Morgunblaðið - 26.02.2003, Page 49

Morgunblaðið - 26.02.2003, Page 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 49 M YNDIN Slá í gegn – Saga úr Mjóddinni er nýjasta kvik- mynd leikstjórans Róberts Douglas en hann á að baki myndirnar Íslenski draumurinn og Maður eins og ég. Stefnt er á að frumsýna myndina í september á þessu ári, að sögn leik- stjórans, sem útskýrir að þetta sé heimildarmynd, eða svokölluð „docu-soap“. Myndin gerist að mestu leyti í verslunarkjarnanum í Mjóddinni í Breiðholtinu og fjallar um fólkið sem vinnur þar. Róbert fylgdist með nokkrum starfsmönnum í gegnum súrt og sætt yfir nokkurra mánaða tímabil. „Ég byrjaði á því að fara þarna inn. Ég held ég hafi skotið í svona tvær vikur, þá var ég búinn að átta mig á því hvaða fólk vildi láta fylgj- ast með sér og hverjir væru best fallnir til þess að búa til einhverja sögu,“ segir Róbert, sem tók líka viðtöl við fólkið í upphafi. Fólk vill taka þátt í einhverju svona „Flestir eru auðveldir í sam- skiptum, fólk vill alveg taka þátt í einhverju svona.“ Í myndinni eru fjórar til fimm að- alsögupersónur, þótt fleiri komi við sögu. Elías, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Mjóddarinnar, er ein aðalsögupersóna myndarinnar. Líkt og aðrir sem koma við sögu býr Elí- as yfir draumum en hann vonast til að verða leikari og módel. Róbert kynntist honum strax vel. „Hann var settur í að fylgja mér fyrstu vikuna og kynna mig fyrir hinum.“ Þrátt fyrir að þetta sé heimild- armynd eru þátttakendur að sjálf- sögðu meðvitaðir um að myndavélin sé á staðnum og hefur hún að ein- hverju leyti áhrif á viðbrögð fólks. „Þetta er raunveruleikinn eins og hver annar, þótt ég vilji stjórna hon- um af og til, fólk verður að vera til í það. Róbert tók upp töluvert mikið efni. „Aðalefnið er jólaundirbúning- urinn. Ég byrjaði að taka fyrsta des- ember og fylgdist með á hverjum einasta degi alveg til fyrsta janúar. Þráðurinn er jólastressið. Síðan hef ég verið að fylgja nokkrum sögum eftir,“ segir Róbert. „Ég er ennþá í tökum þótt ég sé byrjaður að klippa.“ Eins og áður sagði er stefnt er á að frumsýna myndina í september. Eins manns verkefni „Þetta veltur á hinu og þessu, til dæmis Kvikmyndasjóði (nú Kvik- myndamiðstöð Íslands), eins og í sambandi við eftirvinnsluna. Ég stefni á að sýna hana á stafrænni sýningarvél í bíói en best af öllu væri að hafa fjármagn til að færa yfir á filmu,“ segir Róbert en þetta hefur verið eins manns verkefni hingað til. Myndin er því töluvert umfangs- minni heldur en aðrar myndir sem Róbert hefur gert. „Ég er einn með myndavélina, með hljóðgræjurnar bundnar um mig. Og sé einn um að klippa.“ „Ég vissi ekki alveg hvað ég var að fara út í. Ég vissi ekki hvort það væri grundvöllur fyrir þessu á Íslandi, að fólk myndi opna sig svona, að maður gæti fengið eitthvert drama út úr þessu. Þess vegna ákvað ég að gera þetta bara einn. En það er ýmislegt sem hefur gerst og ég er alveg að fá dramatík inn í þetta. Titillinn kemur frá því. Flestallt þetta fólk hefur mun stærri drauma en að vera í Mjóddinni, eins og að vilja vera mód- el, leikari, kraftlyftingakona, ljós- myndari og leikstjóri.“ Af aðalsögupersónum auk Elíasar má nefna Hjört, sem vinnur á kassa í Nettó í Mjódd. Hann á sér draum um að verða leikari eða pípulagn- ingamaður eða skrifa kvikmynda- handrit. Freyja vinnur í gælu- dýrabúð í Mjóddinni, hún æfir einnig kraftlyftingar og hefur sett stefnuna á Íslandsmeistaratitil. Aðrar persónur sem koma við sögu eru Daníel, sem einnig vinnur í gæludýrabúðinni og er á skrá hjá módelsamtökum en hefur fá tæki- færi fengið. Einnig kynnast áhorf- endur strákunum á Kaffi Strætó, sem bæði skemmta gestum um helg- ar með tveggja manna hljómsveit sinni og reka staðinn. Vinsældir veruleikasjónvarps „Það hafa ekki alveg verið gerðar myndir í þessum stíl en það hafa áð- ur verið gerðar myndir um ákveðinn hóp, eins og Hlemmur og Lalli Johns. En að gera það sem Bret- arnir kalla „docu-soap,“ það hefur ekki verið gert hér.“ Vinsældir veruleikasjónvarps hafa verið miklar að undanförnu og hefur það að einhverju leyti hjálpað Róberti. „Þetta er ekkert líkt veru- leikasjónvarpi en Íslendingar eru byrjaðir að venjast myndavélinni og farnir að tjá sig meira fyrir framan hana, eftir þessa svokölluðu Séð og heyrt-þætti eins og Innlit-Útlit og Djúpu laugina.“ Róbert hefur haft mjög gaman af því að vinna við myndina en bendir sérstaklega á að öfugt við bandarískt veruleikasjónvarp geri hann ekki lít- ið úr fólki. „Auðvitað passar maður sig á því að gera ekki lítið úr fólki. Maður verður að halda einhverri einlægni. Ef verið er að notfæra sér fólk þá endar maður bara með eitt- hvað eins og The Bachelor sem gengur fram af fólki. Það er ekki verið að fara illa með fólk.“ Önnur mynd, sem er í bígerð hjá Róberti er Strákarnir okkar, en handritið skrifaði rithöfundurinn Jón Atli Jónason með honum. Hand- ritið er tilbúið og má búast við því að myndin verði frumsýnd einhvern tímann á næsta ári. Samfélagsleg málefni Strákarnir okkar fjallar um ut- andeildarlið í fótbolta þar sem allir liðsmenn eru samkynhneigðir. „Ég er hrifinn af kvikmyndagerð, ég er hrifinn af sögum sem fjalla um minnihlutahópa. Ég hef áhuga á samfélagslegum málefnum. Eins og Tóti í Draumnum var helgarpabbi og svo gerði ég líka tilraun til að fjalla um innflytjendur í kvikmynd. Fók- usinn fór meira á Íslendingana og þeirra viðhorf,“ segir Róbert og vís- ar til myndarinnar Maður eins og ég. „Til að byrja með langaði mig að gera mynd um fótbolta, sem væri miklu meiri fótboltamynd en Ís- lenski draumurinn, fótboltinn var aukaatriði þar. Mig langaði að gera alvöru fótboltamynd en fannst það ekki alveg nógu spennandi,“ út- skýrir Róbert og segir að honum hafi þá fljótlega dottið í hug að gera mynd um samkynhneigt fótboltalið. „Ég las einu sinni litla frétt um ut- andeildarlið í Manchester – allir leik- menn voru samkynhneigðir – sem vildu fá Eric Cantona til að þjálfa. Það var fréttin. Þannig að þetta hef- ur verði lengi í hausnum á mér.“ Liðið í myndinni fær einmitt frem- ur þekktan þjálfara til sín. „Þeir ráða þjálfara, sem er Íslendingur, en átti svona eitt gott tímabil í Þýska- landi. Hann var svolítið heitur en er ekki neitt í dag. Hann lifir á fornri frægð.“ Margt annað fléttast inn í söguna. „Barnsmóðir fyrirliðans, frá því þau voru unglingar, er fyrrverandi ungfrú Ísland. Hún er nú orðin þrí- tug og á mjög erfitt með að takast á við að hún sé ekki ungfrú Ísland lengur.“ Myndin er drama frekar en grín- mynd þó að húmorinn sé vissulega til staðar, útskýrir Róbert. „Þetta er fyrst og fremst drama en mér finnst að allar bíómyndir verði að hafa ein- hvern húmor. Þær hafa það alveg flestallar. Einstaka leikstjórar hafa bara engan húmor og ég er ekki hrif- inn af þeim. Eins og Wim Wenders, hann hefur engan húmor en hins vegar hefur Ingmar Bergman húm- or.“ Tökur á myndinni hefjast í haust en Júlíus Kemp og Ingvar Þórð- arson eru framleiðendur mynd- arinnar, segir Róbert. „Við erum komnir í samstarf við aðila í Þýska- landi, Bretlandi, Noregi og Finn- landi.“ Róbert, Júlíus og Ingvar fóru á Kvikmyndahátíðina í Berlín og gekk vel. „Það gekk mjög vel úti í Berlín, við ræddum við þessi fyrirtæki. Sumt var búið að ákveða fyrirfram en fundirnir voru þarna í Berlín,“ segir Róbert um meðframleiðend- urna. Þessi fjögur fyrirtæki frá áð- urnefndum fjórum löndum tryggja að sjálfsögðu fjármagn inn í mynd- ina og er Róbert ánægður með það. Hann bendir á að þetta sé mik- ilvægt í ljósi þess að nú þurfi að vera búið að tryggja 60% af fjármagninu áður en sótt er um styrk hérlendis. Leikarar af yngri kynslóðinni Ekki er búið að velja í hlutverk fyrir Strákana okkar. „Við erum með nokkra í huga en það verður lík- lega enginn þekktur í myndinni. Enginn af þekktari leikurum og þessum hefðbundnu stjörnum. Við viljum fá ferska leikara af yngri kyn- slóðinni,“ segir Róbert án þess að nefna nein nöfn. Myndin á eftir að sýna bæði menningarheim samkynhneigðra og knattspyrnunnar en hingað til hafa þessir heimar ekki þótt augsýnilega samrýmanlegir. „Getur þú nefnt mér einhvern fótboltamann sem er hommi? Ég get það ekki, samt er ég mikill fótboltaaðdáandi.“ Róbert Douglas vinnur að tveimur nýjum kvikmyndum Vonir og væntingar Leikstjórinn Róbert Douglas virðist alltaf vera með puttana á púlsi íslensks samfélags. Hann sagði Ingu Rún Sigurðardóttur frá nýjustu myndum sín- um, heimildarmynd um Mjóddina og kvik- mynd um samkynhneigt fótboltalið. Róbert við tökur í Mjóddinni en hann gerir myndina einn. Hann segir að flestir, sem hann hitti, hafi átt sér drauma um öðruvísi líf. ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir „Íslendingar eru byrjaðir að venjast myndavélinni og farnir að tjá sig meira fyrir framan hana,“ segir Róbert Douglas í viðtalinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.