Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ +,     *$  - % &                                   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VIÐSKIPTASIÐFERÐI Flugleiða hefur verið til umtals í Bréfum til blaðsins. Hinn 18/2 skrifuðu Rúnar Sig. Bergsson og Jóhann Guðmunds- son í sambandi við kaup á farmiða til Baltimore. Síðastliðið sumar keypti ég far- miða hjá Flugleiðum til Svalbarða í Noregi með millilendingu í Oslo og Tromsö og til baka. Þar sem ég vildi hafa vaðið fyrir neðan mig hafði ég tímanlega sam- band við Flugleiðir til að athuga með far. Um það bil 7 vikum fyrir fyrir- hugaða brottför fæ ég senda ferða- áætlun og þær upplýsingar frá þjón- ustufulltrúa að verð farmiðans sé 57.820, flug, skattar og gjöld innifalin. Ég þurfi hins vegar að gista í Osló þar sem allt kvöldflug samdægurs með Braathens til Longyearbyen sé upp- bókað á því viku tímabili sem til greina kom. Jafnframt fæ ég að vita að ganga verði frá sölu miðas fljót- lega þar sem mikið sé bókað. Tveim dögum seinna bóka ég far frá Kefla- vík hinn 10. júlí og geng frá kaupum daginn eftir. Vart er ég búin að leggja tólið frá mér þegar fyrgreindur þjón- ustufulltrúi hringir og afsakar að því miður sé verðið ekki 57.820 krónur, heldur 72.570, eða 14.750 krónum hærra, hvort ég vilji halda fast við bókunina. Ákörðunin hafði verið tek- in, auk þess sem mér fannst ég vera að brenna á tíma og greiðsla upp á 72.570 er skuldfærð 6 vikum fyrir brottför. Þar sem fjölskyldurmeðlimur var að velta fyrir sér að fara á svipuðum tíma læt ég hann vita að það sé ekki seinna vænna að taka ákvörðun, allt tengiflug frá Osló sé að verða full- bókað. Það er svo ekki fyrr en í byrj- un júlí að hann kaupir farmiða á Net- inu, en þá horfa málin öðru vísi við. Hann fékk far sömu leið og ég hinn 12. júlí eða tveim dögum seinna og kostaði farið þá 56.730, auk þess sem nú var hægt að komast samdægurs alla leið. Áður en ég fór spurðist ég fyrir hverju þessari hækkun á mínum miða sætti og var mér tjáð að það væru skattar, núgildandi verð farmiðans væri orðið mun hærra. Á farmiðanum kemur hins vegar fram að skattarnir eru 4.730 (fyrir Keflavík- Osló) + 1.940 (Osló – Tromsö – Longyear- byen) eða samtals 6.670 krónur. Þeg- ar ég síðan spurði hvers vegna ég hefði fengið það svar rúmum mánuði fyrr að útilokað væri að komast sam- dægurs alla leið, var svarið að senni- lega hefði eitthvað losnað af sætum. Ekki veit ég hvernig Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða, útskýrir þessa viðskiptahætti. Með útsölu eða árstíðabundinni sölu vara eins og hann gerði í svari sínu til þeirra Rúnars og Jóhanns hinn 20. febrúar? Er hægt að selja vöru á út- sölu sem ekki er lengur til að eigin sögn? Síðan hef ég leitað allra ann- arra leiða en Flugleiða, en Flugleiðir ávarpa viðskiptavini sína við lend- ingu: Thank you for choosing Ice- landair. Því miður höfum við hér ekki mikið val. SIGRÚN JÓNSDÓTTIR, myndlistarkennari, Freyjugötu 25, Reykjavík. Enn um viðskipta- siðferði Flugleiða Frá Sigrúnu Jónsdóttur: NOKKUÐ hefur verið ritað hérna á síðum Morgunblaðsins um varðveislu á gömlum bátum. Þann 3.2. nýverið birtist grein með fyrirsögninni „er „Gullmolinn“ kannski kolamoli“. Furðulegt viðhorf birtist í greininni frá manni sem er „áhugamaður um varðveislu sjóminja“, um það hvort réttlætanlegt væri að varðveita skip og báta sem ekki eru smíðuð hérna á Íslandi. Tilefni þess bréfs sem birtist var að í umræðunni er að varðveita eigi mb. Baldur GK 97, sem „áhuga- maðurinn“ sagði að væri best geymd- ur sem líkan á safni Duus, ástæða, jú, hann er ekki smíðaður á Íslandi. Ég er alveg sammála því að varðveita eigi mb. Baldur GK, því mb. Baldur GK er mjög merkilegur bátur, hann var smíðaður 1961 í Svíþjóð eftir teikn- ingum Egils Þorfinnssonar, hann var búinn að leggja mikla vinnu í að teikna þennan bát. Byggingarlag bátsins vakti strax athygli enda var mb. Baldur GK (sem þá var Baldur KE 97) var frambyggður og var hann einn af þeim fyrstu á landinu til að koma frambyggður. Mér telst svo til að mb. Björgvin EA 75 hafi verið fyrstur enn hann kom árið 1960. Í Sjó- mannablaðinu Víkingi, 4. tbl. 1961, er grein um mb. Baldur KE og þar er meðal annars sagt. „Skapast við þetta mjög bætt vinnuskilyrði miðað við hið venjulega byggingarlag, þar sem þil- farið er samfellt frá stýrishúsi og aft- ur í skut. Nýtist þilfarið því mun bet- ur en ella, og stýrishúsið veitir auk þess mikið skjól við vinnuna.“ Þessi tilhögun og teikning virtist ganga vel enda var 1963 smíðaður mb. Hólmar GK 546 og var svo til eins og Baldur KE nema hvað að hann var smíðaður í Njarðvík, sem sé íslensk smíði. Fimm árum síðar kemur svo annar bátur sem er í meginatriðum eins og Baldur KE nema hvað að brú- in er stærri en það var mb. Glaður KE 67. Undanfarin ár er ég búinn að vera að safna aflatölum frá öllu landinu frá síðustu öld og þar hef ég tekið eftir því, að frá þeim tíma sem Baldur KE kom til landsins hefur hann verið með aflahærri eða aflahæstur báta með dragnót ár eftir ár. Í dag er mjög lítið orðið eftir af tré- bátum í rekstri og er það miður enda hefur mér fundist gömlu bátarnir margir hverjir mjög fallegir, margir þessara báta liggja núna í höfnum landsins öllum til ama og engum til gagns, en allir eiga þeir sameiginlegt að allir hafa þeir sögu á bak við sig, sumir hafa lent í sjávarháska, aðrir komið drekkhlaðnir af þorski eða síld. Ég hef mikinn áhuga á að skrifa og grennslast fyrir um sögu báta og sér- staklega aflabrögð þeirra, en ef á að varðveita bát eins og mb. Baldur þá þarf að ganga þannig frá málum að hann skemmist ekki eins og t.d Kútt- er Sigurfari var farinn að gera. Hver bátur hefur sína sál og sögu. GÍSLI REYNISSON, Sléttahrauni 29, 220 Hafnarfirði. Sál og saga Frá Gísla Reynissyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.