Morgunblaðið - 26.02.2003, Qupperneq 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HJÁ Pharmaco hf. er unnið að því að koma á
fót skrifstofu í Svíþjóð og er stefnt að því að
hún taki til starfa á þessu ári. Róbert Wess-
man, forstjóri Pharmaco, segir að þetta tengist
því að sænska lyfjaeftirlitið hafi nýlega sam-
þykkt markaðsleyfisumsóknir fyrir samheitalyf
frá fjórum markaðsaðilum af þunglyndislyfi
danska lyfjarisans Lundbeck, Cipramil. Þar á
meðal sé lyfið Citalopram, sem dótturfyrirtæki
Pharmaco í Danmörku, United Nordic Pharma,
hefur fengið samþykki sænska lyfjaeftirlitsins
fyrir. Það var hins vegar annað dótturfyrirtæki
Pharmaco, Omega Farma, sem þróaði
Citalopram á sínum tíma.
Að sögn Róberts er veltan með Cipramil í
Svíþjóð um fimm milljarðar íslenskra króna á
ári. Hann segir að ef vel takist til megi gera
ráð fyrir að Pharmaco geti jafnvel náð nokkur
hundruð milljóna króna veltu með sam-
heitalyfið Citalopram.
Reynt að stöðva framleiðslu Citalopram
Töluvert hefur verið fjallað í dönskum fjöl-
miðlum að undanförnu um tilraunir danska
lyfjarisans Lundbeck til að halda samheita-
lyfjafyrirtækjum eins og Pharmaco frá mark-
aði. Frumlyfjaframleiðendur eins og Lundbeck
fá 20 ára einkaleyfavernd til að standa straum
af þróunarkostnaði og til að ná ávöxtun á fjár-
muni sem settir eru í þróun. Að þeim tíma liðn-
um er heimilt að selja samheitalyf, þ.e. lyf sem
sýnt hefur verið fram á að hafi sömu virkni og
uppfyllir sömu gæðakröfur og frumlyfið.
Róbert segir að lyfjaverð lækki ávallt þegar
samheitalyf kemur á markað auk þess sem
frumlyf tapi þá markaðshlutdeild. Það sé því
klár hagur neytenda að á markað komi sam-
heitalyf um leið og einkaleyfi viðkomandi frum-
lyfs rennur út.
„Tekjur Lundbeck koma fyrst og fremst frá
þessu eina lyfi, Cipramil,“ segir Róbert. „Fyr-
irtækið hefur því gripið til þess ráðs að fara
fram á lögbann vegna sölu samheitalyfsins og
lögsótt alla þá aðila sem selja citalopram frá
Pharmaco í þeirri von að seinka því ferli að
samheitalyfið komist á markað. Lundbeck
reyndi að stöðva innkomu Citaloprams frá
Pharmaco árið 2000 þegar fyrirtækið keypti
eina hráefnabirgja Omega Farma, ítalska fyr-
irtækið VIS. Með þessu var ætlunin að seinka
innkomu samheitalyfsins á meðan Lundbeck
markaðssetti nýja útgáfu af Cipramil, sem þeir
kalla Cipralex. Þróun á Cipralex var hins veger
sein fyrir auk þess sem Pharmaco tókst að ná
inn nýjum hráefnabirgja, fyrirtækinu Matrix á
Indlandi. Þetta varð hins vegar til þess að
seinka markaðsetningu Omega Farma á sam-
heitalyfinu um nokkra mánuði.“
Íslenskt hugvit stenst samkeppnina
Danska blaðið Börsen sagði frá því fyrir
skemmstu að Lundbeck hefði verið heimilað
seint á síðasta ári að gera úttekt á Matrix, hrá-
efnabirgja Pharmaco. Hópur manna frá Lund-
beck, ásamt hlutlausum matsmönnum, tók út
framleiðsluferlana hjá Matrix. Niðurstaða út-
tektarinnar var á þá leið að Matrix væri ekki
að brjóta á einkaleyfum Lundbeck.
Róbert segir að eftir heimsókn eftirlitsmann-
anna til Matrix, svo og eftir að lögbannskröfu
Lundbeck hafi verið vísað frá m.a. í Þýska-
landi, Hollandi, Spáni, Noregi, Finnlandi og
Bretlandi, megi segja að Lundbeck sé að tapa
slagnum við samheitalyfjafyrirtækin sem selja
Citalopram frá Pharmaco.
Börsen og Jyllands-Posten hafa greint frá
því að Lundbeck hafi boðið Matrix 300 millj-
ónir danskra króna fyrir að hætta að selja hrá-
efnið sem Pharmaco notar í framleiðslu á cita-
lopram töflum. Haft er eftir Asbjörn
Abrahamsen af þessu tilefni í Börsen, en hann
er forstjóri norska samheitalyfjafyrirtækisins
Ratiopharm, að möguleikar Lundbeck á að
koma í veg fyrir framleiðslu á samheitalyfjum
jafngildum Cipramil séu eftir þetta úti.
Róbert Wessman segir að slagurinn við
Lundbeck sýni hversu mikilvægt sé að staðið
sé vel að þróun samheitalyfja. Þetta sýni einn-
ig hvernig íslenskt hugvit geti staðist sam-
keppni við alþjóðleg lyfjafyrirtæki eins og
Lundbeck.
Þunglyndislyf frá Pharmaco samþykkt fyrir markað í Svíþjóð
Fyrirtækið stefnir að opnun
skrifstofu í Svíþjóð á árinu
Velta Pharmaco með samheitalyfið Citalopram í
Svíþjóð gæti jafnvel náð nokkur hundruð millj-
ónum króna, samkvæmt upplýsingum frá
Róberti Wessman, forstjóra fyrirtækisins.
SALA á 2,5% hlutafjár ríkisins í
Landsbanka Íslands hf., sem hófst
klukkan 10 í gær, lauk á innan við
mínútu. Um var að ræða hlut að
nafnverði 170,5 milljónir króna.
Útboðsgengið var 3,73 og var sölu-
andvirði 2,5% hlutar ríkisins því
um 636 milljónir króna.
Ríkið á nú engan hlut í Lands-
banka Íslands en það seldi um síð-
ustu áramót Samsoni fjárfesting-
arfélagi 45,8% hlut í bankanum.
Kemur sér vel til
atvinnuuppbyggingar
Valgerður Sverrisdóttir, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, segist
gleðjast yfir hve vel hafi tekist til
með sölu á hlut ríkisins í Lands-
bankanum. Hún segir þetta vera í
takt við breytta tíma. Það eigi ekki
að vera hlutverk ríkisins að reka
banka. Hlutverk ríkisins í þessum
efnum verði þó áfram mikilvægt
við að tryggja eðlilegt umhverfi og
eftirlit. Þá segir hún að það fjár-
magn sem fáist við söluna á 2,5%
hlut ríkisins í Landsbankanum
muni koma sér vel til atvinnuupp-
byggingar.
2,5% hlutur ríkisins í LÍ
seldist á innan við mínútu
VÆNTINGAVÍSITALA Gallup
hækkar annan mánuðinn í röð og
mælist 106,6 stig fyrir febrúarmán-
uð. Vísitalan var 103,1 stig í janúar
en 98,8 stig í desember 2002. Vísital-
an nú er svipuð og í nóvember síðast-
liðnum en þá var hún 107,0 stig. Hún
er hins vegar 6,9 stigum undir því
sem hún hefur verið hæst, frá því
mælingar hennar hófust í mars 2001,
en vísitalan mældist 113,5 stig í sept-
ember á síðasta ári.
Meðalgildi væntingavísitölunnar á
þeim tíu mánuðum ársins 2001 sem
hún var mæld var 82,4 stig. Á árinu
2002 var meðalgildi vísitölunnar
103,6 stig.
Væntingavísitala Gallup mælir
tiltrú og væntingar fólks til efna-
hagslífsins, atvinnuástandsins og
heildartekna heimilisins. Hún er
mæld á sama hátt og Consumer
Confidence Index í Bandaríkjunum.
Í tilkynningu frá IMG segir að í
Bandaríkjunum sé vísitalan talin
hafa gott forspárgildi um þróun á
einkaneyslu.
Vísitalan getur tekið gildi á bilinu
0–200. Hún tekur gildið 100 þegar
jafnmargir eru jákvæðir og nei-
kvæðir, en er hærri þegar fleiri eru
jákvæðir en neikvæðir.
()*+,
-. $ . . - / 0 1 $ .. . / 0 1
((,+2
*3+*
4(+*
(()+3
!"
#"
""
$"
%"
!"
#"
"
Væntinga-
vísitala Gall-
up hækkar
MOKVEIÐI er nú á loðnumiðunum
og fylla skipin sig hvert á fætur
öðru í fáum köstum. Loðnan
veiðist nú á um 10 faðma dýpi
norður af Tvískerjum. Loðnufryst-
ing er nú komin á fullt skrið víðast
hvar en loðnan er smá og hentar
illa til frystingar á Japansmarkað.
Loðnufrysting hófst hjá Vinnslu-
stöðinni hf. í Vestmannaeyjum um
síðustu helgi en Þór Vilhjálmsson
innkaupastjóri segir að enn hafi
lítið verið fryst á Japan. „Við höf-
um aðallega fryst á Rússlands-
markað enn sem komið er. Loðnan
er því miður of smá til að frysta
hana á Japan. Það er vitanlega
hvimleitt, því hrognafyllingin í
henni er hæfileg og hún er sömu-
leiðis átulaus. Við vonum að úr
rætist en það er hins vegar oft
þannig að loðnan er stærst í fyrstu
göngunni.“
Mörg loðnuskip eru nú langt
komin með kvóta sína og vonast
loðnusjómenn eftir að kvótinn
verði aukinn. Rannsóknarskipið
Árni Friðriksson RE hefur verið
að mæla stofnstærð loðnunnar og
samkvæmt heimildum sækist mæl-
ingin seint. Niðurstöðu mæling-
anna er að vænta á næstu dögum.
Hjálmar Vilhjálmsson leiðang-
ursstjóri segir lítið af fjögurra ára
kynþroska loðnu í veiðinni og
varla að vænta stærri loðnu úr
þessu. Uppistaðan í veiðinni sé
þriggja ára loðna og hún sé vel
haldin.
Loðnan of smá fyrir Japan
Morgunblaðið/Sigurgeir
Loðnufrysting er hafin hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum en hingað til
hefur aðeins verið fryst fyrir Rússlandsmarkað.
NÝJAR reglur um upplýsingagjöf
um launakjör stjórnenda verða
kynntar á fjölmiðlafundi í Kauphöll
Íslands í dag.
Í tilkynningu frá Kauphöllinni
segir að hinn 8. október 2002 hafi
stjórn Kauphallar Íslands sam-
þykkt að skipa starfshóp til að gera
tillögur til stjórnar um breytingar á
reglum um upplýsingaskyldu útgef-
enda hlutabréfa um starfskjör og
hlutabréfaeign stjórnenda. Mark-
miðið með starfi hópsins var að
smíða skýrari og gagnsærri reglur
um þetta efni sem tækju mið af
hliðstæðum reglum í kauphöllum
vestan hafs og austan. Í samþykkt
stjórnarinnar segir, að tillögur
starfshópsins skuli taka bæði til
upplýsingagjafar í skráningarlýs-
ingu og viðvarandi upplýsinga-
skyldu.
Starfshópinn skipuðu Þorgeir
Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs
verslunarmanna, en hann var for-
maður hópsins, Árni Tómasson,
bankastjóri Búnaðarbanka Íslands
hf., Viðar Már Matthíasson, pró-
fessor í Háskóla Íslands, og Þórður
Friðjónsson, forstjóri Kauphallar
Íslands. Ritari hópsins var Ragnar
Þ. Jónasson, lögfræðingur í Kaup-
höll Íslands.
Í tilkynningunni segir að á fjöl-
miðlafundinum verði kynnt í hverju
reglurnar felast í meginatriðum en
um mikilvæga breytingu á upplýs-
ingagjöf til markaðarins sé að
ræða.
Kauphöll Íslands
Nýjar reglur
um upplýs-
ingagjöf um
launakjör
♦ ♦ ♦
AÐALFUNDUR Þróunarfélags
Íslands ákvað í gær, að nafni fé-
lagsins yrði breytt í Framtak
Fjárfestingarbanka hf.
Þróunarfélag Íslands varð til í
núverandi mynd með sameiningu
Þróunarfélagsins og Eignarhalds-
félagsins Alþýðubankans í októ-
ber. Ásmundur Stefánsson, for-
stjóri félagsins, segir að fyrsta
verk stjórnar hafi verið að móta
stefnu þess. „Í stuttu máli má
segja að hún hafi falist í því að
auka virka þátttöku í umbreyting-
arverkefnum, til að mynda þegar
fé vantar inn í fyrirtæki. Það getur
verið vegna eigendaskipta, sam-
runa eða útrásar, svo dæmi séu
nefnd,“ segir Ásmundur, „þá er
einnig horft til þess að veita stuðn-
ing með þátttöku í stjórnum fyr-
irtækjanna.“
Þróunar-
félagið verð-
ur Framtak
BAUGUR-ID tilkynnti í gær að fé-
lagið hefði enn aukið hlut sinn í
breska matvörufyrirtækinu Big
Food Group (BFG), með kaupum á
2,1 milljón hlutum í fyrirtækinu.
Eignarhlutur Baugs hækkaði þar
með í 21,3%, eða 73.191.564 hluti.
Talsmaður Baugs í Bretlandi
sagði í samtali við Morgunblaðið að
einfaldlega hefði verið um gott kaup-
tækifæri að ræða, en bréf í BFG hafa
lækkað að undanförnu. Stefna Baugs
væri að kaupa í vænlegum breskum
smásölufyrirtækjum. Kaupverð
bréfanna fékkst ekki gefið upp, en ef
miðað er við gengi í lok síðustu viku
og á mánudag nam það um 130 millj-
ónum króna.
Baugur kom-
inn í rúmt
21% í BFG
♦ ♦ ♦