Morgunblaðið - 26.02.2003, Side 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Lands-
sambandi lögreglumanna:
„Ræða Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur á flokksfundi Samfylk-
ingarinnar í Borgarnesi hinn 9.
febrúar 2003 og tilsvör hennar í
fjölmiðlum í framhaldi af því, hafa
vakið undrun og óánægju hjá mörg-
um, meðal annars innan raða lög-
reglumanna. Mátti skilja orð henn-
ar svo, að aðrar en faglegar
ástæður geti legið að baki opin-
berra rannsókna sem tengjast til-
teknum fyrirtækjum á Íslandi, en í
ræðu sinni viðhafði hún eftirfarandi
orð:
„... Sama má segja um Baug,
Norðurljós og Kaupþing. Byggist
gagnrýni og eftir atvikum rannsókn
á þessum fyrirtækjum á málefna-
legum og faglegum forsendum eða
flokkspólitískum? Ertu í liði for-
sætisráðherrans eða ekki – þarna
er efinn og hann verður ekki upp-
rættur nema hinum pólitísku af-
skiptum linni og hinar almennu
gegnsæju leikreglur lýðræðisins
taki við.“
Stjórn Landssambands lögreglu-
manna telur það ábyrgðarhlut hjá
manneskju í þessari stöðu að tjá sig
um þessi mál með þeim hætti sem
hún gerði. Leggja má þann skilning
á ummæli hennar að hún hafi með
þeim í raun verið að vega að starfs-
heiðri lögreglunnar og eftir atvikum
ákveðnum eftirlitsstofnunum ríkis-
ins.
Ingibjörg Sólrún vék einnig að
trausti almennings í garð ýmissa
opinberra stofnana í ræðu sinni.
Þar fullyrðir hún að:
„Það hefur dregið verulega úr
trausti á öllum helstu stofnunum
samfélagsins – ríkisstjórn, ráðherr-
um, alþingi, stjórnmálamönnum,
stjórnmálaflokkum, lögreglu,
kirkju, fjölmiðlum og menntastofn-
unum.“
Hvað traust almennings til lög-
reglu varðar þá gengur sú fullyrð-
ing Ingibjargar Sólrúnar þvert á
niðurstöður allra viðhorfskannana
sem gerðar hafa verið síðustu ár, en
þær sýna að yfir 70% landsmanna
bera traust til lögreglunnar. Engin
önnur opinber stofnun hefur áunnið
sér svo mikils trausts almennings,
að undanskildum Háskóla Íslands.
Ingibjörg Sólrún er mikils met-
inn stjórnmálamaður í íslensku
samfélagi sem nær athygli almenn-
ings. Stjórn Landssambands lög-
reglumanna þótti því með öllu
óskiljanlegt hvað henni gekk til með
málflutningi sínum, sem var til þess
fallinn að grafa undan trausti al-
mennings á stofnunum samfélags-
ins, þ.m.t. lögreglunni.
Af þessu tilefni sendi stjórn
Landssambands lögreglumanna
bréf til Ingibjargar og óskaði skýr-
inga á ummælum hennar. Í fram-
haldi af því átti stjórn Landssam-
bands lögreglumanna fund með
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, að
hennar beiðni. Þar skýrði hún mál
sitt betur og tók af allan vafa um
það að hún hafi ekki með orðum
sínum ætlað að vega að lögreglunni
á nokkurn hátt og hafi orð hennar
verið túlkuð á þann veg þótti henni
það miður. Að fengnum hennar
skýringum er málinu lokið af hálfu
Landssambands lögreglumanna.
Stjórn Landssambands lögreglu-
manna frábiður sér að störf lögregl-
unnar séu dregin inn í pólitískar
umræður með þessum hætti.“
Yfirlýsing frá Landssambandi lögreglumanna
Málflutningur til þess fallinn að
grafa undan trausti á lögreglunni
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
hefur sent frá sér eftirfarandi
vegna yfirlýsingar stjórnar
Landssambands lögreglumanna:
„Vegna yfirlýsingar frá stjórn
Landssambands lögreglumanna
vil ég að eftirfarandi komi fram:
Það er fráleitt að túlka það sem
ég sagði í ræðu minni í Borg-
arnesi þann 9. febrúar sl. sem
gagnrýni á einstakar stofnanir í
landinu. Ég beindi orðum mínum
að stjórnmálamönnum sem með
orðum sínum og yfirlýsingum um
einstök fyrirtæki og einstaklinga
geta gert daglegt starf eftirlits-
stofnana hins opinbera tor-
tryggilegt.
Slíkt er afar óheppilegt og
stjórnmálamenn gera engum
greiða með dylgjum eða sleggju-
dómum af nokkru tagi. Mér þykir
miður ef lögreglumenn sjá
ástæðu til þess að taka gagnrýni
mína á stjórnmálamenn til sín og
finnst þeir reyndar teygja sig
heldur langt til þess að blanda
sér í hina pólitísku umræðu sem
skapast hefur vegna þessara orða
minna.“
„Beindi orðum mínum að
stjórnmálamönnum“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
TÓLF þekktir erlendir mat-
reiðslumeistarar eru komnir til
landsins til að taka þátt í íslenskri
matar- og skemmtihátíð, sem hald-
in er í annað sinn um helgina. Munu
þeir ásamt starfsbræðrum sínum á
Íslandi sýna listir sínar og elda sæl-
keramáltíðir fyrir gesti veitinga-
húsa höfuðborgarinnar. Í fyrra
vakti hátíðin athygli erlendis og er
gert ráð fyrir fjölda erlendra
fréttamanna til að fylgjast með
matgæðingunum.
Morgunblaðið/Kristinn
Matar-
skemmtun
VETRARHÁTÍÐ í Reykjavík hefst
annaðkvöld og stendur yfir fram á
sunnudag. Þetta í annað sinn sem
þessi hátið er haldin. Svanhildur
Konráðsdóttir, forstöðumaður Höf-
uðborgarstofu, segir tæplega 90 við-
burði á boðstólum fyrir fólk á öllum
aldri.
„Best er að lýsa stærstu viðburð-
unum sem sjónarpili,“ segir hún. Þá
er mikið unnið með samspil ljóss og
efnis til að fanga athygli áhorfand-
ans og skapa sérstæða upplifun. Sem
dæmi nefnir Svanhildur verðlauna-
verk sem verða sýnd á opnunar-
athöfninni á fimmtudagskvöld. Ann-
að þeirra byggist á ljóshýsi í
tjarnarhólmanum sem smám saman
fyllist af ljósi sem er veitt upp úr
tjörninni. Hitt samanstendur af
regnbogabrú og mun glitra yfir
tjörninni.
„Á föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld verður útibíó á Ing-
ólfstorgi,“ sem Svanhildur segir
verkefni af öðru toga og dirfskufullt
á þessum árstíma. „Á föstudeginum
opnar Haraldur Jónsson myndlistar-
maður verkið Tilfinningar á Skóla-
vörðustígnum hjá SPRON. Þá er til-
finningum varpað út á gangstéttina
og fólk getur gengið inn í um 80 til-
finningar og upplifað hverja og
eina.“
Níu metra hátt tjald úr vatni
Lokaathöfn vetrarhátíðarinnar í
Reykjavík verður í Elliðarárdalnum
á sunnudagskvöld. Þar hefur Orku-
veita Reykjavíkur útbúið níu metra
hátt tjald úr vatni. „Niður tjaldið
streymir niður glitrandi vatn og á
það verður varpað skemmtilegum og
óvenjulegum myndum,“ segir Svan-
hildur full eftirvæntingar enda sjón-
arspil helgarinnar nærandi fyrir sál
borgarbúa. Á bak við sjónarspilið
eru stofnanir að sýna sig í öðru ljósi
og leyfa fólki að gægjast bak við
tjöldin.
„Höfuðborgarstofa er að sjá um
þetta í fyrsta skipti núna. Við erum
spennt að vinna að þessu áfram og
þetta verði jafn ómissandi þáttur í
lífi borgarinnar á útmánuðum eins
og menningarnótt er síðsumars, “
segir Svanhildur. Þar að auki gæðir
þetta borgina lífi utan hefðbundins
ferðamannatíma, sem skapar sókn-
arfæri, léttir lund Íslendinga og
styttir biðina eftir vorinu.
Henni finnst vel við hæfi að fá sér-
staka gesti á Vetrarhátið frá Finn-
landi. „Það er mjög óvenjuleg hljóm-
sveit sem sett er saman af þremur
finnskum karlkyns verkfræðingum.
Þeir koma fram í kjólum og spila á
hljóðfæri sem eru búin til úr þvotta-
snúrum, þurrkgrindum og ýmsu sem
tengist þrifnaði,“ segir Svanhildur
sem telur þá óvenjulega, eilítið galna
en umfram allt ótrúlega skemmti-
lega.
Undanfarnar vikur hafa leikskóla-
börn í Reykjavík verið að vinna að
gerð mynda sem byggjast á þjóðsög-
um. „Þær verða hengdar á þvotta-
snúrur um Austurvöll á hádegi á
laugardaginn.“ Þetta er því hátíð
sem miðar að því að fjölskyldufólk
getur mætt á flesta viðburði og
skemmt sér saman.
Blað um vetrarhátíðina fylgdi
Morgunblaðinu í gær og einnig er
hægt að nálgast dagskrána á netinu
með því að smella á auglýsingu Vetr-
arhátíðar á Reykjavik.is og Mbl.is.
Fjölbreytt sjónarspil
á Vetrarhátíðinni
Karlar í kjólum
spila á þvotta-
snúrur
HRINGSKONUR fengu bjartsýnis-
verðlaun Framsóknarflokksins árið
2003. Verðlaunin voru veitt á
flokksþingi Framsóknar um
helgina.
Í ræðum Áslaugar Bjargar Vigg-
ósdóttur, formanns Hringsins, og
Halldórs Ásgrímssonar, formanns
Framsóknarflokksins, kom fram að
flokkurinn hefur lengi tengst bygg-
ingu Barnaspítala Hringsins. Ingi-
björg Pálmadóttir, þáverandi heil-
brigðisráðherra, tók fyrstu
skóflustungu sjúkrahússins, Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra
opnaði spítalann formlega á dög-
unum og Siv Friðleifsdóttir og
Hjálmar Árnason hafa verið for-
menn bygginganefndar.
Á myndinni tekur Áslaug Björg
Viggósdóttir við verðlaununum úr
hendi Halldórs Ásgrímssonar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hringurinn fékk
bjartsýnisverðlaunin
Á STJÓRNARFUNDI Viðskiptahá-
skólans á Bifröst sem haldinn var 15.
febrúar sl. var Lilja Mósesdóttir,
dr.phil. ráðin í
stöðu prófessors
við skólann á
grundvelli dóm-
nefndarmats.
Lilja Mós-
esdóttir er fyrsta
konan til að gegna
stöðu prófessors í
viðskipta- og hag-
fræði við íslensk-
an háskóla, segir í fréttatilkynningu.
Árið 1998 varði Lilja doktorsritgerð
sína við University of Manchester
Institute of Science and Technology
(UMIST), Management School. Áður
hafði Lilja lokið M.A. gráðu í hag-
fræði frá University of Sussex, Bret-
landi og B.A.A. gráðu í viðskipta- og
hagfræði frá University of Iowa,
Bandaríkjunum.
Undanfarin ár hefur Lilja starfað
sem sérfræðingur og háskólakennari
hér á landi og í Svíþjóð og á Græn-
landi. Lilja hefur verið virkur þátttak-
andi í evrópskum rannsóknaverk-
efnum og stýrir nú
rannsóknarverkefninu „Frá velferð-
arsamfélagi til þekkingarsamfélags“
sem hlotið hefur styrk úr 5. ramma-
áætlun ESB (sjá nánar www.bi-
frost.is/wellknow ). Nýlega gaf breska
forlagið Ashgate út bók Lilju sem ber
heitið The Interplay Between Gend-
er, Markets and the State in Sweden,
Germany and the United States.
Skipuð
prófessor á
Bifröst
ÍSLANDSDAGUR verður haldinn
hátíðlegur hinn 28. maí í Svíþjóð
með yfirskriftinni hestur, orka og
menning. Sendiráð Íslands í Sví-
þjóð stendur fyrir átaki til kynn-
ingar á Íslandi og er Íslandsdag-
urinn hluti af því.
Íslandsdagurinn fer fram í
Stokkhólmi og fara helstu viðburðir
dagsins fram í Kungsträgården í
hjarta borgarinnar. Garður þessi er
afar vinsælt sýningarsvæðiog fara
þar fram menningarviðburðir af
ýmsum toga meðal annars mun
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú,
syngja og íslenskir hestar verða
færðir sænskum líknarfélögum að
gjöf.
Orkufyrirtæki, ferðaskrifstofur,
hestafyrirtæki og fyrirtæki í mat-
vælaiðnaði eru meðal þeirra sem
kynna vörur sínar og þjónustu á Ís-
landsdaginn. Útflutningsráð Íslands
mun einnig skipuleggja þátttöku
nokkurra íslenskra tæknifyrirtækja
og munu þau í sameiningu efna til
ráðstefnu til að koma á viðskipta-
samböndum við sænsk fyrirtæki.
Íslandskynning
haldin í Svíþjóð
TENGLAR
..............................................
Heimasíða Íslandsdagsins er
www.islandsdagurinn.nu.