Morgunblaðið - 26.02.2003, Qupperneq 42
DAGBÓK
42 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss og Dettifoss
koma og fara í dag.
Breki og Helgafell
koma í dag. Linito fer í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ice Laday kom og fór í
gær. Brúarfoss kemur
til Straumsvíkur í dag.
Ljósafoss fer í dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur Skrifstofa
s. 551 4349, opin mið-
vikud. kl. 14–17.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
opin handavinnustofa,
kl. 13–16.30 opin smíða-
og handavinnustofa.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
9–12 glerlist, kl. 9–16
handavinna,kl. 10–
10.30 bankinn, kl. 13–
16.30 bridge/vist, kl.
13–16 glerlist.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl.
10 leikfimi, kl. 14.30
bankaþjónusta, kl.
14.40 ferð í Bónus.
Félagsstarf eldri borg-
ara í Grafarvogi Korp-
úlfarnir, boða til
fræðslufundar í Mið-
garði, Langarima 21,
kl. 10 gestur verður
Guðmundur Hallvarðs-
son alþingismaður.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl. 9
silkimálun, kl. 13–16
körfugerð, kl. 10–13 op-
in verslunin, kl. 11–
11.30 leikfimi, kl. kl.
13.30 bankaþjónusta.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
postulínsmálun, kl. 13–
16.30 módelteikning.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr-
unarfræðingur á staðn-
um, kl. 10–12 verslunin
opin, kl. 13 föndur og
handavinna, kl. 13.30
enska.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Kl. 9.30
stólaleikfimi, kl. 10.15
og 11.10 leikfimi, kl. 13
handavinnuhornið, kl.
13 brigemót í Garða-
bergi, kl. 13.30 tré-
smíði, nýtt og notað.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Tréút-
skurður kl. 9, myndlist
kl. 10–16, línudans kl.
11, glerlist kl. 13, pílu-
kast kl. 13.30, kóræfing
kl. 16.30 „Opið hús“ á
morgun kl. 14.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Línudans-
kennsla kl. 19.15.
Gjábakki, Fannborg 8.
Venjuleg miðvikudags-
dagskrá í dag. Góugleð-
in verður fimmtud. 27.
feb. kl. 13.20, Þorvald-
ur Halldórsson syngur,
á dagskrá verður m.a.
söngur Kórs Snælands-
skóla undir stjórn
Heiðrúnar Hákonar-
dóttur, Ingibjörg Þor-
bergsdóttir syngur,
nokkrar dægurperlur
við undirleik Kjartans
Sigurjónssonar, ljóða-
lestur, Sigurlaug Guð-
mundsdóttir les frum-
ort ljóð, kaffihlaðborð.
Allir velkomnir.
Félag eldri borgara,
Suðurnesjum Selið,
Vallarbraut 4, Njarð-
vík. Í dag kl. 14 fé-
lagsvist.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, kl.
10.30 gamlir leikir og
dansa frá hádegi spila-
salur opinn, kl. 13.30
kóræfing, á morgun fé-
lagsvist kl. 13.15. í sam-
starfi við Hólabrekku-
skóla.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
10 ganga, kl. 13–16
handavinnustofan opin.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, bútasaum-
ur, útskurður, kl. 11
banki, kl. 13 bridge.
Hvassaleiti 58–60. Kl.
9 föndur, kl. 9 og kl. 10
jóga, kl. 14 dans, kl. 15
frjáls dans, kl. 15 teikn-
un og málun.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 9–12 tréskurður, kl.
10–11 samverustund,
kl. 13–13.30 banki, kl.
14 félagsvist. Messa kl.
10.30 fimmtud. 27.,
prestur sr. Kristín
Pálsdóttir.
Vesturgata 7. Kl. 8.25–
10.30 sund, kl. 9.15–16
myndmennt, kl. 12.15–
14.30 verslunarferð kl.
13–14 spurt og spjallað,
kl. 13–16 tréskurður.
Vitatorg. Kl. 8. 45
smíði, bókband og
bútasaumur, kl. 13
handmennt, kl. 13.30
bókband, kl. 12.30
verslunarferð.
Bókmenntaklúbbur
Hana-nú. Samstarfs-
verkefni Hana-nú og
Bókasafns Kópavogs
kl. 19.30.
Barðstrendinga-
félagið. Félagsvist í
Konnakoti, Hverf-
isgötu 105, kl. 20. 30 í
kvöld.
ITC Melkorka heldur
fund í Borgartúni 22, 3.
hæð, í kvöld kl. 20,
ræðukeppnisfundur.
Ættfræðifélagið. Aðal-
fundurinn verður 27.
febrúar kl. 20.30 í húsi
Þjóðskjalasafnsins,
Laugavegi 162, 3. hæð.
SÍBS, Hafnarfjarð-
ardeild heldur aðal-
fundinn kl. 20.30 fimm-
tud. 27. feb. í
safnaðarheimili Hafn-
arfjarðarkirkju.
Í dag er miðvikudagur 26.
febrúar, 57. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Takið því hver ann-
an að yður, eins og Kristur tók
yður að sér, Guði til dýrðar.
(Róm. 15, 7.)
Það er athyglisverð nið-urstaða sem Ragnar
Árnason, hagfræðipró-
fessor við Háskóla Ís-
lands, kemst að í grein
um byggingu Nátt-
úrufræðihúss HÍ í Vatns-
mýrinni. Segir hann að
uppsafnaður umfram-
kostnaður vegna tafa við
byggingu hússins nemi
280 milljónum króna á
verðlagi þessa árs.
Þrátt fyrir að búið sé aðverja 1,2 milljörðum
króna í byggingu hússins
á átta árum er það enn
ófrágengið. Stefnt er að
því að ljúka byggingunni
á þessu ári og er áætlað
að hún kosti fullbúin 2,2
milljarða króna.
„Ljóst er að dýrkeypt
mistök hafa verið gerð
við byggingu Nátt-
úrufræðihúss. Jafnframt
liggur fyrir, að í höfuð-
atriðum hafa hinar röngu
ákvarðanir verið teknar
af Háskóla Íslands,“ segir
Ragnar og bendir á að
vandamálið liggi tæpast í
upplýsingaskorti eða van-
þekkingu.
Ég sat sjálfur í há-skólaráði þegar þessi
mál voru til umræðu og
get fullyrt að athygli var
vakin á því hversu óráð-
legt það væri að hefja
byggingaframkvæmdir
áður en fjármögnun væri
tryggð.“ Hann bendir á
að starfsmenn HÍ séu allir
ríkisstarfsmenn með
trygga ráðningarsamn-
inga. Engin dæmi séu um
það að stjórnendur skól-
ans og aðrir starfsmenn
gjaldi þess í starfi eða
launum að eiga hlut að
þjóðhagslega skaðvæn-
legum ákvörðunum.
Raunar skipti einnig litlu
máli fyrir starfsmenn
þegar vel er staðið að
málum.
Til samanburðar tók 16ár að byggja Þjóð-
arbókhlöðuna en aðeins
eitt ár að reisa nýtt og
fullkomið hús Íslenskrar
erfðagreiningar, við hlið
Náttúrufræðihússins. Hús
ÍE er um helmingi stærra,
um 15 þúsund fermetrar,
en byggingarkostnaður
álíka hár og áætlað er
fyrir Náttúrufræðihús.
Þetta setur stórt spurn-
ingamerki við ákvarðanir
Háskólans og undirbún-
ing framkvæmda.
Í erindi sem GunnlaugurKristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Þróun-
arsviðs hjá Íslenskum að-
alverktökum, hélt á
sínum tíma um fram-
kvæmdir við Nátt-
úrufræðihús, segir hann
að engin samkeppni hafi
verið um hönnun hússins,
kröfur útboðsgagna hafi
verið óskýrar, verktími
ekki ljós og allt ferlið
þarfnist naflaskoðunar.
Sem dæmi megi nefna að
hver og einn gluggi á
framhlið hússins sé sér-
smíðaður í Danmörku, en
gluggarnir eru nokkur
hundruð.
Kennir Háskólinn
framkvæmdamönnum
framtíðarinnar að fara
þannig að?
STAKSTEINAR
Mistök við byggingu
Náttúrufræðihúss
Víkverji skrifar...
ÞINGVEISLA var haldin fyrirskemmstu, en þá falla flokks-
múrarnir og þingmenn allra flokka
skemmta sér í fyllsta bróðerni.
Ræðuhöld eru bönnuð nema í
bundnu máli og jafnvel það er skil-
yrðum bundið, eins og sést á eft-
irfarandi broti úr inngangsorðum
Halldórs Blöndals, forseta Alþingis,
sem beitti fyrir sig fornyrðislagi.
Orða hjör
er allra vopna
hvassastur
þeim sem höggstór er.
Undan málörvum
megi aldregi
und blæða
svo eigi batni.
x x x
SALOMÓNSDÓMUR Jóns Krist-jánssonar varð mörgum yrk-
isefni. Þjórsárverin eru griðland
heiðagæsarinnar og lagði Stein-
grímur J. Sigfússon út af því:
Jón er með sínum gæsum glaður
gerði það sem honum bar.
Hann er orðinn heilagur maður
að hlífa því sem friðað var.
Jón svaraði því um hæl:
Vísuna ég mikils met,
maðurinn er natinn,
ég gæti jafnvel gæsaket
gefið þér í matinn.
Sem Steingrímur svaraði:
Ýmsum sverfur sultur að
Salomón um þetta kvað,
en þó þú bróðir bjóðir vel
ég betri á lífi gæsir tel.
x x x
ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttirvar ánægð með framboð Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur flokks-
systur sinnar.
Davíð nú í mörgu mæðist
milljörðum hann bætti í sjóðinn.
Ingibjörgu ákaft hræðist
af því að hana velur þjóðin.
Halldór Blöndal svaraði að bragði:
Dimmir úti, dauft er blandað, daprast ljóðin,
Ásta Ragnheiður orðin þjóðin.
x x x
VALGARÐUR Egilsson, læknirog eiginmaður Katrínar Fjeld-
sted, lætur ekki síður í sér heyra en
þingmennirnir. Hann rifjaði upp 230
ára gamla minningu og orti til
Ástríðar Thorarensen, eiginkonu
Davíðs Oddssonar, sem komin er af
Þórarni Thorarensen, sýslumanni á
Grund. Hann ku hafa verið 17 ára
þegar hann barnaði unga stúlku á
Grenivík, síðar formóður Valgarðs:
Þórarinn reið með þýðan gang
þar hafð’ann stutta áning
á Grenivík barnað’ann langa lang
langömmu mína táning.
Að síðustu er hér vísa Valgarðs
um frammámann í viðskiptalífinu
sem grenntist:
Losnar mikið lýsi og spik
lafir á huppi strengur.
Bókin selst en brókin helst
bar’ekki uppi lengur.
Morgunblaðið/Golli
Vel fer á með þingmönnum, stund-
um á þingi en alltaf í þingveislum.
ER ekki kominn tími til að
breyta lífeyrissjóðunum?
Sem venjulegum launþega
svíður mér tilhugsunin um
lífeyrissjóðina. Allt sukkið
og svínaríið fer í mann.
Væri ekki eðlilegt að
hver einasti Íslendingur
fengi lífeyrissjóðsbók við 16
ára aldur? Þessi bók væri
einfaldlega föst í bankan-
um. Þangað færu þessi
10%. 4% frá launþega og 6%
frá atvinnurekanda. 1%
yrði svo tekið af launum
manns í sameiginlegan
sjúkrasjóð, sem greitt væri
úr í veikindum eða slysum.
Leyfi fengist síðan til að
taka allt að 50% úr bókinni
við íbúðakaup. Bókin erfðist
til erfingja við andlát
manns eða yrði að öðrum
kosti laus við 67 ára aldur.
Í mörgum tilfellum eru
reglur lífeyrissjóða and-
snúnar fólkinu sem á sjóð-
inn.
Tökum sem dæmi lífeyr-
issjóð sjómanna. Flestir
sjómenn greiða fúlgur til
sjóðsins á hverju ári. Ef sjó-
maður kaupir sér síðan íbúð
og fær sín húsbréf eins og
aðrir þá getur hann ekki
fengið lífeyrissjóðslán þar
sem veðsetning er yfir 60%
á íbúðinni. Móðir mín var á
sjó í nærri 25 ár. Vantaði
nokkra mánuði upp á 25 ár-
in til að öðlast rétt til lífeyr-
isgreiðslna þegar hún dó.
Hvað skyldi hún hafa greitt
mikið til sjóðsins? Faðir
minn fær víst einhvern
„tittlingaskít“ út úr þessum
sjóði í dag eftir eiginkonu
sína. Ef þau hefðu ekki ver-
ið gift, hvað hefði þá orðið
um peningana?
Er ekki kominn tími til að
við launþegar gerum eitt-
hvað í málinu?
Ásta,
fyrrv. sjómannskona.
Innheimta
fargjalda
VARÐANDI rekstur
Strætó bs. mætti benda á
atriði sem hefur áhrif á
rekstur fyrirtækisins en
það er innheimta fargjalda.
Ótrúlega margir farþegar
komast upp með að greiða
ekki. Fjöldi fólks er með
ýmis kort sem veita frítt
far. Margir sturta einhverj-
um slatta af mynt í brúsann.
Hvernig í ósköpunum eiga
vagnstjórar að fylgjast með
því að fargjaldið sé rétt?
Maður furðar sig á því
hve margt fólk er óheiðar-
legt, meðal annars roskið
fólk.
Hendinni er t.d. skellt á
miðabrúsann en það dettur
bara enginn miði. Þetta sér
maður stundum (eða sér
ekki miðann). Í þessum efn-
um eru vagnstjórar í vanda
og þetta er mikill vandi fyr-
irtækisins. Hann þarf að
leysa.
Að lokum vil ég taka fram
að ég er mjög ánægður með
þjónustu Strætó. Leiða-
kerfið er gott, fyrir mig
a.m.k., og vagnstjórar eru
almennilegir. Það er mín
reynsla. Og fargjaldið er
alls ekki hátt.
Aldraður farþegi.
Tapað/fundið
Heyrnartæki
barns týndist
HEYRNARTÆKI fyrir
barn töpuðust hinn 11. febr-
úar á leið frá Heyrnar- og
talmeinastöð Íslands að
Kringlu. Þessi tæki nýtast
engum nema eiganda
þeirra. Finnandi vinsam-
lega hafi samband í síma:
899 8124 eða 865 2200.
Svart dömuveski
SÁ sem tók upp svarta
dömuveskið á gangstéttinni
við Fella- og Hólakirkju
sunnudaginn 23. febrúar er
vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 557 6525.
Fundarlaun.
Geisladiskahulstur
í óskilum
Geisladiskahulstur með
geisladiskum í fannst milli
Lágabergs og Neðstabergs
í Breiðholti. Upplýsingar í
síma 863 2459.
Dýrahald
Páfagaukar óskast
PÁFAGAUKAR (gárar)
óskast gefins ásamt búri.
Vinsamlega hafið samband
við Jón Inga í síma
824 1825.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Er ekki kominn
tími til …
Morgunblaðið/Kristinn
LÁRÉTT
1 landshluti, 4 hríð, 7
auðlindin, 8 hljóðfæri, 9
rödd, 11 sterk, 13 skjóla,
14 hátterninu, 15 falskur,
17 grannur, 20 ögn, 22
eigri, 23 umturnun, 24
nytjalandið, 25 vota.
LÓÐRÉTT
1 blossar, 2 fuglum, 3
duglega, 4 vað á vatns-
falli, 5 kyrra, 6 munn-
tóbak, 10 skil eftir, 12
stúlka, 13 fát, 15 gamalt,
16 hæðin, 18 málmi, 19
úldna, 20 fjarski, 21 áll.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 rytjulegt, 8 leift, 9 sárum, 10 not, 11 tangi, 13
illur, 15 svöng, 18 skáld, 21 rót, 22 tauta, 23 arinn, 24
rummungur.
Lóðrétt: 2 ysinn, 3 jötni, 4 losti, 5 geril, 6 blót, 7 smár,
12 gin, 14 lok, 15 sáta, 16 önugu, 17 gramm, 18 stafn, 19
álinu, 20 dund.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16