu hins vegar enn fengizt við kröfunni um eyðingu Al Samoud 2-eldflauga íraska hersins. Að sögn Blix hafa Írakar sent vopnaeftirlits- mönnum ný bréf og í þeim sé að finna „nokkur já- kvæð atriði sem nauðsynlegt er að kanna nánar“. Þar á meðal að svokölluð R-400-sprengja, fyllt vökva, hefði fundizt á stað sem vitað er að Írakar hefðu áður notað til að eyða efnavopnum. Tareq Aziz, varaforsætisráðherra Íraks, stað- hæfði að Íraksstjórn hefði enn ekki tekið ákvörðun um hvort orðið yrði við kröfum vopnaeftirlits- manna um eyðingu eldflauganna. Þessi staðhæfing var þó í ósamræmi við orð sem Saddam Hussein Íraksforseti lét falla í sjónvarpsviðtali sem sýnt verður á bandarísku CBS-stöðinni í dag. Írakar eru enn að framleiða og prófa Al Samoud 2-flaugarnar, eftir því sem Hiro Ueki, talsmaður vopnaeftirlitsmanna, lét hafa eftir sér. Annar talsmaður Íraksstjórnar, Amer al-Saadi hershöfðingi, sagði að samstarfið um afvopnunar- málin hefði tekið áþreifanlegum framförum. „Eitt lokatækifæri enn“ George Bush Bandaríkjaforseti lét sér í gær fátt finnast um yfirlýsingar Íraka um bætt samstarf við fulltrúa SÞ. Hann sagðist búast við því að Saddam Hussein myndi „einu sinni enn reyna að villa um fyrir heiminum“ með því að opinbera upplýsingar um vopnaeign sem hann hefði áður neitað að ráða yfir. Brezki forsætisráðherrann Tony Blair sagði í ræðu á þingi að Írakar hefðu „eitt lokatækifæri enn“ til að afvopnast með friðsamlegum hætti. Reuters Hans Blix ávarpar blaðamenn í gær. Blix segir Íraka vera að bæta ráð sitt Bagdad, Sameinuðu þjóðunum. AP.  Eldflaugadeilan/16 LANDSVIRKJUN hefur ákveðið að hefja þegar í stað framhalds- viðræður við Norðurál um orku- öflun vegna stækkunar álversins á Grundartanga þar sem hún telur að arðsemi af breyttri Norðlinga- ölduveitu sé nægjanleg við fyrstu sýn. Forstjóri Landsvirkjunar tel- ur að ef allt gangi eftir eigi að vera hægt að byrja að afhenda Norður- áli raforku í lok árs 2005 og að full- um afköstum verði náð í upphafi ársins 2006. Viðræðum Landsvirkjunar við Orkuveitu Reykjavíkur og Hita- veitu Suðurnesja, sem koma að verkefninu með Landsvirkjun, verður haldið áfram og gera menn sér vonir um að flýta megi útboð- um þannig að verklegar fram- kvæmdir geti hafist þegar á þessu ári. Norðurálsmenn telja að með yf- irlýsingu Landsvirkjunar hafi náðst mikilvægur áfangi í átt til þess að stækkað álver með 180 þúsund tonna ársframleiðslu verði að veruleika og að nú muni félagið hefja að leita eftir samningum um fjármögnun stækkunarinnar sem kosta mun um 25 milljarða króna. Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra segir yfirlýsingu Landsvirkjunar jákvæða og hún staðfesti jafnframt að úrskurður Jóns Kristjánssonar, setts um- hverfisráðherra, um breytingar á Norðlingaölduveitu hafi verið réttur. Ráðherra hyggst kynna tvö frumvörp á ríkisstjórnarfundi í vikunni þannig að hægt verði að afgreiða þau fyrir þinglok í næsta mánuði. Forstjórar Orkuveitunn- ar og Hitaveitu Suðurnesja telja sig geta staðið við sinn hluta af samkomulagi um raforkuöflunina með Landsvirkjun. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að vand- lega hafi verið farið yfir úrskurð Jóns og fyrirtækið hafi fundið fyr- ir miklum stuðningi og ánægju með úrskurðinn. Landsvirkjun vilji finna hagstæðustu útfærsl- una á grundvelli úrskurðarins. „Okkar markmið er fyrst og fremst að halda okkur utan frið- landsins.“ Allar líkur á að fram- kvæmdir geti hafist í haust Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra telur allar líkur á að framkvæmdir við stækkun álvers Norðuráls geti hafist strax í haust enda sé það mikilvægt vegna ann- arra stóriðjuverkefna. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls, segir fyrstu niðurstöð- ur Landsvirkjunar jákvæðar. „Þetta þýðir að við getum farið að leita í fullri alvöru eftir samning- um um fjármögnun stækkunar- innar og sölu aukinnar fram- leiðslu. Ég geri ráð fyrir að endanleg mynd verði komin á þetta eftir fjóra til sex mánuði.“ Raforka til Norðuráls 2005 – full afköst 2006  Framkvæmdum flýtt/10–11 Vonast til að framkvæmdir orkufyrirtækja hefjist á árinu FLUGLEIÐA-samsteypan mun ráða um 750 manns til starfa í sumar og þar af verða um eitt hundrað starfsmenn fastráðnir í tengslum við opn- un Nordica-hótelsins í vor, sem verður stærsta hótel landsins. Þetta eru nokkuð fleiri starfsmenn en ráðnir voru í fyrra. Störfin dreifast víða um landið, m.a. á Eddu-hótelin. Fast að þrjú þúsund starfsmenn Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að hjá Flugleiðasamsteypunni séu menn bjartsýnni nú en í fyrra og gert sé ráð fyrir 7% fjölgun er- lendra ferðamanna hjá Flugleiðum á árinu. „Við sjáum ágætis bókanir á flestum vígstöðvum, bæði til og frá landinu með Icelandair og eins hjá Flug- leiðahótelunum og öðrum félögum á okkar vegum.“ 750 ráðnir hjá Flugleiðum Bjartsýnni á horfurnar en í fyrrasumar RÚMLEGA 700 manns mættu á fund um les- blindu í Fjölbrautaskólanum í Ármúla í gær- kvöldi. Samkomusalur skólans var fullur út úr dyrum og þurftu margir frá að hverfa. „Það voru brosandi andlit sem gengu hér út. Fundurinn var mjög jákvæður, það var hlegið og fólk kynntist spennandi leiðum til að sigrast á lesblindu,“ sagði Sveinbjörg Sveinbjarnardóttir, sem skipulagði fundinn ásamt Elínu Vilhelmsdóttur. Þær eru um- sjónarkennarar lesblindra nemenda við FÁ og fengu Axel Guðmundsson til að kynna svokallað Davis-kerfi sem á að hjálpa les- blindum. Fundargestir, sem Morgunblaðið ræddi við, voru á því að hin mikla aðsókn að fund- inum sýndi vel hversu umfangsmikið vanda- mál lesblinda væri og brýn þörf á lausnum, sem virkuðu. Fundurinn dróst á langinn og sagði Sveinbjörg að fólk hefði hreinlega ekki viljað fara. Hún sagði að fólk hefði fengið mikinn stuðning hvert frá öðru. Margir sem þarna voru glímdu sjálfir við lesblindu, sumir vildu kenna lesblindum og aðrir leiðbeina börnum sínum. Hún sagði að nokkrir hefðu talið Davis- kerfið jafnvel ýta undir of miklar væntingar þótt vonin leiði fólk langt áfram. „Allir sem þarna komu voru að leita lausna,“ sagði Sveinbjörg. Morgunblaðið/Kristinn Fullt út úr dyrum á fundi um lesblindu og margir urðu frá að hverfa „Allir sem komu að leita lausna“ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.