Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 19 F í t o n / S Í A F I 0 0 6 4 4 2 SJÖ tilboð bárust í innréttingu og frágang á nýju húsnæði fyrir Tón- listarskólann á Akureyri að Hvanna- völlum 14. Kostnaðaráætlun verk- kaupa hljóðaði upp á 70 milljónir króna og voru fjögur tilboðanna und- ir kostnaðaráætlun. Timbursmiðjan og Grétar Jóhannesson áttu lægsta tilboð í verkið en það hljóðaði upp á um 59 milljónir króna, eða um 84% af kostnaðaráætlun. SS Byggir bauðst til að vinna verkið fyrir 65 milljónir króna, eða um 93% af kostnaðaráætlun, Tré- verk bauð 66 milljónir króna og Völvusteinn 69 milljónir króna. Hæstu tilboðin þrjú voru upp á um 75, 76, og 77 milljónir króna. Verkið felst í innréttingu og frá- gangi á allri annarri hæð hússins, sem og hluta af 1. og 3. hæð, samtals um 1.200 fermetra að grunnfleti. Eftir er að fara yfir tilboðin en verk- inu skal lokið 30. júní í sumar. Frágangur á húsnæði Tónlistarskólans Sjö tilboð bárust í verkið KAUPFÉLAG Eyfirðinga styrkir Íslandsmótið í snjókrossi 2003, en fyrsta keppnin var í Mývatnssveit um liðna helgi. KEA telur snjókrossið vera góðan vettvang til að vekja athygli á starf- semi sinni að því er fram kemur í frétt frá félaginu, en það vill virkja sem flesta til samstarfs um áhuga- verð fjárfestinga- og þróunarverk- efni til að efla búsetu á svæðinu. Hluti af samningi KEA við snjó- krossið felst í fjárhagslegum stuðn- ingi við gerð tíu vikulegra sjónvarps- þátta um mótið en þeir verða sýndir í Ríkissjónvarpinu næstu vikur. Félagar í Kaupfélagi Eyfirðinga eru um 8.000 talsins og er það vilji stjórnar að virkja ungt fólk á fé- lagssvæðinu til þátttöku. Fólki býðst nú að ganga endurgjaldslaust í félag- ið. KEA styrkir snjókross SKÍÐAÁHUGAFÓLK tók gleði sína á ný og fjölmennti í Hlíðarfjall um helgina en þar var ágætis skíðafæri eftir töluverða snjókomu fyrir helgi. Heldur fleiri gestir voru á skíðum á laugardag en sunnudag enda veðrið mun betra þann dag- inn. Lítill snjór hefur verið í fjallinu það sem af er vetri en framundan eru tveir stærstu mánuðirnir, auk þess sem tvö ag stærstu skíðamót- unum fara fram í Hlíðarfjalli í næsta mánuði, Skíðamót Íslands og Andrésar Andar leikarnir. Þá er jafnan mikill fjöldi fólks, víðs vegar af landinu, á skíðum norðan heiða um páskana. Skíðafólk tók gleði sína á ný Morgunblaðið/Kristján HEIMAMENN á Akureyri ætla að taka slaginn og bjóða í byggingu rannsókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri en hér um risavaxið verkefni að ræða. SS Byggir, Arkitekta- og verkfræði- stofa Hauks og Fasteignir Akureyr- arbæjar ætla að standa saman að til- boði, að sögn Sigurðar Sigurðssonar framkvæmdastjóra SS Byggis. Einnig munu þeir aðilar, sem buðu í verkið á síðasta ári, þ.e. Ístak og Nýsir annars vegar og Íslenskir að- alverktakar, ISS á Íslandi og Lands- afl hins vegar, að bjóða aftur í verkið. Verkið var boðið út að nýju í síð- asta mánuði, eftir að menntamála- ráðherra hafnaði þeim tveimur til- boðum sem bárust í framkvæmdina á síðasta ári. Um er að ræða einka- framkvæmd en Ríkiskaup sér um framkvæmd útboðsins. Markmið verkefnisins er að stuðla að upp- byggingu þekkingar- og tæknigarðs í tengslum við HA á Sólborg, með að- stöðu fyrir rannsóknarstofnanir rík- isins og jafnframt að boðið verði upp á aðstöðu fyrir fyrirtæki í þróunar- vinnu sem geta nýtt sér nálægð við háskólaumhverfið, eins og fram kemur í auglýsingu um útboðið. Ennfremur kemur þar fram að upp- bygging rannsókna- og nýsköpunar- hússins muni styrkja uppbyggingu Háskólans á Akureyri og er gert ráð fyrir að skólinn verði stór notandi að húsinu. Tilboð í verkið verða opnuð 15. apríl nk. Fulltrúar væntanlegra bjóðenda, fulltrúar í nefnd um verkefnið, fulltrúar HA og fulltrúi frá tækni- og umhverfissviði bæjarins funduðu í Háskólanum á Akureyri í gær og skoðuðu aðstæður á lóð væntanlegs rannsókna- og nýsköpunarhúss. Stefnt er að því að hefja fram- kvæmdir í vor og að verkinu verði að fullu lokið haustið 2004. Bygging rannsókna- og nýsköpunarhúss við HA boðin út að nýju Heimamenn ætla að bjóða í verkið Morgunblaðið/Kristján Fulltrúar væntanlegra bjóðenda í byggingu rannsókna- og nýsköpunar- húss við Háskólann á Akureyri, fulltrúar í nefnd um verkefnið, fulltrúar HA og fulltrúi frá tækni- og umhverfissviði bæjarins hittust á fundi í HA í gær og skoðuðu lóðina undir væntanlega byggingu. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.