Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 37
HESTURINN og hesta-mennskan á greinilegamjög greiða leið að æskulandsins ef marka má þau viðbrögð sem Æskan og hest- urinn fékk um helgina. Á „general- prufu“ á miðvikudagskvöldið voru sýningarnar alls fimm talsins og fjöl- menni á þeim öllum. Ætla má að vel á sjötta þúsund manns hafi séð þessar sýningar og því um einn fjölsóttasta viðburð að ræða þar sem íslenski hesturinn er í aðalhlutverki. Þótt þessi viðburður snúist fyrst og fremst um að skemmta og fræða æsku landsins sótti sýninguna einnig fjöldi fullorðinna og víst er að að báðir hóp- ar skemmtu sér konunglega. Sjálf- sagt er það eðli hvers áhugamáls að hverjir boði sitt fagnaðarerindi og reyni að vekja áhuga fjöldans á við- komandi áhugamáli eða tóm- stundaiðju. Sýningin Æskan og hest- urinn er tvímælalaust orðin einn öflugasti útstillingargluggi hesta- mennskunnar og má ætla að sýningin veki áhuga fjölmargra barna á þessu heillandi viðfangsefni sem hesta- mennskan er og mjög líklegt að ein- hver þeirra muni eyða sínum frí- stundum í samvistum við hestinn í framtíðinni. Eins og áður voru það börn, ung- lingar og ungmenni sem báru uppi flest sýningaratriðin en þó fékk Kristinn Hákonarson að „fljóta með“ þótt ekki væri að þessu sinni í eigin persónu heldur voru það fjórir lær- lingar hans af yngri kynslóð sem létu fáka sína leggjast og standa á fætur með þau á baki. Það er ánægjulegt að Kristinn, sem hiklaust má titla sem einn af fremstu fjöllistamönnum úr röðum hestamanna, skuli nú farinn að kenna ungdómnum „trixin“. Þá mætti Daníel Ingi Smárason, sem er nýhættur að vera ungmenni, með hund sinn Tangó og leystu þeir ýmsar þrautir við góðar undirtektir þar sem sá síðarnefndi var að sjálf- sögðu í aðalhlutverki. Stökk Tangó meðal annars yfir háan trévegg sem að sögn ágæts þular, Huldu G. Geirs- dóttur, var níu sinnum hærri en sá fjórfætti. Hin kunni reiðkennari og æsku- lýðsgúrú hestamennskunnar, Rose- marie Þorleifsdóttir, mætti ásamt nokkrum nemendum Reiðskólans í Geldingaholti sem hefur verið starf- ræktur í áratugi. Sýndu þau hinar margrómuðu Rosemarie-æfingar eins og þær voru kallaðar hér í eina tíð, þ.e. leikfimiæfingar ýmiss konar á innbundnum hesti í taumhring. Þess- ar æfingar gefa knöpum feiknagott jafnvægi og má minna á að einfaldari jafnvægisæfingar í taumhring eru mjög góð leið til að byggja upp jafn- vægi hjá knöpum styttra sem lengra komnum. Freyja A. Gísladóttir, sem er margfaldur Íslands- og Landsmóts- meistari, mætti með gæðing sinn og sýndi fimiæfingar og undirstrikar hún vel þá miklu kunnáttu og getu sem ungir reiðmenn búa yfir í dag. Það má öllum ljóst vera, eins og það er gjarnan orðað á Hafrann- sóknastofnun, að það eru geysisterkir árgangar á leiðinni. Boðið var upp á fjölmargar vel út- færðar hóp- og skrautsýningar en það voru krakkar úr hestamanna- félögum á suðvesturhorni landsins sem tóku þátt í þessum atriðum. Allir verðlaunahafar yngri flokka frá landsmótinu, tuttugu og fjórir talsins, komu fram undir lok sýningarinnar. Það sem kannski vantaði helst inn í atriði sýningarinnar eru leikir á hest- um eða leikjatengd keppni en þar er af mörgu að taka. Eitt af grundvall- aratriðum í reiðkennslu barna er að láta þau gera æfingar í gegnum ýmiss konar leiki og er þessi vettvangur ákjósanlegur til að kynna slíkt til að koma hugmyndaflugi af stað hjá þeim sem fást við reiðkennslu. Athygli vekur hversu góðar und- irtektir þessi sýning hefur fengið hjá fjölmörgum fyrirtækjum og ráðu- neytum þegar leitað var eftir fjár- stuðningi við sýninguna. Er óhætt að álykta sem svo að í þessum stuðningi felist mikil viðurkenning á hesta- mennskunni sem vænlegrar leiðar til að tryggja æsku landsins gott og heil- brigt uppeldi. Meginstyrkurinn ligg- ur ekki hvað síst í því hversu góða samleið kynslóðirnar eiga í áhuga- málinu. Sjá má krakka allt niður í þriggja til fjögurra ára fara á hestbak og mörg dæmin eru til um fólk á tí- ræðisaldri sem stundar hesta- mennsku af miklum krafti. Þær eru ófáar fjölskyldurnar sem lifa og hrærast í hestamennskunni þar sem allir meðlimir eru að fást við það sama, að ríða út. Ekki er gamanið al- veg búið þótt þessar vel heppnuðu sýningar séu að baki því um næstu helgi verður boðið upp á atriði úr sýn- ingunni í Húsdýragarðinum í Laug- ardal sem var samstarfsaðili um sýn- inguna. Voru afhentir um fimm þúsund frímiðar í Húsdýragarðinn til þeirra sem sóttu sýninguna. Fimm þúsund manns á sýningunni Æskan og hesturinn í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina Öflugasti útstillingar- gluggi hesta- mennskunnar Morgunblaðið/Vakri 1. Verðlaunahafar landsmótsins á síðasta ári fylktu liði á glæstum gæðingum. 2. Rosemarie í Geldingaholti og lærisveinar hennar sýndu fimleika á hesti í taumhring við góðar und- irtektir. 3. Pollarnir fylktu liði í einu atriði og voru margir að stíga sín fyrstu skref í sýningarmennsku og vafa- laust ekki þau síðustu. 4. Tangó og Daníel Ingi slógu enn og aftur í gegn og setti sá fyrr- nefndi persónulegt met í hástökki. 5. Fjórir lærisveinar Kristins Há- konarsonar lögðu fjóra, ekki á skeið heldur á hliðina, og ein úr hópnum, Linda Rún Pétursdóttir, lagði sig á gæðing sinn. 6. Söngkonan unga og stórefnilega Halldóra Friðjónsdóttir sýndi og sannaði að árangur hennar í söngvakeppni á Ítalíu var engin til- viljun. Vakti vel fyllt og óvenju þroskuð rödd hennar óskipta at- hygli sýningargesta. 7. Hinir glæstu hvítu Lippizaners- hestar spánska reiðskólans í Gusti vekja ávallt mikla athygli og á því var engin breyting nú. Hinir ungu sýningargestir fóru ekki bónleiðir til búðar frekar en fyrri daginn á sýningunni Æskan og hesturinn í Reiðhöllinni um helgina. Valdimar Kristinsson var einn þeirra fimm þúsund manna sem börðu augum þessa vel heppnuðu sýningu. 1 2 3 4 5 6 7 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 37 Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.