Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 47 FÓLK  ATLI Eðvaldsson landsliðsþjálfari var á meðal áhorfenda á tveimur leikjum í ensku bikarkeppninni um helgina. Atli fylgdist með Eiði Smára Guðjohnsen síðustu 20 mín- úturnar á Highbury þegar Arsenal og Chelsea skildu jöfn á laugardag- inn og á sunnudaginn var Atli mætt- ur á Vicarage Road í Watford þar sem hann sá Heiðar Helguson standa sig feikilega vel þegar Wat- ford sló út Burnley.  PETRA Fanney Bragadóttir, markvörður kvennaliðs ÍBV í knatt- spyrnu, varði mark KR gegn Val í Reykjavíkurmótinu á sunnudaginn. KR fékk Petru lánaða í þennan eina leik vegna veikinda markvarðar síns og Petra gekk frá félagaskiptum yfir í ÍBV á ný í gær, eftir að hafa verið lögleg með KR í tvo sólarhringa.  HOWARD Wilkinsson var í gær- kvöldi sagt upp störfum sem knatt- spyrnustjóri Sunderland, en hann tók við liðinu í október. Félagið sagði aðstoðarmanni hans einnig upp, Steve Cotterill, sem áður var við stjórnvölin hjá Stoke.  FRAZER Richardson hefur verið kallaður til baka til enska úrvals- deildarliðsins Leeds í gær en hann hefur verið í láni hjá Stoke City í 1. deildinni undanfarna tvo mánuði. Terry Venables, knattspyrnustjóri Leeds, vill hafa hinn tvítuga leik- mann tilbúinn fyrir baráttuna í úr- valsdeildinni og reiknar með að nota hann innan skamms.  MARK Williams, 32 ára varnar- maður hjá Wimbledon, hefur verið orðaður við Stoke City í staðinn fyrir Richardson.  RONALDO hefur ákveðið að hlaupa undir bagga hjá spænska 2. deildarliðinu Salamanca og gefa því um jafnvirði 2,5 milljóna króna, sem á í gríðarlegum fjarhagsþrengingum um þessar mundir og leitar því log- andi ljósi af stuðningsaðilum. „For- seti Salamanca er góður vinur minn og því vil ég láta eitthvað af hendi rakna til þess að hjálpa honum við að rétta félagið við,“ segir Ronaldo um gjöfina til Salamancas.  HALLDÓR Sigfússon skoraði þrjú mörk þegar Friesenheim lagði TVA Saarbrücken, 34:28, á útivelli í suð- urhluta þýsku 2. deildarinnar í hand- knattleik á sunnudaginn. Frisen- heim er í 5. sæti.  ARNAR Geirsson átti stórleik, skoraði 12 mörk er lið hans TV Geln- hausen vann TV Kornwestheim, 25:24, í suðurhluta þýsku 2. deildar- innar í handknattleik. Gelnhausen er í 9. sæti deildarinnar.  SLÓVENSKI landsliðsmaðurinn Roman Pungartnik, 31 árs, hefur gert tveggja ára samning við meist- arana í Kiel en hann leikur með Gylfi Gylfasyni hjá Wilhelmshavener.  ROBERT Pires, leikmaður Arsen- al, var útnefndur leikmaður febrúar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. BENGT Johansson, þjálfari sænska landsliðsins í handknattleik, ráð- leggur stórskyttunni efnilegu, Kim Andersson, að leika áfram með Sävehof í Svíþjóð um sinn í stað þess að fara strax til Þýskalands. Bæði Magdeburg og Kiel eru æst í að fá þessa öflugu, örvhentu skyttu í sínar raðir, enda Ólafur Stef- ánsson á förum frá Magdeburg og dagar Staffans Olssons hjá Kiel verða einnig senn taldir. Johansson sagði í samtali við handknattleiksvefinn handball- world.com að Andersson lægi ekk- ert á en hann er aðeins 21 árs gam- all. „Hjá Sävehof getur hann enn bætt sig og styrkt sig líkamlega. Ég tel að það sé best fyrir leikmann að fara yfir til Þýskalands þegar hann er kominn lengra á sínum ferli. Best af öllu er að hann hafi stofnað fjölskyldu áður og sé að minnsta kosti 24 til 25 ára gamall,“ sagði Johansson. Kim Andersson var í sænska landsliðshópnum á HM í Portúgal og hann skoraði 14 mörk í fyrri leiknum gegn Gróttu/KR í Áskor- endabikarnum á dögunum. Þá var hann maðurinn á bakvið nauman sigur Svía á Íslendingum í upphit- unarleik fyrir HM en hann kom þá til leiks þegar 10 mínútur voru eftir og skoraði mikilvæg mörk. Ekki fara strax til Þýskalands GYLFI Gylfason, handknatt- leiksmaður með Wilhelms- havener í Þýskalandi, meidd- ist snemma í leik með liði sínu um helgina þegar það vann Lübecke eins og við sögðum frá í gær. Í fyrstu var talið að hann hefði meiðst illa á kálfa en við læknis- skoðun í gær og fyrradag kom í ljós að meiðsli hans eru ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið. Gylfi marði vöðva framan á læri, rétt ofan við hnéskelina, en ekkert rifnaði eða slitnaði þannig að búist er við að hann verði á leik- skýrslu þegar liðið leikur um næstu helgi. Þetta eru góð tíðindi fyrir Gylfa en í fyrstu var talið að hann yrði frá í fjórar til sex vikur. Þess má geta að íslenska landsliðið mætir því þýska ytra um aðra helgi. Meiðsli Gylfa ekki alvarleg Philadelphia hafði unnið níu afsíðustu tíu leikjum sínum – Lakers ellefu af síðustu tólf leikj- um sínum. Leik- menn Lakers tóku forystu fljótt í leiknum og fögnuðu öruggum sigri, 106:92. Gestirnir áttu ekkert svar við stórleik Shaquille O’Neal, sem skoraði 39 stig og tók 10 fráköst. Kobe Bryant setti 28 stig og Allen Iverson var að venju stigahæstur Philadelphia – með 30 stig. Lakers er nú óðum að komast á meistaraskrið eftir afleita byrjun keppnistímabilsins. Liðið hefur unnið 24 af síðustu 32 leikjum sín- um. O’Neal er enn á ný orðinn „skrímsli“ í sóknarleiknum hjá meisturunum. Hann er óðum að nálgast sinn besta styrk og þarf Kobe Bryant því ekki lengur einn að halda sókn liðsins uppi. Lakers er komið í sjötta sæti í vesturdeildinni og sækir að því fimmta, sem gæti orðið erfitt. Lak- ers mun leika tíu útileiki þar sem eftir lifir af marsmánuði og á þeim kafla munum við sjá hvert stefnir hjá liðinu. Jordan sendi ungu leikmönnunum tóninn Michael Jordan lék sinn síðasta leik í Madison Square Garden í New York á sunnudag, þar sem New York Knicks lagði Wash- ington Wizards, 97:96. Sigur New York var mikilvægur því bæði þessi lið eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina. Jordan, sem átti stórleik – setti 39 stig, var óvenju reiður á blaðamanna- fundi eftir leikinn. „Það er slæmt fyrir okkur þegar fjörutíu ára maður virðist hafa meiri leikgleði og vilja til að vinna en leikmenn á milli tvítugs og þrítugs. Strákarnir í liðinu verða að hætta að vera með stöðuga stæla, heldur að átta sig á að menn þurfa að hafa fyrir hlutunum. Við munum aldrei ná árangri ef aðeins einn til tveir leik- menn eru tilbúnir að fórna sér í leikjum,“ sagði Jordan. Reuters Michael Jordan í leiknum með Washington gegn New York. Jordan með sýn- ingu í New York Reuters Shaquille O’Neal er byrjaður að sýna meistaratakta með Los Angeles Lakers. GÆÐAMUNUR á bestu liðum austur- og vesturdeildar hefur heldur betur komið í ljós á undanförnum vikum. Fimm lið í vesturdeild hafa unnið 40 leiki eða meira, en ekkert lið í austurdeildinni. Besta lið austurdeildar, Detroit Pistons, reið ekki feitum hesti frá viður- eignum sínum við bestu lið vesturdeildar í síðustu viku og á sunnu- dag kom „heitasta“ lið austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers, í heimsókn til Los Angeles Lakers í leik helgarinnar. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum ÚLFAR Hinriksson, nýráðinn þjálfari 21 árs landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur valið leik- mannahópinn sem mætir Svíum í vináttuleik sem fram fer í Eg- ilshöllinni klukkan 13 á laugar- daginn. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Dúfa Ásbjörnsdóttir, Breiðablik Guðbjörg Gunnarsdóttir, Valur Aðrir leikmenn: Bryndís Bjarnadóttir, Breiða- blik Elín A. Steinarsdóttir, Breiða- blik Silja Þórðardóttir, Breiðablik Lind Hrafnsdóttir, ÍBV Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV Rakel Rut Stefánsdóttir, ÍBV Emba Grétarsdóttir, KR Hólmfríður Magnúsdóttir, KR Hrefna Jóhannesdóttir, KR Þórunn H. Jónsdóttir, KR Guðrún H. Finnsdóttir, Stjarn- an Dóra María Lárusdóttir, Valur Dóra Stefánsdóttir, Valur Íris Andrésdóttir, Valur Laufey Jóhannsdóttir, Valur Ásta Árnadóttir, Þór Bæði lið tefla fram tveimur eldri leikmönnum, sem er sama fyr- irkomulag og á Norðurlanda- móti 21 árs landsliða. Eldri leik- mennirnir í íslenska liðinu eru Hrefna Jóhannesdóttir, KR, og Íris Andrésdóttir, Val. Mæta Svíum í Egilshöll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.