Morgunblaðið - 26.02.2003, Síða 29

Morgunblaðið - 26.02.2003, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 29 Í NIÐURLAGI leiðara Morgunblaðsins sl. mánudag, sem bar yfirskriftina „Lík- lega hvað? og beint var að undirrituðum, segir m.a.: „Þingmenn og frambjóð- endur til Alþingis bera mikla ábyrgð. Þeir verða að tala skýrt. Ella geta þeir átt það á hættu að verða sakaðir um dylgjur. Undir þessi orð Morgunblaðsins tek ég heilshugar. Sé þessi mælikvarði lagður á viðbrögð forystu Sjálfstæð- isflokksins og Morgunblaðsins í kjölfar ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Borgarnesi fyrir skömmu, verður mik- ilvægi þeirra ljóst. Frá því að ræðan var flutt hefur valdakjarni Sjálfstæð- isflokksins og Morgunblaðið keppst við að afflytja og snúa útúr henni, leitað uppi aukasetningar og tekið þær úr sam- hengi. Það er því að mínu viti að bera í bakkafullan lækinn að saka aðra um að „dylgja“ að einhverju í þessari umræðu einsog gert var í umræddum leiðara. Hverjir „dylgja“ og hverjir ekki? Hvers vegna er snúið útúr orðum sumra en ekki annarra? Hvers vegna spyr blaðið forsætisráðherra ekki hvað hann eigi við þegar hann segir að Ingi- björg Sólrún sé forsætisráðherraefni Jóns Ólafssonar og Baugsfeðga? Finnst blaðinu þetta vera forsætisráðherra sæmandi? Hefur hann heimildir fyrir því að hún muni beita sér sérstaklega í þeirra þágu fái hún til þess umboð? Ef ekki, hvað eru þetta þá annað en dylgj- ur? Hví gengur blaðið ekki eftir því? Þá spyrja menn: Hvað hefur forsætisráð- herra fyrir sér í því að þeir sem sækja sér aðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd séu að notfæra sér aðgang að ókeypis verð- mætum? Hvaða heimildir hefur hann þegar hann lætur slíkt og þvílíkt frá sér? Hefur verið gerð rannsókn sem stað- festir þetta? Ef ekki, má þá ekki segja að verið sé að dylgja um hugarfar þess fólks sem leitar ásjár Mæðrastyrksnefndar? Svona má rekja mýmörg dæmi um hvernig forsætisráðherra hefur hagað orðum sínum. Ég ætla ekki að halda því áfram hér. Þó má benda á umfjöllun hans á Útvarpi Sögu, sem rakin er í Morgunblaðinu í gær, þar sem hann af- vegaleiðir enn frekar umræðuna um Borgarnesræðuna. Hvað hræðast tröllin? Taugaveiklun sjálfstæðismanna og Morgunblaðsins vegna þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skyldi leyfa sér að segja það í ræðu sem margir hugsa – að skoðanir litlu klíkunnar í kringum for- sætisráðherra á einstökum fyrirtækjum og athafnamönnum hafi stórmengað ís- lenskt atvinnu- og viðskiptalíf á und- anförnum árum – var bæði fyrirsjáanleg og mjög upplýsandi um raunverulega stöðu mála. Í leiðara krafði Morgunblaðið Ingi- björgu svara um guðlastið og veitti henni svo aflátsbréf þegar blaðinu þótti um- ræðan nógu þæfð. Sl. mánudag heimtar blaðið, í einum af mörgum leiðurum um sama mál á s.l. tveimur vikum, skýringar af undirrituðum vegna svipaðra orða, líklega í von um yfirbót af ótta við valdið. Blaðið má bíða enn um stund eftir henni. Hvað veldur geðshræringunni? Í ræðu sinni sagði Ingibjörg Sólrún fátt annað en fram hefur komið í fjöl- miðlum, m.a. í Morgunblaðinu: Hegðun valdakjarnans í Sjálfstæðisflokknum á undanförnum árum hefur sáð fræjum al- varlegra efasemda í huga sanngjarnra manna um það, hvort leikreglur við- skiptalífsins gildi jafnt um alla eða hvort ráðherrar vilji ráða gæfu og framtíð ein- stakra fyrirtækja og beiti til þess valdi sínu. Hún nefndi til sögunnar fjögur fyr- irtæki, Baug, Íslenska erfðagreiningu, Norðurljós og Kaupþing. Morgunblaðið kaus að túlka ræðu Ingibjargar sem annars vegar árás á eft- irlitsstofnanir almannavaldsins og hins vegar sem sérstakan stuðning við Jón Ólafsson, einn eigenda Norðurljósa. Þegar svo fram komu ásakanir um stór- felld skattsvik Jóns og Ingibjörg árétt- aði nauðsyn slíkra rannsókna taldi blaðið málið fullrætt og veitti Ingibjörgu afláts- bréf með sínum eindæma hætti. Dýpra þótti þessu blaði ekki ástæða til að kafa. Þótti ekki ástæða til að ræða slíkar „dylgjur“ frekar. Enda óþægilegt um- ræðuefni, eins og viðbrögðin sýndu ótví- rætt. Ekki síst vöktu athygli viðbrögð forsætisráðherra, sem sýndi kunnuglegt andlit og skipaði stjórnmálamönnum í félög með og á móti einstökum fyr- irtækjum og verslunum. Að ógleymdum stjórnarformanni Skeljungs sem sagði fyrrverandi borg- arstjóra í Reykjavík genginn í lið með eiturlyfjasölum. Og þóttist bara býsna góður. Hvað veldur þessum harkalegu við- brögðum Blaðsins og Ráðherrans? Hvað hræðast tröllin í þessari umræðu? Þó ekki óþægilega birtu – að kastljósi verði varpað á ósögð sannindi? Vonandi ekki. En eftir stendur spurningin um hvernig viðbrögðin verða skýrð, því þau eru ekki í neinu samræmi við tilefnið. Eða svo hefði maður ekki haldið. Nýleg saga Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nefndi Jón Ólafsson hvergi í Borgarnesræðu sinni, heldur nefndi hún fyrirtækið Norðurljós. Það er því ástæða til að rifja eftirfarandi upp. Þegar Þórarinn V. Þórarinsson var rekinn úr starfi forstjóra Símans, lýsti Hannes Hólmsteinn Gissurarson því hreinskilnislega í blaðagrein hvernig hann hefði skammað Þórarin eins og rakka í símtali fyrir þá yfirsjón að hafa samið við Norðurljós um skuldir en ekki lokað fyrir viðskipti, en eins og alþjóð veit telur forsætisráðherra Hannes Hólmstein hafa „gerbreytt pólitískri um- ræðu“ í landinu. Þar rataðist ráðherran- um satt á munn á alveg óvæntan hátt. Ekki er langt síðan fram kom í fjöl- miðlum hvernig trúnaðarmenn Sjálf- stæðisflokksins ráðgerðu í samstarfi við banka í eigu almennings að knýja Norð- urljós í gjaldþrot. Það tókst ekki eftir að áformin komust í hámæli. Oftsinnis áður hefur núverandi for- stjóri Norðurljósa, Sigurður G. Guð- jónsson, lýst því hvernig Sjálfstæð- isflokkurinn hafi lagt stein í götu fyrirtækisins og reynt allt til þess að bregða fæti fyrir fyrirtækið í við- skiptum. Getur einhver bent á nýleg, hliðstæð dæmi þess að valdakjarni eins stjórn- málaflokks hafi ráðist með svo lang- vinnum og skipulegum hætti að einu at- vinnufyrirtæki í landinu, með það að markmiði að ráða því ellegar knésetja það? Er furða þótt menn lyfti brúnum og spyrji um almennar leikreglur og óeðli- leg afskipti stjórnmálamanna? Er óeðli- legt að þetta fyrirtæki skuli nefnt í tengslum við gagnrýni á stjórn- málamenn fyrir afskipti af viðskiptalíf- inu? Svari hver fyrir sig. Bónus-tryggingar Í greinaflokki Morgunblaðsins um baráttuna um Íslandsbanka mátti lesa hvernig sami framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins makkaði m.a. með for- stjóra Skeljungs, eiginmanni dóms- málaráðherra, um að nota Landsbankann til að kaupa hlutabréf í Tryggingamiðstöðinni á yfirverði í því skyni að koma í veg fyrir kaup óæski- legra manna á fyrirtækinu. Hinir óæski- legu höfðu lýst áformum sínum um stofnun Bónus-trygginga með tilheyr- andi og löngu tímabærri samkeppni í tryggingum hér á landi. Eflaust geta samkeppnisyfirvöld sagt eitt og annað um þessi afskipti eins aðal- eigenda Sjóvár-Almennra af viðskiptum með hlutabréf í óskyldu tryggingafélagi. Og eflaust gekk framkvæmdastjóra Flokksins og forstjóra Skeljungs aðeins til áframhaldandi heilbrigð samkeppni á íslenskum tryggingamarkaði. En minni hafa nú gefist tilefnin til að réttsýnir menn staldri við og spyrji um almennar leikreglur og afskipti stjórnmálamanna. Líklega eru það allt saman „dylgjur“, eða hvað? Vitnisburðurinn er nægur Fyrir nokkrum dögum lýsti forstjóri Kaupþings því hvernig fyrirtækið varð fyrir ómældum skaða í Svíþjóð vegna ís- lenskra sögusagna sem áttu sér enga stoð, aðspurður undanskildi hann engan sem upphafsmenn slíkra sagna hvorki stjórnmálamenn né keppinauta. Í erlendum fjölmiðlum hefur mátt lesa hvernig hin hliðin á þessari hegðun birt- ist, þ.e. þegar dálæti stjórnvalda á einu fyrirtæki – Íslenskri erfðagreiningu – verður beinlínis til að grafa undan trú- verðugleika þess, einsog lesa má um í grein í Euromoney. Því til hvers þurfa menn aðstoð Flokksins ef þeir geta stað- ið á eigin fótum á markaði? Þeir sem vilja geta flett upp á vanstillingu for- sætisráðherra í þingtíðindum og víðar vegna sölunnar á FBA, tali hans um „götustráka“ og viðlíka smekkvísi um fyrirtæki á almennum markaði. Eða um- mælum nýorðins aðaleiganda Lands- bankans þess efnis, að á Íslandi skipti pólitík öllu máli í viðskiptalífinu og hafi hann þó upplifað eitt og annað í þeim efnum í löndum Austur-Evrópu. Allt er þetta vitnisburður um stjórnvöld á villi- götum, hvort heldur þar ráða hags- munagæsla, dómgreindarbrestur, hvort tveggja eða fleira til. Frýjunarorð blaðsins Eru Baugur, Norðurljós, Íslensk erfðagreining og Kaupþing betri eða verri en önnur fyrirtæki á Íslandi? Það veit ég ekki og er heldur ekki mitt að dæma um. Hitt veit ég, að ef þau fylgja sömu leikreglum og önnur fyrirtæki í landinu, þá eiga ráðherrar í ríkisstjórn Íslands að leyfa þeim að hafa rekstur sinn í friði. Annað veit ég líka, að með hegðun sinni, ummælum og beinum af- skiptum hefur valdaklíkan í Sjálfstæð- isflokknum búið til andrúmsloft í við- skiptalífinu sem veldur því að grandvörustu menn efast um sjálfstæði mikilvægra stofnana samfélagsins frá flokkspólitískum afskiptum. Þegar Morgunblaðið hefur krafið þessa menn skýringa – ráðherrann, framkvæmdastjórann, stjórnarformann- inn og alla hina – og veitt þeim afláts- bréf, þá en ekki fyrr skal ég ansa frýj- unarorðum blaðsins um „dylgjur“. Eitt skal jú yfir alla ganga, eða hvað? Ég vil þó segja að það þarf harðan og einbeitt- an vilja að leggja þannig út af greininni að undirritaður hafi verið að „dylgja“, að einhverju. Það kallar svo á sérstaka um- ræðu hvernig blaðið skilgreinir „dylgj- ur“. Sú skilgreining er varla tekin uppúr orðabók Menningarsjóðs. Hlutverk Morgunblaðsins Það er svo sérstakt umhugsunarefni hvort það sé hlutverk dagblaðs einsog Morgunblaðsins að veita borgurum þessa lands sérstök aflátsbréf eða syndakvittanir. Telji blaðið sig vera þess umkomið að gefa út slík vottorð verður það sjálft að vera með allt sitt á þurru. Blaðið er, ef svo má að orði komast, virt stofnun í samfélaginu. Það hefur gefið út að tengsl þess við Sjálfstæðisflokkinn hafi verið rofin. Blaðið á mikið undir því að það snúi ekki við blaðinu þegar sverf- ur að hagsmunum flokksins, einsog mér hefur virst gerast í umfjöllun um ræðu Ingibjargar Sólrúnar. Það er mitt mat að það væri rétt af blaðinu að upplýsa um hverjir eigi útgáfufélagið Árvakur, sem gefur það út. Hverjir standi að baki félögum sem eru skráð fyrir bréfum í Árvakri? Hvernig tengsl þeirra séu við atvinnulíf og stjórnmálaflokka? Þegar þetta liggur fyrir, ásamt skýringum hinna ósnertanlegu, má ræða útgáfu frekari aflátsbréfa og syndakvittana. Ekki fyrr. Bráðum kemur vorið Ábyrgir stjórnmálamenn hljóta að hafa áhyggjur af þeirri þróun sem lýst hefur verið, um afskipti stjórnmála- manna af einstökum fyrirtækjum. Þess vegna höfum við vakið máls á þessu. Á meðan bíðum við eftir vorkomunni. Því þá fá gæslumenn almannahagsmuna og sanngjarnra leikreglna vonandi að beita sér fyrir raunverulegu atvinnu- og við- skiptafrelsi í landinu. Og með vorbirt- unni verði tröllin að steini. Hvað hræðast tröllin? Eftir Lúðvík Bergvinsson „Með hegðun sinni, ummælum og beinum afskiptum hefur valdaklíkan í Sjálfstæð- isflokknum búið til andrúmsloft í viðskipta- lífinu sem veldur því að grandvörustu menn efast um sjálfstæði mikilvægra stofnana…“ Höfundur er alþingismaður. – hefði á þjóðarbúskapinn í érstaklega á tekjustreymi í ði. óðhagsleg áhrif af álveri Al- n vegna þess eru reyndar era á annan veg en stjórn- a láta. Samkvæmt athugun nunar, sem miðaðist við ðaráls, hefði þjóðarfram- um aðeins 0,7% vegna rs. Samkvæmt athugun glaugssonar hagfræðings n af álveri Alcoa líklega ekki en 2,3 milljörðum króna, eða jóðartekjum árið 2001. Þetta rshagnaði tveggja stórra fyr- u árferði. Þá má lítið út af n jákvæðu áhrif hverfi og neikvæð. Sem dæmi má stofnkostnaður virkjunar áætlun, sem athuganir gætu orðið, helmingast áhrif- núvirði fjárfestingar í Kára- n yrði 27,2 milljarðar króna Ruðningsáhrif gi þrengir stóriðjustefnan að nurekstri og dregur úr mætti nslu og atvinnusköpunar. min er metin hefur annars ætt um það hvort hugs- bókhaldslegt tap á verkefn- egar hvort bókhaldslegur f á annað borð verður um a, væri virði þeirrar áhættu ekst á hendur. Í þessu sam- einnig verið rætt um ruðn- nahagslífinu. Hagfræðingar ð því að fyrirtækjum sem að vígi, eins og við á um fyrirtæki, yrði hreinlega rutt hafa bent á að skattastyrkir junar og opinber ábyrgð á að að verkum að leiða megi að því, að þau fyrirtæki sem t séu í raun arðsamari en ver. mbandi hefur einnig verið hækkanir. Ítrekað hefur ver- hálfu fulltrúa Seðlabanka Ís- nvextir þurfi að verða a.m.k. ella vegna fyrirhugaðra kvæmda. Enginn vafi leikur un hafa veruleg áhrif í efna- rengja kost fyrirtækja í vexti lanna. Hvers vegna myndu a? Annars vegar vegna þess rspurn eftir fjármagni mun ækka á því verðið. Hins veg- tir verða hækkaðir sem að slá á eftirspurn: til að koma í veg fyrir að heimili og fyrirtæki fjárfesti. Með öðrum orðum, vextir verða hækkaðir beinlínis til að koma í veg fyrir að fyrirtækin í landinu færi út kvíarnar. Er það vænleg leið til atvinnusköpunar? Þá hefur verið bent á að ruðningsáhrif virkjunar á ferðaþjónustu geti vel orðið mjög neikvæð þegar til lengri tíma er lit- ið. Þriggja milljarða samdráttur í vinnsluvirði frá ferðaþjónustunni myndi gera þjóðhagsleg áhrif virkjunar og ál- vers neikvæð um 700 milljónir á ári. Þungaiðnaður dregur úr stöðugleika Varðandi þá framtíðarsýn að gera þungaiðnað að kjölfestunni í íslensku at- vinnulífi ber í fjórða lagi að taka til greina alvarleg varnaðarorð hagfræð- inga. Hér vil ég vísa sérstaklega í grein sem þeir Axel Hall og Ásgeir Jónsson birtu í Viðskiptablaðinu í desember árið 2001. Þeir skoðuðu óstöðugleikaskeið í efnahagslífinu á síðustu áratugum og mátuðu þau inn í framtíðarsýn Halldórs Ásgrímssonar þar sem álframleiðsla er orðin meira en þriðjungur efnahags- starfseminnar í landinu. Niðurstaðan varð sú að „að aukið vægi áls hefði ekki skapað mótvægi við sveiflur í öðrum út- flutningi, heldur í flestum tilvikum magn- að upp þann óstöðugleika sem var fyrir hendi. Þetta á t.d. við uppsveifluna 1985- 88 en samanlögð aukning vöruútflutn- ingstekna á þessu tímabili hefði verið mun meiri ef ál hefði haft meira vægi. Aftur á móti hefði niðursveiflan 1990-94 orðið mun krappari af völdum áls, en samdráttur útflutningstekna á því tíma- bili hefði orðið meiri en ella.“ Greinarhöf- undar benda á að oft hafi menn viðrað áhyggjur vegna einhæfni atvinnulífs á Ís- landi sem hvílt hafi á sjávarútvegi. „Þessi einsleitni útflutnings og sveiflur í sjávar- útvegi hafa af mörgum verið talin helsta uppspretta óstöðugleika í efnahagslíf- inu.“ Þess vegna, segja þeir Axel og Ás- geir, hefur það verið yfirlýst forgangs- verkefni að auka fjölbreytni í útflutningi. „Hins vegar má velta því fyrir sér hvort aukin stóriðja muni ávallt skila þessum tilætlaða árangri, sérstaklega ef hún ber öll að sama brunni og býr við rekstrar- óvissu sem jafnvel er meiri en þekkist í sjávarútvegi. Sú spurning blasir því við hvort Íslendingar séu að endurtaka leik fortíðar með því að leggja of mikið undir á eina atvinnugrein. Þetta er áhættan við álið.“ Þetta er ein af þeim hættum sem Framsóknarflokkurinn býður heim með þungaiðnaðaráformum sínum. Um þau hefur engin þjóðarsátt skapast og mun ekki gerast. Það getur aldrei orðið nein sátt um stefnu sem er í hróplegri and- stöðu við nánast allt sem skynsemin boð- ar. Og er þá ekki minnst á það sem mestu máli skiptir – þau stórkostlegu náttúruspjöll sem stefna Framsókn- arflokksins hefur í för með sér. ýn – stefna í atvinnumálum Höfundur er þingflokksformaður VG. fur verið endurnýjaður á aða fresti um nokkurn tíma. ga fjárhæð að ræða og í gt að gera fyrir þá peninga, rpsstöðin ekki starfrækt ig eru starfandi, í hluta- tamaður sjónvarps og og þáttagerðarmaður hjá nu. Þannig er fréttaflutn- i frá Suðurlandi en úr öðr- tum, t.d. eru það alveg und- ef fréttir koma frá þeim samantekt landshluta- anna einu sinni í viku. brýnt og raunar skylda Ríkisútvarpsins að þjónusta landsbyggð- ina með svipuðum hætti. Sú er alls ekki raunin í dag. Þess vegna er það krafa okkar Sunnlendinga að komið verði upp svæðisútvarpi í Suðurkjördæmi þannig að sá landshluti njóti sömu þjónustu og aðrir landshlutar af hálfu Ríkisútvarps- ins. Suðurkjördæmið spannar yfir Suð- urnesin, Suðurlandsundirlendið, til Vest- mannaeyja og allt til Hafnar í Hornafirði. Það er á engan hátt við- unandi fyrir íbúa á þessu svæði að sætta sig við að hafa ekki sameiginlegt svæð- isútvarp. Á Hvolsvelli er fjarskiptabún- aður, ljósleiðari, sem oft er notaður í beinum útsendingum Ríkissjónvarpsins og Stöðvar tvö með beintengingu m.a. við Vestmannaeyjar sem að sjálfsögðu eiga að tengjast þessu svæðisútvarpi. Nú þarf að bretta upp ermar og koma þessari þjónustu á koppinn sem allra fyrst. Öðruvísi getur RÚV ekki talist út- varp allra landsmanna. rkjördæmi Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.