Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRAKKAR FASTIR FYRIR Frakkar lýstu því í gær ótvírætt yfir að þeir hygðust beita neit- unarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn ályktunardrögum sem Bretar og Bandaríkjamenn hafa lagt fram og sem fela í sér að þeim verði heimilað að ráðast á Írak hafi Írakar ekki afvopnast fyrir 17. mars nk. Rússar gáfu einnig sterklega til kynna að þeir myndu beita neit- unarvaldi. Dagvinnulaun tvöfölduðust Dagvinnulaun opinberra starfs- manna hafa nær tvöfaldast á síðustu sex árum eða frá því í ársbyrjun 1997. Lífeyrisskuldbindingar b-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafa vaxið samsvarandi úr 135 milljörðum króna í 260 milljarða. Góð staða Íslandsbanka Íslandsbanki er með umtalsvert hærra eiginfjárhlutfall en aðrir nor- rænir bankar. Bankinn er jafnframt með bestu arðsemi eigin fjár af nor- rænu bönkunum á síðasta ári. Loks er Íslandsbanki með næstlægsta kostnaðarhlutfall þessara banka, að því er kom fram í ræðu Bjarna Ár- mannssonar, forstjóra Íslands- banka, á aðalfundi bankans í gær. Engin kjarnorkuvopn Stjórnvöld í Íran hafa borið til baka fréttir þess efnis að kjarn- orkuáætlun þeirra sé mun umfangs- meiri en hingað til hefur verið talið. Bandarískir embættismenn héldu því fram á sunnudag að Íranar væru staðráðnir í að komast yfir kjarn- orkuvopn. Fjórir ganga úr stjórn Fjórir ganga úr stjórn Eimskipa- félags Íslands á aðalfundi nk. fimmtudag, þ. á m. stjórnarformað- urinn Benedikt Sveinsson. Auk hans hætta þeir Jón H. Bergs, Gunnar Ragnars og Kristinn Björnsson. Inn í stjórnina koma þau Inga Jóna Þórðardóttir og Einar Sveinsson. Arafat áfram valdamestur Palestínska þingið hefur sam- þykkt stofnun nýs embættis for- sætisráðherra. Hefur Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínu- manna, tilnefnt Mahmoud Abbas í embættið. Svo virðist þó að Arafat muni áfram hafa tögl og hagldir í palestínsku heimastjórninni. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12/14 Minningar 32/36 Erlent 15/17 Hestar 37 Höfuðborgin 18 Bréf 40/41 Akureyri 19 Dagbók 42/43 Suðurnes 20 Íþróttir 44/47 Landið 21 Leikhús 48 Neytendur 22 Fólk 50/53 Listir 23/24 Bíó 54/57 Umræðan 25/27 Ljósvakar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * ÁÆTLAÐ er að hefja framkvæmdir við gatna- og gönguleiðir í Bankastræti í Reykjavík í vik- unni og á þeim að ljúka um miðjan júní. Jafn- framt verður hafist handa við samskonar fram- kvæmdir á hluta Bergstaðastrætis og Vegamótastígs, milli Laugavegar og Skóla- vörðustígs, sem lýkur á sama tíma. Um miðjan apríl er ráðgert að hefja gatnaframkvæmdir við Lækjargötu, á vegarkafla milli Bankastrætis og Austurstrætis sem lýkur um miðjan ágúst. Það eru Íslenskir aðalverktakar sem annast fram- kvæmdirnar. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatna- málastjóra verður farið í jarðvegsskipti, allar lagnir verða endurnýjaðar og hitalagnir settar í jörðu. Að loknum breytingum mun ásýnd og yfirbragði Bankastrætis svipa til endurbætts hluta Skólavörðustígs. Brú undir Lækjargötu sýnileg aftur? Síðar í vor verður hafist handa við að grafa of- an í Lækjargötu. Að sögn Sigurðar er að öllum líkindum gömul brú yfir lækinn sem þarf að varðveita. Ekki hefur verið grafið í götuna í ára- tugi og á reiki hvar brúin er nákvæmlega nið- urkomin og í hvaða ástandi hún er. „Við höfum ekki séð hvernig hún lítur út en í áætlunum okkar er gert ráð fyrir að hún fái að vera í friði áfram. Það væri hins vegar mjög gaman ef það væri hægt að ná henni upp á yf- irborðið og láta hana sjást á einhvern hátt,“ seg- ir Sigurður. Að sögn Sigurðar hafa verið haldnir fundir með öllum hagsmunaaðilum í tengslum við fram- kvæmdir við göturnar í sumar. Upphaflega stóð til að halda áfram með framkvæmdir upp Skóla- vörðustíg. Sigurður segir að fólk við götuna hafi ekki viljað fá „tvö mögur ár í einu“ enda komi framkvæmdir óhjákvæmilega við rekstur versl- ana. Frekari framkvæmdum við götuna hafi því verið frestað um ár. Framkvæmdir við Bankastræti að hefjast Ljósmynd/Saga Reykjavíkur Gatnamálastjóri segir vel koma til greina að varðveita brúna yfir lækinn í Lækjargötu í einhverri mynd. Á sínum tíma var holræsum í Þingholtunum og Miðbænum veitt í lækinn og fékk hann af því viðurnefnið Fúlilækur. Morgunblaðið/Golli Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka voru önnum kafnir í gær við að girða af framkvæmdasvæðið í Bankastræti. Þeim sem leið eiga um Laugaveg er bent á að keyra þaðan um Hverfisgötu eða Amtmannsstíg. Grafið niður á brú yfir Lækjargötu síðar í vor VERKALÝÐSHREYFINGIN er með í undirbúningi tillögur um víð- tækar breytingar í velferðarmálum, þ. á m. í málefnum atvinnulausra. Meðal tillagna sem þegar liggja fyr- ir er að atvinnuleysisbætur verði þegar í stað hækkaðar úr kr. 77.452 í kr. 93.000 á mánuði. Mikil vinna hefur átt sér stað á umliðnu ári á vettvangi ASÍ um vel- ferðarmálin og samkvæmt upplýs- ingum Grétars Þorsteinssonar, for- seta ASÍ, er að því stefnt að tillögurnar verði endanlega frá- gengnar og kynntar undir lok næstu viku. Fjallað er um þann hluta tillagn- anna sem snúa að málefnum at- vinnulausra á vefsíðu Rafiðnaðar- sambandsins. Þar segir að auk tillögu um hækk- un atvinnuleysisbóta í 93.000 kr. sé lagt til að hafin verði skoðun á því að tekjutengja atvinnuleysisbætur og skráningarferlið verði endur- skoðað og það einfaldað. Dregið verði úr tíðni skráninga ásamt því að einfalda alla umsýslu. Áhersla er ennfremur lögð á aðstoð, ráðgjöf og menntunarúrræði fyrir fólk í at- vinnuleit og virka vinnumiðlun. Þá er lagt til að löggjöf um atvinnuleys- istryggingar og vinnumarkaðsað- gerðir verði endurskoðuð og sett verði lög um einkareknar vinnu- miðlanir. Verkalýðshreyfingin undirbýr tillögur í velferðarmálum Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar í 93.000 krónur CHEN Huiping, kínverskur læknir sem búsettur hefur verið hér á landi við nám og störf frá árinu 1996, varði í gær doktorsritgerð við læknadeild Háskóla Íslands. Að sögn Sigurðar Ingvarssonar, líffræðings og leiðbeinanda Chens, er hann fyrsti Asíubúinn sem ver doktorsritgerð hér á landi. Chen hef- ur starfað við Tilraunastöðina í meinafræðum á Keldum frá því síðla árs 2002 og mun vinna þar áfram að rannsóknarverkefnum. Hann kom upphaflega til landsins í atvinnuleit og starfaði m.a. við rannsóknir á frumulíffræðideild Landspítala há- skólasjúkrahúss. Að sögn Sigurðar hafði Chen dvalið hér á landi í tæp þrjú ár þegar hann ákvað að nýta vinnu sína og efnivið í doktorsrit- gerð. Doktorsritgerðin fjallar um galla í erfðaefni brjósta- og maga- krabbameins. Sigurður segir það í raun engin nýmæli að vísindamenn í ólíkum löndum starfi náið saman þótt vissulega séu það nýmæli að kínverskur læknir velji að verja doktorsritgerð sína hér á landi. „Við teljum alþjóðavæðinguna hafa komið fyrr hjá okkur sem erum í vísindunum heldur en er að gerast í íslensku þjóðfélagi núna varðandi viðskipti og þvíumlíkt,“ segir hann. Tungumálið erfitt Chen sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér hafi liðið ákaflega vel á Íslandi og að hann hafi ekki hug á að yfirgefa landið í bráð enda næg verk- efni fram undan. Hann sagði tungu- málið að vísu erfitt, íslensk menning væri mjög ólík kínverskri menningu og veðrið væri ekki eins og hann ætti að venjast. Hann sagði fólkið á hinn bóginn ákaflega elskulegt. Eiginkona Chens er einnig í námi hér á landi og stefnir að því að ljúka meistaranámi við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í lok þessa árs eða byrjun næsta árs. Fyrsti Asíubúinn sem ver doktorsritgerð við HÍ Eiginkona hans stefnir á að ljúka héðan meistaraprófi Morgunblaðið/Kristinn Við doktorsvörnina í gær. Frá vinstri: Stefán B. Sigurðsson, varaforseti læknadeildar og stjórnandi athafnarinnar, Stefan Imreh, frá Transylvaníu og doktor við Karolinska Institutet í Stokkhólmi, og Chen Huiping. DRENGURINN sem lést í bílslysi á Reykjanesbraut á sunnudagskvöld hét Jónas Einarsson Waldorff, til heimilis á Álsvöllum 4, Reykja- nesbæ. Jónas fæddist 1. apríl 1989 og eru foreldrar hans Helle Alhof og Einar Þórðarson Waldorff. Jónas var nemandi í Heiðaskóla í Reykja- nesbæ. Lést í bílslysi VIÐBÓTARSAMNINGUR Flug- félagsins Atlanta við breska flug- félagið Excel Airways hljóðar uppá 3,7 milljarða króna en upprunalegur samningur var að andvirði 7,3 millj- arðar. Excel tryggir sér vélar af gerðinni B747, B757 og B767 mán- uðina maí til október á samningstím- anum. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir að með samningnum séu í það heila tryggð 210 störf. Hann segir fyrst hafa verið samið við Excel árið 2001 til tveggja ára og með viðbótinni sé samningurinn jafnframt lengdur til ársins 2006. Flogið er frá Gatwick-flugvelli við London, Manchester og Glasgow til ýmissa áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum. Starfsmenn Atlanta eru nú rúm- lega 1.100. Flugmenn og flugvél- stjórar eru um 250, um 500 starfa við þjónustu um borð og 315 starfa á jörðu niðri. Starfsstöðvar félagsins eru tíu í átta löndum. Viðbótar- verk hjá Atlanta Þriðjudagur 11. mars 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað B w w w .f rj a ls i. is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 25 ára gegn veði í fasteign. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 7,5% 8,5% 9,5% 10,5% 11,5% 5 ár 20.000 20.500 21.000 21.500 22.000 15 ár 9.300 9.800 10.400 11.000 11.700 25 ár 7.400 8.100 8.700 9.400 10.200 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Allt að 75%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Mikil hreyfing Rætt við Björn Þorra Viktorsson 4 Fallegthús viðFrakkastíg Endurbygging viðSkipholt Vel heppnuð endurnýjun 12 Nýjar íbúðir í grónu hverfi 26                                                                 !"!#$! % " #$     &'( )*+ &'(  ) *+       !  "#$ $ %$! "&&' -%.$/#$ %"/++% 01%23+ 456#0!+ (1+1/7+ !+ 8+ 23+ '%" 9+ "  :$+; % ":$+; $!+%.+  :$+; % ":$+;         (     (%<) "%"+$ +$ 1+=""+)>>>1+     ?" /@+AB * * * * !!, " # $     )*    +" /@AB   -. / 0 "' "% " & /./ "$&"- /'10 /" /''1' //1/ +B  2 !  3   ! $ '$ -$! "&&' 8%"+#$! &" %""+  % !  "!                          $ $  $   STAÐAHVERFI hefur yfir sér sérstakt yfirbragð. Skipulag hverf- isins tekur mið af staðsetningu þess á ströndinni fyrir neðan Korpúlfsstaði, sérkennilegu lands- lagi og miklu útsýni. Einstök útivistaraðstaða er í Staðahverfi, en þar er einn sér- stæðasti golfvöllur landsins. Korp- úlfsstaðaá, sem er laxveiðiá, renn- ur í jaðri byggðarinnar. Hverfið er austasta hverfi borg- arinnar og í framtíðinni mun það tengja saman íbúðarbyggðina í Víkurhverfi og Engjahverfi, sem liggja fyrir vestan það, og fyrir- hugaða íbúðarbyggð í Mosfellsbæ austan Korpúlfsár. Sú stund færist nú nær, þegar hægt verður að aka beint á milli Staðahverfis og Mosfellsbæjar, en tenging Baugshlíðar í Mosfellsbæ við Vesturlandsveg á eftir að skipta miklu máli fyrir byggðina á öllu þessu svæði. Þessi vegur er veruleg samgöngubót og verður til þess að færa byggðina saman og á eflaust eftir að hafa mikil áhrif á mannlíf á þessu svæði. Nafn sitt dregur Staðahverfi af gömlu sveitabæjunum á þessu svæði og öll götuheiti enda á orð- inu staðir. Landinu hallar nokkuð til norðurs og norðvesturs, sem eykur enn á útsýnið út yfir sundin og til fjalla. Sunnan til er landið tiltölulega flatt, en norðan til á svæðinu eru rimar og klettar og því fer að halla meira niður að ströndinni. Fjölbreyttar húsagerðir Staðahverfi er ekki stórt hverfi, en íbúðir þar eru um 400 og íbúar um 1.200. Í hverfinu eru mjög fjöl- breyttar húsagerðir, en þar eru bæði stór fjölbýlishús með mörg- um íbúðum og einnig einbýlishús og raðhús. Bæði yngra og eldra fólk hefur sýnt Staðahverfi áhuga. Þar á meðal er ekki sízt golfáhugafólk, enda þótt hverfið sé ekki sérsniðið fyrir golfara. Gríðarleg ásókn var í lóðir í Staðahverfi, þegar uppbygging þess hófst og beið fólk í biðröðum til þess að verða sér úti um lóð á beztu stöðunum. Mest var ásóknin í lóðirnar næst sjónum og fengu færri en vildu. Hverfið er nú að kalla fullbyggt, enda þótt enn megi sjá þar hús í smíðum. Ekki er mikið um að eign- ir þar komi í sölu, en vegna vin- sælda hverfisins er eftirspurn eftir eignum þar mikil og þær fara yfir- leitt á háu verði. Útsýnið út á sjóinn snar þáttur í stemmningu Staðahverfis Morgunblaðið/Ingó Horft frá Úlfarsfelli yfir Staðahverfi og út yfir sundin. Staðahverfi er austasta hverfi borgarinnar og liggur meðfram ströndinni fyrir neðan Korpúlfsstaði með miklu útsýni út á sjóinn og til fjalla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.