Morgunblaðið - 26.02.2003, Side 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LANDSVIRKJUN telur arðsemi af
breyttri Norðlingaölduveitu, eins
og hún var lögð upp í úrskurði setts
umhverfisráðherra, nægjanlega
miðað við fyrstu skoðun á úrskurð-
inum. Hefur því verið ákveðið að
hefja strax framhaldsviðræður við
Norðurál um orkuöflun vegna
stækkunar álversins á Grund-
artanga úr 90 í 180 þúsund tonn.
Jafnframt halda áfram viðræður
við Orkuveitu Reykjavíkur og Hita-
veitu Suðurnesja þar sem ætlunin
er að orkuöflunin verði samstarfs-
verkefni orkufyrirtækjanna
þriggja. Þess er vænst að flýta megi
útboðum þannig að verklegar fram-
kvæmdir geti hafist þegar á þessu
ári. Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, telur að ef allt
gangi eftir eigi að vera hægt að
byrja afhendingu orku til Norðuráls
í lok árs 2005 og fullum afköstum
verði náð í upphafi ársins 2006.
Landsvirkjun sendi í gær frá sér
tilkynningu um málið þar sem fram
kemur að fyrstu niðurstöður á úr-
skurði setts umhverfisráðherra um
Norðlingaölduveitu séu jákvæðar
með tilliti til arðsemi verkefnisins. Í
tilkynningunni segir að mikilvægt
sé að flýta þessum framkvæmdum
eins og kostur sé, til að hægt verði
að dreifa fyrirhuguðum stóriðju-
verkefnum og koma í veg fyrir of
mikið framkvæmdaálag á árunum
2005 og 2006. Vegna breytinga sem
gera þurfi á veitunni í samræmi við
úrskurð setts umhverfisráðherra,
Jóns Kristjánssonar, sé nauðsynlegt
að frekari rann-
sóknir eigi sér
stað í sumar. Í
úrskurðinum
var einkum
kveðið á um að
uppistöðulón
færi út úr frið-
lýstu svæði
Þjórsárvera og
gerð var tillaga
um lónhæð í 566
metra yfir sjáv-
armáli. Samkvæmt því færi flat-
armál lónsins úr tæpum 30 ferkíló-
metrum niður í um þrjá
ferkílómetra. Í úrskurðinum heim-
ilaði Jón einnig gerð setlóns undir
jökli austan Arnarfells með miðlun
vatns í Þjórsárlón og tilheyrandi
leiðigörðum, stíflum og skurðum.
Landsvirkjun ekki bundin af
lóni í 566 metra hæð yfir sjó
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir við Morg-
unblaðið að vandlega hafi verið far-
ið yfir úrskurð Jóns Kristjánssonar
um verulega breytta útfærslu á
Norðlindaölduveitu. Fyrirtækið
hafi fundið fyrir miklum stuðningi
og ánægju með úrskurðinn. Hann
leggur áherslu á að Landsvirkjun
vilji finna hagstæðustu útfærsluna á
grundvelli úrskurðarins og minnir
á að fyrirtækið sé ekki bundið af til-
lögu Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen, VST, um lónhæð í 566
mys. Landsvirkjun sé aðeins bundin
af því að fara með lónið út fyrir frið-
lýsta svæðið og því geti lónhæðin
farið í allt að 568,5 metra. Þetta eigi
eftir að ákveða nánar eftir frekari
rannsóknir, m.a. á því hvar stífl-
ustæðið og veituleiðir eigi að koma.
„Okkar markmið er fyrst og
fremst að halda okkur utan frið-
landsins, í samræmi við úrskurð-
inn,“ segir Friðrik en Landsvirkjun
mun á næstunni einnig eiga við-
ræður við Umhverfisstofnun og
heimamenn um skipulagsmál og
fleiri þætti.
Landsvirkjun og Norðurál und-
irrituðu viljayfirlýsingu í ágúst sl.
um að unnið yrði að orkuöflun
vegna áforma um stækkun álvers-
ins í tveimur áföngum, fyrst úr 90
þúsund tonna ársframleiðslu í 180
þúsund tonn og síðan upp í 240 þús-
und tonna álver. Reiknað var með
að Landsvirkjun myndi útvega orku
sem svarar til 70 MW afls í fyrri
áfanga, Orkuveita Reykjavíkur 40
MW og Hitaveita Suðurnesja 40
MW. Með úrskurði setts umhverf-
isráðherra gæti vantað upp á 10–15
MW hjá Landsvirkjun sem þyrfti að
fá annars staðar.
Mikilvægt að byrja á þessu ári
Friðrik segir að vegna mats á um-
hverfisáhrifum Norðlingaölduveitu
hafi málið tafist en nú verði þess
freistað að flýta framkvæmdum
eins og mögulegt er. Ef samningar
náist á grundvelli viðræðna og fyrr-
nefndrar viljayfirlýsingar segir
Friðrik að framkvæmdir geti jafn-
vel hafist þegar á þessu ári við vissa
Landsvirkjun telur arðsemi af breyttri Norðlingaöldu
Eftir stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga yrði framleiðslugeta verksmiðjunnar 180 þúsund tonn.
Mögulegt að Norðurál fái orku afhenta
undir lok 2005 og í ársbyrjun 2006
Friðrik
Sophusson
Framkvæmdum flýtt
eins og mögulegt er
GUÐMUNDUR
Þóroddsson, for-
stjóri Orkuveitu
Reykjavíkur,
segir að þar sem
þegar hafi verið
tekin ákvörðun
um að flýta
framkvæmdum
við Nesjavalla-
virkjun, þaðan
sem áætlað er að
um 40 MW komi
vegna fyrirhugaðrar stækkunar
Norðuráls, þurfi ekki að grípa til
sérstakra aðgerða vegna yfirlýs-
ingar Landsvirkjunar um að flýta
framkvæmdum við Norðlingaöldu-
veitu.
Í síðustu viku var ákveðið að
Orkuveitan myndi flýta fram-
kvæmdum fyrir um 1.200–1.700
milljónir króna svo meginþungi
þeirra verði á þessu ári og því
næsta í stað áranna 2005–2006.
Áætlað er að fjórða vélasamstæðan
við Nesjavallavirkjun, sem eykur
raforkuframleiðslu úr
90 MW í 120 MW, verði tilbúin
um áramótin 2005–6, en fram-
kvæmdir munu hefjast strax í vor.
Eftir er að ganga frá nokkr-
um atriðum við Landsvirkjun
„Við höfðum reiknað með því að
fara hratt í þessa virkjun fyrir
Norðurál, en við þurfum að herða
okkur enn frekar,“ sagði Guð-
mundur í gær. „Þar sem orkan
mun koma frá Nesjavöllum, þar
sem við höfum verið með virkjun í
fimmtán ár, er ekki margt nýtt
sem við eigum von á þar,“ segir
Guðmundur spurður um hvort fara
þurfi í rannsóknir á svæðinu til að
flýta enn frekar fyrir framkvæmd-
um.
Guðmundur segir að enn eigi eft-
ir að ganga frá nokkrum atriðum
við Landsvirkjun varðandi orkuöfl-
unina. „Það er verið að ganga frá
magni, verði, tímasetningum og af-
hendingu og þess háttar endan-
lega. Það verður gengið frá þessu
að einhverju leyti í þessari viku, en
það mun taka einhverjar vikur að
ganga endanlega frá samningnum.“
Guðmundur
Þóroddsson, forstjóri OR
„Höfðum reikn-
að með að fara
hratt í virkjun“
Guðmundur
Þóroddsson
JÚLÍUS Jóns-
son, forstjóri
Hitaveitu Suður-
nesja, segir að
fyrirtækið geri
sér vonir um að
geta staðið við
sinn hluta af sam-
komulagi um raf-
orkuöflun vegna
stækkunar Norð-
uráls og jafnvel
lagt til aukaorku. „Mér skilst að með
úrskurði varðandi Norðlingaöldu hafi
tapast um 100 gígavattsstundir frá því
sem áætlað var. Við gerum okkur von-
ir um að geta útvegað það sem upp á
vantar. Ég held að á þessum tíma
séum við þeir einu sem gætum útveg-
að það.“
Samkvæmt samkomulagi milli
Landsvirkjunar, Hitaveitunnar og
Orkuveitu Reykjavíkur átti Lands-
virkjun að útvega 70 MW en Orkuveit-
an og Hitaveitan 40 MW hvor fyrir sig.
Júlíus segir að aðilar samkomu-
lagsins muni funda á morgun þar
sem farið verður ofan í saumana á
málinu.
„Þetta snýst um að allir þrír fari af
stað, ég held að það sé ekki hægt að
útvega þetta [orkuna] innan þessa
tíma nema allir leggist á eitt,“ sagði
Júlíus. „Þetta er eins og við ætluðum
alltaf að gera, að vera tilbúnir fyrir
2005. Við erum þegar byrjaðir, erum
búnir að bora þrjár holur og höfum
verið í vinnslurannsóknum sem nauð-
synlegar eru úti á Reykjanesi, mjöð-
urinn er erfiður þar.“
Júlíus Jónsson, forstjóri
Hitaveitu Suðurnesja
Getum
vonandi útveg-
að meiri orku
Júlíus Jónsson
RAGNAR Guð-
mundsson, fram-
kvæmdastjóri
fjármálasviðs
Norðuráls, segir
að fyrstu niður-
stöður Lands-
virkjunar um
Norðlingaöldu-
veitu og ákvörð-
un um áfram-
haldandi
viðræður séu já-
kvæðar fréttir fyrir Norðurál og
mikilvægur áfangi í þá átt að
stækkun álversins verði að veru-
leika. Framkvæmdum seinki þó
um eitt ár, miðað við upphaflegar
áætlanir fyrirtækisins.
„Þetta þýðir að við getum farið
að leita í fullri alvöru eftir samn-
ingum um fjármögnun stækkunar-
innar og sölu aukinnar framleiðslu.
Ég geri ráð fyrir að endanleg
mynd verði komin á þetta eftir
fjóra til sex mánuði. Að þeim tíma
loknum ætti að vera hægt að taka
endanlega ákvörðun um stækk-
unina. Þetta er hins vegar mjög
mikilvægur áfangi í því að koma
málinu vel áfram,“ segir Ragnar
en stækkun Norðuráls er talin
kosta fyrirtækið um 25 milljarða
króna.
Ragnar segir að upphaflega hafi
Norðurál verið með óskir um að
stækkað álver, með 180 þúsund
tonna ársframleiðslu, yrði tekið í
notkun undir lok árs 2004. Nú sé
ljóst að því seinki um að minnsta
kosti eitt ár. Það eigi þó ekki að
hafa alvarleg áhrif. Þá gera áætl-
anir ráð fyrir að álver Norðuráls
verði stækkað í 240 þúsund tonn
árið 2009.
„Við höfum ekki sett mönnum
neina úrslitakosti hvað dagsetn-
ingar varðar heldur reynt að vinna
sameiginlega að því að finna lausn-
ir sem allir geta lifað með. Um-
hverfismatsferlið tók lengri tíma
en við sáum fyrir í upphafi en nú
er því lokið,“ segir Ragnar.
Endurskoðun
skattasamnings
Eitt af því sem Norðurál hefur
óskað eftir við stjórnvöld er end-
urnýjun á fjárfestingarsamningi
við stjórnvöld. Að sögn Ragnars
var fyrst farið fram á slíkar við-
ræður vorið 2001 en núgildandi
samningur frá árinu 1996 miðast
við ákveðna stærð álvers, ákveðin
fasteignagjöld, skattprósentur og
fleiri atriði. Norðurál hefur m.a.
óskað eftir því að greiða sambæri-
legan tekjuskatt og Alcoa samdi
um, þ.e. 18%, en Norðuráli ber að
greiða 33% tekjuskatt líkt og
Alcan í Straumsvík. Viðræður um
fjárfestingarsamninginn hófust
þegar í gær með fulltrúum iðn-
aðarráðuneytisins.
Ragnar Guðmundsson
Norðuráli
Jákvæðar frétt-
ir og mikil-
vægur áfangi
Ragnar
Guðmundsson
GÍSLI Gíslason,
bæjarstjóri á
Akranesi og
hafnarstjóri
Grundartanga-
hafnar, segist
vera afar ánægð-
ur með yfirlýs-
ingu Landsvirkj-
unar frá því í
gær um Norð-
lingaölduveitu og
stækkun Norðuráls.
„Við höfum lagt mikið upp úr því
að þetta mál fái farsælan fram-
Gísli Gíslason,
bæjarstjóri Akraness
Afar ánægður
með yfirlýsingu
Landsvirkjunar
Gísli Gíslason
VALGERÐUR
Sverrisdóttir
iðnaðarráðherra
segir yfirlýsingu
Landsvirkjunar
vera mjög já-
kvæðar fréttir.
Hún staðfesti að
úrskurður setts
umhverfisráð-
herra um Norð-
lingaölduveitu
hafi verið réttur.
Valgerður hyggst á ríkisstjórnar-
fundi næsta föstudag kynna tvö
frumvörp sem stefnt er að fáist af-
greidd fyrir þinglok í næsta mán-
uði.
Valgerður segir að samkvæmt
úrskurðinum náist að tryggja
tvennt, annars vegar næga orku til
að hægt verði að ráðast í stækkun
Norðuráls og hins vegar sé vernd-
un Þjórsárvera tryggð.
Að sögn Valgerðar liggur fyrir
nýlegt samkomulag við sveitar-
félögin á Vesturlandi og hafnarsjóð
vegna stækkunar Norðuráls. Hún
telur allar líkur á að framkvæmdir
við stækkunina geti hafist strax í
haust, það sé mjög mikilvægt
vegna annarra stóriðjuverkefna.
Valgerður vonast til þess að
frumvörpin nái fram að ganga áður
en þingstörfum ljúki í marsmán-
uði. Það eigi að takast þar sem
þingmenn séu vel inni í málinu.
Frumvörpin eru annars vegar
vegna breytinga á lögum um raf-
orkuver, þ.m.t. Norðlingaölduveitu
og gufuaflsvirkjanir Orkuveitu
Reykjavíkur og Hitaveitu Suður-
nesja, og hins vegar vegna stækk-
unar Norðuráls í tveimur áföngum,
upp í 240 þúsund tonn. Að sögn
Valgerðar er síðarnefnda frum-
varpið svipaðs eðlis og vegna Alcoa
í Reyðarfirði.
Norðurál hefur óskað eftir sams-
konar fjárfestingarsamningi og Al-
coa og þar með sömu tekju-
skattsprósentu, eða 18% í stað
33%. Aðspurð segist Valgerður
ekki geta upplýst um innihald
frumvarpsins.
„Við skiljum þær óskir Norður-
áls að samningurinn verði í sam-
ræmi við það sem samið var um
við Alcoa,“ segir Valgerður.
Valgerður Sverrisdóttir
iðnaðarráðherra
Tvö frumvörp
vegna stækk-
unar Norðuráls
Valgerður
Sverrisdóttir