Morgunblaðið - 26.02.2003, Page 45

Morgunblaðið - 26.02.2003, Page 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 45 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir framhaldsnámskeiði fyrir þjálfara helgina 7.- 9. mars nk. Námskeiðið er framhald af þjálfaranámskeiði 1a - almennum hluta. Námskeiðið, sem er samræmt fyrir allar íþróttagreinar, er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Haldið verður áfram að fjalla um þroskaferli barna, þ.e. vaxtarþroska og hreyfiþroska. Einnig er fjallað um undirstöðuatriði kennslufræði, mikilvægi rétt mataræðis, fyrstu viðbrögð við íþróttameiðslum og fleira. Nemandi, sem lýkur þessu námskeiði ásamt því að ljúka sérgreinahluta þjálfarastigs 1b, hlýtur réttindi sem þjálfari hjá börnum 12 ára og yngri undir eftirliti yfirþjálfara. Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst kl. 18:00 föstudaginn 7. mars og lýkur um kl. 16:00 sunnudaginn 9. mars. Skráning fer fram á skrifstofu ÍSÍ í síma 514 4000. Netfang: andri@isisport.is. Skráningu þarf að vera lokið fyrir miðvikudaginn 5. mars nk. Verð 8.000 kr. Nánari uppl. er hægt að nálgast á heimasíðu ÍSÍ, www. isisport.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir Þjálfaranámskeið 1b - almennur hluti HANNES Jón Jónsson, hand- knattleiksmaður frá Selfossi, hefur samið við spænska 2. deildarliðið Naranco frá borginni Oviedo og mun Hannes leika með liðinu næstu þrjá mánuði. „Ég er búin að dvelja hér í viku til reynslu og við kom- umst að samkomulagi um að ég yrði hér út leiktíðina,“ sagði Hannes Jón í gær en hann er markahæsti leik- maður Íslandsmótsins. „Liðið er í fallbaráttu en ætlar að gera allt til þess að forðast fallið en portúgalskur lands- liðsmaður bættist í hópinn á dögunum. Næsti leikur liðsins er á laugardag og það verður spennandi að taka þátt í þessu verkefni sem ég lít á sem æv- intýri og kannski stökkpall í eitthvað meira og stærra ef vel gengur. Það er erftitt að gera sér grein fyrir því hvernig styrkleikinn er á þessari deild en það sem ég hef upplifað á æfingum hjá liðinu lofar góðu og hraðinn er mun meiri en ég átti von á. Að auki er æft mikið meira hér á Spáni en á Selfossi þar sem meistaraflokkur karla fær aðeins að æfa fjórum sinnum í viku,“ sagði Hannes Jón Jónsson. Hannes Jón samdi við Naranco „LIÐ sem leika í Meistaradeild Evr- ópu fá 2,5 til 3,7 milljarða ísl. kr. á hverju ári í tekjur vegna þátttöku sinnar þar og þetta fé verður til þess að önnur lið eiga erfitt með að keppa við þau á jafnréttisgrund- velli. Þau lið sem eru ekki í Meist- aradeildinni eiga í erfiðleikum þeg- ar þau reyna að fá til sín leikmenn enda getum við t.d. ekki greitt sömu laun og þau lið sem eru í Meistaradeildinni. Þetta er víta- hringur sem erfitt er að eiga við og bilið á milli liðanna er að aukast – og það er fjármagnið sem spilar þar stærstan þátt,“ segir Kevin Keegan knattspyrnustjóri enska úrvals- deildarliðsins Manchester City en hann telur litlar líkur á því að liðið hans geti skipað sér í fremstu röð miðað við núverandi aðstæður. „Ef knattspyrna væri aðeins viðskipti væru samkeppnisyfirvöld eflaust að kanna málið á þessari stundu. Við munum samt sem áður reyna það sem við getum til þess að komast í þennan hóp,“ bætir Keegan við en hann telur að Ma. City geti enn tryggt sér rétt í UEFA-keppninni en Charlton er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar, sjö stigum á und- an City sem er í ellefta sæti. „Meistara- deildin skap- ar ójöfnuð“ Kevin Keegan Reuters REIKNA má með að róðurinn geti orðið þungur fyrir lið Gróttu/KR um næstu helgi þegar liðið sækir sænska úrvalsdeildarliðið Sävehof heim í fyrri viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Sävehof hefur verið á gríðarlegri siglingu á undanförnum vikum. Liðið hefur ekki tapað leik á árinu og í síðustu 11 leikjum sínum í deildinni er upp- skeran 10 sigrar og eitt jafntefli. Sävehof sigraði Skvöde í fyrra- kvöld, 30:24, og er í 2.–3. sæti úr- valsdeildarinnar ásamt Drott með 39 stig en í toppsætinu eru Magnus Wislander og samherjar hans í Red- bergslid með 45 stig. Fyrri leikur Sävehof og Gróttu/ KR verður í Scandinavium-höllinni í Gautaborg á laugardaginn og síð- ari leikurinn helgina eftir á Sel- tjarnarnesi. Mótherjar Gróttu/KR í vígamóði  ÖRN Sölvi Halldórsson frá GR og Steinunn Eggertsdóttir úr GKj verða verða liðsstjórar á vegum Golfsambands Íslands á þessu ári. Örn Sölvi mun sjá um piltalands- liðið en Steinunn hefur stúlkna- landsliðið á sinni könnu.  BRYNJAR Björn Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og miðvallarleikmaður, framherjinn Chris Iwelumo og varnarmaðurinn Sergei Shtaniuk koma allir inn í lið Stoke í kvöld sem tekur á móti Walsall í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu.  ÞEIR voru allir í leikbanni þegar Stoke steinlá fyrir Nottingham Forest í deildarleik á City Ground í Nottingham um síðustu helgi, 6:0.  ÍSLENSKU leikmennirnir í norska liðinu Haslum voru at- kvæðamiklir þegar liðið sigraði Oppsal, 27:21, í B-úrslitum norsku 1. deildarinnar í fyrrakvöld. Heimir Örn Árnason var maður leiksins og skoraði sex mörk, sem og Daníel Ragnarsson, og Theódór Valsson skoraði þrjú mörk.  HASLUM stendur vel að vígi í úr- slitakeppninni. Haslum og Krist- ianstad eru með 18 stig en Haslum á leik til góða, Heimdal og Fyll- ingen eru með 16 stig. Fjögur efstu liðin vinna sér sæti í norsku úrvals- deildinni og tvö efstu fá sæti í 8-liða úrslitum um meistaratitilinn. FÓLK Sókn Víkinga var ekki burðugfyrstu mínúturnar en uppskar þó fimm mörk úr fimm sóknum. Valsstúlkum voru hinsvegar mislagð- ar hendur, ekkert gekk upp í sókninni og vörnin illa á verði. Svo skildu leiðir þegar Vík- ingar börðust fyrir hverjum bolta, reyndu ákaft að finna fjölina og fundu hana. Sama er ekki hægt að segja um gestina frá Hlíðarenda, sem voru alls ekki með einbeit- inguna í lagi og gengi liðsins í samræmi við það enda munaði tíu mörkum í leikhléi, 16:6. Á fyrstu mínútu eftir hlé komust Víkingar í 13 marka forystu en leyfðu sér þá að slaka örlítið á. Nógu mikið til að Valsstúlkur skoruðu þrjú mörk í röð en Víkingum reyndist auðvelt að ná aftur öllum völdum á vell- inum. Áfram héldu þær baráttunni og voru oft reknar af velli en það sló ekkert á baráttuna. „Við áttum alls ekki von á þessu,“ sagði Guðrún Hólmgeirs- dóttir eftir leikinn en hún skoraði 7 mörk Víkinga, mörg hver úr erf- iðum færum. „Við höfum ekki spil- að nógu góða vörn uppá síðkastið og því verið að ströggla í und- anförnum leikjum en núna small hún saman og við náðum að keyra á þær. Það er munurinn frá síð- asta leik og þá fylgir góð mark- varsla og hraðaupphlaupin,“ bætti Guðrún við og leit raunsæjum aug- um á framtíðina. „Nú verðum við að gleyma þessum leik því hann hefur enginn áhrif í næsta. Þá er að duga eða drepast og við verðum að komast niður á jörðina.“ Flestir leikmanna Víkinga áttu góðan leik. Helga Torfadóttir í markinu varði oft vel, ekki bara auðveldu skotin sem sluppu framhjá vörninni. Fyr- irliðinn Helga Birna Brynjólfsdótt- ir fór fyrir liði sínu, skoraði mörg góð mörk og átti góðar sendingar, sem gáfu mörk. Gerður Beta Jó- hannsdóttir var góð eins og Anna Kristín Árnadóttir. „Það klikkar allt hjá okkur,“ sagði Hafdís Guðjónsdóttir úr Val eftir leikinn. „Við komumst aldrei í gír. Spilum langt undir getu og þegar vörnin er ekki nógu góð, sem sést best á því að við fáum á okkur sextán mörk fyrir hlé, geng- ur sóknin heldur ekki upp og allt verður erfiðara. Víkingsstelpur eru miklu grimmari í öllum að- gerðum og við náum aldrei taki á þeim í vörninni. Við vissum hvern- ig Víkingar kæmu stemmdir til leiks og það kom okkur ekkert á óvart en við vorum ekki með frá byrjun til enda og Víkingar áttu sannarlega sigurinn skilinn fyrir meiri leikgleði og baráttu.“ Aðeins var hægt að merkja baráttuvilja hjá Berglindi Hansdóttur í mark- inu og Drífu Skúladóttur, aðrir leikmenn voru ekki alveg með hugann við leikinn og náðu sér ekki á strik. KA/Þór stóð í FH Á Akureyri stóð KA/Þór lengi vel í FH og var staðan í leikhléi 15:12 fyrir Hafnfirðinga en eftir hlé náðu þeir að síga framúr. Inga Dís Sigurðardóttir var atkvæða- mest hjá KA/Þór með 9 mörk og Ásdís Sigurðardóttir 5 en hjá FH skoraði Björk Ægisdóttir 7 og Sig- rún Gilsdóttir sex. Haukastúlkur náðu strax undir- tökunum gegn Gróttu/KR á Sel- tjarnarnesi. Höfðu 4 til 5 marka forskot, sem fór upp í níu mörk eftir hlé og þar með var björninn unninn. Eva Margrét Kristinsdótt- ir skoraði 6 af mörkum Gróttu/KR en Hanna G. Stefánsdóttir níu fyr- ir Hauka. Valsstúlkur sáu aldrei til sólar gegn Víkingum VÍKINGSSTÚLKUR uppskáru ríkulega í Víkinni í gærkvöldi þegar þær fengu Val í heimsókn. Jafnræði var með liðunum fyrstu mín- úturnar en síðan héldu Víkingar áfram að reyna komast í gang og tókst það á meðan gestirnir frá Hlíðarenda koðnuðu niður. Úrslitin voru því alveg í samræmi við leikinn, tólf marka sigur – 28:16. Á Sel- tjarnarnesi unnu nýbakaðir bikarmeistarar Hauka öruggan 28:21 sigur á Gróttu/KR og á Akureyri hafði FH betur gegn KA/Þór, 27:21. Morgunblaðið/Golli Valsstúlkan Eygló Jónsdóttir tekur á Gerðu Betu Jóhannsdótt- ur, leikmanni Víkings. Stefán Stefánsson skrifar NÍU íslenskir snókerspilarar verða meðal keppenda á Norðurlanda- mótinu sem fram fer í Tampere í Finnlandi. Þetta er í fjórða sinn sem Norðurlandamót er haldið í íþróttinni og eru íslensku kepp- endurnir staðráðnir í að end- urheimta titilinn sem Finninn Villa Pasanen krækti í í fyrra. Fyrstu tvö árin sigraði Jóhannes B. Jóhannesson á mótinu en í fyrra tapaði Brynjar Valdimarsson naumlega fyrir Pasanen í úrslit- um. Landsliðið skipa Jóhannes B. Jó- hannesson, Ásgeir Ásgeirsson, Gunnar Hreiðarsson, Sumarliði Gústafsson, Arnar Petersen, Ragn- ar Páll Dyer, Sturla Jónsson, Ágúst Ágústsson og Jónas Þór Jónasson. Mótið hefst á föstudaginn og lýkur á sunnudaginn. Snókerspil- arar á Norð- urlandamót

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.