Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 35
kynnast honum en til þess gafst ekki tækifæri. Hún hitti hann einu sinni í mjög stuttan tíma. Þegar ég sagði henni frá andláti afa laut hún höfði og sagði leið á svip: „Ég sakna hans.“ Ég segi það sama: „Afi, ég sakna þín.“ En nú er tíminn til að kveðja. Tárin sem við fellum er sem rigning þar sem þú býrð nú. Þú býrð í hjarta okkar. Seinna mun þar blóm skjóta rótum og það mun vaxa og dafna. Því meira sem regnið er því betur mun blómið dafna og verða eilíft. Sonja. Sérhver reynsla sem Guð gefur okkur, sérhver persóna sem hann lætur verða á vegi okkar, er ná- kvæmlega rétti undirbúningurinn fyrir framtíðina sem hann einn þekkir. Elskulegur afi okkar hefur kvatt. Við erum þakklátar fyrir allt hrósið, vináttuna, ástina og skilning- inn sem hann gaf okkur. Arnfríður og Thelma. Bróðir minn Þorgeir Guðmunds- son var tekinn í fóstur til vinafólks foreldra okkar, hjónanna að Mel- rakkanesi í Álftafirði Helga Einars- sonar og Sigþóru Guðmundsdóttur. Þar ólst svo Þorgeir upp til fullorð- insára. Varð stór og sterkur og stór- huga snemma. Í sveitinni mun hon- um hafa þótt þröngt um sig til athafna svo sem hugur hans stóð til. Laust eftir 1950 hleypti hann heim- draganum og fór til Reykjavíkur og síðan lá leiðin austur í Árnessýslu. Í Kaldaðarnesi bjó stórbúi frændi hans Jörundur Brynjólfsson frá Starmýri. Þangað fór Þorgeir sem vinnumaður. Jörundur var með margt fólk í vinnu. Þar kynntist Þorgeir ungri myndarstúlku norðan úr Skagafirði. Hún hét Arnfríður Gunnarsdóttir frá Ábæ. Þau giftust og hófu nokkru síðar búskap á Bræðrabóli í Ölfusi. Þar bjuggu þau í nokkur ár með kýr en fluttu síðar í Þorlákshöfn. Þau eign- uðust átta börn sem öll náðu þroska. Ein dóttir þeirra, Sigríður, dó 2001. Við hjónin ásamt börnum okkar áttum því láni að fagna að heim- sækja þau Þorgeir og Arnfríði nokkrum sinnum meðan þau bjuggu á Bræðrabóli og eigum þaðan afar góðar minningar. Þau voru sannir höfðingjar heim að sækja. Eftir að þau fluttu í Þorlákshöfn fórum við oft með þeim í styttri og lengri ferð- ir. Eftirminnilegt var að dvelja í tjaldi í sumarblíðu á Þingvöllum og Landmannalaugum og víðar. Var þá oft glatt á hjalla meðal eldri sem yngri. Þau Þorgeir og Arnfríður fóru ekki varhluta af veikindum en hörk- uðu það allt af sér. Eitt sinn kom Þorgeir heim til mín ofan af Land- spítala og varð að skilja Arnfríði eft- ir þar. Hún var talsvert veik og varð að fara í rannsókn. Eðlilega var Þorgeir daufur yfir heilsufari konu sinnar er ég ræddi við hann. Allt í einu var dyrabjöllunni hringt. Ég fór til dyra. Utan við dyrnar stóð Arnfríður hlæjandi og hress, hún sagði: „Ég sagði hjúkrunarkonunni að það væri ekkert að mér, kvaddi og fór.“ Svona var Arnfríður, alltaf ákveðin á hverju sem gekk. Eftir að Þorgeir og Arnfríður fluttu til Svíþjóðar höfðum við Þor- geir öðru hvoru samband gegnum tölvurnar okkar og rifjuðum upp það sem við höfðum upplifað í sveit- inni heima. Þegar ég nú fæ mér sæti framan við tölvuna og rifja upp það sem okkur fór á milli minnir það mig næstum á er við sátum saman í kvistherberginu þínu austur á Mel- rakkanesi er ég var þar næturgest- ur og spáðum í spilin, t.d. hvað tek- ur við fyrir handan. Nú veistu það. Þorgeir minn, ég þakka margar góðar samverustundir okkar og flyt Arnfríði og fjölskyldu hennar sam- úðarkveðju frá okkur hjónunum og fjölskyldum okkar. Ég er ekki í vafa um að vel hefur verið tekið á móti þér af ástvinum þínum þarna hinum megin og sjálfsagt hefur hún fóstra þín fagnað þér vel og verið með heitt á könnunni ef ég þekki hana rétt. Egill Guðmundsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 35 ✝ Baldvin Ólafssonhúsasmiður fæddist í Múla í Gufu- dalssveit 5. júní 1913. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ 28. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Valdimar Ólafsson, f. 2.2. 1879, d. 15.5. 1962, og Sigurborg Valgerður Jónsdótt- ir, f.23.11. 1875, d. 14.4. 1960. Systkini Baldvins voru níu og eru öll látin. Eiginkona Baldvins var Odd- fríður Erlendsdóttir, f. 9. maí 1907, d. 28. desember 1996. For- eldrar hennar voru Erlendur Þor- valdsson söðlasmiður, ættaður úr Álftaneshreppi á Mýrum, og María Guðmundsdóttir húsmóðir, ættuð úr Skagafirði. María og Er- lendur bjuggu í Reykjavík. Bald- vin og Oddfríði varð ekki barna auðið en bróðurdóttir Oddfríðar, María Guðmundsdóttir, var mikið hjá þeim sem kornabarn vegna veikinda móður sinnar. Tíu ára gamall flutti Baldvin ásamt fjölskyldu sinni að Naustabrekku á Rauðasandi. Þar ólst hann upp og vann ýmis störf, við fisk- veiðar og annað sem til féll. Árið 1940 vann Baldvin við ull- arvinnslu á Álafossi í Mosfellssveit. Baldvin og kona hans bjuggu meðal annars á Hallveigar- stíg 10 og Háteigsvegi 50 í Reykjavík. Baldvin vann við húsasmíðar í Reykjavík um nokkurra ára skeið og lærði síðar þá iðn. Grásleppuveiðar stundaði Bald- vin oft á sumrin og var gert út frá Ægisíðunni í Reykjavík. Baldvin bjó á Hjúkrunarheimilinu Skóg- arbæ síðustu tvö árin. Útför Baldvins verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Baldvin minn, hjartans þakklæti fyrir umhyggju þína í minn garð frá því ég man fyrst eftir mér. Ég var nú ekki nema fimm mánaða kríli þegar þið hjónin tókuð mig í tímabundið fóstur vegna veikinda móður minnar og var því ykkar heim- ili mitt annað heimili í mörg ár. Minningar streyma fram um ferð- irnar í sveitina, Álftárósferðirnar, veiðiferðirnar á litla bátnum þar sem við vorum að veiða sel og ég í rauðu úlpunni. Svo voru það nú bíltúrarnir á sunnudögum og þá var alltaf keyptur ís. Af nógu er að taka því mikið gerð- um við saman og alltaf var gaman að sitja á kassanum hjá þér í bílskúrnum þegar þú varst að smíða eitt og annað. Já, á Háteigsveginum var alltaf gott að vera, gott að sofa, borða og þá sérstaklega þegar Oddý sauð selkjöt- ið og á vorin voru það svartfuglsegg- in. Margar og góðar minningar sækja á hugann við fráfall þitt, elsku Bald- vin minn, og ég geymi þær dýrmætu minningaperlur í huga mér. En nú er langri ævi þinni lokið og væntanlega margir sem taka á móti þér í nýjum heimkynnum. Far þú í friði, minn kæri, guð blessi þig og hafðu bestu þakkir fyrir allt sem þú veittir mér. Þakka þér samfylgdina gegnum árin. Alúðarþakkir færi ég starfsfólki Skógarbæjar/Hólabæjar fyrir góða umönnun Baldvins. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt, Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) María Guðmundsdóttir. BALDVIN ÓLAFSSON Móðir okkar, HELGA JÓNA ELÍASDÓTTIR fv. skólastjóri og organisti á Þórshöfn, Hringbraut 50, Reykjavík, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 8. mars sl. Pálmi Ólason, Sigríður Óladóttir, Davíð Ólason, Gyðríður Elín Óladóttir. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN MAGNÚSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, þriðjudaginn 25. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Þökkum samúðarkveðjur og vinarhug og öllum sem önnuðust hana á Hlíð. Jón Laxdal Jónsson, Ólöf Oddsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN J. ÞORSTEINSDÓTTIR píanóleikari, Laugarásvegi 73, er látin. Elísabet Waage, Helgi Kristinsson, Benedikta G. Waage, Hallur Árnason, Jón Þorsteinn Gunnarsson, Margrét Birgisdóttir, María S. Gunnarsdóttir, Gérard Lemarquis, Guðmundur Óli Gunnarsson, Hörður Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SKJÖLDUR ÞORLÁKSSON, Faxabraut 32c, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugar- daginn 1. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og vinarhug við andlát hans og útför. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guð blessi ykkur öll. Sólveig Skjaldardóttir, Rúnar Ingibergsson, Arnar Skjaldarson, Sigríður Þ. Vigfúsdóttir, Guðbjörg Skjaldardóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR HAFSTAÐ. Sérstakar þakkir til starfsfólks á elliheimilinu Grund fyrir góða ummönnun. Ragnheiður Ragnarsdóttir Hafstað, Þórunn Kielland, Jakob Kielland, Ingibjörg Hafstað, Hildur Hafstað, Ragnar Hafstað, Þórdís Úlfarsdóttir, Sigríður Hafstað, Árni Hafstað, Uloma Hafstað, barnabörn og barnabarnabörn. Undirrituð viljum þakka öllum þeim, sem komu við útför ÞÓRU ÓLAFSDÓTTUR FANNBERG. Eins viljum við þakka þeim, sem sendu blóm og kort. Ólafur Fannberg, Marissa B. Fannberg. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, FRIÐRIK MAGNÚSSON bóndi, Hálsi, Dalvík, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 10. mars. Guðrún Þorsteinsdóttir og börn. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir, EIRÍKUR HREIÐARSSON garðyrkjubóndi, Grísará, Eyjafjarðarsveit, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 13. mars kl. 13.30. Margrét Sigurðardóttir, Ragnheiður María Pétursdóttir, Sigríður Emilía Eiríksdóttir, Einar Þ. Einarsson, Hreiðar Eiríksson, Hallfríður Böðvarsdóttir, Sigurður Eiríksson, Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Snjólfur Eiríksson, Kristjana Helga Ólafsdóttir, Aron Eiríksson, Eiríkur Anton Eiríksson, Helga Jóhannsdóttir, barnabörn og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.