Morgunblaðið - 26.02.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.02.2003, Qupperneq 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                                                 !       "        # $   %  &  '                 !"           (   )*          +,-**"+.-** /  0 1 23      HUGMYNDIR eru uppi um að svo- kölluð hringtorgslausn verði notuð við útfærslu mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar og hefur bæjarráð Kópavogs sagt sig jákvætt í garð þeirra. Ekki er þó útlit fyrir að ráðist verði í gerð gatnamót- anna á næstu árum. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar í Reykjanesumdæmi, hafa ýmsar lausnir verið uppi á og meðal annars hefur verið litið til mislægu gatna- mótanna við Höfðabakka og Mjódd í Reykjavík í því sambandi. „Þegar umferðarspár voru endur- skoðaðar eftir að Svæðisskipulaginu lauk komu fleiri lausnir til skoðunar, meðal annars svona stórt hringtorg og það er sú lausn sem þarna er verið að tala um.“ Hann segir útfærslu slíkra gatna- móta verða á þá leið að hringtorgið verði hluti af tveimur brúm yfir Reykjanesbrautina. „Þannig að um- ferð af Arnarnesveginum fer alltaf á þetta hringtorg á Reykjanesbrautina og rampar af og frá Reykjanesbraut koma einnig inn á hringtorgið.“ Slíkt torg kæmi í stað umferðarljósa, sem tryggi jafnara umferðarflæði yfir gatnamótin allan daginn. Að sögn Þórarins Hjaltasonar, bæjarverkfræðings í Kópavogi, ganga Vegagerðin og bæjaryfirvöld í Kópavogi út frá því að ráðast fyrst í tvöföldun Reykjanesbrautarinnar brautarinnar að Kaplakrika, áður en hafist verði handa við gatnamótin en stefnt er að því að byrja á tvöföldun brautarinnar í vor. Jónas staðfestir þetta og segir það ráðast af samgönguáætlun, sem nú er til umfjöllunar Alþingis, hvenær fræmkvæmdir við gatnamótin geti hafist. „Hvort það er einhvers staðar á árunum 2005–2010 verður að koma í ljós,“ segir hann. Hringtorg verði við mislæg gatnamót Ráðist verður í tvöföldun Reykjanesbrautarinnar áður en hafist verður handa við gerð mislægra gatnamóta við Arnarnesveg. Hugmyndir eru um að þau verði með svokallaðri hringtorgslausn eins og hér sést. Kópavogur/Garðabær TÖLVUR verða innan skamms hluti af daglegu starfi krakkanna á leikskólum Kópavogs gangi ný áætlun um tölvuvæðingu skólanna eftir. Faglegur hluti áætlunarinnar var nýlega samþykktur í leik- skólanefnd bæjarins en unnið er að því að útbúa fjárhagsáætlun fyrir verkið. Að sögn Sesselju Hauksdóttur leikskólafulltrúa er með áætluninni verið að móta stefnu um hvern- ig vinna eigi með tölvur og börn og hvaða hug- myndafræði eigi að liggja þar að baki. „Stefnan er að líta á tölvuna sem eitt af leikefn- unum í leikskólanum og börnin hafi frjálsan að- gang að tölvum líkt og með annað efni á borð við skæri, lit og leir,“ segir hún. „Það gilda í raun ná- kvæmlega sömu lögmál um þetta. Síðan er valið hvaða forrit þau fá að leika sér með þannig að þau fá að sjálfsögðu ekki ofbeldisforrit og annað slíkt. Auk þess er lögð áhersla á samvinnu fleiri barna við tölvuna þannig að þau séu ekki ein við hana.“ Sendi foreldrum sínum myndir í tölvupósti Sesselja segir gert ráð fyrir að allir leikskól- arnir verði komnir með einhvers konar tölvu- vinnslu fyrir börnin innan eins til tveggja ára en stefnt sé að því að markmiðum áætlunarinnar verði fullkomlega náð á næstu fjórum árum. Aðspurð segir hún tölvukost og tæki oft hafa hamlað slíku starfi innan leikskólanna enda sé dýrt að tölvuvæða skólana. „Við ætlumst líka til þess að tölvurnar geti ráðið við að börnin fari inn á Netið til að afla sér upplýsinga og þau geti sent tölvupóst og myndir. Hugmyndin er að þau geti sent foreldrum sínum myndir, t.d. af þeim verk- efnum sem þau hafa verið að gera. Þannig að það þarf dálítið öflug tæki fyrir þau en það þarf ekk- ert endilega mjög mikið af þeim.“ Þá segir hún stefnuna að stafrænar upptöku- vélar, skjávarpar og annað verði í hverjum leik- skóla en eftir eigi að þróa með hvaða hætti þessi tæki verði nýtt í starfi með börnunum. Börn og starfsfólk uppgötvi í sameiningu Sesselja segir að samfara þessari áætlunargerð hafi leikskólinn Arnarsmári farið af stað með þró- unarverkefni um tölvunotkun barna og viðbrögð barnanna hafi ekki látið á sér standa. „Þær í Arn- arsmára eru reyndar ekki búnar að vinna lengi við tölvur með börnunum en þetta er mjög vinsælt hjá þeim – þó ekki þannig að þau hætti að kubba eða fara í hlutverkaleik eða annan leik. Þetta er orðið hluti af eðlilegu umhverfi mannsins alls staðar og þarna líka en það þarf að passa svolítið upp á að menn fari ekki að líta á þetta sem eitt- hvað mikilvægara en eitthvað annað, þetta er bara eitt af tilboðunum.“ Jafnframt því að fjalla um tölvunotkun barnanna tekur áætlunin einnig til með hvaða hætti starfsfólk leikskólanna getur nýtt sér tölv- urnar og segir Sesselja að undanfarið hafi eitt- hvað verið um að starfsmenn sæki námskeið í tölvunotkun. „En svo er galdurinn líka að það er í lagi að starfsmennirnir uppgötvi notkunarmögu- leikana með börnunum. Við erum ekki beinlínis að kenna þeim heldur erum við að hjálpa þeim að uppgötva. Stundum er fullorðna fólkið samferða þeim í því og það er það alskemmtilegasta.“ Kubbar, litir, leir og tölva Morgunblaðið/Sverrir Tölvan er greinilega mjög spennandi viðfangsefni ef marka má viðbrögð Stefaníu Katrínar, Söndru Kristínar og Gísla Snæs, sem öll leika sér daglega í tölvum á leikskólanum Arnarsmára. Kópavogur Áætlun um tölvuvæð- ingu leikskólanna sam- þykkt í leikskólanefnd UNDIRBÚNINGUR við byggingu nýs hafnarbakka við Norðurbugt stendur nú yfir en til stendur að lengja Norðurgarð um 150 metra. Að sögn Jóns Þorvaldssonar, for- stöðumanns tæknideildar Reykja- víkurhafnar, ganga framkvæmdirn- ar út á að setja uppfyllingar ofan á botnlögin í höfninni og í efnaskipta- skurð sem grafinn var um síðustu áramót. „Síðan verður stálþil rekið þarna niður og bryggja stöguð og stífð inn í fyllinguna.“ Jón segir þó óljóst hvenær ráðist verði í gerð stálþilsins. „Reykjavík- urhöfn stendur frammi fyrir því þeg- ar til lengri tíma er litið að þurfa að koma sjávarútvegsmálum úr austur- höfninni út af fyrirhuguðu tónlistar- og ráðstefnuhúsi og það má segja að þetta sé fyrsti áfanginn í því máli,“ segir hann. Morgunblaðið/RAX Norðurgarður lengdur Grandi STEFNT er að því að byggja tvo nýja stúdentagarða með samtals 160–210 íbúðum á næstunni í Reykjavík. Sam- komulag milli Félagsstofnunar stúdenta og Reykjavíkuborgar þar um er á lokastigi að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði Háskóla Ís- lands. Segir í tilkynningunni að verið sé að ganga frá lausum endum og tæknilegum atriðum samkomulagsins en annar garðanna verður í miðborg Reykjavíkur en hinn á Hlíð- arenda, nærri félagsheimili Vals. Byrjað að byggja á Valssvæðinu í haust Er gert ráð fyrir að hefjast handa við byggingu stúdenta- íbúðanna á Valssvæðinu í haust og að fljótlega eftir það verði ráðist í gerð 80–130 íbúða garðs við Lindargötu. „Stúdentaráð hefur í vetur lagt á það mikla áherslu að stúdentaíbúðum verði fjölgað enda er ástandið á leigumark- aði verulega óhagstætt og íbúðaverð á almennum fast- eignamarkaði hátt,“ segir í til- kynningunni. Tveir nýir stúdenta- garðar Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.