Morgunblaðið - 26.02.2003, Page 24

Morgunblaðið - 26.02.2003, Page 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ hefur heldur betur ræst úr orðræðunni að und- anförnu, jafnvel svo að sum- um þykir fullmikið af því góða, kemur líkt og steypi- flóð, framber ástandið ósjálf- rátt orðleikinn; betra er minna og jafnara. Lognmolla síst af hinu góða yfirskammtur ei heldur, meinlæti er veldur lystarstoli ber að varast og ekki síður ofát, í báðum tilvikum getur það kostað við- komandi lífið. Æskilegt að samræðan sé stöðug og varanleg, opin uppbyggjandi hvöss og marktæk. Allt samanlagt aðal menningar- umhverfis sem ávinningur er að draga dám af, lakara þá menn gerast lítilþæg viðhengi listastrauma að utan. Upp úr frjórri sam- ræðu spretta heilbrigð og jarðtengd viðhorf til lista, vekur áhuga, opnar augu, skerpir sýn. Afstaðin eru bæði skipulögð miðstýrð sem opin málþing, meðal annars eitt á Ný- listasafninu þar sem listamenn og lærðir spekingar sátu fyrir svörum. Sá sem opn- aði umræðurnar og jafnframt einn þeirra sem sátu fyrir svör- um, gekk svo langt að herma líka af þeim hér á síðum blaðisns svo, kórrétt, viðhorf næðu fram! Annað og öllu opnara í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir stuttu, þar sem aðallega var fjallað um hvort taka skyldi aftur upp fyrra fyrirkomulag um leigu vestursalar Kjarvalsstaða undir sjálfstætt sýningarhald, einneigin um sýningastefnu og val forstöðu- manns, eins og það hét. Alla tíð og end- urtekið hef ég vísað til þess í pistlum mínum, að slík samræða er ekki neitt einsdæmi eða fágæti í nágrannalöndum okkar eða yfirhöfuð úti í heimi, öllu frekar meginveigur frjálsra og marktækra skoðanaskipta. Ekki um neina úthafsöldu að ræða, sem á sér langan að- draganda og skyndilega ríður yfir, heldur stórsjói og ólgandi brim. Gangi hlutirnir ekki eftir eins og væntingar gerðu ráð fyrir er umræðan strax komin af stað og ekki þarf mikið út af að bera til að safnstjórar verði að taka pokann sinn, jafnvel eftir skamma setu í embætti. Á jafnt við um sýningahald, rekst- ur, hugmyndafræði sem aðstreymi almenn- ings að söfnunum, alla meginþætti starfsemi þeirra á seinni tímum. Mönnum vill oftar en ekki yfirsjástað við búum í einangruðu landilangt norður á Ballarahafi, jafn-framt að þjóðin hefur aldrei haft sömu aðstöðu til yfirsýnar á þessi mál og al- menningur úti í hinum stóra heimi, er meg- inhluta þjóðarinnar harðlokuð bók. Sjón- menntafræðsla alla tíð lítil sem engin í kennsluhverfinu og ekki ýkja mörg ár síðan greinaskrif um sýningaviðburði úti í heimi urðu nokkuð regluleg í blöðunum, sjónvarpið vart slitið barnskónum ennþá. Myndlist- arumræðan á síðum blaðanna hvað listrýni áhrærir ekki gengið í gegnum sömu þróun og á meginlandinu og alls ekki líkt og í stór- blöðum á Norðurlöndum. Að vera bundinn því að fjalla einungis um eina sýningu á viku, getur til að mynda trauðla framborið annað en einslita hlutdræga og marklitla samræðu eins og dæmin sanna og tíðkast ekki um neina aðra listgrein. Almenningur í það heila ver staddur til yfirsýnar á íslenzka og er- lenda myndlist en nokkurs staðar í byggðu bóli, hvað þá lýðfrjálsu landi. Þá er bókaút- gáfa um einstaka myndlistarmenn afar til- viljunarkennd og ófullkomin, loks er lista- saga síðustu aldar að stórum hluta til óskrifuð. Jafnvel okkar elstu og þekktustu myndlistarmenn hafa enn sem komið er ekki fengið um sig svo skilvirka umfjöllun í bók- arformi að hún komist með tærnar þar sem sýningarskrár um ýmsa viðburði ytra hafa hælana. Miðaldra myndlistarmenn í Dan- mörku hafa sumir hverjir fengið um list sína veglegar bækur, sem fá mann til að roðna af skömm fyrir hönd sígildu módernistana okk- ar, loks er það sem margur kallar eftir í formi faglegrar umræðu ekkert annað en gróf hlutdrægni og forsjárhyggja þar sem viðkomandi hagnýta sér fáfræðina og áð- urnefndar glompur að vild og hentisemi. Loks má geta að bæði í Danmörku og Nor- egi kemur út veglegur og ríkulega mynd- skreyttur annáll helstu myndlistarviðburða hvers árs. Að öllu samanlögðu er trúa mín, að vanræksla um fræðslu á sviði sjónmennta og hugvísinda ásamt ræktun mjúkra gilda, allt frá því fullveldi var fengið 1918 og fram á daginn í dag, hafi kostað þjóðina ígildi nokkurra álvera. Fátt brýnna í þessu umhverfi fá-mennis og dreifðar byggðar enhlutlægt og skilvirkt upplýsinga-streymi, hvort heldur í kennslu- kerfinu fjölmiðlum bókaútgáfu og sýn- ingahaldi. Ætti að verða jafnt listamönnum sem almenningi til góða því við það eykst blóðflæði og súrefni til menningarumhverf- isins, heilastöðvar þess virkari. – Hvað umræðuna um Kjarvalsstaði snert- ir og útleigu sýningarsala, er að svo komnu brýn þörf að líta enn einu sinni til baka og fara fljótt yfir sögu. Bygging myndlistarhúss á fyrrum Klambratúni, nú Miklatúni, hélst í hendur við niðurrif Listamannaskálans gamla, að falli komnu hrófatildri sem hafði staðið við hlið Alþingis frá 1941 og ræktað hlutverk sitt vel. Á staðnum hefur nýlega ris- ið Þjónustuskáli Alþingis Myndlistarhúsið átti upprunalega einungis að vera nýr og fullkomnari Listamannaskáli, því miður hvarflaði ekki að mönnum að endurnýja hann á sama stað, sem hefði verið mikið gæfuspor um líf í miðbænum og mjög í samræmi við þróunina ytra. Seinna kom fram hugmynd um að byggja annan skála helgaðan Jóhann- esi Kjarval með tengiálmu á milli og mun hafa verið skilyrði borgaryfirvalda fyrir þátt- töku í framkvæmdunum. Er húsið var komið upp og nokkurn veginn í gagnið 1972, var samþykkt og einnig að undirlagi borgaryf- irvalda, að nefna það Kjarvalsstaði, en áður höfðu nöfn líkt og Listamannaskálinn á Miklatúni eða Myndlistarhúsið að Klömbrum verið ofarlega í huga myndlistarmanna. Illu heilli gerði hik skammsýni metnaðarleysi og fljótræði myndlistarlistamanna að verkum, að þeir spiluðu hreinlega allt úr höndum sér. Atriði til hliðar urðu stefnumál og loks varð FÍM áhrifalaust um rekstur hússins og Vest- ursalar um leið. Eins og vænta mátti hafði þetta afdrifaríkar afleiðingar um alla þróun í sýningarmálum, og eru myndlistarmenn enn að bíta úr nálinni fyrir grunnhyggnina, að hafa ekki markað skýrar línur til framtíðar. Kjartan Guðjónsson sem kom téðri umræðu um sýningarmálin af stað með bréfi til borg- arstjórnar engin undantekning, þannig einn þeirra sem mega líta í eigin barm. Og sem fulltrúi myndlistarmanna í stjórn hússins samþykkti hann nafngiftina, sem auðvitað er í meginatriðum misvísandi um stafsvettvang hússins, samrýmdist ekki upprunalegum stefnumörkum. Þá skal nefnt, að á fjölmenn- um fundi Félags íslenzkra myndlistarmanna í Baðstofu iðnaðarmanna, þegar samþykkt var að ganga til samstarfs við borgaryfirvöld um byggingu myndlistarhússins mótmæltu aðeins tveir, Svavar Guðnason og skrifari. Spáðu komandi óförum og fengu bágt fyrir. Fljótlega spunnust upp harðar deilur um rekstur hússins, sem í meginatriðum hefði átt að vera bókaður og skjalfestur frá fyrstu skóflustungu, því miður hlutdrægar og há- pólitísks eðlis og slíkar geta ekki farið nema á einn veg og skilið eftir sig mörg sár. Ófag- ur blettur á íslenzkum myndlistarlistamönn- um að geta ekki sameinast um heildarstefnu, með sameiginlegan hag að leiðarljósi, óháða sérhagsmunum og pólitískum hremmingum. Má sterklega ætla að landslagið væri annað og ástandið ólíkt heilbrigðara ef viturlegar hefði verið staðið að málum. Upp hefði getað risið hús, til að mynda eitthvað í líkingu við Den Frie við Stokkhólmstorg í Kaupmanna- höfn, sem reynst hefur dönskum listamönn- um frábærilega vel í meira en öld, þótt bygg- ingarframkvæmdinni fylgdi ekki stássleg hefð yfirborðs og sýndarmennsku. Þá má vísa til Liljevalchs í Stokkhólmi, Kunst- nerenes Hus í Osló, og Listaskála Hels- ingfors, fyrirmyndirnar voru þannig fyrir hendi hjá frændum vorum, einnig um rekst- ur slíkra húsa … Undarlegur og misvísandi var sástífi yfirlætisfulli og margtuggðiframsláttur á málþinginu að ekkieigi allir erindi á sýningar í lista- safni, mikil spurn hvort slíkt hafi nokkurn tíma komið til tals, ekki minnist ég þess. Deilurnar forðum snerust mikið til um metn- aðarfulla stefnumótun í þessum efnum og það er málflutningur fyrir neðan belti og kló- settrök fólks með vonda samvisku að halda öðru fram. Og þótt sýningarstefna hússins drægi að vissu marki dám af Lista- mannaskálanum gamla, voru þó engar tom- bólur, dansleikir, pólitískir fundir né annað af því tagi á dagskrá, en ýmis hliðarstarf- semi ratað inn í Kjarvalsstaði sem á alls ekki heima í slíkum húsum, og enn á fullu. Og þótt andrúmsloftið væri frá upphafi kalt í þessum grámóskulega steinsteypukassa, var það lengstum mun notalegra en þegar svo- nefnt faglegt mat kom til skjalana. Grimm- asti talsmaður þess hækkaði leigu Vest- ursalar um nokkur hundruð prósent með einu pennastriki, sem má spegla vinsemd hans um hag starfandi myndlistarmanna þjóðarinnar í heild. Brá seinna fæti fyrir Listmálarafélagið sem á þeim tíma naut hvað mestu aðsóknar í húsið. Lenti svo í sennu og málaferlum er hann gekk á bak orða sinna um kaup á málverki framsækins málara, sem hann að sjálfsögðu tapaði. Loks opnaði „fag- maðurinn“ allar gáttir fyrir vini og skoð- anabræður í listinni, leitaði jafnframt stíft eftir samböndum erlendis í stað þess að rækta ímynd íslenzkrar listar í spreng, lyfta henni á stall. Annar mikilvirkur, fagmaður, og áróð- ursmaður á móti málverkinu skipti skyndi- lega um kúrs þegar ákveðið var af áhrifa- miklum starfsbróður ytra að myndlistarmenn mættu framvegis sjálfir og eftir hentugleikum ráða heiti miðla sinna. Má líkja því við að verkfræðingur fengi heimild til að nefna vísindi sín náttúrufræði! Að gera hér athugasemd líkti hann við grófustu ós- vinnu og róg. Þriðji athafnasami, fagmað- urinn, tók að sér yfirlit um listir í ritröðin Ís- land í aldanna rás og hvað tímabilið 1950–2000 snerti, afgreitt í einni opnu bind- anna tveggja, var um einsleitan áróður um SÚM og Suðurgötu 7 að ræða, margir í fremstu röð um nýviðhorf ekki til. Fátt ann- að markvert skeð á tímabilinu annað en tengdist listastefnum eins og Arte Povera og Fluxus, eða var í tengslum við mennt- unargrunn hans í núlistum. Hvað segir ann- ars Samband íslenzkra myndlistarmanna við jafngrófri og augljósri sögufölsun? Eitthvað mikið bogið við samræðu í þessu formi, trúlega einungis vakin til lífs til að slá ryki í augu fólks, brengla og umsnúa orð- ræðu mótaðila og kasta ryki í augu fólks … Kjartan Guðjónsson var einn affrumkvöðlum Septembersýningahópsins svonefnda og einna at-kvæðamestur í stefnumótandi rök- ræðunum innan hans og á opinberum vett- vangi. Á sama tíma í nokkur ár kennari við Handíða- og myndlistarskólann. Þátttakandi í flestum Hautsýningum Félags íslenzkra myndlistarmanna meðan þær voru og hétu. Um skeið listrýnir við Þjóðviljann og lýsti eitt og annað efni blaðsins alla tíð. Eftir að hann eignaðist fjölskyldu starfaði hann lengi sem auglýsingahönnuður einkum hjá KRON, teiknaði og málaði á spjöld í kröfugöngur 1. maí og trúlega aðrar göngur. Markaður stíll hans einkenndi þannig að- skiljanlegustu athafnir félagshyggjufólks um langt skeið. Sívirkur teiknari sem hefur lýst ljóðabækur m. a. Þorpið eftir Jón úr vör. Ráðinn kennari við MHÍ í tíð Harðar Ágústssonar og mikilvirkur sem slíkur til starfsloka. Þá telst hann brautryðjandi við gerð myndasagna úr Íslendingasögunum og birtist ein þeirra í Þjóðviljanum. Kom mikið við sögu félagsmála FÍM, lengstum sem rit- ari í stjórn. Málað af krafti eftir starsflok við MHÍ. Segi fyrir mig að ef þessi ferill réttlætir ekki úttekt á einhverju safnanna á höf- uðborgarsvæðinu verður það eingöngu að skrifast á metnaðar- og ræktunarleysi safn- stjóranna um íslenzka list. Jafnframt skil ég ekki að maður með jafn atkvæðamikinn feril að baki skuli síður forvitnilegur til kynningar nýjum kynslóðum, en bólusettar og heila- þvegnar listspírur, blautar á bak við eyrun. Hlutverk safna er hvarvetna að rækta sinn garð, halda fram ímynd þjóðar sinnnar, vera um leið opin fyrir alþjóðlegum straumum. Forgangsröðin þá að rækta sjálfið, síður hafna því og forsmá. Má lengi spyrja hvort sýningar á borð við þær sem ratað hafa hingað frá útlandinu undanfarið, bæði inn í Listasafn Íslands og Kjarvalsstaði, og ganga fyrir nær tómum húsum, séu mikilvægari en kynningar á grónum íslenzkum listamönnum sem yngri kynslóðir þekkja næsta lítið og jafnvel ekk- ert til. Og hvort skyldu söfnin þjónustu- miðstöðvar innlendra eða erlendra viðhorfa? Meginveigurinn hlýtur að byggjast á sjálf- stæði og hugrekki safnstjóranna, að þeir þori að vera þeir sjálfir og rækti hlutverk sitt, láti síður aðra segja sér fyrir verkum, horfi ekki gegnum gleraugu annarra eða troði sér í skó þeirra. Orðræða/vettvangskönnun Morgunblaðið/Golli Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum. Frá vinstri Rúnar Freyr Gíslason, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein, formaður nefndarinnar, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Ásrún Kristjánsdóttir. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragia@itn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.