Morgunblaðið - 26.02.2003, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 26.02.2003, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 35 ✝ Eygló Ástvalds-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 22. ágúst 1958. Foreldr- ar hennar voru Ást- valdur Eiríksson, f. 25. júlí 1928, til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, og Guð- björg María Helga- dóttir, f. 6. desember 1923, d. 7. júlí 1996. Systkini Eyglóar eru Ragna María Pálma- dóttir, f. 27.3. 1941, gift Sigþóri Magnús- syni. f. 3.9. 1939; Amelía Kolbrún Úlfarsdóttir, f. 6.9. 1945; Guðríður Magnea Jóns- dóttir, f. 1.7. 1948, maki Hall- grímur Lárus Markússon, f. 15.5. 1946; Halldóra Ástvaldsdóttir, f. 7.1. 1955, d. 15.8. 1977; Ásdís Hrönn Ástvaldsdóttir, f. 23.12. 1955; Magnús Ástvaldsson, f. 15.4. 1957; og Svanhvít Ástvalds- dóttir, f. 29.9. 1959, maki Hjálmar Haraldsson, f. 29.1. 1956. Hinn 29. ágúst 1981 giftist Eygló eftirlifandi eiginmanni, Jó- hanni Vilbergssyni, f. 1.1. 1960. Þau eiga fjögur börn. Þau eru Halldór Davíð Jó- hannsson, f. 2.12. 1977; Ásthildur María Jóhannsdótt- ir, f. 19.5. 1984; Jó- hann Eyþór Jó- hannsson; f. 21.11. 1988; og Vilberg Sævar Jóhannsson, f. 3.4. 1991. Árið 1963 fluttist Eygló til lands frá Eyjum. Hún bjó fyrst í Reykjavík en síðan á Stokkseyri en fluttist aft- ur til Reykjavíkur. Hún vann ým- is störf er hún stofnaði heimili 1978 eftir fæðingu fyrsta barns síns. Tók hún síðar við hreingern- ingafyrirtækinu Borgarþrif af föður sínum, ásamt manni sínum, og vann við hreingerningar og húsmæðrastörf meðan heilsa leyfði. Útför Eyglóar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Við erum slegin og hrygg, ung kona hrifin frá ástvinum sínum. Við skiljum ekki hvernig lungnabólga getur fellt unga og hressa konu, nú á tímum mikilla sigra á sviði lækna- vísinda. Okkar er ekki að skilja, heldur hlýða. Kynni okkar af Eygló bar að þannig að eitthvað heyrðist um að ,,eldri kona“ hefði nælt í Jóa litla. Við hugðum að og þessi ,,eldri kona“ var þá bara 18 ára gullfalleg og hress stúlka, sem Jói hafði verið svo heppinn að kynnast, þá viðkvæmur 16 ára strákur. Þau gengu saman inn í hina óræðu framtíð og þar sannast sem sagt er best í sambúð hjóna, að ef þau beri hvert annars byrðar, þá fari allt vel. Eygló átti sérstaklega næma kímnigáfu, sem féll að léttri lund Jóa eins og hanski og oft var svo, að illt var að átta sig á hver átti upptökin að galsanum og hárfínum athugasemdum, svo lík voru þau á því sviði. Eygló átti sér einnig þá alvarlegri hlið, sem kom fram í fórnfýsi og hjálpsemi við náungann, heimili hennar var nær ætíð einnig heimili foreldra hennar. Nærgætni og ljúf- mennska hennar birtist í því að allt þetta gerði hún hljóðlega og taldi ekkert eftir sér í þeim efnum og kannaðist ekki við að hún væri að vinna góðverk. Slíkt er til eftir- breytni. Þau Jói hófu að reka þjónustufyr- irtæki og þau verk voru öll unnin með natni og vandvirkni svo eftir var tekið. Þar kom enn fram sam- stilling þeirra hjóna, þeirra dagar voru dagar samvista í starfi og leik. Að vísu voru fríin stutt og stopul, því samviskusemi þeirra batt þau fast við starfann. Við sem nú söknum hennar svo mjög, þökkum henni húmorinn og léttleikann, vináttuna og virðingu hennar fyrir Jóa okkar. Hvað er hægt að segja við börn hennar, sem nú horfa á atburðina í kring um sig, án þess að skilja hvers vegna móðir þeirra sé frá þeim tek- in? Við reynum að segja þeim, að vegna ástar söknum við og finnum sárt til, nístandi kvöl er gjaldið fyrir ástina, sem menn áttu. Tilfinningin breytist með tímanum og sársauk- inn minnkar, en söknuðurinn yfir- gefur okkur ekki, við bara lærum að búa við hann. Öllum ástvinum, systkinum, föður og þá sérstaklega börnunum hennar sendum við hugsanir okkar með ósk um að Guð styrki þau öll á komandi erfiðleikatímum. Honum Jóa okkar sendum við sömu kveðjur og bjóðum fram faðminn ef hann vill það þiggja. Íris Vilbergsdóttir, Sólrún Vilbergsdóttir, Garðar Vilbergsson, Bjarni Kjartansson, Kristján Snædal. Elsku Eygló, við viljum þakka fyrir þær stundir sem við áttum með þér. Við kveðjum þig með söknuði. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn að verði þú æ drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Elsku Jói og börn og aðrir ástvin- ir, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Kolbrún og Svavar, Hauganesi. EYGLÓ ÁSTVALDSDÓTTIR ✝ GuðmundurSteinþór Magn- ússon fæddist í Ólafs- vík 10. september 1904. Hann andaðist á Skjóli, heimili aldr- aðra í Reykjavík, 15. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Sigurbrands- dóttir og Magnús Þórarinsson bændur í Hrútsholti í Eyja- hreppi. Guðmundur var elstur 10 systkina sem upp komust og eru þau öll látin. Ungur fluttist Guðmundur með fjölskyldu sinni að Hrútsholti. Guðmundur kvæntist Áslaugu Sigurðardóttir, f. 15. ágúst 1907, d. 19. febrúar 1997. Börn þeirra eru níu: 1) Eygló Fjóla, f. 31. september Magnús, f. 18. janúar 1945, maki Guðný Kristmundsdóttir, þeirra börn eru fjögur. 8) Hrönn, f. 1. mars 1946, maki Uni Guðjón Björnsson, þau eiga tvö börn. 9) Sigurður, f. 11. september 1947, maki Sigurlín Alda Jóhannsdóttir, þau eiga þrjú börn. Barnabörn þeirra eru þrjátíu og tvö og nálgst fjöldi afkomenda þeirra nú hundrað. Sextán ára gamall fór Guðmund- ur til Reykjavíkur og vann á eyr- inni, einnig stundaði hann sjó frá Grindavík. Árið 1933 hófu Guð- mundur og Áslaug búskap í Syðra- Skógarnesi í Miklaholtshreppi. Ár- ið 1934 fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu lengst af á Langholts- vegi 60. Guðmundur starfaði lengst af sem vörubifreiðarstjóri á Vöru- bifreiðastöðinni Þrótti. Árið 1947 fluttu þau í nýbyggt hús sitt á Lang- holtsveginum. Sveitin átti alltaf sterk ítök í þeim báðum og komu þau sér upp fjárbúi og sinntu því meðan þrek og heilsa leyfði. Útför Guðmundar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1934, maki Eggert Guðjónsson, þau eiga tvo syni. 2) Erla Sæ- unn, f. 7. desember 1935, maki Guðmund- ur Þorkelsson, börn þeirra eru níu. 3) Gest- ur Óli, f. 3. júlí 1937, maki Lea Þórarins- dóttir, þau eiga fjögur börn. 4) Anna Maggý, f. 6. nóvember 1938, maki Kristján Guð- leifsson, þau eiga tvo syni, áður eignaðist Anna tvo syni með manni sínum Ásmundi Sigurðarsyni sem er látinn. 5) Ás- laug Gyða, f. 20. febrúar 1940, maki Gunnlaugur Breiðfjörð Óskarsson. 6) Guðmundur Heiðar, f. 6. septem- ber 1941, maki Kristín Lára Magn- úsdóttir, börn þeirra eru fjögur. 7) Tengdafaðir okkar Guðmundur Magnússon er látinn á 99. aldursári. Hann var borinn og barnfæddur Snæfellingur. Guðmundur talaði oft um sveitina sína og uppvaxtarárin í stórum systkinahópi. Hugurinn leit- aði gjarnan til ótalmargra gleði- stunda við lax- og silungsveiðar. Við þá iðju kom keppnisskap hans vel fram. Veiðistöngin hans var engin smásmíði, 16 feta löng og hæfði vel þessari hraustu hetju. Guðmundur var sundmaður góður og synti gjarnan í sjónum eins og kappar Íslandssögunnar. Engan höf- um við þekkt sem kunni jafnmikið af vísum, sálmum, þulum og ljóðabálk- um. Ekki þurfti hann að heyra bundið mál nema einu sinni til að festa það í minni. Einnig var hann söngmaður góður og spilaði listavel á harmónik- una sína. Tengdaforeldrar okkar bjuggu á Langholtsvegi 60 með sinn stóra barnahóp. Sameiginlegt áhugamál þeirra var fjárbúskapur sem þau stunduðu meðan heilsan leyfði. Féð var í húsum á lóðinni meðan enn var stundaður fjárbúskapur í Reykjavík. Síðar fluttu þau bústofninn upp á Vatnsenda þar sem þau áttu sum- arbústað. Samhent hugsuðu þau um kindurnar sínar, fóru með kaffibrús- ann í réttir og hittu kunningjana. Systkinahópurinn á Langholtsvegin- um á margar góðar minningar frá réttar- og sumarferðum á Snæfells- nesið, þar sem allur hópurinn sat í boddýi á vörubílspalli. Guðmundur hafði yndi af bóklestri, hlustaði mikið á útvarp og fylgdist grannt með þjóðfélagsmálum. Hann var af þessari kynslóð sem upplifað hefur miklar þjóðfélagsbreytingar og hafði hann tamið sér nýtni og spar- semi. Alltaf sýndi Guðmundur mikinn höfðingsskap og rausn þegar til hans var leitað. Eitt sinn í landssöfnun Krabbameinsfélagsins gaf hann mjög háa peningaupphæð og hafði á orði að sitt mikla barnalán og sinn yndislega lífsförunaut bæri honum að þakka. Við, kveðjum tengdaföður okkar í dag. Hann var mikið búinn að sakna hennar Áslaugar sinnar og vildi fyrir löngu vera kominn á hennar fund. Minning um stórhuga og traustan vin mun lifa áfram með okkur sem áttum því láni að fagna að fá vera með honum á lífsins leið. Guðný, Kristín, Lea og Sigurlín. Hann afi á Langó, eins og hann var alltaf kallaður í okkar fjölskyldu, er dáinn. Við kveðjum hann með nokkr- um minningabrotum. Á Langó í heimsókn hjá ömmu og afa var ýmislegt skrafað. Það var allt- af vinsælt að skoða skúffuna hans afa sem var full af alls kyns verkfærum og smádóti. Afi spilaði stundum á harmónikuna fyrir okkur, hann var góður í því. Eftir að hann gat ekki lengur spilað á hana sjálfur spilaði pabbi stundum fyrir okkur og afa, þá færðist alltaf gleðibros yfir andlit hans. Eftir róður á Siggunni fórum við alltaf til ömmu og afa á Langó með fisk í soðið. Þá var alltaf rætt um hvar fiskurinn hefði fengist og hvar væru bestu fiskimiðin. Afi var alltaf áhuga- samur um það og alltaf jafnánægður að fá nýjan fisk í soðið. Þegar amma og afi voru ennþá með kindurnar uppi á Vatnsenda var gam- an að fá að fara með afa í fjárhúsið og sjá hann hugsa um kindurnar sínar. Á Vatnsendanum vorum við lengi með kartöflugarð. Þegar verið var að setja niður á vorin og taka upp á haustin var alltaf gott ef amma og afi voru á staðnum því þá sátum við saman í kaffi í hlýjunni hjá þeim. Eftir að traktorinn hans afa kom til okkar hafði afi gaman af að fara útí bílskúr og var traktornum þá snúið í gang, það fannst afa skemmtilegt. Þegar við heimsóttum afa á Skjól voru ætíð nokkur vinsæl umræðuefni: pikkinn, traktorinn og fiskveiðar. Honum þótti gaman að ræða þessa hluti fram og til baka og í kjölfar þess læddist oft saga um góð fiskimið eða veiðiá og var afi þá oft með tiltæka vísu. Eftir að amma dó bjó afi einn á Skjóli. Þegar vel lá á honum fór hann með endalausar vísur og kvæði, ótrú- legt að hann skyldi muna þetta allt saman. Þótt afi væri dapur og eitt- hvað leiður þegar við komum í heim- sókn færðist alltaf bros yfir andlit hans þegar Áslaug kynnti, sig því hún er alnafna ömmu. Með þessum orðum kveðjum við afa okkar á Langó og vitum að hann hefur verið ánægður að hitta Áslaugu ömmu. Anna Lilja, Finnur og Áslaug Sigurðarbörn. Um miðja síðustu öld var búfé á beit algeng sjón víða í Reykjavík. Sauðfé skipti þúsundum, bæði í eigu bænda á bújörðum og tómstunda- bænda á ýmsum stöðum, jafnvel inni í íbúðarhverfum. Höfuðstaðurinn var að breytast úr sveit í borg. Sinubrun- ar voru fátíðir því að öll tún voru heyj- uð og allir tiltækir hagar beittir. Smábúskapur, einkum kindaeign og garðrækt, létti undir á mörgum heim- ilum, sérstaklega þegar atvinna var stopul, en þróunin varð sú þegar hér var komið sögu að flestir stunduðu tómstundabúskap aðeins til yndis og ánægju. Margir voru úr sveit, þeirra á meðal Guðmundur S. Magnússon frá Hrútsholti á Snæfellsnesi sem nú er látinn á 99. aldursárinu. Fljótlega eftir að ég varð fjáreig- andi um fermingaraldur á Háloga- landi í Reykjavík haustið 1957 veitti ég Guðmundi athygli. Hann hafði eignast kindur í Reykjavík eftir fjár- skiptin 1952 og hýsti þær á vetrum við íbúðarhúsið á Langholtsvegi 60. Um 1960 þegar við fjáreigendur vorum flestir að byggja yfir féð í Fjárborg við Breiðholtsveg flutti Guðmundur fjárbúskap sinn að fullu og öllu á gras- býlið Snæfell, austan í Vatnsenda- hvarfi í Kópavogi, þar sem hann hafði byggt sumarbústað, reist útihús og ræktað tún í grýttu holtinu af miklum dugnaði. Auk túnsins þar heyjaði hann Útvarpsstöðvartúnið á Vatns- endahæð um fjölda ára. Um miðjan 7. áratuginn kynntumst við Guðmundur vel, vorum báðir í stjórn Fjáreigendafélags Reykjavík- ur og fórum saman í útréttir á haust- in, ég sem skilamaður ásamt fleirum til að hirða fé frá Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi og hann til að flytja féð enda eftirsóttur vörubílstjóri. Ég minnist m.a. með ánægju ferða í Ölf- usrétt sem þá stóð í útjaðri Hvera- gerðis, Heiðarbæjarrétt í Þingvalla- sveit og Selvogsrétt þar sem hann tók lagið með feðgunum Snorra og Þór- arni í Vogsósum og fleiri bændum. Það var þægilegt að standa hjá fé á pallinum hjá Guðmundi því að akst- urslagið var eins og best verður á kos- ið, ekið jafn og þétt og þess gætt að viðkvæmur farmurinn kastaðist ekki til þrátt fyrir misgóða malarvegi. Árin liðu, Guðmundur var farinn að fækka fénu, sem flest hafði orðið um 100 vetrarfóðraðar kindur um 1970, og hann bauð mér aðstöðu fyrir kind- ur mínar í Snæfelli. Sambýli okkar stóð frá 1980–1986 þegar hann farg- aði síðustu kindunum en hann leigði mér aðstöðu fyrir kindurnar mínar þar efra til 1991, eins lengi og hann gat, og var sá stuðningur mér ómet- anlegur. Þá kynntist ég einnig Ás- laugu, konu Guðmundar, vel og á jafn- framt indælar minningar um hana.Við Guðmundur gengum saman til ýmissa verka. Hann var sérlega kappsfullur við heyskapinn, gat verið kröfuharður við sig og aðra og lá ekki á skoðunum sínum um menn og mál- efni, en við áttum alltaf ágæta og ánægjulega samvinnu um hugðarefni okkar. Farmallinn kom sér vel við slátt og drátt, Willysinn dró hjól- múgavélina á hæfilegum hraða, báðir komnir til ára sinna, en Guðmundur kenndi mér á kenjar þeirra við gang- setningu og vélarnar tifuðu alltaf eins og klukkur. Hann kunni að nýta vel það sem hann hafði undir höndum, hagur á bæði tré og járn. Á sauðburði var Áslaug aldrei langt undan, fjár- glögg og athugul. Við fjárflutninga í afrétt á vorin og úr Hafravatnsrétt og Fossvallarétt á haustin var Guð- mundur þá orðið keyrandi á traustum pallbíl, stundum með stóran aftan- ívagn, en meðal minnisstæðustu at- burðanna voru ferðir okkar Guð- mundar til Grindavíkur í sláturtíðinni á haustin. Þá sem endranær hafði hann frá mörgu að segja og ég varð fróðari um margt, m.a. um sjósókn hans þaðan í opnum vertíðarbátum á yngri árum. Eftir að hafa afhent slát- urféð í Sláturhúsi Kaupfélags Suður- nesja settumst við inn í bíl og borð- uðum kjarngott nesti frá Áslaugu, fórum síðan inn í hús að sækja slátrið og það kjöt sem ekki var lagt inn, komum því fyrir á bílnum og breidd- um yfir. Guðmundur gætti þess að fá örugglega sína eigin hausa, allt var í röð og reglu og við kynntumst þarna ágætu fólki enda söknuðum við þess- arar góðu þjónustu þegar sláturhús- inu var lokað. Það gladdi mig mikið þegar Guð- mundur kom í heimsókn í Fossvalla- rétt á haustin lengi vel þótt fjárbú- skapur hans væri liðin tíð. Ég að draga í dilkinn hans á horninu og hann að heilsa upp á gamla félaga. Alltaf var notalegt að koma í heim- sókn á Langholtsveginn til þeirra hjóna, líkt og í Snæfell þar sem þau bjuggu löngum á sumrin. Guðmundur var ætíð með hugann við búskapinn, einnig eftir að hann fluttist á hjúkr- unarheimilið Skjól þar sem hann tók sem fyrr vel á móti mér, og því gátum við spjallað um sameiginleg áhugamál alla tíð. Guðmundar minnist ég með virð- ingu og þökk og aðstandendunum sendi ég og fjölskylda mín einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar S. Magnússonar. Ólafur R. Dýrmundsson. GUÐMUNDUR S. MAGNÚSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.