Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 23 FORMAÐUR Menningarsamtaka Norðlendinga, Ólafur Þ. Hallgríms- son, segir í inngangi frá stofnun sam- takanna, svo og frá markmiðum þeirra og starfsemi gegnum tíðina. Ákveðið hafi verið að minnast tutt- ugu ára afmælis þeirra með bók þessari sem nú er sem sagt komin út. En í henni eru birt ljóð og smásögur sem unnið hafa til verðlauna á vegum samtakanna og Dags á liðnum ára- tug. Þetta eru sem sagt verðlauna- verk í afmælisriti en eiga að öðru leyti fátt sameiginlegt. Höfundarnir eru flestir brottfluttir Norðlending- ar. Eða alls engir Norðlendingar! Sumir eru búsettir erlendis. Samtals eru í bókinni fimmtán ljóð og jafn- margar smásögur. Höfundarnir eru samt nokkru færri þar sem fáeinir þeirra eiga þarna fleiri en eitt verk. Sum skáldin eru þjóðkunn, önnur nær óþekkt. Hjörtur Pálsson er í hópi hinna fyrrtöldu. Hann á þarna ljóðið Farið um Vatnsdal og smásöguna Stefnu- mótun. Hjörtur er fjölhæfur rithöf- undur. Kunnastur er hann fyrir ljóð- list sína og þýðingar. Ljóð hans, Farið um Vatnsdal, lýsir ferð á vit liðna tímans; sveitasælunni á góð- viðrisdegi í veröld sem var, eins og hún kemur fyrir sjónir á gamalli svarthvítri ljósmynd – og þar með í endurminningu skáldsins. Anna María Þórisdóttir á þarna ljóð sem hún nefnir Merenda. Anna María er hvergi nær óþekkt. Hún var meðal annars dálkahöfundur í Lesbók Morgunblaðsins á dögum kalda stríðsins og fór þá gróflega í taug- arnar á herskáum baráttukonum. Í ljóðlistinni er hún trú sinni fortíð en samt ekki fráhverf modernismanum; brúar í raun bilið milli Huldu og kyn- slóðar sinnar. Ljóð hennar er þýtt og innilegt en býr jafnframt yfir sterkri útgeislun eins og það er svo tíðum orðað nú á dögum. Hjörtur og Anna María eru bæði Þingeyingar. Sig- mundur Ernir Rúnarsson kemur úr annarri átt með ljóð sitt Fast að fjalli. Það er gagnort, meitlað og kald- hamrað, nokkurs konar abstrakt- mynd með útlínur frá norðlensku landslagi. Sigmundur Ernir er borg- armaður – Akureyringur. Hjalti Finnsson er hins vegar eyfirskur sveitamaður. En hann getur skoðast þarna sem fulltrúi eldri kynslóðar- innar, bæði að aldri og kveðskapar- hefð. Hjalti á tvö kvæði í bókinni. Fyrir Fjallaskáld hreppti hann fyrstu verðlaun. Snáði nefnist hitt. Fyrir það varð hann að láta sér nægja þriðju verðlaun. Vera má að það hafi ekki þótt nógu nútímalegt. Allt um það sómir Hjalti sér prýði- lega í heiðurssæti bókarinnar; hún endar sem sé með Snáða hans. Smásögurnar eru ekki síður sund- urleitar, sumar örstuttar, aðrar í lengra lagi. Meðal hinna síðar töldu eru tvær eftir Eystein Björnsson, Húsið og Bjargið. Báðar hlutu þriðju verðlaun. Eysteinn fer um víðan völl í sögum sínum. Þar blandast hvað öðru: raunsæi, gamanmál og fjar- stæður. Sumt er þar læsilegt, annað miður læsilegt. Ástæður þess að hann komst ekki hærra í verðlauna- stiganum kunna á hinn bóginn að vera þær að málkenndin bregst hon- um. Ágúst Borgþór Sverrisson komst einu þrepi hærra með sína sögu, Bænheyrður. Efni hennar er hvorki mikið né merkilegt, lýsir í raun ástandi fremur en rás viðburða. En hvað er það svo sem Ágúst Borg- þór tekur þarna fyrir? Það eru vandamálin í vandamálaþjóðfélag- inu! Samt er enginn vælutónn í sög- unni. Því síður predikun. Höfundur- inn fyrirskipar ekki hvernig eigi að bregðast við efninu. Í fáum orðum sagt: Góð saga, en hefði verið ennþá betri ef höfundi hefði tekist betur að hnýta endahnútinn. Sagan Dagatalið eftir Snæfríði Ingadóttur er afar stutt en eigi að síður minnisstæð í margræðni sinni og einfaldleika, samin af talsverðri kunnáttu. Snæ- fríður er Akureyringur en þar að auki heimsborgari. Grettir eftir Hjörvar Pétursson er líka hæfilega stutt saga, dálítið svona dulúðug en þarf hugsanlega að skoðast frá fleiri en einu sjónarhorni, eigi manni að takast leggja í hana þann skilninginn sem höfundurinn hlýtur að ætlast til. Aðgengilegri er Kross eftir Þórunni Sólveigu Ólafsdóttur sem er enn einn Akureyringurinn. Með Hjalta og fleiri góðum höfundum lætur hún þarna heyrast rödd hinna eldri og reyndari. Saga hennar gerist í New York, sannkölluð stórborgarhug- vekja – eða hrollvekja, allt eftir því hvernig litið er á málin. Þórunn Sól- veig lýsir hvoru tveggja, þægindun- um sem stórborgin býður upp á, og svo að hinu leytinu því miskunnar- lausa lífi sem þar gerjar undir sléttu yfirborði. Áhrifameiri hefði sagan orðið ef höfundurinn hefði sleppt því að leggja tilfinningalegt mat á sögu- efnið. Björn Ingólfsson á bæði ljóð og sögu í bókinni, hlaut önnur verðlaun fyrir hvort tveggja. Að jörðu heitir sagan, minnisstæð smásaga um ást- ina og dauðann, saga með rólegum yfirfleti en þungri undiröldu. Björn stendur á þröskuldi þess að vera fyrstu verðlauna höfundur. Ætla má að smávegis lagfæringar hefðu getað lyft sögunni. Orðið »mannormur« í merkingunni halarófa þykir mér til dæmis hæpið. Og óhafandi þegar verið er að lýsa líkfylgd! Hér hefur verið stiklað fram og aftur eftir bókinni, fátt eitt verið nefnt en vonandi nógu margt til að gefa glögga hugmynd um innihaldið í heild sinni. Stutt æviágrip höfundar fylgir verki hverju. Upplýsingar þær, sem þar koma fram, eru þó harla mismunandi. Til dæmis er fæðingar- staðar oftast getið, en þó ekki alltaf. Ljóst er að langmest fer þarna fyrir Þingeyingum og Akureyringum, einkum hinum síðarnefndu. Hlut- deildar Skagfirðinga í samtökunum er getið í inngangi. Hins vegar verð- ur ekki séð að neinn Húnvetningur komi þarna nærri. Og það er síst að furða. Eftir að Reykjavík varð stað- urinn þar sem þenkt var og ályktað hafa Húnvetningar einatt horft til suðurs; sáralítið tengst höfuðstaðn- um Akureyri. Að sönnu nær fjórð- ungurinn – landfræðilega og sögu- lega – allt vestur að Hrútafjarðará. Málfarslega og menningarlega mætti þó öllu fremur miða vestur- mörk hans við Stóra-Vatnsskarð. BÆKUR Safnrit Menningarsamtök Norðlendinga tuttugu ára, afmælisrit. 164 bls. Bókaútgáfan Hólar. Prentun: Ásprent/POB ehf. Ak- ureyri, 2002. SLÓÐIR MANNANNA Ljóð og laust mál Erlendur Jónsson ÞEIR sem muna tímana tvenna, og þá næstum upphaf hljóðfæra- leiks hér á landi, þekkja það hversu erfitt var áður fyrr að manna ýmsa tónlistarhópa, vegna þess hve fáir höfðu aflað sér leikni í meðferð hljóðfæra. Þetta á við um allan hljóðfæraleik, hér á landi, allt frá tilraunum til að koma á lagg- irnar sinfóníuhljómsveit, stofna til kammertónleika og alls konar hljóðfæraleiks. Jafnvel kórar, sér- staklega blandaðir, áttu í erfiðleik- um með að finna söngleikið fólk. Á fimmtíu ára afmælistónleikum Lúðrasveitar verkalýðsins, sl. laug- ardag í Langholtskirkju, blasti við sá árangur, sem skólar og skóla- hljómsveitir hafa áorkað í tónlist- aruppeldi unga fólksins. Sam- kvæmt eðli þeirra hljóðfæra, sem er uppistaða lúðrasveita, eru við- fangsefnin mjög bundin við flutn- ing sérstakrar tónlistar og eru marsar, skemmti- og útilífstónlist þar nokkuð ráðandi. Áhrif lúðra- sveita ná þó langt út fyrir þetta verksvið, því margir þeir sem hafa náð langt í list sinni, t.d. tónskáld eins og Carl Nielsen og Charles Ives, að ekki sé talað um snillinga á margvísleg blásturshljóðfæri, áttu sína fyrstu tónlistardaga í fé- lagsskap góðra blásara. Á afmælistónleikum Lúðrasveit- ar verkalýðsins, undir stjórn Tryggva M. Baldvinssonar tón- skálds var áberandi hversu hreinn leikur sveitarinnar var, enda er þar farin sama leið og fyrsti stjórnandi sveitarinnar, Haraldur Guðmunds- son trompetleikari, lagði áherslu á, þ.e. að mynda syngjandi mjúkan tón og forðast þann hvellblásna og háværa tón, sem oft vildi einkenna lúðrablástur fyrrum. Mjúkur sam- hljómur lúðra getur verið gullinn að fegurð og þannig hljómaði fyrsta viðfangsefni tónleikanna, er var „Nallinn“, alþjóðasöngur verkalýðsins. Afmæliskveðja og mars eftir Ellert Karlsson var ann- að viðfangsefnið, ágætlega samið verk og þar á eftir var fluttur ágengur og stílhreinn mars eftir Harald Guðmundsson, og voru þessi verk sérlega hrein og vel flutt af LV, undir stjórn Tryggva. Fyrsta maí svítan eftir Sigursvein D. Kristinsson, er sérkennilegt verk, sem virtist vegna taktskipt- inga vefjast nokkuð fyrir flytjend- um. Eldri félagar og fyrrverandi stjórnendur, áttu næsta leik, er hófst með ágætum Rímnatilbrigð- um eftir Ólaf L. Kristjánsson og þar vafðist rímnatakturinn ekki fyrir flytjendum, undir stjórn höf- undar. Ellert Karlsson stjórnaði skemmtilegri eigin útfærslu á Litlu flugunni eftir. Sigfús Halldórsson. Það er nefnilega hægt að gera ým- islegt utan um lítið lag og það mátti heyra margt smekklega gert hjá Ellert, er klæddi vel þetta vin- sæla lag Sigfúsar. Þú álfu vorrar yngsta land, eftir Sigfús Einars- son, útsett og stjórnað af Jóhanni T. Ingólfssyni, var hressilega flutt og þessum þætti eldri félaga lauk með útsetningu og undir stjórn Malcolms Holloway, á því fallega lagi Snert hörpu mína eftir Atla Heimi Sveinsson og var þessi ágæta umritun á köflum fallega flutt. Á þriðja hluta tónleikanna flutti starfandi hluti lúðrasveitarinnar fimm verk, fyrst Inngang og milli- spil eftir Malcolm Holloway, þá syrpu af lögum eftir Jón Múla Árnason, er starfaði með lúðra- sveitinni og lék á trompet, síðan Mars – Sjá roðann í austri, eftir Árna Björnsson tónskáld og loka- viðfangsefnin voru svo tvö verk, March paralelle og Eftirspil, eftir stjórnandann Tryggva M. Bald- vinsson. Þarna gat að heyra tilraun til að móta tónferlið og breytilegan styrk á nokkuð annan veg en gerist í hefðbundinni lúðrasveitartónlist. Bæði verkin eru ágætlega samin og margt vel flutt, sérstaklega í marsinum. Tryggvi hefur náð að móta flutning sveitarinnar á mjög smekklegan máta, sérstaklega er varðar tónblæ, sem var á köflum syngjandi fallegur og hreinn og má segja, eins og stendur í frægri um- ritun Jónasar Hallgrímssonar, og á við um leik Lúðrasveitar Verka- lýðsins „blésu þeir á sönglúðra“. Blásið á sönglúðra Jón Ásgeirsson TÓNLIST Langholtskirkja Lúðrasveit Verkalýðsins 50 ára. Stjórnandi Tryggvi M. Baldvinssonar. Laugardagurinn 8. mars, 2003. AFMÆLISTÓNLEIKAR Hvað er þá mað- urinn? – Úr heimi trúarbragðanna er að mestu byggð á erindum sem sr. Rögn- valdur Finn- bogason flutti í Ríkisútvarpið á árunum 1973– 1979. Kristín R. Thorlacius bjó bók- ina til prentunar og ritar formála. Hér er fjallað um hindúasið, gyð- ingdóm og íslam, dulhyggju, og loks um rússnesku rétttrúnaðarkirkj- una og íkón henn- ar. Þar sem rætt er um framandi trúarbrögð er reynt að nálgast viðfangsefnið frá sjónarhóli þeirra sem þessi trúar- brögð aðhyllast, svo sem trúaðra hindúa, gyðinga og múslíma. Sr. Rögnvaldur var fæddur í Hafn- arfirði 15. október 1927. Hann varð stúdent frá M.R. 1947, guðfræð- ingur frá H.Í. 1952 og vígðist til prests sama ár. Hann var sókn- arprestur víða um land, lengst á Staðastað frá 1973 til dauðadags. Hann lést í Borgarnesi 3. nóvember 1995. Útgefandi er JPV-útgáfa. Mynd á kápu er eftir Tryggva Ólafsson og kápuhönnun annaðist Jón Ásgeir. Menningarsjóður, Kristnisjóður, Héraðssjóður Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi og Héraðssjóður Borgarfjarðarprófastsdæmis styrktu útgáfu bókarinnar. Trúarbrögð Pétur Gunnarsson Myndin af heiminum eftir Pétur Gunnarsson er komin út í kilju. Sköpun heimsins, Íslands, manns- ins – þetta eru yrkisefni Péturs í skáldsögu sem er hin fyrsta í flokki sem hann kallar Skáldsaga Íslands. Hér er staldrað við áfanga í sögu lands og þjóðar, staði og stundir sem skipt hafa sköpum. Höfundur tekur mið af aðferð miðaldamanna, sem leituðust jafnan við að byrja á byrj- uninni, þ.e. sköpun heimsins og rekja síðan söguna þaðan í frá. Í kynningu segir: Spennandi og ein- staklega gefandi saga, skrifuð af þeirri fyndni, dýpt og mannlegu hlýju sem einkenna skrif Péturs. Myndin af heiminum var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna ár- ið 2000. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 182 bls., prentuð í Danmörku. Kápuhönnun: Næst. Verð: 1.599 kr. Kilja „ÞETTA var hrikalegt stress. Það voru sjónvarpsmyndavélar á okkur allan daginn og frétta- menn að tala við okkur – það voru myndavélar í andlitinu á mér rétt áður en ég fór inn á sviðið, og aftur um leið og ég kom út. Salurinn var líka troð- fullur af fólki, 800 manns, og þetta var mikið álag. En það gekk, og ég var hrikalega hissa,“ segir Unnur Elísabet Gunn- arsdóttir sem hreppti annað sæt- ið í keppni dansara 20 ára og yngri í Svíþjóð á laugardag, þar sem valinn var fulltrúi Svíþjóðar í Evrópska danskeppni á vegum Evróvisjón í Amsterdam í sumar. Þótt Unnur Elísabet hafi ekki náð vinningssætinu er árangur hennar eftirtektarverður og hún fékk strax spennandi tilboð. „Eftir keppnina kom frönsk kona til mín. Hún valdi mig til að koma á fimm vikna sumarnámskeið til Suður-Frakklands í sumar. Þessi kona fer um Evrópu og velur einn dansara í hverju landi til að koma á þetta námskeið. Þar verður allt frítt fyrir mig og það er frábært. Það verður dansað allan daginn, ballett á morgnana og nútímadans eftir hádegið. Við verðum líka að vinna með þekkt- um kóreógröfum frá allri Evr- ópu og undirbúum með þeim sýn- ingu sem verður farið með vítt og breitt um Frakkland síðustu vikuna. Það var ótrúlega frábært að fá þetta.“ Unnur Elísabet hefur verið í þrjú ár í námi í Konunglega sænska ballettskólanum og lýkur stúdentsprófi nú í vor. „Ég fer sennilega til Hollands næsta vet- ur, ég er búin að fá pláss á nem- andasamningi við flokk þar. Ég hef verið að reyna að safna mér styrkjum til þess að komast til Hollands. Þetta er mjög gott kompaní og fínt að komast þar að. Þar er danshöfundur sem ég var að vinna með hér heima í jan- úar og febrúar, en þá var ég að dansa með Íslenska dans- flokknum. Hann bauð mér þenn- an samning í Hollandi. Ég vonast nú samt til þess að Frakklands- ferðin verði til þess að ég fái eitt- hvað betra og á betri launum. Það eru mjög lág laun á nem- endasamningunum og maður þyrfti þá að vera líka að safna styrkjum, því það fást enn þá engin námslán fyrir dansara á nemendasamningum.“ Unnur Elísabet Gunnarsdóttir á góðu gengi að fagna í dansinum. Boðið til Frakk- lands í kjölfar vel- gengni í danskeppni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.