Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 33 En hversu torskildar eru mér hugsanir þínar, ó Guð, hversu stórkostlegar eru þær allar samanlagðar. (Sálmur 139. vers 1–2 og 13–17.) Þessi sálmur kemur í hug þegar hugsað er til Svövu, sem nú er okkur horfin, langt fyrir aldur fram. Við töl- uðum oft saman um frelsara okkar, Jesú Krist, og ekki alls fyrir löngu skrifaði hún í tölvupósti til annarrar okkar: „Ég elska Drottin og Drottinn veit það sannarlega. Hann á hjarta mitt.“ Þessi orð ylja okkur um hjartarætur og verða dýrmætur hluti af öllum góðu minningunum um Svövu. Við erum harmi slegnar og skiljum ekki hvers vegna hún dó svona ung. Við tökum undir með Davíð konungi, þar sem hann segir í Sálmi 139, versi 17: „En hversu torskildar eru mér hugsanir þínar, ó Guð.“ En eitt er víst að Svava er nú hjá honum, sem á hjarta hennar, eins og hún sagði. Í Opinberunarbókinni 21. 4-5 segir: „Og Hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið. Og sá, sem í hásætinu sat, sagði: „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja.“ Við látum huggast við þessi orð og treystum Guði. Að lokum er það bæn okkar að Guð megi gefa líkn með þraut ástvinum Svövu. Við biðjum Guð sérstaklega að vernda og styrkja Abigail litlu, sem nú syrgir sárt móður sína sem var henni allt. Ragnhildur Hjaltadóttir, Regína Hrönn Ragnarsdóttir. Í dag kveðjum við elskulega vin- konu okkar. Við minnumst þín með bros á vör um þær góðu og ekki síst þær skemmtilegu stundir er við átt- um saman. Við kynntumst Svövu fyrir meira en tíu árum og upphófst þá vinskapur okkar. Við minnust þess tíma er vina- hópurinn var ávallt saman, þú hélst fjörinu oft uppi með hinum ýmsum uppátækjum sem komu okkur stöð- ugt á óvart. Ævintýraþráin var mikil hjá þér, meðal annars ákvaðst þú að skella þér sem au-pair til Þýska- lands. Þú naust þín vel þegar mikið var um að vera og alltaf til í tjúttið. Ekki má gleyma hvað þér þótti gam- an að rúnta á laugardagskvöldum og farið var á ýmsa staði. Þrátt fyrir mikið grín og fjör var ávallt hægt að leita til þín á erfiðum stundum. Þú varst einstök manneskja og traustur vinur. Þegar við fórum að eldast tók alvaran við, við stofnuðum fjölskyld- ur og samskipti okkar fóru að minnka, en vináttan var alltaf til staðar. Þú eignaðist litla yndislega stelpu, hana Abigail. Hún var þinn augasteinn. Hugur okkar verður ávallt með þér og varðveitast minn- ingar um þig að eilífu. Við kveðjum þig með söknuði og vottum fjölskyldu þinni okkar inni- legustu samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Þínar vinkonur Berglind, Fríða og Silja. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. (Steingrímur Thorsteinsson.) Mennirnir ætla en Guð ræður er það fyrsta sem kemur upp í huga mér eftir að ég fékk þessar slæmu fréttir um að þú, Svava mín, hefðir yfirgefið þennan heim. Ég kynntist þér fyrst árið 1998, þegar ég flutti í Jörfabakka 28, þá bjóst þú í íbúðinni fyrir neðan mig. Okkur kom mjög vel saman frá byrj- un og það var eins og við hefðum allt- af þekkst. Þær urðu ófáar heimsókn- irnar okkar hvorrar til annarrar því við áttum börn á sama aldri. Eftir að þú fluttir upp í Hóla urðu heimsókn- irnar aðeins færri en alltaf gaman að hittast eins og áður. Það var svo á síð- asta ári sem við fórum að hittast meira þegar ég flutti í Hólana, þá komst þú svo oft við heima hjá mér og við drukkum te og með því, þá var mikið spekulerað og rætt um okkar drauma og framtíðarplön. Þú ætlaðir að ganga menntaveginn, það var þinn draumur ásamt því að skrifa, en eins og þú sagðir alltaf „Ég kann að skrifa, ég er eins og sagt er góður penni“. En því miður kom kallið alltof snemma. Kæra Svava mín, ég kveð þig nú með söknuði því það er alltaf erfitt og óskiljanlegt af hverju svona ung kona í blóma lífsins sem hafði ætlað sér meira í lífinu hverfur úr þessum heimi, en eitt get ég þó huggað mig við að Guð hafi ætlað þér æðra og mikilvægara verkefni. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér Svava mín, þó hefði ég óskað að stundirnar hefðu getað verið fleiri. Elsku Abigail mín, ég veit að miss- ir þinn er mikill því þið voruð svo góðar vinkonur. Ég vil votta þér og fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð og megi Guð gefa ykkur styrk í sorg- inni. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Halldóra Margrét Magnúsdóttir. Í dag kveðjum við hana Svövu, þessa elsku, sem svo skyndilega kvaddi þennan heim. Ég leita í hjarta mínu að orðum til að setja saman til minningar um hana eins og hún kom mér fyrir sjónir. Þá kom þar fyrst sú mynd að hún var eins og engill þegar hún sat á móti manni og brosti sínu yndislega, glaðlega brosi og með fal- legu möndlulöguðu augun sín sem sýndu fram á hvernig hægt er að slappa af og njóta líðandi stundar. Hún kom alltaf við hjá mér þegar hún kom upp í „sumó“ að heimsækja afa sinn. Og hún gaf sér góðan tíma til að rabba um daginn og veginn og byrjaði alltaf að spyrja hvernig ég hefði það og hvað væri að frétta af minni fjölskyldu. Hún vildi fyrst fá allt um mig áður en hún fór að segja mér frá sjálfri sér. Hún var inni í mörgum málum sem hún hafði lesið um, þar á meðal voru trúarbrögð. Hún skrifaði mikið um það sem henni lá á hjarta. Henni fannst gott að tjá sig með penna og pensli. Hún málaði fallegar myndir og sótti myndlistarnám sitt í fjöl- brautaskóla. Hún sagði mér því, þeg- ar hún hafði lokið stúdentsprófi og þá var það bara ein af þeim fréttum sem henni fannst sjálfsagt að ég ætti að vita. Og þá undrast maður yfir sjálf- um sér og hversu lítið maður veit um þá sem ekki láta mikið yfir sér og vinna bara að sínum málum í hljóði. Þegar við hittumst, þó að það væri bara einu sinni á ári, þá var það eins og það hefði verið í gær eða hinn. Svo sjálfsagt var að taka upp þráðinn aft- ur. Þegar hún var lítil þá sagði pabbi hennar að hún hefði alltaf viljað koma til mín í heimsókn þegar hann var úti að keyra með dætur sínar. Þá myndaðist þessi vinartaug á milli okkar og hennar elskulegu systur sem hefur verið órofinn þráður í gegn um tíðina síðan. Hinn 13. febrúar sl. átti afi hennar 85 ára afmæli og þá vildi hann fá öll afabörnin til sín. Þar átti fjölskyldan saman góða stund ásamt Svövu og dóttur hennar. Gott er að eiga góðar minningar um samverustundir sem aldrei koma aftur. Lífið er svo örstutt spor en það getur verið auðnuspor er stígur til himna. Elsku litla Abigail sagði við Björgu móðursystur sína: „Nú er mamma mín engill hjá guði.“ Svona talar barn sem hefur fengið kærleiksríkt og kristilegt uppeldi. Megi ljósið skína á þær fallegu minn- ingar sem þessi litla vina hefur átt með móður sinni. Og megi lífið fara um hana mildum höndum. Fjölskylda mín sendir öllum að- standendum Svövu innilegar samúð- arkveðjur. Megi góður guð varðveita hana og blessa minningu hennar. Súsanna Kristinsdóttir. ✝ Guðrún Guð-brandsdóttir fæddist á Spágils- stöðum í Laxárdal í Dölum 5. september 1912. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut, hjarta- deild, 1. mars síðast- liðinn. Foreldrar Guðrúnar voru Guð- brandur Jónsson, bóndi á Spágilsstöð- um, f. 30.8. 1873, d. 9.9. 1944, og Sigríð- ur Margrét Sigur- björnsdóttir kona hans, f. 7.2. 1876, d. 14.3. 1946. búsett hefur verið í Noregi frá lokum síðara stríðs, og að miklu leyti Báru Þórðardóttur, f. 1924, d. 2001, sem ættuð var úr Vest- mannaeyjum. Guðrún Guðbrandsdóttir lauk prófi frá Ljósmæðraskóla Íslands í Reykjavík haustið 1944. Hún hvarf þá aftur heim að Spágils- stöðum og gerðist ljósmóðir í heimasveit sinni, Laxárdalshreppi í Dölum, og gegndi því starfi til ársins 1973, er hún flutti búferlum til Reykjavíkur. Frá 1947 til 1970 þjónaði hún einnig Haukadals- hreppi í Dölum, og vesturhluta Dalasýslu frá 1970 til 1973. Eftir komuna til Reykjavíkur starfaði Guðrún á fæðingardeild Landspít- alans við Hringbraut þar til hún náði eftirlaunaaldri. Útför Guðrúnar verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Systkini Guðrúnar eru: Sigrún, f. 1900, d. 1968, Guðmundur, f. 1901, d. 1932, Markús, f. 1902, d. 1966, Ása, f. 1903, d. 1972, Hin- rik, f. 1905, d. 1940, Guðríður, f. 1906, Jón, f. 1907, d. 1931, Kristmundur, f. 1909, d. 1999, Sigurbjörn, f. 1913, d. 2000, og Sig- urður, f. 1915, d. 1932. Auk ellefu barna sinna ólu þau Guðbrandur og Sig- ríður upp Láru Mar- teinsdóttur Wiken, f. 1918, sem Við andlát móðursystur minnar, Guðrúnar Guðbrandsdóttur, koma upp í hugann margar ljúfar minn- ingar frá nær sjötíu ára kynnum. Þegar ég kom fyrst í heimsókn að Spágilsstöðum, þar sem afi og amma bjuggu, var hún heimasætan á bæn- um, rúmlega tvítug að aldri. Sumr- unum sem í hönd fóru eyddi ég á Spágilsstöðum og mér er enn í minni hvað Guðrún tók þessum unga frænda sínum af mikilli ljúf- mennsku. Þegar ég komst til vits og ára varð mér ljóst að kurteisi, létt lund og ljúft viðmót voru megin- þættirnir í skaphöfn frænku minnar. Guðrún stundaði nám við Ljós- mæðraskóla Íslands í Reykjavík og lauk þaðan prófi haustið 1944. Hún fór þá aftur heim að Spágilsstöðum og gerðist ljósmóðir í heimasveit sinni, Laxárdalshreppi í Dölum, og gegndi því starfi til ársins 1973, er hún flutti búferlum til Reykjavíkur. Frá 1947 til 1970 þjónaði hún einnig Haukadalshreppi, og vesturhluta Dalasýslu frá 1970 til 1973. Á starfs- tíma sínum í Dölunum mun Guðrún hafa tekið á móti 162 börnum. Eftir komuna til Reykjavíkur starfaði hún á Fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut þar til hún náði eftir- launaaldri. Á þessum löngu liðnu árum var starf ljósmóður í sveit afar þýðing- armikill hluti heilbrigðisþjónustunn- ar. Börnin fæddust nær undantekn- ingarlaust heima og ljósmóðirin hafði ekki aðeins það hlutverk að taka á móti þeim, heldur einnig að dvelja á heimilinu í nokkra daga og vera móður og barni til halds og trausts. Guðrún starfaði einnig á þeim vettvangi sem nú mundi kenndur við ungbarnaeftirlit og mæðraeftirlit, og með því að ekki var starfandi hjúkrunarkona á svæðinu kom það oft í hennar hlut að aðstoða héraðslækni og sjúkra- flutningamenn. Þannig bar það við að hún var fengin til að fylgja sjúk- lingum sem sendir voru á sjúkrahús á Akranesi eða í Reykjavík og lenti þá stundum í erfiðum ferðum við misjöfn veðurskilyrði, m.a. flugferð- um með sjúkraflugvélum og þyrlum. Guðrún var farsæl í ljósmóður- störfum sínum og það fór ekki hjá því að hún byndist vináttuböndum við þær mæður sem hér áttu í hlut. Hún gerði sér far um að fylgjast með ferli þeirra barna sem hún hafði tekið á móti í Dölunum og hér komu að góðum notum meðfædd greind hennar og áhugi fyrir ættfræði og ættartengslum. Þó að Guðrún eign- aðist ekki sjálf börn varð hún þannig í vissum skilningi mikil barnakona. Börn systkina sinna umgekkst hún eins og væru þau hennar eigin. Það er til marks um stöðugleik- ann í ljósmóðurþjónustu í Laxárdal á síðustu öld, að á tímabilinu frá 1904 til 1973 voru það aðeins þrjár konur þar í sveit sem starfinu gegndu. Þær voru Guðrún Jónsdótt- ir á Vígholtsstöðum 1904-1912, Guð- rún Sigurbjörnsdóttir á Hrapps- stöðum 1912-1942 og Guðrún Guðbrandsdóttir á Spágilsstöðum 1944-1973. Það var Steinunn Guð- mundsdóttir í Geirshlíð í Miðdölum sem hljóp í skarðið og hjálpaði nýj- um Laxdælingum að komast í heim- inn árin 1942 til 1944. Í dag stefnir hugur okkar með djúpri samúð til Guðríðar, systur Guðrúnar, sem nú er ein eftir af ell- efu börnum Guðbrands og Sigríðar á Spágilsstöðum. Guðríður verður 97 ára á þessu vori og er enn við góða heilsu. Guðrún Guðbrandsdótt- ir dvaldi hin síðustu misseri á Norð- urbrún og síðan á Skjóli. Það góða fólk, sem þar veitti henni kærleiks- ríka umönnun, á miklar þakkir skil- ið. Að leiðarlokum minnumst við Inga ljúfra samfunda á heimili Guð- rúnar og heimili okkar, nú síðast á liðnum jólum. Við þökkum henni vináttu og ræktarsemi í okkar garð og barna okkar og biðjum henni blessunar Guðs. Sigurður Markússon. Aðeins örfá fátækleg orð til að kveðja þig elsku frænka mín. Við systkinin áttum því láni að fagna að þú bjóst á heimili okkar á meðan við vorum að alast upp. Þú kenndir okkur svo margt og það var alltaf svo gott að leita til þín um góð ráð og ef við urðum veik varst það þú sem hélst í höndina á okkur og gafst okkur styrk. Ég man alltaf hvað ég gladdist mikið þegar þú sagðist vera búin að fá vinnu á Landspítalanum því þá værir þú svo nálægt okkur. Ég veit að starfið gaf þér svo mikið. Þú fékkst að annast um öll litlu börnin fyrstu ævidaga þeirra. Þegar þú hættir störfum fórstu að helga þig áhugamálinu þínu sem var handa- vinna. Þú komst næstum aldrei svo til okkar að þú kæmir ekki færandi hendi með eitthvað fallegt sem þú hafðir unnið og gafst okkur. Þú heklaðir alltaf mikið og varst alltaf að prófa eitthvað nýtt í þeim efnum. Þú vannst líka mikið í leir og síðan þegar sjónin tók að þverra þá fórst þú að vefa. Nægjusemi, kærleikur, umhyggja og hógværð voru meðal þeirra mörgu góðu kosta sem prýddu þig, þannig munum við ávallt minnast þín. Við kveðjum þig nú með söknuð í hjarta og þakklæti. Megi góður Guð vera með þér. Þín bróðurdóttir Sigríður. Guðrún Guðbrandsdóttir fékk hvíldina 1. mars sl. Hún hafði þá dvalist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli síðustu árin. Ég kynntist henni þó nokkru áður, því allar götur frá því að Skjól tók til starfa árið 1988 hef- ur hún sýnt heimilinu velvild og ver- ið umhugað um hag þess. Hún dvaldi hér öðru hvoru í skammtíma- vistun en var síðan til heimilis í Skjóli frá 2001. Guðrún var ákaflega hæglát kona, æðrulaus og hlýleg í allri umgengni. Guðrún lauk námi í ljósmóðurstörfum og var ljósmóðir í fæðingarsveit sinni í Dölunum og fórst það afar vel úr hendi. Hún sagðist hafa tekið á móti um 160 börnum og allt hefði gengið að ósk- um. Greinilegt var að henni þótti mjög vænt um starf sitt sem ljósmóðir og hafði af því mikla ánægju. Guðrún var ógift og barnlaus en naut mikillar hlýju frá systurbörn- um sínum sem reyndust henni afar vel. Frá Skjóli fylgja Guðrúnu Guð- brandsdóttur hlýjar kveðjur og við sendum ástvinum hennar samúðar- kveðjur. Góð kona er gengin en minning hennar lifir með okkur. Rúnar Brynjólfsson. GUÐRÚN GUÐ- BRANDSDÓTTIR Nýja Glæsibæ, sími 533 6129 • Smáratorgi, sími 544 4031 Hafnarfirði, sími 565 0480 • Reykjanesbæ, sími 421 1501 Heiðrum minningu látinna Blómalagerinn • beint frá bóndanum Fallegar, sérmerktar GESTABÆKUR Í Mjódd sími 557-1960www.merkt.is merkt Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.