Morgunblaðið - 26.02.2003, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 26.02.2003, Qupperneq 48
KVIKMYNDIR 48 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HRINGURINN byrjar á atriði sem minnir á vinsælar unglingahrollvekj- ur en reynist blessunarlega laus við ódýru einkennin sem eru vörumerki slíkra mynda. Engin fjöldaslátrun né blóðstokknar persónur hræðandi áhorfandann með blikandi eggvopn- um, holskurðum og ámóta kliskju- kenndum kryddefnum. Kvikmynda- gerðarmennirnir róa á áhrifaríkari mið draugasögunnar, í smiðju jap- anskra kollega sinna þar sem Hring- urinn er Hollywood-endurgerð Ringu, magnaðrar hryllingsmyndar frá 1997 og hefur verið fáanleg á ís- lenskum myndbandaleigum í nokkur ár. Fyrrgreint upphafsatriði segir af vinkonunum Katie (Amber Tambl- yn) og Beccu (Rachael Bella). Katie tjáir Beccu frá óþægilegri reynslu sem hún upplifði viku áður, er hún leigði ásamt vinum sínum dularfullt myndband sem reyndist innihalda torkennilega atburði. Að sýningu lokinni hringdi síminn þar sem áhorfendunum var tjáð að þeir ættu sjö daga ólifaða. Og dagar Katie eru taldir. Hún er myrt á voveiflegan hátt en Becca gengur af vitinu. Blaðakonan Rachel (Naomi Watts) tekur að sér rannsókn máls- ins þar sem fórnarlambið er í fjöl- skyldunni. Hún kemst að því að vinir Katie eru allir dánir og létust á ná- kvæmlega sama tíma og hún. Rachel finnur myndbandið, horfir á það og síminn hringir … Nú hefst kapphlaup við tímann, Rachel reynir að bjarga lífi sínu með því að fá botn í þau skilaboð sem eru á spólunni og nýtur hjálpar Noah (Martin Henderson), barnsföður síns. Rannsóknin leiðir þau til af- skekktrar eyju utan við Seattle þar sem óhugnanlegir atburðir liggja í loftinu. Ekki er rétt að ræna væntanlega bíógesti spennunni með frekari upp- rifjun þessarar nútímaútgáfu upp- vakningarsögu en óhætt að fullyrða að öfugt við þjóðsögurnar okkar er lítil vitglóra í fléttunni. Áhorfendum er haldið við efnið með myndrænu, ískyggilegu áreiti sem stigmagnast fram að skelfilegu atriði sem fær hárin til að rísa. Myndin er í kulda- legum grátónum og grænleitum lit- um sem minna á Særingarmanninn (The Exorcist). Í ofanálag gerist Hringurinn að mestu leyti í þung- búnum rigningarbeljanda sem eykur enn á ónotin. Líkt og í Norninni í Blair (The Blair Witch Project) er það myndbandsupptaka sem er upp- spretta óhugnaðarins og læðist að manni sá grunur að höfundar hennar hafi þjófstolið hugmyndinni frá jap- önunum. Hringurinn er ólíkt magn- aðri og þéttari en myndin af norninni í Blair, prýdd góðum leik Watts (Mulholland-tröð), Hendersons og sterkri innkomu aukaleikaranna Brians Cox og Jane Alexanders. Kvikmyndatakan er stílhrein og áhrifarík og tónlist Hans Zimmer eykur á undirliggjandi óhugnað kuldahrollsins. Því miður stenst Hringurinn ekki nærskoðun, öfugt við Náðargáfuna (The Gift) og Hina (The Others), tvær framúrskarandi hrollvekjur frá síðustu árum. Þegar upp er staðið kemur í ljós að framvindan er órök- rétt og margir lausir endar ófrá- gengnir. Hringnum fyrirgefst í skjóli myrkra leyndardóma og frumlegra og fagmannlegra atriða sem sitja í beinunum er maður heldur út í myrkt febrúarkvöldið. Einkum er minnisstæður stigmagnaður tryll- ingur í hesti sem fælist um borð í ferju sem flytur Rachel til eyjunnar, á vit örlaga sinna. Hringurinn er endurgerð á japönsku myndinni Ringu frá 1997. Illskeyttur uppvakningur THE RING / HRINGURINN Háskólabíó, Sambíóin Reykjavík og Akureyri Leikstjóri: Gore Verbinski. Handrit: Ehren Kruger, byggt á skáldsögu Koji Suzuki og kvikmyndahandriti Hideo Nakata. Kvik- myndatökustjóri: Bojan Bazelli. Tónlist: Hans Zimmer. Aðalleikendur: Naomi Watts, Martin Henderson, David Dorf- man, Brian Cox, Jane Alexander, Lindsay Frost, Amber Tamblyn, Rachael Bella. 115 mín. DreamWorks. Bandaríkin 2002.  Sæbjörn Valdimarsson Stóra svið LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Itzik Galili og Ed Wubbe 3. sýn fim 27/2 kl 20 rauð kort 4. sýn sun 2/3 kl 20 græn kort 5. sýn sun 16/3 kl 20 blá kort Kortagestir athugið áskriftasýning ATH: Aðeins 8 sýningar SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 28/2 kl 20, Lau 1/3 kl 20 Fim 6/3 kl 20, Fö 14/3 kl 20, Lau 15/3 kl 20, Fö 21/3 kl 20, Lau 22/3 kl 20 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Fö 7/3 kl 20 AUKASÝNING Lau 8/3 kl 20 AUKASÝNING ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 2/3 kl 14, Su 9/3 kl 14, Su 15/3 kl 14, Su 23/3 kl 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 038 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20, UPPSELT Lau 1/3 kl 20, Su 2/3 kl 20, Þri 4/3 kl 20, Mið 5/3 kl. 20 UPPSELT, Fi 6/3 kl 20, Su 9/3 kl 20 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 28/2 kl 20 UPPSELT, Lau 1/3 kl. 20, Fim 6/3 kl 20, Su 9/3 kl 20 JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Fö 7/3 kl 20 AUKASÝNING SÍÐASTA SÝNING PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su 2/3 kl 20, Lau 8/3 kl 20, Fö 14/3 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 1/3 kl 14, Lau 8/3 kl 14 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Fi 27/2 kl 20, Lau 8/3 kl 20 Fi 13/3 kl 20, Fö 14/3 kl 20 LÝSISTRATA eftir Aristofanes - LEIKLESTUR Leikhúsverkefni á heimsvísu gegn stríði! Má 3/3 kl 20 - Aðgangseyrir kr. 500 rennur í hjálparsjóð Takmarkaður sýningarfjöldi VETRARHÁTÍÐ - LJÓSIÐ Í LEIKHÚSINU Fjölskyldudagskrá Lau 1/3 kl 14 - Aðgangur ókeypis „HANN“ Spunaleikrit e. Júlíus Júlíusson Sjö leikarar á óvæntu stefnumóti Su 2/3 kl 20 - 1.500 kr. mið. 26/2 kl. 11 aukasýn. UPPSELT mið. 26/2 kl. 14 aukasýn. UPPSELT fös. 28. feb. kl. 20. Örfá sæti lau. 1. mars. kl. 20. Örfá sæti SÍÐUSTU SÝNINGAR Sýnt í Smiðjunni - s. 552 1971 eftir Sigurð Pálsson Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Fös 28/2 kl 21 Lau 1/3 kl 21 Styrktarsýn. Samt. 78 Lau 8/3 kl 21 Sun 9/3 kl 21 Örfá sæti Fös 14/3 kl 21 Nokkur sæti Leyndarmál rósanna Sýn. fös. 28. feb. kl. 20 sýn. lau. 8. mars kl. 19 Uppistand um jafnréttismál Sýn. lau. 1. mars kl. 20 sýn. lau. 1. mars kl. 22.30, uppselt sýn. fös. 7. mars kl. 20 Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is fim 27.2 kl. 21, aukasýning, UPPSELT, föst 28.2 kl. 21, UPPSELT lau 1.3 kl. 21, 100 SÝNING, UPPSELT mið 5.3 kl. 21, Öskudagssýn., Örfá sæti, föst 7.3 kl. 21, UPPSELT lau 8.3 kl. 21, Örfá sæti, föst 14.3 kl. 21, UPPSELT, lau 15.3 kl. 21, Nokkur sæti föst 21.3 kl. 21, Örfá sæti, lau 22/3 kl, 21, Laus sæti "Björk er hin nýja Bridget Jones." morgunsjónvarpið ÓSÓTTAR PANANIR SELDAR FJÓRUM DÖGUM FYRIR SYNINGU Allt eins og blómstrið eina Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Tónleikar í bláu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 27. febrúar kl. 19:30 Hljómsveitarstjóri: Tõnu Kaljuste Hamrahlíðarkórarnir Atli Heimir Sveinsson: Doloroso Arvo Pärt: Orient & Occident Arvo Pärt: Cecilia, vergine romana Ralph Vaughan-Williams: Lundúnasinfónían Doloroso eftir Atla Heimi er hug- leiðing um sársauka, söknuð og missi. Í verkinu er vitnað frjálslega í sálminn Allt eins og blómstrið eina, og er eins og einleiksfiðlan syngi sálminn eftir minni. Sumir segja að tónlistin geti linað sorg hins jarð- neska lífs og veitt huggun. Atli Heimir samdi Doloroso með það í huga. Lundúnasinfónía Ralph Vaughan- Williams hefur aldrei heyrst á Íslandi og sama gildir um Ceciliu eftir Arvo Pärt. Cecilia, verndar- dýrlingur tónlistarinnar, er glænýtt verk. Það er mikið tilhlökkunar- efni að heyra Hamrahlíðarkórinn spreyta sig á verkinu enda er Pärt mikill aðdáandi kórsins. Sun. 2/3 kl. 14 Sun 9/3 kl. 14 Sun. 16/3 kl. 14 Sun. 23/3 kl. 14 Sun. 30/3 kl. 14 Miðapanntanir frá kl 13 18 S: 552 3000 Síðustu sýningar! Munið hópafsláttinn Miðasala 5523000 - www.madeinusa.is SÝNT Í LOFTKASTALNUM Næstu sýningartímar fim 27.2 kl. 20.00 Aukasýning fös 28.2 kl. 20.00 Örfá sæti fös 28.2 kl. 24.00 Örfá sæti lau. 8.3 kl. 24.00 Laus sæti SÖNGLE IKUR EFTIR JÓN GNARR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.