Morgunblaðið - 26.02.2003, Qupperneq 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 47
HEIÐAR Helguson lék allan leik-
inn með Watford sem gerði marka-
laust jafntefli við Wolves í 1. deild
ensku knattspyrnunnar í gærkvöld.
Heiðar átti náðugan dag í framlínu
Watford því Úlfarnir sóttu nær lát-
laust. Hann náði þó að krækja sér í
gult spjald í síðari hálfleiknum.
FYRIRLIÐAR Fram og ÍR áttust
við á lokasekúndum leiks liðanna í 1.
deild karla í handknattleik í gær-
kvöldi. Sturla Ásgeirsson skoraði þá
sigurmark ÍR gegn Sebastían Alex-
anderssyni, markverði Fram. Fyrir-
liðarnir klæddust báðir treyjum með
númerinu 19 á bakinu.
RUUD van Nistelrooy skoraði sitt
10. mark í meistaradeild Evrópu á
þessu tímabili þegar Manchester
United vann Juventus, 3:0, í gær-
kvöld. Það er aðeins tveimur mörkum
minna en Hollendingurinn mark-
sækni hefur skorað í ensku úrvals-
deildinni í vetur.
DIEGO Tristan skoraði sitt fjórða
mark á þremur dögum þegar Deport-
ivo La Coruna vann Basel í meist-
aradeildinni, 1:0. Tristan skoraði
þrennu fyrir Deportivo gegn Alavés í
spænsku 1. deildinni um helgina.
MARC Overmars verður ekki með
Barcelona þegar spænska liðið mæt-
ir Inter frá Mílanó í sannkölluðum
stórleik í meistaradeildinni í kvöld.
Overmars meiddist á læri í leik
Barcelona gegn Real Betis um
helgina en ætti að vera tilbúinn á ný
um næstu helgi.
SKOTAR og Tyrkir skildu jafnir,
1:1, í landsleik í knattspyrnu í gær-
kvöld en báðar þjóðir tefldu fram B-
liðum. Berti Vogts, þjálfari Skota,
prófaði nokkra leikmenn sem koma
til greina gegn Íslandi í lok mars.
Andy Gray, leikmaður Bradford
City, kom Skotum yfir en Ceyhun Er-
is jafnaði fyrir heimamenn.
OTTMAR Hitzfeld, þjálfari þýska
liðsins Bayern München, hefur sekt-
að landsliðsmanninn Michael Ballack
fyrir að gagnrýna leikaðferð liðsins í
viðtali við tímaritið Kicker. Þar segir
knattspyrnumaður ársins í Þýska-
landi að hann sé ósáttur við hve mikil
áhersla sé lögð á varnarleikinn og að
hann vilji fá frjálsara hlutverk á mið-
svæðinu – og það myndi leiða til þess
að hann skoraði fleiri mörk. Ballack
hefur beðist velvirðingar á ummæl-
um sínum.
MORTEN Olsen, landsliðsþjálfari
Dana í knattspyrnu, hefur hafnað til-
boði frá þýska liðinu Wolfsburg um
að gerast þjálfari liðsins. Hann átti að
fá 70 millj. ísl. kr. fyrir að skrifa undir
samning við liðið. Olsen, sem er
samningsbundinn danska knatt-
spyrnusambandinu fram yfir HM í
Þýskalandi 2006, segist hafa verk að
vinna og hann og leikmenn danska
liðsins ætla sér að komast á EM í
Portúgal 2004.
FÓLK
EKKERT verður af því að Damon
Johnson körfuknattleiksmaður fari
frá Keflavík til gríska félagsins
Panellinios. Félögin komust ekki
að samkomulagi um félagaskipti
hans en á heimasíðu Keflavíkur
kemur fram að gríska félagið hafi
ekki viljað greiða uppsett verð
fyrir Damon. Hann verður því
með Keflvíkingum til loka keppn-
istímabilsins.
Damon Johnson, sem fékk ís-
lenskan ríkisborgararétt fyrir ára-
mótin, hefur skorað 27,5 stig að
meðaltali fyrir Keflvíkinga í vetur
en hann hefur spilað alla 19 leiki
þeirra í úrvalsdeildinni.
Damon
fer ekki til
Grikklands
Þýska stórveldið í knattspyrnu,Bayern München, gæti átt
það á hættu að missa meistaratit-
ilinn sem liðið vann árið 2001
vegna samnings sem liðið gerði við
fjölmiðlarisann KirchMedia, sem
var síðar úrskurðað gjaldþrota í
apríl á sl. ári.
Báðir aðilar eru ásakaðir um
spillingu og brot á skattalöggjöf
vegna samnings sem Bayern
München gerði á bak við tjöldin
við KirchMedia og tryggði liðinu
1,58 milljarða ísl. kr. tekjur á
þriggja ára tímabili án vitundar
annarra liða í deildinni eða þýska
knattspyrnusambandsins.
Forráðamenn Bayern þurfa nú
að svara fyrir sig í réttarsölum í
Þýskalandi á næstunni því málið
verður rannsakað ofan í kjölinn.
Forráðamenn annarra liða í 1.
deildinni hafa margir hverjir látið í
ljós þá skoðun sína að Bayern
München ætti að skila verðlaunum
sínum frá árinu 2001 þar sem liðið
hefði haft rangt við í samingum
sínum.
Uli Höness, framkvæmdastjóri
Bayern München, segir að liðið
hafi ekki brotið nein lög eða haft
rangt við í samningsgerð sinni sem
enginn vissi af nema samningsað-
ilar, KirchMedia og Bayern
München.
„Slíkir samningar eru algengir
og við vorum í þeirri aðstöðu að
geta samið um þessa hluti. Ég er
fullviss um að án okkar framlags
og ímyndar hefðu önnur lið ekki
borið eins mikið úr býtum eins og
raunin varð á.
Það eru of margir sem öfunda
okkur og vilja skaða okkur en ég
fullyrði að við gerðum ekkert
rangt,“ segir Höness.
Vilja svipta
Bayern titlinum
RONALDINHO, landsliðsmað-
ur heimsmeistaraliðs Brasilíu,
hefur viðurkennt að markið sem
hann skoraði gegn Englending-
um á HM sl. sumar hafi í raun
verið tilviljun og heppni. Markið
varð þess valdandi að enska
landsliðið tapaði leiknum 2:1 og
féll úr keppninni. Markvörður
liðsins, David Seaman, hefur
mátt þola mikla gagnrýni vegna
atviksins. Ronaldinho skoraði
markið beint úr aukaspyrnu af
um 35 metra færi í átta liða úr-
slitum keppninnar. Ronaldinho
lét í veðri vaka eftir keppnina
að hann hafi alltaf ætlað að
skjóta á markið úr aukaspyrn-
unni en nú hefur hann viður-
kennt að um fyrirgjöf á fjær-
stöng var að ræða – en ekki
skottilraun.
„Ætlaði að gefa fyrir“
Gestirnir byrjuðu betur og kom-ust yfir með marki Jónasar
Rafns Stefánssonar. Sló það heima-
menn nokkuð út af
laginu en á stuttum
kafla undir lok fyrsta
leikhluta kom Kenny
Corp SA yfir með
tveimur mörkum. Í þeim næsta sótti
SR meira en vörn SA og markvörður
áttu ekki í teljandi vandræðum. Um
miðjan leikhlutann komu tvö mörk
frá SA. Hið fyrra skoraði Sigurður
Sveinn Sigurðsson mjög auðveldlega
eftir að Kenny Corp hafði upp á sitt
einsdæmi tætt SR-vörnina í sundur.
Stefán Hrafnsson komst svo einn í
gegn skömmu síðar og skoraði af
harðfylgi. Staðan var því 4:1 er síð-
asti leikhlutinn hófst og bjuggust
flestir við því að leikmenn SR yrðu
nú teknir í bakaríið. Sú varð þó ekki
raunin. Peter Bolin, þjálfari SR,
minnkaði muninn en Stefán Hrafns-
son svaraði um hæl. Það var svo
Ingvar Þór Jónsson sem skoraði síð-
asta mark leiksins fyrir SR, 5:3.
Eins og fyrr sagði þá var leikurinn
óvenju bragðdaufur. SA-liðið spilaði
mjög skynsamlega og lagði grunninn
að sigrinum með þéttum varnarleik
og hröðum sóknum. Kenny Corp var
hreint frábær á köflum en SR-strák-
arnir réðu ekkert við hraða hans.
Sigurður Sveinn var traustur sem
fyrr og ungu strákarnir stóðu sig
mjög vel. Birgir Örn Sveinsson var
öryggið uppmálað í markinu og virt-
ist hafa lítið fyrir því að verja skot
SR-manna. Úr röðum SR voru Ingv-
ar Þór og Peter Bolin mest áberandi
og Gunnlaugur Björnsson mark-
vörður stóð sig vel.
Annar leikur liðanna fer fram í
Skautahöllinni í Laugardal annað
kvöld og sá þriðji verður á Akureyri
á laugardaginn. Þrjá sigra þarf til að
tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.
Morgunblaðið/Kristján
Rúnar Rúnarsson, Sigurður Sigurðsson og Kenny Corp úr SA fagna marki Sigurðar sem Kenny lagði upp á meistaralegan hátt.
SA nýtti
færin betur í
jöfnum leik
FYRSTI leikurinn í úrslitakeppni Íslandsmótsins í íshokkí fór fram á
Akureyri í gærkvöldi. Þar sigraði SA lið SR 5:3 í fremur bragðdauf-
um leik. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en leik-
mönnum SA tókst að skapa sér betri færi. Eftir þennan fyrsta leik
má reikna með því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verði
hörð þetta árið því yfirburðir SA eru ekki þeir sömu og oft áður.
Einar
Sigtryggsson
skrifar